Morgunblaðið - 02.10.1986, Side 5

Morgunblaðið - 02.10.1986, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986 5 Biskup íslands: Prestar biðji fyrir farsæl- um viðræðum BISKUP íslands hefur sent prestum landsins tilmæli um að þeir biðrji fyrir því í kirkjubæn n.k. sunnudag, 5. okt., að viðræður leið- toga stórveldanna um aðra helgi leiði til friðar í heiminum. Prestastefna 1986 verður haldin í Reykjavík dagana 26.-28. okt. og mun hún tengjast fyrirhugaðri vígslu Hallgrímskirkju, þ. 26. okt. n.k. Kirkjuþing verður kallað saman 11. nóv. n.k. Þingið verður haldið í Bústaðakirkju og mun standa til 20. nóv. Sjö guðfræð- ingar vígðir Sjö guðfræðingar verða vígðir til prestsþjónustu n.k. sunnudag. Sex verða vígðir í Dómkirkjunni I Reykjavík, en einn í Hóladóm- kirkju. Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, annast vigsluna fyrir sunnan, en sr. Sig- urður Guðmundsson vigslubisk- up, vígir fyrir norðan. Vígslan í Dómkirkjunni hefst kl. 11.00. Vígsluþegar eru Flosi Magn- ússon, cand. theol., sem settur hefur verið prestur í Bíldudalsprestakalli; Guðni Gunnarsson, cand. theol., sem ráðinn hefur verið skólaprestur á vegum Kristilegu skólahreyfing- arinnar; Gunnar E. Hauksson, cand. theol., sem skipaður hefur verið prestur í Þingeyrarprestakalli; Hjörtur Magni Jóhannsson, cand. theol, sem skipaður hefur verið prestur í Útskálaprestakalli; Kristj- án E. Þorvarðarson, cand. theol., sem ráðinn hefur verið annar far- prestur Þjóðkirkjunnar og mun gegna prestsþjónustu á Eskifirði fyrst um sinn; Sighvatur Karlsson, cand. theol., skipaður prestur í Húsavíkurprestakalli. Vígsluvottar verða þeir sr. Bragi Friðriksson, prófastur, sr. Þórarinn Þór, prófastur, sr. Olafur Jóhanns- son og sr. Lárus Þorv. Guðmunds- son, prófastur, sem lýsir vígslu. Sr. Hjalti Guðmundsson, dóm- kirkjuprestur þjónar fyrir altari ásamt biskupi. Dómkórinn syngur, organleikari er Marteinn H. Frið- riksson. Prestsvígslan í Hóladómkirkju hefst kl. 14.00. Þar vígist Svavar Alfreð Jónsson, cand. theol., sem skipaður hefur verið prestur í Olafs- fjarðarprestakalli. Vígsluvottar verða: Sr. Birgir Snæbjörnsson, sem lýsir vígslu, sr. Hannes Om Blandon, sr. Hjálmar Jónsson, prófastur, og sr. Þórhallur Höskuldsson. Altarisþjónustu annast sr. Vigfús Þór Amason ásamt vígslubiskupi. Kórar Olafs^arðar-, Hóla- og Viðvíkursókna leiða kirkjusöng undir stjóm Rögnvaldar Valbergs- sonar og Soffíu Eggertsdóttur organleikara. PHILCO A HORKUGOÐU VERÐI. ÞVOTTAVÉL FYRIR KR. 28.450,-* OG ÞURRKARINN FYRIR KR. 19.370,-* Philco 421 þurrkarinn. Philco þurrkarinn tekur 5 kg af þurrþvotti sama magn og þvottavélin. Hann er einfaldur í notkun; þú velur á milli 3 sjálfvirkra þurrkkerfa sem henta öllum tegundum þvottar. Þurrktími getur varaö allt aö tveimur klst. auk átta mínútna kælingar í lok þurrkunar. Philco w 393 þvottavélin. Ytri belgurinn sem er úr ryðfríu stáli gerir Philco aö enn betri og öruggari þvottavél en áöur. Vélin vindur meö allt aö 1000 snúninga hraöa á mínútu. Hún hefur stóran þvottabelg og tekur inn á sig bæöi heitt og kalt vatn. Þannig sparast umtalsverö orka. Hægt er að láta þurrkarann standa ofan á þvottavélinni - það sparar þér dýrmætt rými og eykur vinnuhagræði. Á vélunum er öryggisbúnaður sem tryggir þér betri endingu og lægri viðhaldskostnað. Að síðustu má ekki gleyma að vélarnar heita Philco og eru frá Heimilistækjum. Það talar sínu máli: Traust nöfn, sanngjarnt verð og örugg þjónusta. Láttu Philco skila þér þvottinum hreinum og þurrum - engar snúrur, engar áhyggjur. Við erum sveigjanlegir í samningum. ar sem við fengum ekki þá afsláttarbíla af árgerð 1985 og 1986 sem við áttum von á núna í haust, þá hafa verksmiðjurn- ar ákveðið að við fáum örfáa vel útbúna CHEROKEE PIONEER, árgerð 1987 á einstöku verði. □ 2,51 vél, □ teppalagður □ útvarp □ 4 gíra, □ stokkur á milli sæta, □ vökvastýri, □ þurrka á afturrúðu, □ opnanl. hliðargluggar (að aftan), □ aflbremsur, □ rúðuspr. að aftan, □ litað gler, □ klukka (digital), □ og margt fl. □ veltistýri. □ tau á sætum. 1.050.000,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.