Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 15
C315M „Eigum við að fá okkur súrefni?“ Kirkwall-flugvöllur er ekki ósvip- aður íslenskum dreifbýlisflugvelli. Turninn er dálítinn spöl frá lending- arstaðnum og það var ágætt að ganga þangað í góðviðrinu. Flugum- ferðarkonan sagði að það væri sæmi- lega rólegt, 35 til 40 flugtök eða lendingar á dag. Hún hefur tíma til að grípa í krosssaum yfir miðjan daginn. Loganair, skoska flugfélag- ið, sér um ferðir milli eyjanna auk þess sem það flýgur til Glasgow og Edinborgar. - Nokkrar hræður biðu eftir næstu ferð í flugsalnum þar sem við Haukur fengum okkur nestisbita. Það var úrval af litabókum til sölu svo seinkanir eru líklega daglegt heyrðist ekki nokkur hiutur. Við sáum eyjarnar en síðan var lengi vel ekki á hreinu hversu vel ferðinni miðaði áfram. En á endanum komst á samband við Ingólfshöfða og við sáum að við vorum á hárréttri leið. Og sambandið við íslensku flugum- ferðarstjórana komst í lag. Það var ágæt tilfinning. Við flugum inn yfír landið við Ing- ólfshöfða og þaðan beint norðan við Mýrdalsjökul til Reykjavíkur. Það var um klukkutíma flug. Það var því miðdr lágskýjað og við sáum lítið niður fyrr en rétt austan við Rangá. Þá gleymdi ég endanlega skyldum mínum sem „aðstoðarflugmaður" og benti Hauki í staðinn á hitt og þetta sem fyrir augun bar. Hann var hins vegar upptekinn við stjórn vélarinn- Skundaö í flugturninn ó Kirkwall-flugvelli á Orkneyjum. brauð. Við hvíldum okkur, fylltum vélina og spurðumst fyrir um veður- horfur. Mér fannst ég ansi mikil manneskja þegar ég sagði tollaran- um að við værum að leggja í hann til íslands. Mig rak þó í vörðurnar þegar hann spurði hver væri vara- lendingarstaðurinn okkar. „Færeyj- ar,“ sagði ég svo og vona að ég hafí ekki skrökvað að manninum. Það var nokkuð skýjað yfir hafinu og Haukur bað um 14.000 feta flug- hæð. Við höfðum fram að því flogið í 12.000 fetum eða 3.600 metra- hæð.„Eigum við að fá okkur súr- efni?“ spurði hann þegar við vorum að hækka flugið. En hann var fljótur að segja „nei, ég bið bara um lægri hæð“ þegar hann sá skelfingarsvip- inn sem kom á mig. Mér leist ekkert á að sitja með súrefnisgrímu næstu klukkustundimar. Við fengum að vera í 13.000 fetum og ferðin gekk ljómandi. Við flugum að jafnaði á um 280 km hraða. Það eru um 3.500 km frá Basel til Reykjavíkur. Haukur reiknaði út að fullur tankur af elds- neyti dygði okkur í rúmar sex klukkustundir ef hann nýtti 65% afls vélarinnar. Ég var fljót að kfkja á áætlaðan tíma til Reykjavíkur frá Orkneyjum. Hann var fjórir tímar og fjörutíu mínútur svo ég var áfram salla róleg. ísing hleypti fjöri í mælaborðið Sambandið við skoska flugumferð- arstjóm var lélegt og önnur vél þurfti að skila til okkar flugleiðinni til ís- lands: „N61, W06, Alfa-Bravo, Golf 11, Mike-Yanki, Golf 3, LINDÁ, Golf 3 og ROSTI“. Haukur náði þessu. Samband við ísland náðist ekki fyrr en eftir dúk og disk. Þar var einhver bilun sem verið var að gera við. Það var eitthvað bogið við áttavita í loftinu á vélinni „okkar“ svo Haukur varð að treysta á vitann í mælaborðinu. Ég þóttist vera o'rðin nógu þjálfuð í að lesa siglingakortin til að benda á að reyna að ná sam- bandi við stöð á Færeyjum. En þaðan ar. Hann hafði skömmu áður beðið um leyfi til að lækka flugið vegna ísingar. Ég hafði tekið eftir henni utan á vélinni en það fór hins vegar fram hjá mér þegar hún olli því að flestir mælar ragluðust og snerust við. Það er eins gott að ég missti af því. - Ótrúlega há og dökk ský voru yfir Hellisheiðinni. Eg var fegin að við þurftum ekki að fljúga inn í þau. Við flugum í staðinn inn í minni og léttari og það hvarflaði að mér hvað myndi gerast ef eitthvað leynd- ist inni í þeim. Þar var ekkert svo ég komst ekki að því í þetta sinn. Okkur var beint yfir Hafnarfjörð og Skeijafjörð í átt að Reykjavíkur- flugvelli en þurftum að bíða dálítið eftir fyrirmælum á meðan flugmaður á HHO með bilaðan „transponder" spjallaði við flugumferðarstjórann. Þeir þekktust eitthvað og Dóri komst að því að Krummi var ekki enn búinn að taka prófið. Hann var sem betur fer ekki nálægt okkur og við lentum heilu og höldnu klukkan 19.11 að staðartíma, eða rétt rúmum 14 stundum eftir að við lögðum af stað frá Basel. Það var lítil móttökusveit við flugt- urninn þótt eitthvað hafi gengið erf- iðlega að fá skilmerkileg svör við spurningum um ferðir og áætlaðan komutíma HB-PMW. Við Haukur vorum bæði með höfuðverk en sæl og ánægð með að vera komin heim og skunduðum beint út í bíl.til að komast sem fyrst í sturtu. Hann gaf sér þó tíma til að biðja ungan mann á vellinum að líta eftir vélinni til morguns en annars yrti enginn á okkur. Ekki fyrr en um klukkutíma seinna þegar hringt var til eins með kunnuglegt andlit úr móttökusveit- inni og hann spurður hvaða fólk þetta hefði verið sem var að koma til lands- ins. Hann gat gefíð upp heimilisfang Hauks. Hann var beðinn að koma hið snarasta aftur út á völl til að gera grein fyrir ferðum sínum. Hann gerði það og við vorum komin lög- lega til landsins. „Þetta æfíngakerfí hefur hentað okkur best af þeim sem við höfum reynt og skilar frábærum og öruggum árangri“ Er 7 bekkja æfingakerfið fyrir þig? Reynslan hefur sýnt að þetta æfingakerfi hentar sérlega vel fólki á öllum aldri sem ekki hefur stundað einhverja líkamsþjálfun ílangan tíma. Æfingakerfið er einnig gott fyrir fólk sem ekki stundar almenna leikfimi vegna stífra vöðva o. fl. 7 bekkja æfingakerfið liðkar, styrkir og eykur blóðstreymi til vöðva þannig að ummál þeirra minnkar. Einnig gefur það gott nudd og slökun. Getur eldra fólk notið góðs af þessum bekkjum? Já, þessi leið við að hreyfa líkamann er þægileg, liðkar og gefur góða slökun. Og er þess vegna kjörin fyrir eldra fólk. Prófaðu og þú kemst að því að cm fækkar ótrúlega fljótt! Leiðbeinendur eru: Dagmar Maríusdóttir og Sigrún Jónatansdóttir Opið kl. 9-12 og 15-20 Frír kynningartími! W> HREYFING Ármúla 24 ■ sími 680677 HAUSTLITAFERÐ UM SUÐURLAND ELDGJÁ, LAKAGÍGAR <&SKAFTAFELL FJÖGURRA DAGA HÓTELFERÐ 19.-22. SEPTEMBER Þegar grös fara að sölna og færist nær jafndægrum að hausti er íslensk náttúra að mörgu leyti hvað fegurst; litirnir eru djúpir og margbreytilegir og allir drættir í landslagi verða skýrari, en þó á einhvern hátt mýkri. Ferðaskrifstofa íslands og Hótel Edda efna til fjögurra daga skoðunar- og skemmtiferðar um Suðurland að hausti. Ferðin hefst fimmtudaginn 19. september og lýkur sunnudaginn 22. september. Allar næturnar verður gist á Kirkjubæjarklaustri, en helstu áfangar á leiðinni eru: Landmannalaugar - Eldgjá - Skaftáreldahraun - Lakagígar- Núpstaðarskógur - Skaftafell - Kapellan Núpsstað - Byggðasafnið Skógum. Verð kr. 21.900,-* Innifalið: Gisting í tveggja manna herbergi með baði í 3 nætur • 3 morgunverðir • 3 nestispakkar í skoðunarferðum • 3 kvöldmáltíðir • Allur akstur. Við tökum við pöntunum og veitum nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu íslands, Skógarhlíð 18, sími 91-25855. *Aukagjald fyrirgistingu íeins mnnns hcrbergi kr. 3.000,- FERÐASKRIFSTOFA ÍSIANDS Ifb

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.