Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SL'NXL'DAGUJi SEPTEMBER 1991 Mikill mannfjöldi safnaðist saman á togarabryggjunni til að fagna áhöfn Úranusar við komuna til Reykjavíkur. ÆSKUMYNDIN... ERAFPÉTRIPÉTURSSYNI, KNATTSPYRNUMANNl OG LJÓSM YNDARA músíkina. Þeir voru fljótir að bregð- ast við bón prestfrúarinnar, hálf- skömmustulegir. En skömmu síðar bankaði prestfrúin aftur og sagði að nú væri allt í lagi að hækka. Búið væri að ausa barnið vatni. ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUH K. MAGNÚSSON Rosalega tapsár Égskalframkalla Uranus ann 13. janúar 1960 var sagt frá því á forsíðu Morgunblaðs- ins að óttast væri um togarann Úran- us, RE 343. Skipið hafði verið á heimleið af Nýfundnalandsmiðum er sambandið rofnaði skyndilega og það svar- aði ekki kalli. Ljóst var því að ekki var allt með felldu. Flugvél frá varn- arliðinu var send til að svipast um eftir Úran- usi og kom áhöfn henn- ar brátt auga á skip, sem þó greindist illa vegna veðurofsa og dimmviðris. Skipið var ljósmyndað úr flugvélinni, sem síðan flaug aftur til Keflavíkur- flugvallar. Það barst til eyrna Morg- unblaðsmanna að vamarliðsmenn hefðu náð mynd af skipi sem væri illþekkjanlegt, en líklega Úranus. Matthías Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins, segir frá því í sýn- ingarskrá fréttaljósmyndara 1977, að hann hafi óskað eftir myndinni, því fólk þyrfti að sjá hana til að trúa að Úranus væri ofansjávar. Hann lýsir síðan baráttu Morgunblaðs- manna við að fá filmuna hjá varnar- liðsmönnum, sem sögðu hana ekki sýna neitt að gagni. Það væri engin leið að þekkja skipið af myndinni. Matthías segir Ólaf K. Magnússon þá hafa sagt: „Ef ég fæ filmuna, skal ég fram- kalla Úranus." Næsta dag birtist Úranus auð- þekkjanlegur á forsíðu Morgunblaðsins undir fyrirsögninni: Úranus fundinn og skipshöfn hans heil á húfi. Orsök þess að ekkert heyrðist til Úranusar var sú, að hurðin í loft- skeytaklefanum hafði opnast í miklu veðri og í brotsjó, sem gekk yfir skipið brotnaði gluggi í stýrishúsi og gekk alla leið yfir í loftskeytaklefann með þeim afleiðingum að tækin urðu óvirk. Mikil fagnaðarbylgja fór um Reykjavík er fréttin barst út um að Úranus væri fundinn heill á húfi. Meðfylgjandi myndir voru teknar við komu skipsins til Reykjavíkur og auk þess er mynd af forsíðunni góðu, þar sem myndin, er sannaði að Úranus var ofansjávar, birtist. Hann átti skelfilega erfitt með að tapa og þegar sú staða kom upp voru leikimir gjarnan til lykta leiddir með slagsmálum. En reiðin var fljót úr honum og það sem gerði hann öðruvísi en aðra var að hann gat staðið á tröppunum hjá manni klukkutíma síðar og beðið um einn viðstöðulausan. Svo segir Guðbjörn Tryggvason rafvirki á Akranesi frá, en hann er æskuvinur Péturs Péturssonar, fyrrum atvinnuknattspyrnumanns. Pétur Ieikur nú með KR og leggur stund á ljósmyndanám. Skipulegar fótboltaæfingar áttu ekki upp á pallborðið hjá honum framan af. Áhuginn var bundinn við Hákots - r túnið, sem var ekki fjarri heimili Péturs. Túnið var oftast nær yfirfullt af krökkum, strákum og stelpum, sem léku sér við það sem þau sjálf lysti hveiju sinni. Ög svo voru háðir hverfiskappleikir öðru hvoru sem í var mikil barátta. Hann fór ekki að taka þátt í alvöru æfingum fyrr en að faðir hans tók sig til einn daginn og dró hann með sér á völlinn. Átján ára gamall gerðist Pétur atvinnumaður í Hollandi og hafði hann knattspyrnu að atvinnu í ein tíu ár þar á eftir. Pétur Pétursson er uppalinn á Akranesi, fæddur 27. júní 1959. Foreldrar hans eru Pétur Elísson smiður og Guðríður Jónsdóttir húsmóðir. Hann á tvö eldri systkini, Jón og Rósu. Pétur á auk þess bróður sem er tólf árum yngri, Ólaf Bjarka, sem jafnframt leikur með KR. Eiginkona Péturs er Dagmar Haraldsdóttir og eiga þau þijú börn, írisi Dögg 11 ára, Töru 6 ára og Pétur Mar 4 ára. „Hann þurfti alltaf að hafa mikið fyrir stafni. Hann var upp um allt og ofan í öllu. Hann var mikill grallari, skemmti- legur, gat verið blíður og góður og hafði sérstaka unun af stríðni,“ seg- ir systirin Rósa Pétursdóttur. „Pétur skemmti sér stundum við það að vekja mig upp um miðnætti til að segja mér að nú væri komin tími til að fara í skólann. Klukkan væri að verða átta. Ég náttúrulega var ekki lengi í fötin, tók töskuna og fór og bankaði hjá vinkonu minni í næsta húsi sem var alltaf samferða mér. Þá stóð minn maður einhvers staðar og hló sig máttlausan og eldri bróðir minn gjaman líka. Þá voru þeir bún- ir að hafa fyrir því að breyta öllum ^klukkunum í húsinu." Sem unglingar ákváðu þeir félagar Guðbjöm og Pétur að taka á leigu íbúð á Akranesi. Þeir fengu leigt í kjallaranum hjá séra Bimi Jónssyni, sóknarpresti á Akranesi, og eitt af því fyrsta sem keypt var fyrir heimil- ið voru flottustu hljómflutningsgræj- ur. Þeir hugsuðu með sér að næsta sunnudagsmorgun skyldu þeir prófa græjurnar rækilega því þá færi prest- ur að öllum líkindum til kirkju. Pétur Pétursson; hafði líka sérstaka unun af stríðni.“ Sunnudagurinn rann upp og Pink Floyd var settur í botn. Stuttu síðar bankaði prestfrúin á dyrnar og sagði að uppi væri verið að skíra barn og presturinn hreinlega heyrði ekki hvað barnið ætti að heita hvort þeir vildu ekki vera svo góðir að lækka örlítið SVEITIN MIN ER. ARNESHREPPUR Stora-Avik. Solveig „Fjöllin hér eru svo margbrotinúg hvert sem maður Iítur eru fjöll; Reykjaneshyrnan, Orkin og Finnbogastaðafjallið;“ segir Sólveig Stefanía Jónsdóttir húsmóðir í Munaðarnesi í Árnes- hreppi. Sólveig er fædd og uppalin í Stóm-Ávík en þegar hún giftist færði hún sig um set í hreppnum. Munaðames er nú nyrsti bærinn í byggð, allt árið um kring, á Ströndum. „Ein- hvern veginn finnst mér þó Stóra-Ávík eiga meira í mér, þar þekki ég allt svo vel. Það er voða notalegt að labba á rekann og bara dóla á fjörunum eins og ég geri stundum með systur minrii. Heimili mitt var fjölmennt, við vorum ellefu systkinin og á öllum bæjum var fullt af bömum. Það var ekki mikið um skipulagt fé- lagslíf að ræða en við skemmtum okkur nú samt,“ segir Sólveig og bætir því við að þótt atvinnan sé frekar einhæf í sveitinni og fólki hafi fækkað þá sé hún ekki spennt fyrir því að flytjast í burtu. „Ég vann alltaf mikið úti, það þurfti að sækja kindur út um öll holt og svo rakaði ég öll sumur. Maður var í svo mikilli nálægð við allt og náttúran hér er manni hugstæð. Hérna liggja ræturn- ar,“ segir Sólveig að lokum. ÞANNIG___ HANNAR Jón Rögnvaldsson vegi „Núorðið eru vegir hannaðir í tölvum, teikniborð eru orðin sjaldséðir hlutir hér í hönnunar- deikliiini," segir Jón Rögnvalds- son yfirverkfræðingur hjá Vega- gerð rikisins, sem hannað hefur fjölda vega í gegnum tíðina og síðar ekið þá með gagnrýnu hug- arfari. Með tilkomu tölvanna geta þeir sem hanna vegina nú séð útlit vegarins á svokölluðum „perspektíf“-tölvumyndum, sem sýna veginn eins og ökumaður kemur til með að sjá hann. Jón segir að þegar hann hanni veg, sé fyrst til að taka hvort að fyrir sé vegur, eða hvort leggja eigi alveg nýjan veg. Sé vegur fyrir, setji það hönnuðunum, sem ýmist eru verk- eða tæknifræðingar, þröngar skorður. í þeim tilfellum er oft um hreinar endurbætur á vegin- um að ræða. En þegar vegarspottinn er nýr, verður að taka tillit til fjölda þátta. „Það þarf að huga að útlits- þættinum, við reynum að láta veginn falla sem best að landslaginu. Kanna undirlagið, gæta þess að beygjur og Morgunblaðið/Árni Sæberg Jón Rögnvaldsson við tölvuna; sem núorðið er lykill- inn að vegahönnun. \ halli fari ekki upp fyrir ákveðin mörk og að vegsýn ökumannsins sé ekki of lítil. Við verðum að huga að ytri aðstæðum, t.d. veðurfari, snjóa- lögum o.s.fiv. og meta hvaða breyt- ingar vegurinn hefur, til dæmis á hvernig snjó skefur, vindstrengi og þess háttar. Til þess höfum við sam- band við staðkunnuga. Nú, síðast en ekki síst verður að hanna út frá öryggisþættinum, að gæta þess að á veginum verði engar slysagildrur.“ — En hvað með álfa og huldu- fólk, hafið þið bústaði þeirra í huga þegar þið leggið vegi? „Það hefur komið fyrir að við höfum leitað til sérfræðinga á því sviði, já. Ég veit aftur á móti ekki til þess að menn hér hjá Vegagerð- inni hafi lent í vandræðum vegna álfa.“ Jón segir það heilmikið verk að hanna veg, undirbúningurinn einn, t.d. þegar kanna þurfi jarðveginn, geti verið tímafrekur. Þegar verkinu sé lokið, fari ekki hjá því að hann líti á veginn sem sitt höfundarverk. „Maður horfir á veginn og veltir því fyrir sér hvort maður hefði ekki getað gert betur. Og viðbrögðin láta ekki á sér standa, stundum fáum við skammir, nú og einstaka sinnum hól. Því ef eitthvað er í lagi, finnst mönnum það eiga að vera svona og engin ástæða til að nefna það sérs- taklega."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.