Morgunblaðið - 02.10.1986, Side 55

Morgunblaðið - 02.10.1986, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986 55 Kveðjuorð: Jón Jónsson frá Drangsnesi í átthagana andinn leitar, þó ei sé loðið þar til beitar. Við rætur Bæjarfellsins í norðan- verðum Steingrímsfirði, næstum fyrir opnu hafí, stendur þorpið Drangsnes. Það á sér ekki langa sögu, varla er hægt að segja að þorpsmyndun hefjist fyrr en 1930. Þó mun allnokkur smábátaútgerð hafa verið stunduð þaðan allt frá aldamótum og stuðlaði hún að því, að byggð þéttist smátt og smátt. Það má ef til vill segja að á þessum slóðum „sé ekki loðið til beitar", en á góðum árum er hvergi betra að vera og sannir Strandamenn eru stoltir af uppruna sínum og æsku- stöðvum. Jón Jonsson, jafnan kallaður „Nabbi", fæddist á Drangsnesi, ólst þar upp og var búsettur allt til árs- ins 1958, en þá lá leiðin suður eins og fjölmargra annarra. Faðir „Nabba" var Jón Pétur, sonur Jóns Jónssonar, kennara og bónda á Drangsnesi og konu hans, Önnu Sigríðar Ámadóttur frá Þorp- um. Jón Pétur var mikill athafna- maður og auk þess drifQöður á sviði söngs og leiklistar á staðnum. Móð- ir „Nabba" er Magndís Anna, dóttir Ara Magnússonar frá Kleifum og konu hans, Guðrúnar Ólafsdóttur frá Bólstað. Þess skal getið að Anna móðir Guðrúnar var dóttir Guðmundar Einarssonar á Kleifum en hann var bróðir alþingismann- anna Torfa á Kleifum og Asgeirs á Kollufjarðamesi. Magndís var skör- ungur mikill til orðs og æðis, um hana má segja eins og Bergþóm forðum: „Hún var drengur góður." Forfeðrunum var sem sagt ekki fisjað saman og Nabbi tók í arf músíkgáfuna, dugnað og kappsemi. Hann var skapmikill, en þótt í hann fyki þá erfði hann ekki þannig uppákomur við nokkum mann. íþróttamaður var Nabbi í betra lagi, á yngri ámm sigraði hann t.d. í langstökki á fyrsta héraðsmóti HSS, en uppáhaldsíþróttin var knattspyma, lék hann bakvörð í lið- inu okkar heima og margar góðar sendingar fengum við framheijamir frá honum og gleði hans var innileg ef við skomðum mark úr þeim. Minnisstæðastur öllum sem til þekktu var Nabbi fyrir harmonikku- leik. Það var ekki heiglum hent að halda uppi ijorinu á sveitaböllunum hér áður fyrr. Því böllin stóðu oft fram undir morgun, en Nabbi leysti hlutverk sitt af hendi með mikilli snilld og þegar gamanvísnasöngv- aramir og skáldin Bjöm í Bæ og Jömndur á Hellu stigu fram á svið- ið og fluttu nýjustu ljóðin sín, þá Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðs- ins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðs- ins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta Ijóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birt- ar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. spilaði Nabbi auðvitað undir. Þessir gömlu gleðidagar komu ekki aftur, en minningin lifír. Þann 29. júlí 1945 gekk Nabbi að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Lovísu Andreu, f. 25. febrúar 1926. Faðir hennar var Jón Atli, útgerðar- maður f Hamarsbæli, sonur Guðmundar Magnússonar frá Ljúfustöðum og konu hans, Sigríðar Jónsdóttur úr Geiradal. Móðir Lóu var Anna Jónína Guðmundsdóttir frá Skarði af Pálsættinni, en kona Guðmundar var Halldóra Sigríður Halldórsdóttir frá Miðhúsum í Reykhólasveit. Nýgiftu hjónin reistu sér hús við hliðina á símstöðinni, en þar bjuggu foreldrar Nabba. Brauðstríðið byij- aði fyrir alvöm. Nabbi lagði gjörva hönd á margt. Hann átti trillubát, hana Sóley litlu, og reri til fiskjar. Skepnur þurfti að hafa til heimilis- nota, en aðalatvinnan var vömbif- reiðaakstur hjá vegagerðinni og svo fæddust blessaðir drengimir þeirra, sem allir erfðu tónlistargáfuna. Þeir heita: Jón Pétur, f. 13. apríl 1946, trésmiður, kona hans Guð- laug Maggí Hannesdóttir og eiga þau 2 böm. Ari Elvar, f. 8. maí 1950, prentari, kona hans Hólm- fríður Edwardsdóttir og eiga þau 1 bam, en Ari á 2 böm frá fyrra hjónabandi. Atli Viðar, f. 22 maí 1953, innheimtustjóri hjá OLÍS, kona hans Hildur Þorkelsdóttir, eiga þau 3 böm. Eftir að hjónin fluttu suður stundaði Nabbi fyrst sendibifreiða- akstur, en síðustu 10 árin vann hann hjá Eimskip. Þau vom búsett á Nesvegi 52 flest árin. Sjúkdómur sá er dró Nabba til dauða vann hægt og bítandi, en hann var harð- ur af sér og lét ekki undan fyrr en í fulla hnefana, þá var hann heltek- inn og engum læknisráðum við komið. Efst í huga mínum nú er minn- ingin um harmonikkuleikarann sem á lognkyrram sumarkvöldum gekk út á tröppumar á símstöðinni og spilaði seiðandi lög. Unglingamir söfnuðust í kringum hann og hlust- uðu hugfangnir. Þannig vil ég muna Nabba. Ég ætla að enda þessa sundur- lausu þanka mína á vísu eftir skáld sem átti ættir að rekja til Stranda- byggða. Æsibyr til ystu stranda, andinn spyr á fömum vegi. Opnar dyr í austri standa, eldar fyrir nýjum degi. (Stefán frá Hvítadal.) Að Iokum votta ég aðstandendum öllum samúð mína. Blessuð sé minning Jóns Jónssonar. Ingimar Elíasson Kristín Halldórs- dóttír - Kveðjuorð Ein úr hópnum okkar er horfin. Við sem vomm famar að ráðgera að hittast og halda upp á tíu ára afmælið. Okkur leist ekki á að hún Stína ætti mikið erindi í húsmæðraskóla, þegar við sáum hana fyrst, en raun- in varð sú að hún gerði mörgum okkar skömm til og álitið á mann- eskjunni óx jafnt og þétt. Lífskraft- urinn, þrautseigjan og kímnigáfan var ólýsanleg. — Það varð bara að sjá og reyna. Nú stöndum við máttvana og slegnar gagnvart þeim örlögum sem hún hlaut og freistumst til að trúa ekki óréttlæti heimsins. Kannski Guð ætli henni stærra hlutverk annars staðar? Við sendum foreldram Kristfnar Halldórsdóttur, systur, mági og öðmm sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls Stínu, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Skólasystur Húsmæðraskól- anum á Löngumýri 1976. Safnið kemur af fjaUi. Réttað í Arnarhóls- rétt í Helgafellssveit Stykkishólmi. SKYLDI nokkurn tíma hafa verið betur mætt við Arnar- hólsrétt í Helgafellssveit en 23. sept. sl., en þá var réttað þar og veður var hið besta, sól og heiður himinn. Bíla- fjöldinn skipti tugum og börn og fullorðnir fleiri en ég man eftir. Skólinn hafði gefið nemendum frí og það var notað. Ég heyrði fólk hafa orð á því að það væri álitamál hvort fleira væri af fé eða fólki við réttimar. Það hafði verið smalað dagana áður og mér skildist að fé kæmi vel af fjalli og heimtur væm góðar. Það vom þama menn á öllum aldri og úr nálægari sveitum eins og áður að líta eftir hvort ekkert væri af þeirra fé f kindahópnum. Þar vom þeir mættir sem skilamenn Miki- hreppinga Gunnar Guðbjartsson fyirum bóndi á Hjarðarfelli og nú framkvæmdastjóri framleiðslu- ráðs landbúnaðarins og vinur hans Páll Pálsson hreppstjóri á Borg. Vom þeir í miklum samræðum þegar fréttaritara Mbl. bar þama að og fannst honum alveg sjálf- sagt að taka af þeim mynd þar sem þeir vom að búast til starfa í dilknum. Það var verið að hóa fénu af Amarhólnum og þegar búið að fylla tvo dilka og svo vom kaffíveitingar í félagsheimilinu þama rétt hjá og margir sem komu þar við. En mikið af degin- um fór í að draga fé svo allt kæmist nú rétt til skila, enda kölluð skilarétt. Gunnar Guðbjartsson hefír ekki látið deigan síga og alltaf mætt á hveiju hausti og mun þetta vera Gunnar Guðbjartsson bóndl á HjarðarfeUi og Páll Pálsson á Borg ræðast við í réttunum. í 50. sinnið sem hann er skilamað- ur Miklahreppinga þótt hann hafi oftar komið til að fylgjast með. Hann átti því merkisafmæli þenn- an dag. Ég hitti Benedikt Lámsson framkvæmdastjóra Hólmkjörs hf. í Stykkishólmi og spurði hann um haustslátrun, en Hólmkjör og Emil Magnússon í Gmndarfírði verða þeir einu sem standa að slátmn í Stykkishólmi í haust, því hinir eigendur Kaupfélag Stykkis- hólms og Kaupfélag Gmndfirð- inga fara með sitt sláturfé í Búðardal og þykir mönnum það ekki gott svo ekki sé meira sagt. Benedikt taldi að um 10 þúsund fjár yrði slátrað í sláturhúsinu hér í haust. Hann gat þess að erfitt hefði verið að fá nægt fólk til vinnu í sláturhúsinu, en á því væm batnandi horfur. Ámi Legsteinar ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður KOMMOÐUR I URVALI o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o Verð frá 2.884; stgr. Vörumarkaðurinn hf. Eiöistorgi 11 -sími 622200

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.