Morgunblaðið - 02.10.1986, Side 25

Morgunblaðið - 02.10.1986, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986 25 vegar og ávana- og fíkniefnum hins vegar. Þessi sami munur er gerður um allan heim. Engum heilvita manni dettur í hug að leggja neyzlu ávana- og fíkniefna og áfengis- neyzlu að jöfnu. Þar fyrir utan gera langflestir íslendingar glöggan siðferðislegan mun á neyzlu áfengis og ávana- og fíkniefna. Ámi Einarsson notar orðið vímu- efni sem samheiti fyrir áfengi og ávana- og fíkniefni. Þetta gerir hann af ráðnum hug í blekkingar- skyni. Þessi sama skilgreining var notuð í bæklingi, sem kostaður var af Æskulýðsráði Reykjavíkur og þar því bætt við, að kaffí, te og súkkulaði væru vímuefni! Af orða- lagi bæklingsins mátti ráða, að bömum væri jafn sjálfsagt og eðli- legt að reyna notkun ávana- og fíkniefna og að drekka áfengi. Og var eftirtektarvert, að hvergi var á það minnst í bæklingnum, að það væri refsivert að neyta ávana- og fíkniefna. Þessi bæklingur var með slíkum endemum, að flölmargir skólastjór- ar neituðu að dreifa honum. Því miður hafa foreldrasamtök gegn fíkniefnum glæpzt á að nota hugtakið vímuefni í staðinn fyrir ávana- og fíkniefni, og virðist þar gæta áhrifa frá áfengisvamaráði. Á Norðurlandamálum er talað um for- eninger mod narkotikamisbmg. Narkotika getur aldrei þýtt áfengi. Ávana- og fíkniefna er neytt af tiltölulega þröngum hópi. Ég þori ekki að nefna tölur, en ég veit, að ekkert er að marka þær tölur um neyzlu þessara efna, sem reiknaðar hafa verið út frá upplýsingum í skoðanakönnunum. íslenzkur fíkni- efnamarkaður er ekki stærri en svo, að þess verður vart, þegar lög- reglan nær stómm sendingum. Fíkniefnaneyzlan er hins vegar mjög mikið vandamál og leiðir af sér aðra brotastarfsemi. Eitt af því, sem gerir baráttu gegn fíkni- efnum erfiða, er, að neysla þeirra er mjög tengd skemmtiiðnaði, — mjög margar poppstjömur nota og hafa notað fíknieftii og því er sleg- ið upp á síðum dagblaða og jafnvel notað til þess að auglýsa plötur með þessu fólki, opinberlega — þeg- ar hegðun þess fer að koma því fjárhagslega í koll, söðlar það fljót- lega um. Á foreldrafundi í einum skóla borgarinnar var því haldið fram, að áfengisneyzla unglinga væri sambærileg við neyzlu ávana- og fíkniefna. Konan, sem hélt þessu fram, var spurð, hvort hún vildi frekar, að bam hennar yrði tekið fyrir að smygla brennivínsflösku eða hassi. Hún var ekki í vafa, en vafðist tunga um tönn, þegar hún var spurð, af hveiju hún legði þá áfengi að jöfnu við fíkniefni. Það er þjóðinni nauðsynlegt, að barist sé gegn neyzlu fíkniefna, og heiðarleg bindindisstarfsemi sjálf- sögð og eðlileg. Það þjónar hins vegar aðeins skrattanum að rugla þessu tvennu saman. Um þetta em líka flestir sammála. En svo koma menn eins og Ámi Einarsson. Höfundur er lögmaður í Reykjavík. Formaður BHMR: Launamálaráð verði sjálfstæð heildarsamtök Á aðalfundi BHMR, launa- málaráðs rikisstarfsmanna innan Bandalags háskólamanna, sem haldin verður í haust, verður borin fram tillaga þess efnis, að BHMR verði sjálfstæð heildar- samtök háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna, og ef til vill starfsmanna sveitarfélaga, sem þýðir að aðild að launamálaráði verði óháð aðild að BHM. Þetta kemur m.a. fram í grein Þor- steins A. Jónssonar, formanns BHMR, sem birt er í september- hefti „BHM-blaðsins“. I grein sinni segir Þorsteinn að tilgangurinn með þessari tillögu sé að setja á stofn heildarsamtök há- skólamenntaðra starfsmanna ríkis- ins. Síðan segir: „Ástæðumar eru fjölmargar. Nú standa yfír viðræður um samnings- rétt opinberra starfsmanna og er stefht að nýrri lagasetningu um hann á næsta þingi. Er m.a. stefnt að því að samningsréttur færist að öllu leyti til félaga starfsmanna ríkisins. Þetta leiðir til að félög háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna verða að mynda stéttarfélög sem geta tekið við þessum samn- ingsrétti. Stærsta aðildarfélag BHMR, HÍK, gengur jafnvel úr BHMR á næstu mánuðum. Styrkur kjarabaráttu fer eftir samstöðu, samvinnu og meðvitund einstakra félagsmanna um hlutverk kjarabaráttu. Félögum háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna er nauðsyn að geta valið sér þær sam- starfsleiðir sem hentugastar eru á hverjum tíma, þar með talið að ákveða sjálft samstarfsaðila án til- lits til hvort þeir vilja eða geta verið innan BHM“, eins og segir í grein formanns BHMR. Mímir: Fyrirlestrar um íslensk fræði í TILEFNI af 40 ára afmæli Mímis, félags stúdenta í íslensk- um fræðum, hinn 11. desember n.k., hefur verið ákveðið að gangast fyrir fyrirlestraröð um íslensk fræði. Fyrsti fyrirlesturinn verður næsta laugardag, 4. október, klukk- an 14 í stofu 201 í Odda, hug- vísindahúsi háskólans. Þá flytur Sverrir Tómasson, cand. mag., fyr- irlestur er nefnist „Fyrsta málfræði- ritgerðin og íslensk menntun á 12. öld.“ (Préttatilkynning) - Nýir straumar kynntir Blómaval og tímantið mWWWgW <ynningarkvöldi í Sujnasa Hótel Sogu fimmtudaginn 2. oktober kl. 20.00 Kynntir verða nýir straumar í blómaskreytingum og tiskufatnaði. Blómaskreytingar ít „HINN NATTURULEGISTILL Kynnt verður nýbylgjan í evrópskum blómaskreytingum, „HINN NATTURULEG ST íí? (Vegetative). Hollendingunnn Xander Zijlmans, heimsmo^tanTeleflor blómaskreytingum, syn.r inqa í bessum nýjaog spennandi stilasami blómaskreytingameisturum Blomavals. Xander Zi.lmans hefur undanfarið haldið Smskefð og kennt skreytingame.sturum Btómavalsgerð og samsetningu þessarar "hInNNÁTTÚRULEGI STÍLL" einkennist miögaf néttúrunni í uPPbyW"9u1Spn"Lu Þau kynnna„ HINN NÁTTÚRULEGA STÍL Xander Zijlmans, heimsmeistari í blómaskreytingum Tískusýning Nýtt Líf kynnir nýja strauma haust- tískunnar.MODEL79 syn.rglæs^egan tískufatnað fráASSA-SER OG GÆJUM undir stjórn Soleyjar AUirvelkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis. mothercare ■ FULL VERSLUN AF NÝJUM HAUST- OG VETRARVÖRUM Á AFBRAGÐSVERÐI ■ --------— ■ MOTHERCARE ER Á LAUGAVEGI 13. SÍMI 26560 ■ ----

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.