Morgunblaðið - 02.10.1986, Page 28

Morgunblaðið - 02.10.1986, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986 LEIÐTOGAFUNDURIIMN I REYKJAVIK Steingrimur Hermannsson, forsætisráðherra: Enn vantar ýmsar upplýs- ingar frá stórveldunum „ÞAÐ VERÐUR að segjast eins og er að það er allt á Sðrum endanum hér, en það eru allir reiðubúnir að leggjast á eitt, þannig að ég er vongóður um að undirbúningurinn takist vel,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra er blaðamaður Morgunblaðsins hitti hann að máli í forsætisráðuneytinu í gær. Forsætisráðherra átti í stöðugum fundarhöldum með aðilum sem tengjast undirbúningi hingaðkomu þeirra Reagans og Grobachevs. í gærmorgun hitti hann sendiherra Bandaríkjanna að máli, og síðdegis sendiherra Sovétríkjanna. Auk þess fundaði hann með helstu ferða- og flugmálafrömuðum landsins, um Getum feng- ið sent far- þegaskip - segir Böðvar Val- geirsson, forstjóri Atlantik FERÐASKRIFSTOFAN Atlantik leitaði eftir tilboðum erlendra aðila sem gætu sent farþegaskip til að anna þörf fyrir gistirými vegna leiðtogafundarins um aðra helgi. Á þriðjudagskvöld barst tilboð norskrar útgerð sem getur sent skip óski islenskir aðilar eftir því. „Ég hef fengið staðfestingu á því að við getum fengið farþega- skip með stuttum fyrirvara. Stóra þörfín fyrir gistrými myndast hins- vegar ekki fyrr en um næstu viku. Ég býst því við að þetta verði ekki ákveðið fyrr en um næstu helgi" sagði Böðvar Valgeirsson, forstjóri, í samtali við Morgunblaðið. Böðvar sagði að skipið sem um ræddi væri með 4-500 rúmum. Þau pláss þyrfti að fylla. Vildi hann því doka við þar sem fyöldi þeirra sem koma til landsins í tengslum við fundinn er enn óþekkt stærð. „Pant- anir streyma inn úr öllum áttum. Það virðist vera mikið framboð af gistingu í heimahúsum, svo enn er ekki ljóst hvort hægt verður að mæta eftirspuminni." skipulagningu á móttöku þeirra gesta sem hingað eru væntanlegir. Forsætisráðherra sagði að ríkis- stjómin hefði fyrir sitt leyti stungið upp á að Hótel Saga yrði fundar- staður leiðtoganna og hefðu sendi- herrar ríkjanna fallist á þá tillögu. Það benti því allt til þess að þar færi fundurinn fram. Steingrímur sagði að von væri á milli 8 og 900 manns frá Banda- ríkjunum í tengslum við fundinn, og á milli 6 og 700 víðsvegar að úr Evrópu. Hann sagði það enn óráðið hversu margir kæmu frá Sovétríkjunum. „Þetta verður gífurlega um- fangsmikið verkefni," sagði forsæt- isráðherra „og það er alveg ljóst að það verður mikið vandamál að koma öllu þessu fólki fyrir, og ann- ast flutninga á því.“ Forsætisráð- herra sagði að enn vantaði ýmsar upplýsingar frá Bandaríkjunum og Sovétríkjunum, sem sendiherrar landanna væru enn ekki búnir að fá. Til dæmis sagði hann að ekki lægi fyrir hvenær leiðtogamir kæmu hingað til lands. Sagðist hann telja líklegt að Reagan kæmi hingað til lands föstudaginn 10. október, en hélt jafnvel út af tímam- ismun, að Gorbachev kæmi ekki hingað fyrr en árdegis á laugardeg- inum. Forsætisráðherra var spurður hvort yfírstjóm öryggisvörslunnar yrði í höndum islendinga eða Bandaríkjamanna og Sovét'manna: „Það er alveg ljóst að leiðtogamir koma hingað með marga tugi ör- yggisvarða, og þama verður vitan- lega að samræma," sagði forsætis- ráðherra, „en við vitum það mæta vel að þegar þessir stórhöfðingjar eru annars vegar, þá er öryggið í hávegum haft. Öryggisvarslan verður því mjög mikið í höndum þeirra eigin manna.“ Steingrímur var spurður hvort líklegt væri að hingað kæmu stór- virk vopn og hemaðartæki í tengsl- um við fund leiðtoganna: „Það hefur ekki verið farið fram á slíkt, enda yrði það aldrei leyft hér á landi,“ sagði forsætisráðherra. Hann benti á flugvélar þær sem Bandaríkjamenn hefðu á Keflavík- urflugvelli, og kvaðst telja að það hlyti að vera nóg. Steingrímur kvaðst ekki heldur gera ráð fyrir að stórþjóðimar myndu flytja hingað herskip eða önnur skip í tengslum við fundinn. Á slíkt hefði ekki verið minnst. Forsætisráðherra sagði að í gær hefðu verið send út bréf frá ráðu- neytinu til allra þeirra hótela í Reykjavík og nágrenni, sem til greina kæmu, þar sem farið væri fram á, að hótelin rými fyrir þessa ráðsteftiu allt það rými sem þau mögulega geta. Morgunblaðið/Einar Falur Erlendu fréttamennimir hófu þegar myndatökur £ Fríhöfninni. Morgunblaðið/Rax Eins og gefur að skilja var mikið um fundahöld í gær hjá hinum ýmsu aðilum sem tengjast undirbún- ingi fundar leiðtoga stórveldanna. Um löggæslu og öryggisvörslu sátu fund Óskar Ólason, yfirlögreglu- þjónn, Bjarki Elíasson, yfirlögregluþjónn, Böðvar Bragason lögreglustjórinn í Reykjavík, Árai Siguijónsson, hjá Útlendingaeftirlitinu og Guðmundur Hermannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Undirbúningsnefnd skipuleggur fund leiðtoganna: Fundurinn hald- inn að Hótel Sögu ÞEGAR í fyrradag, er fundur leiðtoga stórveldanna hafði verið ákveðinn hér í Reykjavík, kvöddu þeir Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra og Matthías Á. Mathiesen utanrfkis- ráðherra hóp manna á sinn fund, til þess að ræða undirbúning og framkvæmd þessa mikla verk- efnis. Fundinn sátu, að sögn Guðmund- ar Benedktssonar ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins, auk hans og ráðherranna, þeir Böðvar Braga- son, lögreglustjórinn í Reykjavík, Magnús Oskarsson, nú starfandi borgarstjórinn í Reykjavík, Ami Siguijónsson frá Útlendingaeftirlit- inu, Aðalsteinn Maack frá Húsa- meistara ríkisins, Þórður Einarsson frá utanríkisráðuneytinu, Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri dóms- Magnús Torfi Ólafsson, blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar: Teljum víst að skotheldar bif- reiðar verði fluttar hingað MAGNÚS TORFI ÓLAFSSON blaðafulltrúi ríkisstjómarinnar segir ákvörðunina um fund þeirra Reagans og Gorbachevs vera tilkomna með svo litlum fyrirvara, að sendiráð landanna hér á íslandi hafi enn sem komið er mjög takmarkaðar upplýsingar um það hvað er að gerast í heimalöndum þeirra, hvað varðar undirbúning fundarins. Magnús Torfí sagði að ekki lægju varðandi öryggisráðstafanir yrðu nákvæmar kröfur fyrir, hvað varðar þau húsakynni sem fundur leið- toganna verður haldinn, en hann sagði þó að ljóst væri, af fyrri reynslu að kröfur væru gerðar um trausta byggingu, á svæði þar sem auðvelt væri að hafa yfírsýn um mannaferðir. Magnús Torfí sagði að kröfur að sjálfsögðu margþættar. „Það sem þegar er komið til fram- kvæmda," sagði Magnús Torfí, „er hert eftirlit með komum til lands- ins. Síðan er það í undirbúningi hjá lögreglustjórunum, bæði á Keflavíkurflugvelli og í Reykjavík, í samráði við dómsmálaráðuneytið, hvemig fyrirkomulagið verður fundardaga sjálfa. Að venju verður að sjálfsögðu ekkert gefið út opin- berlega, um hverjar öryggisráðstaf- animar verða, því það er ein öryggisráðstöfunin." Magnús var spurður hvort liklegt væri að fluttar yrðu hingað til landsins skotheldar bifreiðar, líkt og gert var árið 1973, þegar Nixon Bandaríkjaforeeti og Pompidou Frakklandsforeeti áttu hér fund: „Það teljum við víst, og má vera að þær verði fleiri en ein, en auðvit- að er slíkt algjörlega undir gestun- um komið." Morgunblaðið/Rax Það var f nógu að snúast hjá Magnúsi Torfa Ólafssyni, blaða- fuUtrúa ríkisstj ómarinnar f gær, og sleppti hann vart sfmtólinu úr hendinni. málaráðuneytisins, Magnús Torfi Ólafsson blaðafulltrúi ríkisstjómar- innar og Þorgeir Þoreteinsson, lögreglustjórinn á Keflavíkurflug- velli. Guðmundur sagði að nú væri ákveðið að Hótel Saga yrði fundar- staður leiðtoganna, og ekkert gæti komið í veg fyrir það, nema að full- trúar leiðtoganna höfnuðu fundar- staðnum, einhverra hluta vegna. Öryggisfulltrúar Bandaríkjastjóm- ar komu hingað til lands síðdegis í gær, og von er á um 60 manns til viðbótar í dag. . Eins og fram hefiir komið hafa þeir sem að undirbúningnum vinna fyrir fundinn mestar áhyggjur af því að ekki verði unnt að útvega öllum þeim sem hingað koma gisti- lými. Austurfar hf. á Seyðisfirði sem hefur m.a. umboð fyrir Smyril Line hefur boðið að skipið komi hingað til Reykjavíkur og verði rek- ið sem hótel á Reykjavíkurhöfn dagana sem fundurinn verður hald- inn. Þetta upplýsti Jónas Hallgríms- son framkvæmdastjóri Austurfars blaðamann Morgunblaðsins um í gær. Hann sagði að Smyrill gæti tekið 180 manns í gistingu. Guð- mundur Benediktsson ráðuneytis- stjóri foræstisráðuneytisins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að engin afstaða hefði verið tekin til þessa boðs og kvaðst hann ekkert um það vita hvort það yrði þegið eða ekki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.