Morgunblaðið - 02.10.1986, Side 7

Morgunblaðið - 02.10.1986, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986 7 75 ára afmæli Háskóla íslands: Ahersla lögð áaðkynna starfsemina AFMÆLISDAGSKRÁ í tUefni 76 ára afmælis Háskóla íslands var kynnt á blaðamannafundi í gær. Hefst hún föstudaginn 3. október með erindi Christian H. Gudna- sonar, prófessors í Kaupmanna- höfn, en hann er einn þeirra tuttugu visinda og fræðimanna sem sæmdir verða heiðursdokt- orsnafnbót við Háskólann í tilefni afmælisins. Verður erindi hans hið fyrsta i röð sjö háskóla- erinda sem flutt verða af valin- kunnum fræðimönnum dagana 3.-10. október og munu fjalla um hin aðskiljanlegustu efni. Afmælishátíðin verður síðan formlega sett laugardaginn 4. okt- óber S Háskólabíói að viðstöddum boðsgestum og er í ráði að sjón- varpa beint frá þeirri athöfn. Sigmundur Guðbjamarson, rekt- or Háskóla íslands, sagði í umfjöll- un sinni um afmælisdagskrána að lögð yrði áhersla á að kynna starf- semi Háskólans. „Almenningur má ekki hafa það á tilfínningunni að háskólafólk hafí hreiðrað um sig í einhveijum fílabeinstumi og því verður að leggja áherslu á að kynna þá starfsemi sem hér fer fram,“ sagði Sigmundur. Taldi hann síðan upp það sem á dagskrá verður til að kynna starfsemina, en auk myndasýninga í sjónvarpi á sögu Háskólans og núverandi starfsemi hans verður haldið svonefnt „opið hús“ þann 12. október en þá gefst fólki kostur á að koma og fræðast um þá starfsemi sem þar fer fram. Einnig verður gefínn út skrá yfír þær rannsóknir sem verið er að vinna að á vegum Háskólans, en þær munu vera nokkur hundruð talsins. Sagði hann skrána verða fróðlega því þar mætti bæði sjá að hvaða verkefnum hver og einn ynni og einnig mætti þar koma auga á hveijir ekki væm að vinna að ein- hveijum sérstökum verkefnum. Afmælisdagskránni lýkur 12. þessa mánaðar með fyrmefndri kynningu á starfsemi Háskólans en í viðtali við framkvæmdastjóra af- mælisnefndarinnar, dr. Pál Sigurðs- son, sem birtist í blaðinu á laugardag má lesa nánar um það sem á dagskránni verður. Enginn golfvöllur í Vífilsstaðatún „ENN SEM komið er hefur engin breyting orðið á þeirri afstöðu að taka þetta land und- ir framkvæmdir í þágu ríkisspítalanna og þvi er ekki von á golfvelli þarna i bráð,“ sagði Ragnhildur Helgadóttir um mál golfáhugahópanna tveggja, sem eins og greint var frá i Morgunblaðinu sækjast eftir Vífilsstaðatúninu. „I fréttinni var haft eftir einum golfáhugamanna að þeir hafí ver- ið búnir að fá loforð frá stjóm nkisspítalanna og frá ráðherra. Ég hef aldrei gefíð slíkt loforð. Ég taldi mig þurfa að athuga þetta mál mjög gaumgæfílega, enda er hér um geysiverðmæta eign ríkisins og ríkisspítalanna að ræða. Stjóm ríkisspítalanna getur ekki ráðstafað þessu landi án leyfís heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra og afsal á því kemur ekki til greina án heimild- ar Alþingis. Það er oft erfítt að fá fé í nauðsynleg en dýr tæki og fram- kvæmdir á vegum heilbrigðis- málaráðuneytisins og við getum Norrænir músíkdagar í Reykjavík: Tónleikar Sinfón- íuhlj óms veitarinn- ekki á sama tíma látið frá okkur verðmætar landareignir. Ráð- stöfun til annars en í beina þágu ríkisspítalanna er óhugsandi nema fullt verð komi fyrir. Lokasmölun í Geldinganesi verður laugardaginn 4. október nk. Bílar til að flytja hesta í hausthaga verða milli kl. 11.00 og 12.00. Getum bætt við hestum í hausthaga á Kjalarnesi. Upplýsingar á skrifstofu félagsins og í síma 672166. Félagar munið eftir að borga heimsenda gíró- seðla vegna félagsgjalda 1986. Við seljum síðustu || | FORD SIERRA bfíana JJJ af árgerð 1986 Áætlað verö FORD SIERRA 1600 3ja dyra FORD SIERRA 1600 5 dyra L gerð 463.200, 502.400, djfp SVEINN EGILSSON HF. Skeifunni 17. Sími 685100. ar í Háskólabíói Sinfóníuhljómsveit íslands flytur fjögur verk á tónleikum í Háskólabíói á morgun, föstu- dag, í tilefni Norrænna músikdaga í Reykjavík. Pyrsta verkið er Marchenbilder eftir danska tónskáldið Hans Abrahamsen, sem samið var að tilhlutan ensku kammersveitar- innar Sinfonia of London. Annað danskt tónskáld, Steen Pade, á þar einnig verk, sem hann kallar Arcus. Eftir sænsk-ungverska tónskáldið Miklos Maros verður fluttur konsert fyrir básúnu og hljómsveit. Einleikari verður sænski básúnuleikarinn Christian Lindberg. Síðasta verkið á tón- leikunum er Wirklicher Wald eftir norska tónskáldið Arne Nord- heim. Plytjendur verða, auk sinfóníuhljómsveitarinnar, selló- leikarinn Aage Kvalbein, söng- konan Solveig Faringer og kór Langholtskirlqu. Stjómandi Sin- fóníuhljómsveitarinnar á þessum tónleikum er Páll P. Pálsson. Einn liðurinn í starfsemi Sin- fóníuhljómsveitarinnar er að leggja Norrænum músíkdögum lið þegar þeir eru haldnir her á landi. í þetta sinn eru fluttir tvennir tónleikar og vom hinir fyrri síðastliðinn laugardag. Danska tónskáldið Steen Pade.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.