Morgunblaðið - 02.10.1986, Page 58

Morgunblaðið - 02.10.1986, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986 Og land skelfur m eftir Tryggva Pál Friðriksson Inngangnr Undanfama daga og vikur hafa borist fregnir um hryðjuverk og nátt- úruhamfarir víða að úr heiminum. Sprengjur springa í nágrannalöndum og jarðskjálftar skekja mörg lönd og valda miklu tjóni. Þegar okkur ber- ast slíkar fregnir, freistumst við til að hugsa sem svo, að þetta sé nú all langt frá okkur og að við séum ,y sem betur fer laus við hörmungam- ar. Því miður er þetta ekki alls kostar rétt. Við búum við svipaða áhættu og nágrannaþjóðimar varðandi styij- aldir, hiyðjuverk, sprengingar ýmiss konar og stórslys. Og við erum held- ur ekki óhult vegna geislunar- og mengunarslysa. Þetta em allt at- burðir sem mannskepnan á hlutdeild að og hún er óútreiknanleg. En nátt- úmhamfarir em þó þeir atburðir, sem löngum hafa valdið íslendingum mestum búsiflum. Má þar nefna stór- viðri, flóð, snjóflóð, skriðuföll, eldgos og svo það sem ég ætla sérstaklega að vekja athygii á — jarðskjálfta, nánar tdltekið Suðurlandsskjálfta. Fáeinar staðreyndir ísland er mikið jarðskjálftaland. Viss landsvæði em sískjálfandi en skjálftar á þeim verða yfirleitt ekki mjög sterkir. Á öðmm svæðum hleðst upp spenna, sem losnar úr læðingi á margra áratuga fresti. Getur hún þá orðið að gjöreyðingarafli. Það em þeir skjálftar sem mest ástæða er til að óttast. Tveir landshlutar hafa orð- ið verst úti: Suðurlandsundiriendið, frá Ölfusi og austur að Heklu, og svo viss svæði á Norðurlandi. Frá því sögur hófust hafa orðið stórir jarðskjálftar á Suðurlandi á ca. 22 ára fresti. Skjálftamir hafa verið misstórir og mislangur tími liðið milli þeirra en víst er að stórkostlegt tjón varð í mörgum þeirra. Þeir hafa líka valdið manntjóni, því a.m.k. 98 manns hafa farist í Suðurlandsjarð- skjálftum. Síðustu stórskjálftar urðu á Suðurlandi 1784 og 1896 sem ollu miklu tjóni og 1912 varð svo minni skjálfti austur undir Heklu og olli hann líka miklum hörmungum. í öll- um skjálftunum varð manntjón. Suðuriandsjarðskjálftar geta orðið með stærstu skjálftunum sem verða í heiminum en talið er að stærð þeirra geti orðið 7—7,5 á Richter- skala. Næsti skjálfti Á þessu ári eru 90 ár frá stór- skjálftanum 1896 og bendir það til, að mikil spenna hafi hlaðist upp á skjálftasvæðinu. Líklegt er, að þeim mun lengra sem líður milli stór- skjálfta, þeim mun sterkari verði þeir þegar þeir koma Þá er álitið að þótt svo langt sé um liðið frá síðasta skjálfta, séu því miður engar líkur á að ekki komi fleiri skjálftar. Það liggur því ljóst fyrir, að við bíðum eftir stórkostlegum náttúruhamför- um. Við vitum að þær verða, það er aðeins tímaspursmál hvenær og hversu alvarlegar. Frekar verður þó að álykta að tíminn sem við höfum til undirbúnings sé skammur. Er þá litið til sögunnar og þess hversu langt er frá síðasta skjálfta. Afleiðingar Ég ætla ekki að relq'a hér hvaða afleiðingar sterkur Suðurlandsslqálfti getur haft, enda ómögulegt að segja um slíkt með neinni vissu. Það fer eftir mörgu, s.s. stærð skjálftans, (skjálftanna), upptökum, árstíma o.fl. Ég ætla þó að leyfa mér að segja að við megum teljast stórkostlega heppin ef Suðuriandsskjálfti veldur ekki meira tjóni en því er varð í Vestmannaeyjagosinu. Það er hægt að orða það svo að í mildasta tilfelli verði gífurlegt eignartjón og að rösk- un verði á efnahagslífi þjóðarinnar allrar um langa framtíð. En það sem verra er, það getur einnig orðið veru- legt manntjón. Undirbúningur Þetta eru hlutir sem menn hafa vitað lengi. Ekki er hægt að segja annað en við höfum haft langan tíma til að búa okkur undir næsta skjálfta. Maigir munu tnía því að slík menn- ingarþjóð og íslendingar eru, sem þar að auki hefur nánast alla nýjustu tækni á sínu valdi, sé allvel búin undir áfall, sem hún hefur vitað í áraraðir að sé yfirvofandi. Þetta er því miður ekki ails kostar rétt. Ýmis- legt hefur verið gert sem að gagni getur komið. Fámennt en ágætt starfslið Almannavama ríkisins hefur gert áætlanir, sem unnið verður eftir og komið upp vei búinni stjómstöð, sem vel á að standast álag vegna Stykkishólmi. TÓNLISTARSKÓLINN í Stykkis- hólmi er tekinn til starfa á þessu hausti. Skólastjórinn, Daði Einars- son, verður áfram og eins mun um aðra kennara. Nú hefír skólinn flutt í ný húsakynni sem em rúmbetri, en það er að kennslustofur þær sem gmnnskólinn notaði áður í sérstöku húsi, tvær að tölu, hafa verið lag- færðar og málaðar upp og gerðar þannig að tónlistarskólinn verður nú betur í stakk búinn til framtíðar- verkefna. Kennsla á blásturshljóð- færi verður að mestum hluta og nýtur Lúðrasveit Stykkishólms þess, enda stendur hún í dag mest Tryggvi Páll Friðriksson „Það er hægt að orða það svo að í mildasta til- felli verði gífurlegt eignartjón og að röskun verði á efnahagslífi þjóðarinnar allrar um langa framtíð. En það sem verra er, það getur einnig orðið verulegt mann1jón.“ alvarlegra atburða. Unnið hefur verið að þjálfun bjöigunarfólks og margar björgunar- og hjálparsveitir em allvel útbúnar til björgunarstarfa. Fæmstu vísindamenn þjóðarinnar reyna að finna út aðferðir til að spá fyrirfram um skjálftana og minnka líkur á tjóni með fyrirbyggjandi aðgerðum. Sums staðar hefur sérstakt tillit verið tekið til j arðskj álftahættu þegar mannvirki vom hönnuð og byggð. En allt of margt er ógert að mínum dómi. Þijú áríðandi verkefni Þrennt finnst mér vera mest áríð- andi: 1. Gera þarf ráðstafanir strax til að koma upp því neti mælitækja, sem vísindamenn álíta að orðið geti til hjálpar við spádóma annars vegar og ályktanir eftir skjálfta hins vegar. Kostnaður við þessa fram- kvæmd er áætlaður 40 milljónir og er ekki nema brotabrot af því tjóni sem sennilega verður í Suð- urlandsskjálfta. Gagnsemi kerfís- ins getur hins vegar orðið svo mikið, bæði fyrir okkur og aðrar þjóðir, að ómetanlegt sé til íjár. Það er óveijandi að ætla að telja málið með þrasi um hvort útlend- ingar eigi að boiga kostnaðinn. Ef beiðni um þessa íjárveitingu hefur verið kynnt nægilega vel og röggsamlega fyrir §árveitinga- valdinu, er varla að efa að framkvæmdum verður flýtt „í dauðans ofboði". 2. Nokkuð skortir á að almanna- vamir og bjöigunaraðilar í landinu séu nægilega vel undir skjálftann samanaf nemendum í Tónlistarskól- anum. Hinir gömlu áhugamenn hafa nú tekið sér hvíld frá sinni sjálfboðamennsku enda um langan starfsdag að ræða hjá sumum þeirra. Og segja má að þeir gerðu það ágætt við erfiðar aðstæður. Lúðrasveitin naut lengstum lftilla og engra styrkja til starfseminnar annara en sjálfsfómar áhuga- manna. Hún hefir nú starfað í rúm 42 ár og enginn tími fallið þar út. Hólmarar óska skólanum alls velfamaðar og meta störf hans til menningarauka staðarins. — Arni búnir, bæði hvað varðar tæki og þjálfun. Vinna þarf bráðan bug að bæta úr því. Strax þarf að taka saman lista yfir búnað sem talinn er vanta og útvega hann. Ennfremur þarf að vinna mark- vissara að þjálfun bjöigunar- manna. Þetta kostar ekki stórfé, allavega ekki fyrir ríkissjóð. Mest er um vert að almannavamir láti af öllu lftillæti, þegar farið er fram á framlög til tækjakaupa. 3. Auka þarf alla fræðslu um al- mannavamir, viðbrögð við jarð- skjálftum og fyrirbyggjandi aðgerðir, sem í möigum tilfellum kosta sama sem ekki neitt. Al- mannavamir þurfa að hafa þama foigöngu. Ef vel á að vera þarf að heimsækja hvert einasta hús á öllu hugsanlegu áhrifasvæði Suðurlandsskjálfta og leiðbeina fólki með ýmis atriði sem geta minnkað líkur á slysum. Með því er Ld. átt við einföld atriði eins og að há og þung húsgögn séu fest við veggi, ekki sé sofið eða setið undir hlutum sem hrunið geta úr hillum o.s.frv. Þessa fræðslu gætu alls konar klúbbar og félög annast fyrir almanna- vamanefndir, ef þær á annað borð „kæmu úr felum". Þessi liður þarf ekki að kosta mikið ef rétt er á haldið. Fjármála- og dóms- málaráðherra taki saman höndum Ég hef nú talið upp það sem ég held að eigi að gera númer 1, 2 og 3. Ótalin eru sjálfsagt einhver atriði og reyndar eitt sem ég af ásettu ráði nefiidi ekki hér að framan. Það er markviss fræðsla og upplýsinga- streymi frá Almannavömum ríkisins og vísindamönnum til æðstu stjómar þjóðarinnar, þ.e. ríkisstjómar og Al- þingis. Ég hef rökstuddan gmn um, að mikið skorti á að þingmenn geri sér grein fyrir hversu alvarlegar af- leiðingar Suðuriandsskjálftar geta haft. En góð vitneskja og stöðugar öruggar upplýsingar eru að sjálf- sögðu forsenda fyrir jákvæðri umfjöllun. Það er e.t.v. ekki smekk- legt að minnast á að þeir tveir menn, sem hvað mestu geta valdið um fram- gang þeirra atriða, sem ég hef nefiit hér að framan eru einmitt þingmenn Suðuriandskjördæmis. Þetta eru ráð- herramir Þorsteinn Pálsson sem fer með Ijármál ríkisins og Jón Helgason sem fer með dómsmálin og er því jafnframt öðrum fremur ábyrgur fyr- ir almannavömum í landinu. Það er ekki annars að vænta en þessir menn séu báðir af vilja gerðir til að vinna vel að þessum málum sem öðrum ef þeir hafa fengið nægjanlegar upplýs- ingar frá sínum undirmönnum. Aðlokum Mér hefur orðið tíðrætt um Suður- landsskjálfta. Astæður þess að ég hef haldið mig að mestu við þetta eina atriði eru tvæn Suðurlands- skjálftinn er jrfirvofandi og ef við búum okkur sómasamlega undir hann, erum við betur búin undir að mæta öðrum áföllum annars staðar. Að lokum smá viðmiðun. Ef þú viss- ir að innan tiltölulega skamms tíma kviknaði í húsinu þínu, hvað myndir þú þá gera til vamar? Fá þér annan reykskynjara og fleiri slökkvitæki? Læra símanúmer slökkviliðsins utan- bókar? Myndirðu jafnvei framlengja garðslönguna inn í stofu? Þú myndir allavega reyna að minnka líkur á tjóni eins og hægt er. Þannig þurfa al- mannavamir og ríkisvaldið einnig að bregðast við. Eg er ekki í neinum vafa um að allt verður gert, sem í mannlegu valdi stendur, eftir áfallið, en það er ekki nóg, þama veiður að vinna mikið forvamarstarf. Höfundur er formaður Hjálpar- svcitnr skátjL VJterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Hefst kl. 19.30 Hœsti vinningur að verðmœti kr. 30 þús. Heildarverðmœti vinninga yfir kr. 120 þús. Aukaumferð TEMPLARAHOLLIN EIRÍKSGÖTU 5 — SÍMI 20010 Sprengisandur 4 daga hamborgarakynning fimmtudag, föstudag,~ laugardag, sunnudag. Handsteiktir, gæða hamborgarar með grænmeti og okkar yndislegu hamborgara- sósu á milli. Kynningarverð kr. 89.- hver hamborgari. Tómbólu-verð Vertu velkominn á Sprengisand. sprengisandur Qm 0 VEITINGAHUS Bústaðavegi 153. Simi 688088. Tískusýninq í kvöld kl. 21.30 jflk Módelsamtökin sýna fallegan aI sparifatnað frá qj JJ tízkuverzluninni Rítu, Eddufelli 2. Hljómsveitin Kaskó skemmtir til kl. 1. Ihótel esju Tónlistarskóli Stykkis- hólms tekinn til starfa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.