Morgunblaðið - 02.10.1986, Page 21

Morgunblaðið - 02.10.1986, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986 21 KEA og Kaupfélag Svalbarðseyrar eftír Askel Þórisson Eins og lesendum Morgunblaðs- ins er eflaust kunnugt fór stjóm Kaupfélags Svalbarðseyrar á síðasta ári fram á viðræður við stjóm KEA um að félögin yrðu sameinuð. Þá taldi stjóm KEA ekki aðstæður til þess að sameining ætti sér stað, en féllst hinsvegar á að taka rekstrarþætti KSÞ á ieigu á meðan athugun á málefnum KSÞ færi fram. Um þetta var gerður sérstakur samningur sem tók gildi 1. febrúar sl. og gilti til 1. ágúst. Stjóm KSÞ óskaði eftir því í júlí að samningurinn yrði framlengdur og var ákveðið að verða við þeirri beiðni, en sá samningur rennur út þann 1. nóvember nk. Hvort fram- hald verður á starfsemi KEA á Svalbarðseyri er síður en svo ömggt á þessari stundu. Þessi atburðarás er rifjuð upp svo lesandinn geti áttað sig á hvemig stóð á að KEA tók að sér ákveðna „KEA hefur engan áhuga á að „ráða lögum og lofum“ á Svalbarðs- eyri og hefði tæpast farið að skipta sér af rekstri á þeim slóðum ef ekki hefði komið til beiðni frá stjórn KSÞ.“ rekstrarþætti á Svalbarðseyri. Hinsvegar virðist það ekki öllum ljóst ef marka má viðtal við Helgu Eymundsdóttur (Mbl. 17. septem- ber sl.). Miðað við stöðu KSÞ, eins og hún var orðin 1. febrúar sl., er ljóst að fáir aðilar hefðu tekið beiðni stjóm- ar KSÞ um að halda uppi starfsemi á staðnum með þeim velvilja sem fram kom hjá stjóm KEA. Og það er einmitt vegna þeirrar ábyrgðar sem stjóm KEA sýnir atvinnustarf- semi í Eyjafírði að á Svalbarðseyri hefur tekist að halda uppi atvinnu þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður. Þar sem Helga gerði kjötvinnslu KEA á Svalbarðseyri að sérstöku umtalsefni er rétt að það komi fram, að þegar KEA tók við rekstrinum vom margir af stærstu viðskipta- vinum KSÞ hættir viðskiptum við félagið, búnir að gera viðskipta- samninga við aðra aðila og hafa ekki snúið aftur. Valur Amþórsson sagði réttilega í samtali við KEA Fregnir að IŒA hefði aldrei tekið að sér það hlutverk að halda áfram hallarekstri á Svalbarðeyri — heldur tekið að sér það verk að reyna að skipa málum á nýjan hátt þannig að reksturinn mætti vera hallalaus. Á sínum tíma kom í ljós að erf- itt var að reka kjötvinnslu á Svalbarðseyri. KSÞ tapaði vemlegu fjármagni á henni eins og hún var Askell Þórisson byggð upp og var tæpast hægt að ætla KEÁ að halda áfram á sömu braut. Eins og fyrr sagði höfðu við- skiptavinir horfið og engar líkur á að fá þá til baka. Það var því höfuð- nauðsyn að draga saman seglin og aðlaga reksturinn breyttum að- stæðum. Það er alrangt hjá Helgu að KEA hafl takmarkaðan áhuga á að byggja upp öflugt atvinnulíf á Sval- barðseyri. Hinsvegar hefur KEA ekki, eins og áður hefur komið fram, áhuga á að halda áfram halla- rekstri. Til að fyrirtæki geti staðið sig í baráttu viðskipta verður það að gæta ítmstu hagkvæmni. Hliðar- spor á þeirri braut geta haft slæmar afleiðingar eins og kunnugt er. KEA hefur nú nýverið tekið þátt í að stofna félag um kartöflurekstur á Svalbarðseyri og sýnt þannig í verki áhuga sinn á að efla atvinnu- líf á Svalbarðseyri, en KEA á 60% hlutafjár hins nýja félags. KEA hefur engan áhuga á að „ráða lög- um og lofum" á Svalbaiðseyri og hefði tæpast farið að skipta sér af rekstri á þeim slóðum ef ekki hefði komið til beiðni frá stjóm KSÞ. Áður en langt um líður ætti að vera ljóst hvemig mál skipast á Svalbarðseyri. Eflaust mun þorpið ná sér á strik enda býr bjartsýnt fólk á Svalbarðseyri. Það var t.d. ánægjulegt að lesa viðtal við Guð- brand Jóhannsson, fyrrum bónda sem búsettur er á Svalbarðseyri (Mbl. 17. sept.), en hann sagði að flestir Svalbarðseyringar væm viss- ir um að þorpið muni ná sér eftir þetta áfall (gjaldþrot KSÞ). „Ég held að þetta eigi eftir að ganga betur með nýjum eigendum (þ.e. kartöfluverksmiðjan). Ég hef trú á staðnum." Höfundur er blaðafulltrúi KEA Fimmtudaginn 9. október kl. 19:20 býöst fslendingum loksins dagskrá í stíl viö þaö sem sjónvarpsstöðvar austan hafs og vestan hafa á boðstólum Við ætlum okkur að koma landsmönnum skemmtilega á óvart - 365 daga á ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.