Morgunblaðið - 02.10.1986, Side 36

Morgunblaðið - 02.10.1986, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986 AKUREYRI Félag aldraðra: 60-80 íbúðir fyrir aldraða Margvísleg starfsemi á vegum félagsins AÐ SÖGN Erlings Davíðssonar formanns Félags aldraðra er undirbúningur undir byggingu íbúða fyrir eldra fólk langt kom- inn. 60 íbúðir verða byggðar í tveimur fimm hæða fjölbýiishúsum við Víðilund, en húsin verða tengd þjónustumiðstöð. „Bygingarmálið er stærsta mál félagsins til þessa," sagði Erling- ur, en auk íbúða í fjölbýlishúsun- um er fyrirhugað að byggja nokkrar íbúðir í raðhúsum í grenndinni. Félag aldraðra var stofnað 1982, en fyrsti formaður þess var Jón Sólnes. Frá því félagið fékk Alþýðuhúsið að gjöf frá verka- lýðsfélögum bæjarins hefur margvísleg starfsemi farið þar ffarn og er eitthvað um að vera flesta daga vikunnar. Opið hús er á hverjum miðvikudegi, annað hvert fimmtudagskvöld er spiluð félagsvist og auk þess heldur fé- lagið skemmtanir, svo sem þorrablót og jólaskemmtanir. Á vegum Félagsmálastofnunar er boðið upp á föndumámskeið tvo daga vikunnar og Félagsmála- stofnun gengst einnig fyrir skemmtunum mánaðarlega. Þá er í húsinu aðstaða fyrir hár- greiðslu- og fótsnyrtingarfólk og geta félagar fengið þá þjónustu fyrir hálfvirði. Félagið hefur einnig gengist fyrir ferðalögum innanlands á sumrin, en auk þess er farið í leik- húsferðir í nágrannasveitimar að vetrarlagi. Eldri bæjarbúar önnum kafnir við ýmiskonar föndur í húsnæði Félags aldraðra. „Ekkert mál, þarf bara smá handlagni ER blaðamaður Morgunblaðs- ins leit inn i hús félagsins í vikunni voru eldri bæjarbúam- ir önnum kafnir við ýmislegt föndur, á neðri hæðinni voru konur að sauma út, mála með taulitum, pijóna og aðrar sátu að spilum. Karlmennimir vora við bókband á efri hæðinni og sögðust undrandi á að kven- fólkið legði ekkií að binda inn bækur, „þetta er ekkert mál, þarf bara smá handlagni". I forstofunni sátu þau Sigríður Sigurðardóttir og Einar Malm- quist að spjalli, en þau em nýkomin úr ferðalagi til Færeyja. Nokkrir félagar í Félagi aldraðra tóku sig saman og fóra I vikuferð til Færeyja í ágúst sl. Þau Sigríð- ur og Einar vora meðal elstu farþeganna, Sigríður er 81. árs og Einar 89 ára. Sigríður býr í næsta húsi við gamla Aiþýðuhúsið og segist koma þangað svo að segja á hveijum degi. Þau era spurð hvort ferðalagið hafi verið erfítt, en harðneita því og era þegar farin að leggja drög að því næsta. Heimsmeistaraeinvígið í skák: Útlit fyrir jafntefli í 21. einvígisskákinni ÞAÐ er allt útlit fyrir að úr- slit heimsmeistaraeinvígisins ráðist ekki í tuttugustu og fyrstu skákinni, þvi þegar skákin fór í bið hafði Karpov að vísu örlítið betra endatafl, en þó harla óliklegt að honum tækist að knýja fram sigur. Fyrir skákina var staðan 10-10, en alls verða tefldar 24 skákir. Með hverju jafntefli færist Kasparov nær því að halda heimsmeistaratigninni, því honum nægir 12-12 til þess. Þrátt fyrir að Kasparov standi enn heldur betur að vígi í ein- víginu hlýtur það samt sem áður að vera honum sár vonbrigði að þurfa nú að veijast með bakið upp að veggnum og tefla upp á jafti- tefli í hverri skák, eftir að hafa leitt einvígið allan tímann. Eftir sextándu skákina þurfti Karpov að fá sex vinninga úr átta síðustu skákunum og Kasparov taldi greinilega aðeins formsatriði að ljúka einvíginu. Andvaraleysi hans kostaði þijú töp í röð og nú geta minnstu mistök kostað hann titil- inn. Kasparov getur því ekki leyft sér að tefla af sömu dirfskunni og fyrr í einvíginu og það setti mark sitt á skákina í Leningrad í gærkvöldi. Hann hafði svart og beitti nú drottningarindverskri vöm, sem hann teflir afar sjaldan. Hann tefldi af gætni og þótt Karpov stæði allan tímann heldur betur náði heimsmeistarinn að halda í horfínu og ætti að halda sínu í biðskákinni án veralegra erfíðleika. Karpov tefldi þessa skák ekki eins og maður sem leggur allt í sölumar til að ná vinningi. Hann tók enga áhættu, treystir væntan- lega á að vinna eina af þremur síð’ustu skákunum. Hann á nú aðeins eftir að hafa hvítt í einni skák, þeirri tuttugustuogþriðju. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Gary Kasparov Drottningarindversk vöm 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 - b6 4. g3 - Ba6 5. b3 - Bb4+ 6. Bd2 - Be7 7. Bg2 - 0-0 8. 0-0 - d5 9. Re5 - c6 10. Bc3 - Rfd7 11. Rxd7 - Rxd7 12. Rd2 - Hc8 13. e4 - dxc4 14. bxc4 - b5 15. Hel - bxc4 Það hefur mikið vatn rannið til sjávar síðan Karpov lék 15. - Rb6 í þessari stöðu í 6. einvígisskák- inni við Kasparov í Moskvu 1984. 16. Dc2 - Dc7 Varlegra en 16. - Rb6 17. Rfl - c5 18. d5 - exd5 19. exd5 - Bf6 20. Re3 - Hb8 21. Be4 - h6 22. Rf5 og þó samið hafí verið um jafntefli í skákinni Chemin - Hertneck, Luzem í fyrra, stendur hvítur nokkru betur. 17. Rfl - e5 18. Re3 - exd4 19. Bxd4 - Bc5 20. Bxc5 - Rxc5 21. Rxc4 Staðan er nú orðin töluvert mótuð. Hvítur stendur nokkru betur því svartur hefur stakt peð á c6. Kasparov flýtir sér að létta á stöðunni með uppskiptum. Hfd8 22. Hadl - Hxdl 23. Hxdl - Hd8 24. Hxd8 - Dxd8 25. h4 - Dd4 26. Db2! Þvingar fram drottningakaup, svarta drottningin var það vel staðsett að hvítur átti ekki aðra leið til að halda betra tafli. Dxb2 27. Rxb2 - f6 28. f3 - Kf7 29. Bfl - Bb5! 30. Kf2 - Ke6 31. Bc4+ Kd6 32. Ke3 - Rd7 33. f4 - Rb6 34. Bg8 - h6 35. Rd3 - Rd7 36. Kd4 - c5+ 37. Kc3 - Bc6 38. Rf2 - Rb6 39. Bb3 - Ra8 40. Kd3 - Rb6 41. Bc2. í þessari stöðu fór skákin í bið. Hvítur stendur enn heldur betur vegna heilsteyptari peða- stöðu sinnar, en það eitt getur þó ekki nægt honum til vinnings þannig að líklegustu úrslitin era jafntefli. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir: Er ekki í fram- boðshugleiðingiim MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá sr. Solveigu Lám Guðmundsdóttur, sóknarpresti á Seltjarnaraesi: „Vegna síendurtekinna frétta í dagblöðum um að ég sé að huga að framboði fyrir hina ýmsu stjóm- málaflokka langar mig að taka fram eftirfarandi: Aldrei hef ég hugleitt að bjóða mig fram til Alþingis, enda hefur alls ekki verið farið þess á leit við mig af nokkram stjómmálaflokki. Eg hef hins vegar mjög ákveðnar skoðanir á hlutverki kirkjunnar í nútímaþjóðfélagi og á hvem hátt hún á að blanda sér inn í umræðu um samfélagsmál. Kirkjan hlýtur ávallt að beijast fyrir réttlætinu og varpa ljósi á hvert baráttumál stjómmálafíokkanna út frá boðskap kristinnar trúar. Kirkjan hlýtur því að taka af- stöðu gagnvart hveiju málefni út frá sínum forsendum - burtséð frá því hvað stjómmálaflokkum finnst um málið. Kirkjan má því aldrei að mínu mati, veigra sér við að taka afstöðu í ákveðnum málum v.þ.a. einn stjómmálaflokkur tengist þeim öðram fremur. Sem starfsmaður kirkjunnar og sóknarprestur tel ég það fráleitt að fara í framboð fyrir nokkum stjóm- málaflokk.. Eg er prestur allra minna sóknarbama, en ekki aðeins ákveðins hóps, sem hefur sömu stjómmálaskoðanir. Þær fréttir, sem borist hafa í blöðum um hugsanlegt framboð mitt til Alþingis, finnst mér einnig vitna um fáfræði fréttaflutnings- fólks um starf sóknarprests í Qölmennu prestakalli. I lok þessara orða minna langar mig að \ irpa þessu fram til um- hugsunai Starfslulk dagblaðanna virðist geta skrifað hvaða hugaróra, sem hrærast um í höfði þeirra á þann hátt að lesendum fínnst sterkar heimildir liggja að baki. Trygging okkar gagnvart því að blöðin flytji okkur fréttir, sem einhver fótur er fyrir, er því engin. Hér liggur að baki djúp spuming um frelsi og ábyrgð. Við lifum, Guði sé lof, við prentfrelsi - en því fylgir ábyrgð."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.