Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1991 Morðurbyggðir Stranda- sýslu, Strandir eins og þær eru nefndar í dag- legu tali, einkenna há fjöll með rammgerð klettabelti, reksælar fjörur og langar bæjar- leiðir. Arneshreppur er nyrsti hreppur sýslunnar og hann nær frá fjallöxl sem kölluð er Speni, skammt norðan við Kaldbaksvík, og norður að sýslumörkum við Geir- ólfsgnúp. Eitt sinn var byggð um allan hreppinn, þó alltaf hafi hún verið stijál á norðurfjörðunum sam- anber eftirfarandi lýsingu í Ferða- bók Eggerts og Bjarna: „Fólkið í Ingólfsfirði varð skelkað, er við komum þangað, því að það er óvant heimsóknum. Sýslumaðurinn hefir ekki komið þar árum saman, og bóndinn hefir ekki í 16 ár farið í kaupstað til Reykjarfjarðar." Engin verður lengur skelkaður við að fá heimsóknir á Ströndúm og reyndar eru íbúarnir annálaðir fyrir gestrisni og greiðasemi, gestir og gangandi eru alls staðar drifnir í kaffi. Fróðleikur um staðarhætti og mannlíf fylgir þá gjarnan með. Undan Reykjanesinu var til /Jæmis háð mannskæðasta orusta íslands og sú eina sem háð var á sjó; Flóa- mannabardagi þar sem þeir áttust við Þórður kakali og Kolbeinn ungi. Norður í Skjaldarbjarnavík, sem var nyrsti bær í Strandasýslu, átti heima á 18. öld Hallvarður Halls- son. Hann er þekkt þjóðsagnaper- sóna og er sagður hafa verið risi að vexti, á hann heita Vestfírðingar enn þann dag í dag og ku hann bregðast vel við áheitum. Landið iðar allt af lífí ef menn einungis bera sig eftir fróðleiknum. Börnin fara í burtu Fyrr á öldinni var Ámeshreppur fjölmenn sveit, fímm til sexhundruð manns þegar flest var, nú eru skráðir íbúar 121 en margir dvelja þó aðeins sumarlangt og yfir vetur- inn eru kannski ekki búsettir í hreppnum nema áttatíu manns. „Það er nú þetta að það er ekkert fyrir fólk að gera,“ segir Benedikt Valgeirsson, gamall og gi'óinn Strandamaður. „Börnin eru hér í skóla fram að fermingu eftir það verða þau að fara í burtu og þau koma ekkert aftur heldur leita sér að atvinnu annars staðar. Þetta á ekki bara við Árneshrepp heldur er þetta vandamál sem dreifðari byggðir um landið eiga við að etja.“ Benedikt telur að það hafi komið sér afar illa fyrir þessar byggðir að héraðsskólarnir lögðust niðun „Það var stórkostleg öfugþróun. I héraðskólunum áttu börnin öruggt dyggilega. Bæjarfellið lítur sakleysislega út en þaðan hafa komið skriðuföll í aurbleytu. Tíkin Skolla vaktar Drangabæinn heimili en nú er ekkert nema að senda þau í burtu þrettán, fjórtán ára gömul og koma þeim niður hjá kunningjum sem lofa þeim að liggja inni. Þetta dregur líka fólk í burtu á eftir börnunum vegna þess að því er illa við að senda þau svona ung frá sér.“ Benedikt er búsettur á Árnesi II. í Trékyllisvík og hann á því láni að fagna að synir hans tveir, Val- geir og Ingólfur, hafa tekið við búinu. Báðir eiga þeir ung börn en annars hefur börnum fækkað veru- lega í sveitinni og í vetur verða ein- ungis þrettán börn í skólanum á Finnbogastöðum. Fyrsta barnaskól- ann á Finnbogastöðum reisti skóla- stjórinn, Guðmundur Þ. Guðmunds- son, fyrir eigið fé og var þar kom- inn einn síldarbragginn úr Ingólfs- firði. , Við skólann er heimavist enda samgöngur erfíðar um vetrartím- ann og ekki hægt að leggja ströng ferðalög á lítil börn upp á hvem ( dag. Það getur verið nægilega er- fítt að flytja þau tvisvar í viku. Um borð í trillu með krana í Trékyllisvík og suður að Gjögri er mikið undirlendi en annars er ekki mikið um það á Norðurströnd- um þar sem fjöllin falla í sjó fram. Gjögur er fornfræg veiðistöð, þar vom margar verbúðir og tveir tugir hákarlaskipa gengu þaðan til veiða. Hákarlaveiðin er löngu aflögð en Gjögrarar, þeir fáu sem eftir em, sækja enn sjóinn á trillunum sínum. Þar á meðal er Axel gamli Thorar- ensen sem lætur ekki deigann síga þrátt fyrir að fæturnir hafí gefíð sig og lætur hífa sig um borð í trill- una með krana. Á Gjögri er flugvöllur og er flog- ið þangað tvisvar í viku og hefði mönnum án efa þótt það mikil sam- göngubót fyrr á árum þegar menn komust einungis sjóleiðina eða gangandi út fyrir hreppamörkin. Það virðist öfugsnúið en með batnandi samgöngum fer fólki fækkandi. Fækkunin er þó samspil margra þátta þar sem þyngst vega hrun síldarstofnsins, samdráttur í landbúnaði og aflögð selveiði. Allt lýtur þetta að því að fólki er ekki lengur fært að afla sér lífsbjargar í sinni heimabyggð. Verksmiðju- byggingar á Djúpuvík og Eyri við Ingólfsfjörð iða tæpast framar af lífí nema í minningu manna eins og Benedikts í Árnesi sem vann á Djúpuvík í tíu ár. í Norðurfirði er Kaupfélag Strandamanna, þar er sláturhús og yfir sumartímann fá unglingar stundum vinnu í fiski. Það eru engar töfralausnir í sjón- máli en víst væri það sorglegt ef byggð héldist ekki á Ströndum um ókomin ár. Um leið og sveitir lands- ins fara í eyði tapast menningarsög- uleg verðmæti sem erfitt er að skrá því þau lifa einungis með íbúunum og erfast þannig frá einni kynslóð til annarrar. Grútarfréttir sumarsins komu Ströndunum í sviðsljósið. íbúar Ámeshrepps eru þó ákaflega lítið gefnir fyrir kastljós fjölmiðla og sumum þótti nóg um athyglina sem þessi leiði óþverri vakti. Grúturinn er horfinn og fátt er um ferðafólk en margt að sjá og mörgu að kynn- ast. Hér gengur lífið í öðrum takti en í höfðuðborginni. Taktur sveita- lífsins er taktur náttúrunnar en þrátt fyrir að borgarbúum hætti til að sjá líf á landsbyggðinni í rómant- ísku ljósi á stundum er óhætt að fullyrða að íbúum Árneshrepps finnst ekkert rómantískt við sveita- lífið. Þeir em þarna aldir upp, þetta er þeirra sveit og þeim er sárt um framtíð hennar. Gamlir menn muna eftir líflegri byggð og það er ekki auðvelt að vera bóndi á samdrátt- artímum, hvað þá í afskekktri byggð. íbúarnir sem Morgunblaðið heimsótti vom þó ekkert að kvarta, það tíðkast ekki að velta sér upp úr vandamálunum þar nyrðra eins og eftirfarandi orð Benedikts bera með sér: „Það er lögmál lífsins hér, eins og annars staðar, að fólkið fellur frá. Hvort nokkur kemur í staðinn læt ég ósagt.“ Býtta við Guð „ÞAÐ ER sérviskan sem dregur mann hingað á hverju ári,“ segir Pétur Guðmundsson sem er æðarbóndi í Ófeigsfirði yfir sumarið. „Maður er búinn að leggja alltof mikið í þetta hérna, bæði peninga og vinnu, til þess að hlaupa frá þessu. En það sem kannski dregur mann þó mest hingað er að hér getur maður alið upp börnin í frjálsu umhverfi án þess að vera sífellt skíthræddur um þau.“ Reksælar fjörur koma sér vel við húsbyggingar í Ófeigsfirði. Pétur og kona hans Margrét eiga fimm böm „og hvað er það miðað við það sem áður var. Ég hef nú ekki mikið að segja í þessa gömlu barnakarla sem áttu þetta tólf, fjórtán börn. Þetta er ekki orðin nein geta hjá fólki nú til dags, það er svo upptek- ið af allri vitleysunni og á fullt í fangi með að halda uppi einu barni,“ segir Pétur og hristir höfuð- ið hneykslaður á svip. Hann og elsti sonur hans eru einir eftir í Ófeigsfirði þegar okkur ber að garði, afgangurinn af íjölskyldunni er farinn suður þar sem skólinn kallar. „ ... aldreiþolað stimpilklukku ... “ Pétur er fæddur og uppalinn í Ófeigsfirði en þar var þríbýli og ábúendurnir allir í ættinni. Að lok- um voru þeir bara tveir eftir, Pétur og faðir hans „þetta var orðið svo erfitt og ekkert vit fyrir mig tvítug- an strákinn að einangra mig hérna. En ég kem alltaf með kríunni á vorin.“ Á haustin stendur Pétur iðulega uppi atvinnulaus en oft hefur hann verið í farmennsku og unir því greinilega vel að vera ekki bundinn um of og venjulegt líf á ekki vel við hann. „Það eru svo margir sem eru steyptir í sama mót og mæta í sína vinnu klukkan átta eða níu á hveijum degi. Ég hef aldrei þolað stimpilklukku eða vekjara, ég get ekki unnið undir svoleiðis pressu," segir Pétur um leið og hann hellir upp á kaffið. „Maður gerir ekkert betra en að drekka kaffí í svona veðri. Ég býtta bara við Guð á svona dögum og tek mér frí,“ og nú brosir Ófeigs- fjarðarbóndinn í skeggið. En veðrið færist sífellt í aukana og rigningin lemur gluggana á gamla húsinu sem byggt var af sama smið og húsið á Dröngum. Ófeigsfjörður er, eins og fleiri jarðir á Norðurströndum, hlunn- indajörð en nú eru það einkum æðardúnninn og rekaviðurinn sem eitthvað gefa af sér. „ ... byrjaði allt með Bardot" Selveiðin hrundi fyrir mörgum árum, „þetta byijaði allt með Bard- ot“, segir Pétur og greinilegt er að hún á ekki upp á pallborðið hjá honum. Sömu sögu er að segja um Greenpeace og hringormanefndina svokölluðu sem stofnuð var í því augnamiði að grisja selastofninn hér við land til þess að minnka hringorm í þorski. Hringorma- nefndin fær kaldar kveðjur frá bændunum á Ströndum þar sem sellátur voru áður talin til hlunn- inda. Þeir telja að nefndin hafi hvatt hvers kyns óvandaða menn til þess að fara offorsi um annarra manna landareignir skjótandi hvem einasta sel sem fyrir augu bar. Pétur segir að aðkoman háfi oft verið Ijót því mönnum nægði að sýna kjálkann til þess að fá greitt og dauðir skrokkar voru um allar Ijörur. Samtök selabænda hófu í fyrra tilraunir til þess að koma skinna- sölu aftur af stað en Pétur segir þá fara hægt í sakirnar í þeim efn- um. Niður á ijörukambinum er bátur sem kallaður er Mjóni og langafi Péturs lét smíða árið 1873 og var hann notaður í meira en öld og mikið í selveiði. Litlu yngri er báturinn Ófeigur sem var frægt hákarlaskip á sínum tíma en er nú geymdur á byggðasafninu á Reykj- um í Hrútafirði. Ekki er lengur veiddur hákarl í Árneshreppi. Nokkrar lykkjur hengu þó uppi í skúr hjá Pétri og sneiddi hann handa okkur nokkra hákarlsbita og bauð mjólk með; sagði hana ekki eiga síður vel við hákariinn en brennivínið. í þetta skiptið verður Pétur eitt- hvað frameftir hausti í Ófeigsfirði þar sem hann er að byggja geymsluskúr en óveðrið í vetur lék byggingar illa sem víðast hvar ann- ars staðar um landið. Skúrinn er auðvitað úr rekavið og það verður Iíka íbúðarhús sem Pétur ætlar að hefjast handa við að byggja næsta sumar. Það kemur sér vel fyrir bændur á Ströndum að Rússar hafa ekki hemil á öllum tijábolun- um sem þeir höggva í Síberíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.