Morgunblaðið - 02.10.1986, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 02.10.1986, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986 MONZA — Septembersending: Uppseld. Októbersending: Uppseld. — Nóvember-og desembersendingar: Tökum við pöntunum. BiLVANGURst■ HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 Night Ain &D I Dr0fidrxiíf r^tast í Night & Day Sængurfatnaður í hæsta gæðaflokki Helstu útsölustaðir: Kaupfélögin um allt land Mikligarður, Torgið, Domus og Fatabúðin. Erlend bankaúti- bú - þörf nýjung eftir ÓlafÞ. Stephensen Ein stærsta meinsemdin í íslensku flármálalífi er sterk ftök stjómmálamanna í stjóm viðskipta- bankanna, sem em ríkisbankamir þrír. Eins og landslýður hefur óþægilega oft orðið var við, sitja þingmenn í bankaráðum ríkisban- kanna og ráðskast þar með útláns- fé. Þeim hættir til að eyða tímanum í fyrirgreiðslu við kunningjana og ausa peningum í útvalin gæluverk- efni heima í kjördæmi, á borð við Kröflu, raðsmíðaskipin, þömnga- vinnsluna og þannig mætti lengi telja, en arðsemissjónarmiðið er oft grafíð og gleymt. Það er atkvæða- vonin sem lokkar. Dæmin em mýmörg um afskrifuð lán ríkis- bankanna, því þeir sem gera stærstu fjárfestingarmistökin í bankaráðunum margumræddu, þurfa ekki að taka afleiðinum gerða sinna sjálfír. Þeir em að leika sér með almannafé og skattgreiðendur borga brúsann ef illa tekst til. Auk þess að bijóta í bága við gmndvallarregluna um þrískiptingu ríkisvaldsins, hlýtur þetta fyrir- komulag að gera bankana lítt traustvekjandi í augum hins al- menna viðskiptavinar. Hann getur ekki treyst því að heilbrigð við- skiptasjónarmið ráði í meðferð fjár hans. Það segir sig líka sjálft að minna útlansfé er afgangs til handa athafnamönnum, sem hvorki geta veifað flokksskírteini né ættartré framan í hina sérlega völdu bú- stjóra ríkisins. Fyrirtæki þeirra eiga þó oft öllu gæfulegri framtíð fyrir sér en hinna, sem seinna eiga að verða traust atkvæði. Þáttur í því að auka fíjálsræði í fjármálalífínu, tryggja nægt lánsfé og veita ríkisbönkunum þá sam- keppni, sem þeir þurfa, er að leyfa erlendum bönkum að stofna útibú hér á landi. Nokkuð hefur verið rætt um þetta málefni upp á síðkas- tið og margir orðið til þess að andmæla hugmyndinni. Þeir tala um að ekki megi stefna sjálfstæði þjóðarinnar í hættu og fleira í þeim dúr. Það er vissulega rétt, en lítum aðeins nánar á það, hversu sjálf- stæð við erum undir núverandi fjármálakerfi. Heimdallur, félag ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, sam- þykkti á aðalfundi sínum þann 20. september stjórnmálaályktun. Þar segir m.a.: „A undanfömum árum hafa skuldir þjóðarinnar erlendis stóraukist og nema nú 1100 þúsund krónum á hveija fjögurra manna Qölskyldu í landinu. Vaxtagreiðsl- umar af þessum lánum eru tollur á lífskjörin og gera unga fólkinu erfíðara fyrir að halda íslandi í hópi velferðarþjóða í framtíðinni. Höfuðkapp verður að leggja á að stöðva skuldasöfnun þjóðarinnar erlendis og þar mæðir fyrst og fremst á þeim opinberu aðilum sem eru ábyrgir fyrir tveim þriðju hlut- um af erlendum langtímalánum landsmanna." Þetta sjónarmið skal ítrekað hér. Það hlýtur að stofna flárhagslegu sjálfstæði hvers einasta almenns skattborgara í hættu, ef hann á að halda áfram að niðurgreiða fjárfest- ingarmistök stjómmálamannanna og eyðslu þeirra í misheppnaða byggðastefnu. Kostimir við erlenda bankastarf- semi hér em augljósir. í fyrsta lagi yrði nægt framboð á lánsfé. í öðm lagi þyrftu menn einfaldlega að sýna fram á, að framkvæmd sú, sem þeir þörfnuðust frjár til, borg- aði sig. Þannig yrði arðsemissjónar- miðið ráðandi. Ifyrirtækið eða einstaklingurinn, sem tæki lán, bæri svo fulla ábyrgð á því, og ef illa færí tapaði aðeins lántakandinn og erlendi bankinn. Skattgreiðend- ur þyrftu ekki að gjalda fyrir mistök annarra. Þetta kerfí i framkvæmd myndi eflaust sýna, svo ekki yrði Ólafur Þ. Stephensen „Það hlýtur að stofna fjárhagslegu sjálfstæði hvers einasta almenns skattborgara í hættu, ef hann á að halda áfram að niðurgreiða fjárf estingarmistök stjórnmálamannanna og eyðslu þeirra í mis- heppnaða byggða- stefnu.“ um villst, að kunningjakerfíð er stórkostlega óhagkvæmt og á ekki nokkum rétt á sér. Það dyldist þá varla fyrir nokkmm nauðsyn þess að selja ríkisbankana og gera þing- menn þar með áhrifalausa um stjóm þeirra. Við Islendingar emm eina Norð- urlandaþjóðin, sem ekki hefur gefíð leyfí fyrir starfsemi erlendra banka. Vonandi verður látið af þeirri aftur- haldssemi og sérvisku sem allra fyrst, svo við losnum við flárhags- byrðamar af bankakerfi, sem oft virðist hannað til að halda uppi aðdáendaklúbbum þingmanna og lánar helst ekki nema út á flokk, ætt eða atkvæði. Höfundur er menntaskólanemi og varaformaður Heimdallar. Þrettán íslenzk- ir nemendur sýna hjá Lista- skóla Edinborgar SKÓLAYFIRVÖLD Listaskóla Edinborgar hafa boðið íslenskum listamönnum, sem luku námi frá skólanum á árunum 1964—1984, að halda sýningu á list sinni og lífsferli síðan námi lauk. Sýning þessi er haldin dagana 27. sept- ember til 8. september 1986 í sýningarsal skólans. Þrettán listamenn á sviðum leir- listar, glerlistar, byggingalistar, höggmyndalistar, málaralistar, svartlistar og myndvefnaðar hafa þegið þetta boð. Þátttakendur eru: Borghildur Óskarsdóttir, leirlista- maður, Gunnsteinn Gíslason, myndhöggvari, Haukur Dór, list- málari, Hildur Hákonardóttir, vefari, Hilmar Þ. Helgason, grafík- er, Ingólfur Helgason, arkitekt, Jóhannes S. Kjarval, arkitekt, Kol- brún Kjarval, leirlistamaður, Leifur BreiðQörð, glerlistamaður, Sigríður Ásgeirsdóttir, glerlistamaður, Vil- hjálmur Hjálmarsson, arkitekt og Þórarinn Þórarinsson, arkitekt. Listamennimir hafa gefið út sýn- ingarskrá, þar sem hver þeirra er kynntur á einni opnu með myndum og rituðum upplýsingum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.