Morgunblaðið - 02.10.1986, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 02.10.1986, Qupperneq 15
 38tíl JiaaÖTMO .2 HUOAaUTMMia .OIOAjaHUOflOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986 15 Norrænir tónlistardagar Kammertónlist Tónlist Jón Ásgeirsson Sjöundu tónleikar Norrænna tónlistardaga voru haldnir í Langholtskirkju og flutt fjögur verk, Kvintett eftir Herbert H. Ágústsson, Reflection eftir Anders Nilsson, Piéces Fugi- tives eftir Ame Mellnás og Formant Mirrors eftir Jan Sandström. Fyrsta verkið, Kvintett • fyrir blásara, er í þremur þáttum og byggja fyrsti og síðasti þátturinn á formskip- an sónötunnar en miðþátturinn er ftjálsari í formi, líkast því sem sé fluttur af „munni fram“. Báðir jaðarþættimir eru mjög samanreknir í formi og byggj- ast á hröðu samspili, sem vegna mikillar ómunar í kirkjunni var erfítt að greina sem skyldi. í hæga þættinum gafst hins veg- ar betra tóm til að yfírvega tónferlið og er sá þáttur einkar fallegur í gerð. Blásarakvintett Reykjavíkur skipa Bemharður Wilkinson, Daði Kolbeinsson, Hafsteinn Guðmundsson og Joseph Ognibene. Leikur þeirra var, svo sem greint verður við þá enduróman kirkjunnar, mjög góður. Reflections var annað verkið en það verk var flutt af Ilonu Maros sópransöngkonu og með henni Maitial Nardeau, Kjartan Óskarsson, Joseph Williams, Trevor Booth, Jane Tyler og Inga Rós Ingólfsdóttir, undir stjóm Miklos Maros. Forskrift sú sem gefín er upp í efnisskrá vekur upp þá spum- ingu hvort tiltekin hönnun sé meginmarkmiðið við gerð tón- verksins og að dagar „listrænna þjáninga höfunda og tilfínn- ingaþmnginnar túlkunar“ séu taldir. „Söngvamir þrír, Reflections, em byggðir á tengslum söngraddar og hljóð- færa, sem hljóðrænn sammni texta og tóna, ekki eins og í hefðbundinni skipan söngs og undirleiks. Textinn varð einnig til sem hluti af tónsmíðinni". Má vera að sammni söngraddar og hljóðfærahljóðanna hafí byggst á því að nær ekkert heyrðist til söngraddarinnar, aðallega vegna þess hve lágt sönghlutverkið var að mestu ritað. Þriðja verkið, Piéces Fugitives, eftir Ame Mellnás, var flutt af Martial Nardeau, Rut Ingólfsdóttur, Rúnari Vil- bergssyni, Páli Eyjólfssyni og Önnu Magnúsdóttur, sem lék á sembal og er það í fyrsta sinn sem hún kemur fram opinber- lega á tónleikamarkaðinum, að því að undirritaður telur. Verkið er í fímm stuttum þáttum, sem hver fyrir sig er tónmynd af hreyfíngum fugla frá Gotlandi. Líklegt er að svona tónlist gæti átt vel við sem kvikmyndatón- list um fuglalíf, en til hlustunar hefur hún litla skírskotun til fuglalífsins á Gotlandi. Hug- myndin minnir á fugladekur eldri tónhöfunda en þar er fremstur í flokki Messiaen. Síðasta verkið var Formant Mirrors eftir Jan Sandström. í því verki mátti heyra ýmis- legt fallega gert og leikið með ýmis vel gerð blæbrigði. Söng- urinn í verkinu, sem fluttur var af Uonu Maros, var eins og utan við form verksins, eða eins og sérstakur kafli. Það er því mið- ur mjög sterkt einkennandi fyrir mörg nútímaverk, að svonefnd „timing" á milli þátta og ein- stakra hluta verks virðist ekki vera fyrir hendi og auk þess er formskipan svo oft óljós, hvers svo hún kann að vera sam- kvæmt útskýringum í efnisskrá, að hlustendur, þó af vilja séu gerðir, skynja ekki einu sinni hvenær niðurlag verksins er, hvað þá annað er vera mætti til viðmiðunar inni í verkinu. Þessi vöntun á einhvers konar heyranlegri formskipan verður því skringilegri, sem forskriftir í efnisskrá eru ýtarlegri um markmiðið og gerð verksins. Tónverk á að heyrast og vera hlustandanum algjört í þeirri mynd sem það berst honum, án allra skýringa á byggingu og duldum tækniatriðum. Þau nútímaverk sem best hafa náð til hlustenda þurfa ekki skýr- inga við, þau eru aðeins tón- verk. Margt af því sem hefur borið fyrir eyru á þessum tón- leikum Norrænu tónlistardag- anna ber í sér sterka og einlæga tónræna skírskotun en einnig hefur mátt heyra eitthvað sem í raun er tónræn hönnun, út- spekúleruð í gerð en dauð list, og koma þá ekki að gagni tor- ráðnar útskýringar, því tón- verk, eins og önnur listaverk, verður að standa á eigin beinum en ekki að styðja sig við ein- hveijar hækjur í formi tækni- legra útskýringa. • • ÞRÍR JAPANIR LÁTA VEL AÐ ÞREMUR FRÖKKUM Japanir eru margrómaðir hugvitsmenn á sviði bíla- iðnaðar. Þess vegna spyrjum við þá álits á frönsku huaviti sem Axel er fulltrúi fyrir. Ástæðurnar fyrir að þeir róma Axel eru m.a. : /Axel er skemmtilega ódýr, kostaraðeins249.000kr. og þú borgar aðeins 30% út og afganginn á allt að tveimur árum. Innifalið í lága verðinu er skráning, ryðvörn, hlífðar- panna undir vél og auðvitað stútfullur bensíntankur. 2Axel er sterkbyggður og öruggur bíll og aksturs- eiginleikar hans njóta sín vel við akstur í snjó og á malarvegum. Auk þéss er hann framhjóladrif- inn og fjöðrunin til fyrirmyndar. 3Axel er líka stærri en þig grunar. Það er því engin tilviljun að Axel hefur verið kallað- ur stóri smábíllinn. I Axel láta farþegarnir fara vel um sig í mjúkum og rúmgóðum sætun- um og í skottinu rúmast farangur- inn með góðu móti. Axel ’87 er væntanlegur til landsins i október. AXEL - ÓDÝR, STERKUR OG STÓR VERÐ: Axel '87 kr. 249.000, 30% út og afgangurinn á allt að tveimur árum. Umboðsmaður okkar á Akureyri er Gunnar Jóhannsson, sími 96-25684. Tryggðu þér Axel - það borgar sig. Globust LAGMULA S SÍMI 681555 CITROÉN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.