Morgunblaðið - 01.12.1985, Page 1

Morgunblaðið - 01.12.1985, Page 1
fltofgtiiiÞlftfrife PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR1. DESEMBER1985 BLAÐ STUNDUM ER SEST Á RÚMSTOKKINN Rætt við Aðalheiði í Laugaseli sem býr í einskonar hól á Mývatnsheiðinni Hún býr ein á Mývatnsheiðinni, eiginlega í hól, fjarri skarkala heimsins, fjarri vegasambandi, ein á heiðinni með engar skepnur, án rafmagns, án hitakerfis í húsinu og þar sem hún býr í elsta hluta bæjarins, gömlu baðstofunni hennar ömmu hennar, halda plankar þekjunni uppi og gluggarnir tveir á torfbænum eru rammskakkir, eins og sigin augu aldurhnigins manns. Út um rifurnar á gamla torfbænum, sem er líkari hól en húsi sér út í himinblámann eða rigninguna eftir atvikum, en þegar rignir hljómar vatnssinfónían í tugum dollna og dunka um öll gólf. Hljóðlátt fer hún um húsið sitt, ríslar sér við hversdagsverkin, æpir upp ef mýsnar gera sig of heimakomnar og stundum eru óþægindi af einhverju sem er annars heims. Mér líkar sambýlið við beióina Hlvlegra að fá karl en hund Hér er allt orðið svo lú- ið og þreytt (^rein og myndir: Arni Johnsen Tvivegis fór ég þjóðveginn fram hjá slóðanum heim til hennar, en í þriðju tilraun fann ég leiðina með því að leita steinsnar utan þjóðvegarins milli Lauga og Mý- vatns. Framundan lá 6 kílómetra leið um holt og hæðir, mela og móa, moldarflög, grasbala, árfar- vegi, slóð sem aðeins torfærubílum er unnt að komast við hagstæð skilyrði. Eftir rykkjóttan akstur var ég farinn að halda að ég væri á rangri leið, en allt í einu niðri í brattri brekku blikaði á tvo glugga í blásnum hól. Þetta var Laugasel þar sem Aðalheiður Helgadóttir býr. Mér hafði verið sagt að það gæti verið svolítið stórt í henni, hún væri frökk og ákveðin, og á hinn bóginn léti hún sig stundum hverfa eins og huldufólkið, en þarna var ég kominn í hlað hjá henni síðla dags í ágústlok. Það var ekkert lífsmark að sjá, enda- laus kyrrðin á heiðinni, dálítið najmr vindur, ísland til allra átta. Brekkumegin var torfbærinn, en frambærinn var úr timbri með torfeinangrun í veggjum. Torfið teygði sig á móti manni á stöku stað. Við dyragaflinn stóð trésleði, feyskinn og lúinn. Þetta var eins og að ganga inn í aldagamla mynd. „Hér er allt svo lúið og þreytt“ Ég var búinn að banka tvívegis þegar loksins heyrðist fótatak innan úr húsinu, það small í hurð- arlokunni og í dyragættinni stóð Aðalheiður með skuplu um hárið, í þykkri moldugri úlpu, pilsi og ullarsokkum. Við heilsuðumst. Hún horfði forviða á mig. „Hér er allt orðið svo lúið og þreytt, það er varla hægt að bjóða nokkrum manni inn í bæinn," sagði hún. „Er það ekki lífsins gangur," ansaði ég. „Víst er það,“ svaraði hún og vísaði mér inn bæjargöngin milli baðstofunnar í torfbænum og for- stofunnar í timburbænum. Bæjar- f bæjargöngunum og úlpunni góðu sem tekur á sig moldina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.