Morgunblaðið - 02.10.1986, Page 13

Morgunblaðið - 02.10.1986, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986 13 Úr opnu bókar, sem Björn í Bæ er að skrifa. Björn í Bæ gefur 500 bækur til Hofsóss Hofsósi. STJÓRN bókasafnsins Eining- ar á Hofsósi kom í heimsókn til Björns í Bæ síðastliðinn sunnudag til að taka á móti veglegri gjöf hans til bóka- safnsins, bókaskáp hans ásamt öllum þeim bókum sem í skápn- um voru, alls um 500 bækur. Kristbjörg Bjamadóttir, Litlu Brekku, formaður bókasafns- stjómarinnar, tók á móti þessari höfðinglegu gjöf til safnsins og gat þess að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem Bjöm í Bæ sýndi hlýhug sinn í garð safnsins, því margsinnis á undanfömum ámm hefur hann gefið safninu bækur. Gestir þáðu konfekt og kaffi- sopa í stofu Bjöms við þetta tækifæri. Gat Bjöm þess í spjalli við viðstadda að nú hefði hann hug á að fiytja á Krók til sinnar Björn í Bæ og Kristbjörg Bjarnadóttir við bókaskápinn. góðu konu, en hún er sjúklingur á Sjúkrahúsi Skagfirðinga, og væri hann nú í þann veginn að flytja til hennar. Því teldi hann rétt að ganga nú frá ýmsum málum heima fyrir og væri þetta athæfí sitt þennan dag liður í því. Margar góðar bækur voru í skápnum sem Reyn- ir Gíslason bóndi í Bæ smíðaði, m.a. benti Bjöm á bækur sem sveitungi hans, sem látinn er fyr- ir nokkmm ámm, Einar Jóhann- esson, Mýrarkoti, batt inn á 95. aldursári um 1972. Eins og kunnugt er hefur Bjöm Morgunblaðið/Ófeigur mörg undanfarin ár skráð frá- sagnir af ýmsum atburðum lfðandi stundar. Sýndi hann viðstöddum það sem hann vinnur að þessa dagana, ennfremur dagbók sína sem Bjöm hefur haldið síðan 1918. — Ófeigur Islensk ljóðaútgáfa: Flugfur Jóns Thorodd- sen endurútgefnar NÝVERIÐ var stofnað nýtt bóka- forlag í Reykjavík og ber það nafnið Flugur. Forlagsstjóri er Hrafn Jökulsson, en forlagið hóf starfsemi sína með útgáfu tveggja ljóðabóka. Annars vegar á endurútgáfu ljóðabókar Jóns Thoroddsens, Flugna, og hins vegar var gefin út ný Ijóðabók eftir Margréti Lóu Jónsdóttur, Náttvirkið. í tilefni útgáfunnar var Hrafn tekinn tali og spurður um tildrög útgáfunnar, því ekki er altítt að ungir menn taki sig til og stofni bókaútgáfu. „Tildrögin vom þau að ég ásamt fleimm stóð fyrir kynningu á Jóni og verkum hans í félagsskapnum Besti vinur ljóðsins. Ástæðan var m.a. vegna þess að ljóð Jóns em fyrstu óbundnu ljóðin, sem gefin vom út í landinu. Einkennilegt má þó teljast að þau vöktu enga at- hygli, þrátt fyrir það flaðrafok, sem síðar varð þegar hvað harðast var deilt á atómkveðskapinn. Ekki má heldur gleyma því að Jón er skemmtilegur og grynnra er á gam- anseminni hjá honum en flestum samtíðarskáldum hans. Þeir vom afskaplega tregablandnir". Jón Thoroddsen fæddist árið 1898, sonur Skúla Thoroddsen, sýslu- og alþingismanns og Thedóm skáldkonu. Hann lauk embættis- prófi í lögfræði frá Háskóla íslands og sigldi til Hafnar haustið eftir, árið 1924. Hann hugðist kynna sér bæjarstjómarmálefni, en á Jóladag það ár varð hann fyrir sporvagni og lést viku síðar. Ljóst er að samtímamenn Jóns höfðu mikla trú á honum. „Hann var stílisti og rit- snillingur: Stíll hans var blátt áfram, ljós, rólegur, kurteis og ein- beittur", segir Þórbergur Þórðar- son, rithöfundur, í minningargrein sinni um Jón og Tómas mærir hann ákaft í minningarljóði: í dimmum skugga af löngu liðn- um vetri mitt ljóð til þín var ámm saman grafið. Svo ungur varstu, er hvarfstu út á hafið, hugljúfur, glæstur, öllum drengj- um betri. „Mér fannst þó ekki nóg að gert með kynningunni á ljóðakvöldinu og kynnti hann einnig í útvarpi. Jón er nefnilega eitt af skáldunum okk- ar, sem varð út undan. Veldur þar Hrafn Jökulsson forleggjari með bækumar tvær, Flugur og Nátt- virkið. miklu hinn ótímabæri dauðdagi hans og þessvegna er nú mikið tal- að um óunnin snilldarverk Jóns... Hrafn var spurður hvort ljóðabækur seldust og kvað hann svo vera. „Þær seljast að vísu sjaldnast í einhveiju stórkostlegu upplagi, en þær seljast nokkuð jafnt. Sést það best á þeim fjölda ljóðabóka, sem gefinn er út á ári hveiju. Lætur nærri að það séu um 60 bækur. Annars er það ekkert sérstaklega á dagskrá útgáfunnar að halda úti ljóðabókum, þó svo að auk Flugna hafi Náttvirkið verið gefíð út nú. Þar var einfaldlega um góða bók að ræða, en þetta er önn- ur bók Margrétar Lóu“. Hrafn var spurður hvort frekari útgáfa væri framundan og játti hann því: „Viðtökumar við fyrstu tveimur bókunum hafa verið á þann veg að ekki er ástæða til annars en að vera bjartsýnn. Það þarf hvorki skörp augu né heljarferð, til þess að taka eftir áhuga Islendinga á innlendri Ijóðlist". Flutningatækni , ,Logistics‘ ‘ Nánast daglega þurfa fyrirtæki aö taka ákvaröanir sem varöa flutninga- tækni. Hér er um aö ræða ákvarðanir um innkaup, flutningsleiöir, skipulag á birgðageymslum, kaup á flutningatækjum, birgöastýringu, vörudreifingu o. fl. Þetta eru ákvaröanir sem varöa afkomu fyrirtækisins til skamms eöa langs tíma. En eru þessar ákvarðanir nægilega vel undirbúnar? Er t. d. tekið tillit til grundvallaratrióa I flutningatækni eins og t. d. staðla og einingaflutninga? Er nýjasta tækni notuð? Er kostnaóinum haldiö í lágmarki? Var þess gætt aó samræma innkaup, framleiöslu, sölu og fjármál við þessar ákvaröanir? Á þessu námskeiöi er einmitt fjallaö um þaö hvernig á að undirbúa þessar ákvaróanir. Fyrst er fjallaö um „hugbúnaðinn" [ logistics. Þátttakendur frpeöast um uppruna og markmið í flutningatækni. Einnig um notkun nýjustu tækni og skipulags vió lausn flutningatæknilegra vandamála hjá fyrir- tækjum. Einnig er fjallað um þátt flutninga í markaóssetningu á vörum. Síðan er fjallað um „vélbúnaðinn“. Það er tækni- búnað, flutningseiningar, lagerinnréttingar o. fl. Aö lokum eru þátttakendur undirbúnir fyrir ákvaröanatöku varöandi flutningatækni, þeim er kennt aó gera vöruflæóilíkan fyrir þau fyrirtæki sem þeir starfa i og geta þannig undirbúið hagræöingu í sfnu fyrirtæki. Námskeiðið hentar þeim aðilum sem: — Vilja fræóast um flutningatækni almennt. — Langar aö kynnast nýjustu flutningatækni. — Starfa við aö skipuleggja flutningakerfi. — Ætla aö skipuleggja innkaup, birgðastýringu og vörudreifingu betur en nú er gert. — Þurfa aö endurskipuleggja birgðageymsluna hjá sér. — Eru aö undirbúa fjárfestingu í flutningatækjum, birgóageymslum eða lagerinnréttingum. — Eru aö undirbúa útflutning á vörum og vilja framkvæma hann á sem hagkvæmastan hátt. — Vilja tileinka sér þekkingu I fræðigrein sem skilar arói. Flutningatækni. Timi: 13.—15. október, kl. 13.30—17.30. Leiðbeinandi: Thomas Möller hagverkfræóingur frá tækniháskólanum ( V.-Berlín. Starfar ( dag sem forstööumaóur landrekstrardeildar Eimskips. Leiðbeinandi: Thomas Möller A Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.