Morgunblaðið - 02.10.1986, Side 42

Morgunblaðið - 02.10.1986, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986 raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Húsnæði óskast Okkur vantar húsnæði fyrir einn af starfs- mönnum okkar frá og með 1. nóvember, helst í austurbænum — margt kemur til greina. Upplýsingar í síma 83277. Brauð hf., Skeifan 11. Aðalfundur Aðalfundur vörubílstjórafélagsins Þróttar, Reykjavík, verður haldinn laugardaginn 4. okt. og hefst kl. 15.00 í húsi félagsins að Borgartúni 33. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur SÁÁ Aðalfundur „Samtaka áhugafólks um áfeng- isvandamálið“ (SÁÁ) verður haldinn laugar- daginn 11. október nk. í húsakynnum SÁÁ að Síðumúla 3-5 og hefst kl. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf. Stjórn SÁÁ. Frá Bolvíkingafélaginu Hinn árlegi kaffidagur félagsins verður í Domus Medica, Egilsgötu 3, sunnudaginn 5. október nk. kl. 15.00. Reynt verður að skemmta fólki eftir föngum. Fjölmennum og eigum saman skemmtilega dagstund. Mætum öll. Stjórnin. Blómaskreytingar- námskeið Hefjast í næstu viku. Kennari: Uffe Balslev. Innritun í versluninni Blómalist, Ingólfsstræti 6 og í síma 25656 frá kl. 9-21. íþróttakennarar Aðalfundur íþróttakennarafélags íslands verður haldinn föstudaginn 3. okt. kl. 20.00 í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. fþróttakei>narafélft0 fslonds Námsdvöl f Þýskalandi og Frakklandi Auk námsdvala í Bandaríkunum, Kanada, Ástralíu, Svíþjóð og Danmörku í eitt námsár býður Asse á íslandi nú námsdvöl í Þýska- landi og Frakklandi. Þeir sem eru fæddir á árunum 1969-1971 geta sótt um slíka dvöl. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu Asse á íslandi. Asse á íslandi eru skiptinemasamtök sem starfa í tengslum við samsvarandi samtök á Norðurlöndun og fleiri Evrópulöndum, svo og í Bandaríkjunum, Kanada og Ástr- alíu. Brautarholt 4, 2. h„ 125 Reykjavík ísland. Pósthólf 5290. Sími 621455. Hollenski heimsmeistarinn, Xander Zijlmans, ásamt skreytingafólki Blómavals. Frá vinstri: Fjóla Guðmundsdóttir, Hjördis Jónsdóttir deildarstjóri skreytingadeildar Blómavals, Olga Sveinbjömsdóttir, Xander Zijlmans og Helga Kristjánsdóttir. Nota öll þau efni sem mér finnast passa - segir Xander Zijlmans Skreytingafólk frá Blómavali, undir stjórn Hollendingsins Xander Zijlmans, sýnir nýja stefnu i gerð blómaskreytinga á Hótel Sögu i kvöld og hefst dagskráin kl. 20.00. Þá mun tískublaðið Nýtt Líf standa fyrir tiskusýningum tvisvar á með- an á dagskránni stendur. Módel ’79 sýna undir stjóm Sóleyjar Jóhanns- dóttur. Xander Zijlmans lauk meistaraprófi frá Hugo de Vries skólanum í Rotter- 'dam árið 1976. Sá skóli er ríkisrekin listaakademía fyrir blómahönnuði. Zijlmans varð hollandsmeistari í blómaskreytingum árið 1983 og heimsmeistari í alþjóðlegu Teleflora- keppninni 1984. Hann hefur rekið eigin blózmaverslanir en undanfarin tvö ár hefur hann farið víða um lönd og kynnt hina nýju náttúrulínu og kennt öðrum blómaskreytingamönn- um. Undanfama daga hefur hann þjálfað skreytingafólk Blómavals f gerð blómaskreytinga í þessum nýja stfl. Zijlmans sagði í samtali við ■siMorgunblaðið að með hinum svo- nefnda náttúrulega stíl - Grænu línunni - væri leitast við að líkja eftir náttúrunni sjálfri, því um- hverfi sem svo oft skortir á nútíma- skipulag - með tilkomu steinstejrp- unnar allt í kring um okkur. „Hver skreyting er eins og lítill garður. Notaðir eru fáir litir, lóðréttar og 'íáréttar línur og hugmyndin er að skreytingin verði eins náttúruleg og frekast er unnt.“ „Við erum með þessari dagskrá í kvöld að reyna að tengja saman blómaskreytingar og tísku og viljum við sýna hvað í raun er hægt að gera með blómum enda hægt að nota þau við nær öll tækifæri," sagði Bjami Finnsson, annar eig- andi Blómavals. „Zijlmans er hingað komin til að fríska upp á okkar skreytingafólk og fer hann héðan til Astralíu í sömu erinda- gjörðum." Zijlmans sagði að blómaskreyt- ingar fylgdu tískustraumum að vissu leiti - þó aðallega hvað varð- aði liti skreytinganna. „Ég blanda saman öllu því efni sem mér finnst passa í skreytingamar, jafnvel stál- ull ef því er að skipta, og svo auðvitað bæði lifandi og þurrkuðum blómum. Ég bjóst ekki við miklu af íslendingum í þessum efnum áður en ég kom hingað. Hinsvegar varð ég steinhissa þegar ég kom og mig undraði hvort ég hefði nokk- uð að kenna íslenska skreytinga- fólkinu umfram það sem það þegar kunni. Holland er mjög frægt fyrir blóm og skreytingar og eru blóm nauðsynleg á heimilum manna þar í landi. Blómin em keypt um leið og aðrar nauðsynjavömr í Hol- landi," sagði Zijlmans. Glæsikgt iml affatnaéifrá Brundtex

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.