Morgunblaðið - 23.03.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.03.1982, Blaðsíða 1
48 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI 64. tbl. 69. árg. I’RIÐJUDAGUR 23. MARZ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Frú Walesa æf út í stjórnvöld Narsjá, 22. marz. AP. DANUTA WALESA sagði í dag að hún bæri „mikinn kala“ til ráðamanna, sem hún hefur kallað „djöfla í mannsm),nd“, fyrir að leyfa ekki Lech Walesa að mæta við skírn dóttur þeirra, Maríu Viktoriu. „Ég hélt aldrei að þeir mundu gera okkur þetta,“ sagði hún í símaviðtali. Talið er að 6.000 til 10.000 manns hafi mætt við skírnina. Svo margt fólk hefur sjaldan safnazt saman síðan herlögin voru sett og það er túlkað þannig að almenningur hafi viljað sýna andstöðu sína við stjórn Jaruzelski hershöfðingja. Vestrænn fulltrúi kvaðst gera ráð fyrir að þessi mikli mannfjöldi hefði valdið stjórninni þó nokkrum áhyggjum. Hann sagði að Pólland væri „of mikil púðurtunna" til þess að stjórnin hefði getað leyft Walesa að sækja skírnina. „Ef þau geta fengið 10.000 til skírnar dóttur hans er aldrei að vita hvað mundi gerast ef Walesa gengi laus,“ sagði hann. „Sleppið Walesa," hrópaði mannfjöldinn við skírnina í Gdansk. Einni viku áður mættu 20.000 manns í kirkju Ursus skammt frá Varsjá þar sem Jozef Glemp erki- biskup hvatti til þess að Walesa yrði sleppt. Sérfræðingar telja málið bera vott um harðlínustefnu stjórnarinn- ar. Yfirvöld ætli að „þrauka", halda kúguninni áfram og hafa harðan kjarna Samstöðuleiðtoga áfram í haldi. Frú W'alesa sagði að hún mundi heimsækja Walesa seinna í vikunni og hafa Maríu Viktoríu með sér, en hann hefur aldrei séð hana. Ríkisfjölmiðlar, sem hafa þagað um skírnina, segja að stofnað hafi verið nýtt Blaðamannafélag, sem lýsti því yfir að það mundi standa „innan ramma almennt viður- kenndra meginregina pólitískrar menningar og þjónustu í þágu hags- muna sósíalisma." „Kjarvora Walesa .. .** Sjá hls. 19. Frú Walesa og María litla Viktoría. Myndin var tekin á miðvikudag í síðustu viku á heimili Walesa. Dani geymdi „leynisjóð“ Kaupmannahofn, 22. marz. Al*. INGMAR WAGNER úr miðsljórn danska kommúnistaflokksins var yfirheyrður í dag, þar sem 500.000 d. kr í erlendum gjaldeyri var stol- ið úr ieynilegum peningaskáp á heimili hans. Wagner, sem er fyrrverandi þingmaður, hefur ekki verið ákærður. Hann sagði í yfirlýs- ingu að hann hefði haft féð til geymslu um stundarsakir á heimili sínu og nota hefði átt féð við svokallað „alþjóðlegt sam- stöðustarf" danska kommún- istaflokksins. En Poul Emanuel flokksritari sagði að flokkurinn kannaðist ekkert við leynisjóð- inn. Við venjulega hassleit á fimmtudaginn handtók lögregl- an 16 ára ungling, sem lögreglan sagði að hefði reynt að fela lykil að hólfi á aðaljárnbrautarstöð- inni. í hólfinu fundust 36.000 mörk, sem unglingurinn kvaðst hafa stolið úr eldtraustum pen- ingaskáp á heimili Wagners með hjálp nokkurra vina sinna þegar Wagner var í Sovétríkjun- um. Þetta leiddi til handtöku ann- ars unglings í gær og dómari sagði að málið yrði ekki gert opinbert. Seðlabankinn ætlar að yfirheyra Wagner, sem kom heim í dag, til að kanna hvort hann hafi brotið gjaldeyrislögin. Rúmlega 300 afganskir útlagar efndu til háværra mótmæla fyrir utan sovézka sendiráðið í Nýju Delhí á sunnudaginn, sem var tileinkaður Afganistan í mörgum löndum. Columbia farin í lengstu ferð sína kanavcralhöfóa, 22. marz. Al\ BANDARÍSKA geimferjan Columbia fór í þriðju og lengstu ferð sína í dag, einni klukkustund á eftir áætlun, þriggja milljóna kílómetra ferð sem á að reyna hæfni ferjunnar til að standast mikinn hita í geimnum. Leiðangursstjórinn, Jack R. Lousma, og aðstoðarmaður hans, £. Gordon Fullerton, hófust strax handa um vísindalegar tiiraunir og hitaprófanir sem gera munu þessa ferð þá annríkustu sem hefur verið farin. Ferðin á að standa í sjö daga og farnar verða 116 hringferðir. „Fyrsti kafli ferðarinnar var virkilega spennandi," sagði Lousma, sem tók þátt í 59 daga ferð geimrannsóknastöðvarinnar Skylab II. Hjartslög hans mældust 132 á mínútu, en Fullertons 92. Bilun varð í rafmagnskerfinu áð- * ur en Columbia komst á braut, en talsmaður geimvísindastofnunar- innar NASA sagði að hún mundi engin áhrif hafa á lengd eða öryggi ferðarinnar. Ekki þarf að nota tæk- ið sem bilaði fyrr en í lok ferðarinn- ar. Sams konar bilun varð til þess að annarri ferð Columbiu í nóv- ember var frestað í átta daga. I ferð Columbiu verða gerðar hitamælingar á öllum hliðum geim- ferjunnar. í kvöld áttu geimfar- arnir að beina stéli ferjunnar að sólu og halda henni í þeirri stöðu í 28 tíma. A miðvikudaginn beinir Lousma nefi geimferjunnar að sólu og held- ur henni í þeirri stöðu í 80 tíma. A laugardaginn kemur röðin að far- angursgeymslunni sem mun snúa að sólu í 28 tíma. Tæki Columbiu verða að þola allt að 93 stiga hita á Celcius. Lousma og Fullerton voru fullir áhuga í byrjun ferðarinnar og sendu sjónvarpsmyndir til jarðar. Reagan forseti fylgdist með flug- takinu í sjónvarpi og kallaði það „glæsilegt afrek“. Rétt fyrir flug- takið sendi hann geimförunum árn- aðaróskir og sagði: „Öll þjóðin er hreykin af ykkur og þeim sem gerðu þetta kleift." Geimskotinu var frestað vegna bilunar í áfyllingartæki. Ein millj- ón manna fylgdist með flugtakinu. I tveimur fyrri ferðum fór Columbia 4.459.000 •’km, en nú fer ferjan 4.774.000 km. Rúm 10.000 fómarlömb rússneskra eiturvopna Washington, 22. marz. Al\ Bandaríkjasljóm hélt því fram í dag að eiturvopn frá Rússum hefðu orðið rúmlega 10.000 manns að bana í Afganistan, Laos og Kambódíu og skoraði á aðrar ríkis- stjórnir að fordæma slíkt athæfi. Talsmaður utanríkisráðuneyt- isins sagði að einnig bærust fréttir um dularfullt, óþekkt og óséð eiturefni, sem væri notað gegn andsovézkum frelsishetjum í Afganistan. Alls hafa 6.310 látizt af völd- um svokallaðrar „gulrar rign- ingar" — sérstaks sveppaeiturs — í Laos, 981 í Kambódíu og 3.042 í Afganistan samkvæmt skýrslu utanríkisráðuneytisins um sannanir Bandaríkjastjórn- ar. Flestar ásakanirnar hafa ver- ið bornar fram áður, en stjórnin segir að skýrslan eigi að eyða efasemdum um ásakanirnar. Hún segir ásakanirnar byggðar á frásögnum sjónarvotta og sýn- ishornum frá svæðum þar sem eiturhernaður hefur verið stund- aður. Walter J. Stoessel jr. aðstoð- arutanríkisráðherra sagði að skýrslan yrði send Þjóðþinginu, framkvæmdastjóra SÞ og öllum aðildarríkjum SÞ. „Sovétríkin og bandamenn þeirra fremja gróf og ítrekuð brot á alþjóðalögum og alþjóða- samningum," sagði Stoessel. Hann sagði að vopnunum væri beitt gegn þjóðum sem erfiðast ættu með að verja sig. The Times segir að franskir læknar, sem hafa starfað með skæruliðum í Afganistan, saki Rússa og stjórnarhermenn um eiturefnahernað og miskunnar- lausa útrýmingarherferð í land- inu. Rússar beita óbreytta borgara æ meiri grimmd og árásum þeirra er helzt beint gegn varn- arlausu fólki í þorpum og bæj- um, segir The Times. Þeir drápu 1.400 manns í dalnum Pansjir í febrúar, flesta með vélbyssu- skothríð. Þeir helltu benzíni yfir 18 öldunga í einu þorpinu eða brenndu þá lifandi, segir blaðið. „Dagur Afgani.stans**. Sjá bls. 18. Tilræði í Beirút Bcirúl, 22. iiiar/. Al*. ÞRIDJI sendiráósritari íraska sendi- ráðsins í Beirút var skotinn til bana í. dag og herferð gegn fulltrúum er- lendra ríkja í Líbanon hefur harðnað. Sendiráðsmaðurinn Ali Hajem Sultan var stöðvaður þegar hann ók i bíl sínum frá nýrri bækistöð sendi- ráðsins til vesturhluta Beirút. Hann var skotinn af dauðafæri í höfuðið þegar hann hafði opnað dyrnar á hílnum og ætlaði að stíga út. Óþekktir menn voru að verki. Atburðurinn gerðist um 500 metra frá þeim stað þar sem fyrr- verandi sendiherra Bandaríkjanna var sýnt misheppnað banatilræði í ágúst 1980. Sendiráð Iraks var flutt í nýtt húsnæði þegar bygging, þar sem það var áður til húsa, eyðilagðist í sprengingu, sem varð 64 að bana, þeirra á meðal Abdul Razzak Lafta sendiherra og 23 starfsmönnum hans 15. desember sl. ísraelskar herþotur flugu yfir Beirút í dag og urðu fyrir harðri skothríð úr loftvarnab.vssum. Isra- elskir fallbyssubátar sigldu inn í líbanska landhelgi við Sidon og Tyr- os í gær og urðu fyrir skothríð skæruliða, en svöruðu henni ekki. Vopnahlé hefur verið samið eftir þriggja daga átök stuðningsmanna Irana og Iraka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.