Morgunblaðið - 02.10.1986, Page 53

Morgunblaðið - 02.10.1986, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986 53 Amnesty International: Fangar mánaðarins — september 1986 Mannréttmdasamtökin Amnesty Intemational vilja vekja athygli al- mennings á máli eftirfarandi samviskufanga í september. Jafn- framt vonast samtökin til að fólk sjái sef fært að skrifa bref til hjálp- ar þessum föngum og sýna þannig í verki andstöðu sína við að slík mannréttindabrot eru framin. Is- landsdeild Amnesty hefur nú einnig hafið útgáfu póstkorta til stuðnings föngum mánaðarins, og fást áskriftir á skrifstofu samtakanna. Singapore: Chia Thye Poh er halffimmtugur fyrrverandi þing- maður stjómarandstöðuflokksins Barisan Sosialis. Hann sagði af sér þingmennsku í okt. 1966, ásamt 8 flokksfélögum sínum, að sögn til þess að mótmæla stöðugum yfir- gangi stjómarinnar. Seinna f mánuðinum var hann í hópi 22 manna sem handteknir voru í kjöl- far mikilla mótmæla gegn þátttöku Bandaríkjamanna í Víet Nam stríðinu. Hann var settur í 2 ára varðhald í nóv. 1966 og síðan hefur varðhaldið verið endumýjað með 2 ára millibili á grundvelli öryggislög- gjafar sem leyfir slíkt og hefur hann verið í fangelsi síðan. Fullyrð- ingar innanríkisráðherra í maí 1985, um að Chia Thye Poh væri í kommúnistaflokki Malaysfu og hefði starfað að því að grafa undan stjómvöldum með skipulagningu ólöglegra motmæla og verkfalla hafa ekki sannast í réttarhöldum og stjómvöld hafa í 20 ár ítrekað reynt að fá hann til að Játa“ til að vera látinn laus. AI telur að lang- varandi fangelsisvist Chia Thye Poh sé e.t.v. hugsuð sem liður í að halda niðri pólitískum aðgerðum stjómar- andstæðinga. Rúmenía: Ion Bugan er fimm- tugur rafvirki, sem var handtekinn í marz 1983 eftir að hafa ekið bílnum sfnum í gegnum miðja höf- uðborgina, Búkarest, með mynd af Nicolae Ceausescu, forseta ríkisins og leiðtoga kommúnistaflokksins og áletruninni: „Við viljum þig ekki, böðull". Hann var dæmdur í 10 ára fangelsi á grundvelli 166. greinar rúmensku hegningarlaganna, sem fjallar um „áróður gegn alþýðulýð- veldinu" og getur leitt til 5-15 ára fangelsunar. Dómurinn hefur þó hugsanlega verið styttur um 4 ár í almennri sakaruppgjöf í ágúst 1984 og júní 1986 og mundi þá fangelsun hans ljúka í marz 1989. Burundi: Antoine Manirakiza er kaþólskur sóknarprestur frá Buj- umbura, sem var í hópi ca. 20 manna sem handteknir voru í júlí- ágúst 1985 eftir að öryggislögregl- an hafði fundið opið bréf tii biskupsins í Bujumbura, þar sem skorað var á hann að óhlýðnast banni við guðsþjónustum á virkum dögum. Bréfíð, sem var 5 síður, gagnrýndi einnig aðrar takmarkan- ir stjómarinnar á helgihaldi, og sagði að Burundi hefði komist und- ir „satanísk" áhrif. Réttað var í máli Antoine Manirakiza og 10 annarra í nóv. 1985. Hann var sak- aður um að hafa hjálpað höfundi bréfs sem svívirti leiðtoga Burundi. Hann viðurkenndi að hafa dreift eintökum af bréfinu í pósti biskups- dæmisins, en kvaðst ókunnugur efni þess þar sem hann hefði aðeins lesið fyrstu síðuna. Saksóknari staðhæfði að Manirakiza hefði reynt að leyna nafni bréfritara í fyrstu yfirheyrslum og hefði því vitað að efni bréfsins væri saknæmt og var þetta tekið gilt. Manirakiza og 2 aðrir vora dæmdir í 2 ára fangelsi, bréfritari til 5 ára, en sjö- tugur prestur í 4 ára fangelsi fyrir aðstoð við fyrsta handrit bréfsins. Allir 5 era í hópi samvizkufanga AI. Þeir sem vilja leggja málum þess- ara fanga lið og þá um leið mannréttindabaráttu almennt, era vinsamlegast beðnir að hafa sam- band við skrifstofu íslandsdeildar Amnesty, Hafnarstræti 15, Reykjavík. Þar fást nánarí upplýs- ingar sem og heimilisföng þeirra aðila sem skrífa skal til. Einnig er veitt aðstoð við bréfaskriftir ef ósk- að er. eiriháttar Haust-tilbod! Nú er hægt að gera reyfarakaup á öllum okkar hjólum. 20—30% afsláttur! Til dæmis: 20“ BMX - Áður kr. 9.604.- Nú kr. 6.740.- 26“ kvenreiðhjól: Áður kr. 9.796.- Nú kr. 6.860.- Komið og skoðið úrvalið. Sérverslun Reiðhjólaverslunin í meira en hálfaöld /» _ Reiðhjólaverslunin-- ORNINNL Spítalastíg 8 vió Óóinstorg símar: 14661,26888 Snöggar hitabreytingar, snjór og ís í dag, regn og þíða á morgun eða sterkt sólskin. „PLAGAN POPULÁR“ er framieitt til að standast erfiöustu veðurskilyrði. „PLAGAN POPULÁR" er meðfærilegt og traust þak- og veggklæðningaefni úr galvaniser- uðu stáli með veðrunarþolinni GAULE ACRYL húð. ro®S BYKO Skemmuvegi 2, Kópavogi. Simi 41000. Dalshraun 15, Hafnarfirði. Sími 54411 — 52870. RITVINNSLUKERFIÐ WORD Ritvinnsla er nú fastur liður í störfum á flestum skrif- stofum. Ritvinnslukerfið WORD er eitt öflugasta og mest notaða ritvinnslukerfiö hérlendis. Auk hefð- bundinna ritvinnsluaðgerða býður Word m.a. upp á samruna skjala ,,merging“, stafsetningarleiðréttingar og fjölbreyttar útlitsgerðir sama skjals, ,,style sheet". Tilgangurþessa námskeiðs er tvíþættur. Annars veg- ar að þjálfa þátttakendur í notkun ritvinnslukerfisins WORD en einnig að kenna uppsetningu skjala og bréfa, með sérstöku tilliti til þeirra möguleika sem Word býður uppá. Efni: — Helstu skipanir kerfisins — íslenskir staðlar — Æfingar — Helstu skipanir stýrikerfis Námskeiðið er ætlað öllum notendum IBM einkatölva eða samhæfðra véla. Leiðbeinandi er Ragna Sigurðardóttir Guðjohnsen, ritvinnslukennari. Auk þess að hafa kennt notkun fjölda ritvinnslukerfa hefur Ragna mikla reynslu sem ritari. Tími: 13.-16. október, kl. 13.30-17.30. A Stjórnunarfélag islands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.