Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 7
MQRUUNJiIAÐIi) SUNNUUAUUR;:8. SUITCMBER 1.91)1 öðru eyra og var aðeins með hluta- heyrn á hinu. Fyrir söngkonu er slíkt auðvitað hið alvarlegasta mál og á tímabili hélt Anna að hún myndi aldrei syngja framar. En henni hefur tekist að yfirvinna það vandamál, eins og flest önnur. Það sem hún hefur átt erfiðast meða að sætta sig við eru gróusögurnar. „Gróa á Leiti hefur fylgt mér frá því ég fór að syngja, og kannski er hún óaðskiljanlegur fylgifiskur fólks sem er í sviðsljósinu. Að minnsta kosti hefur hljómlistarfólk fengið að heyra það og ég hef fengið minn skerf. Eg er hætt að kippa mér upp við þetta núna, en oft hefur mér sárnað, sérstaklega þegar þessar sögur hafa haft bein áhrif á líf mitt, eins og þegar ég skildi við fyrsta eiginmanninn. Langlífasta gróusagan er þó um það hvað ég á að drekka óskaplega mikið. Þessar sögur hafa gengið allt frá því er ég var ung söngkona og bragðaði varla vín og fram á þennan dag. En vinur minn einn, sem blö- skraði þetta tal eitt sinn, spurði við- mælandann hvernig það mætti vera að ég drykki svona mikið, en stund- aði þó alltaf fulla vinnu. Því stað- reyndin er sú að ég hef alla tíð unn- ið með söngnum, og unnið mjög mikið. En líklega hef ég ofgert mér, því það er of mikið að vinna fullan vinnudag og syngja svo á kvöldin, kannski fjögur kvöld í viku. Ég gat þetta þegar ég var yngri, en þetta verður sífellt erfiðara með árunum. Læknirinn minn hefur nú skipað mér að draga saman seglin heilsunn- ar vegna. „En sönginn máttu hafa,“ segir hann. Hann veit að ég lifi fyr- ir sönginn gæti ekki án hans verið. Og það eru alveg hreinar línur að sönginn verð ég að hafa til að halda mér uppi.“ Eins og að fletta úrklippubók Og hvað sönginn varðar virðist engan bilbug að fínna á Önnu. Hún hefur nú, í tilefni starfsafmælisins, gefið út sína fyrstu sólóplötu og efnt til söngskemmtunar, sem spannar feril hennar í þijátíu ár: „Platan heitir Frá mér til þín - Anna. Vilhjálms í 30 ár og hefur að geyma bæði ný og gömul lög. Það er þarna syrpa af faliegum perlum sem ég hef verið þekktust fyrir að syngja, alveg frá rokktímabilinu og yfir í sveitatónlist og ég enda syrp- una á uppáhaldslaginu mínu, „My Way“. Síðan er þarna lagið „If You Don’t Know Me By Now“, með ís- lenskum texta eftii'Val Gunnarsson, en önnur lög á plötunni eru frums- amin af Kolbrúnu Hjartardóttur og textarnir eru eftir hana og systur hennar, Lindu Björk. í sýningunni koma fram, auk mín, Lúdó sextett og söngvararnir Stefán Jónsson, Einar Júlíusson, Berti Möller og Bjarni Arason. Svo eru fjórir dansarar með íslands- meistarann í rokkdansi, Jóa Bachman, í broddi fylkingar. Ég syng fjórtán lög í þessari sýningu og sagan bytjar í rokkinu, hjá Connie Francis og Brendu Lee. Síðan er farið yfir í tímabilið hjá Svavari og Magga Ingimars og svo yfir í kántrí- ið og Janis Joplin og sýningin endar á nýju plötunni, það er að segja Önnu Vilhjálms í dag. Inn á milli syngja svo strákarnir, ýmist einir eða með mér og við Einar tökum auðvitað dúettana okkar. Það hefur verið gaman að vinna við undirbúninginn að þessari sýn- ingu og ég vona að fólk eigi eftir að taka henni vel. Þótt ég hafi tekið þátt í mörgum svona sýningum er þessi alveg sérstök fyrir mig. Þarna er ég miðdepillinn og minn ferill er rakinn frá upphafi fram á okkar dag. Þetta er svona eins og að fletta í gegnum myndaalbúm eða úrklippu- bók og hvert lag hefur sínar minn- ingar. Ég vona að áheyrendur eigi einnig eftir að skemmta sér við að riija þær upp.“ í upphafi ferilsins; með hljómsveit Svavars Gests á Hótel Sögu, frá vinstri: Berti Möller, Garðar Karls- son, Gunnar Pálsson, Anna Vilhjálms, Gunnar Ormslev, Magnús Ingimarsson og Svavar Gests. Ég var orðin þrælvinsæl í Maine þótt ég segi sjálf frá, og á þessu tímabili söng ég „Stand By Your Man“ inn á plötu, sem var talsvert mikið spiluð. Það atvikaðist þannig að það var gefin út safnplata með upprennandi sveitasöngvurum í Ma- ine-ríki og mér var boðið að syngja eitt lag. Þetta gekk sem sagt mjög vel, en svo fluttum við til Minnia- polis og þaðan til Indiana og þá datt ég aftur út úr söngnum, nema að ég kom alltaf hingað heim einu sinni á ári og söng þá eitthvað. Ég skildi svo við manninn minn 1979 og fór ekkert aftur út eftir það. Sigurður Þórarinsson var þá með hljómsveit í Þjóðleikhúskjallar- anum og þegar hann frétti að ég væri komin heim hringdi hann og bað mig um að vera með. Sá sem rak staðinn hafði hins vegar ákveðn- ar efasemdir um þessa söngkonu, og heimtaði að fá að hlusta á mig áður en ég var ráðin. Eftir að ég hætti í Þjóðleikhús- kjallaranum söng ég ekkert í nokkuð langan tíma, þar til ég fór að halda upp á afmæiið mitt í Þórskaffi. Dansbandið var þá að spila þar og þegar strákarnir í hljómsveitinni sáu mig í salnum kölluðu þeir mig upp og báðu mig að syngja nokkur lög. Þetta var náttúrulega alveg óæft enda þekkti ég strákana lítið sem ekkert þá, en þessi nokkur lög urðu að rúmum klukkutíma. Þetta tókst sem sagt svo vel að helgina á eftir var ég fastráðin með Dansbandinu og með þeirri hljómsveit söng ég í Þórskaffi og víðar í nokkur ár á eftir. A þessum árum var Óli Laufd- al að byrja með stórsýningar á Bro- adway og ég var meðal annars með í fyrstu rokksýningunni sem þar var sett á svið. Það má segja að ég hafi ekki stoppað síðan og nú síðast hef ég verið að syngja í sýningunni „í hjartastað“ á Hótel íslandi. Auk þess hef ég komið fram með kántrí- hljómsveit í Borgarvirkinu og sungið með eigin hljómsveit, Flækingunum, bæði á Hótel íslandi og víðar.“ Skin og skúrir baksviðs Lífið er margbrotið og sú hlið sem snýr fram þarf ekki endilega að vera eins og sú sem snýr aftur. I sviðsljós- inu hefur Önnu Vilhjálms liðið vel og þar hefur henni yfirleitt gengið allt í haginn, þótt á ýmsu hafí geng- ið hjá henni baksviðs. Eitt alvarleg- asta áfallið var þegar hún uppgöt- vaði að hún hafði misst heyrnina á VERÐ KR. 590, ^^rnabtadið | 0-1 ARS. n'" •' ; - . ./ GARNBUÐIN Reykjavikurvegi 68. 220 Hafnarfirði Simi 54610 Prjónablaðið Bambi er nýkomið út með fallegum prjónauppskriftum á yngstu börnin. Blaðið fæst í bóka- og hannyrðaverslunum um land allt. GARNBÚÐIN TINNA - SÍMI91 -54610.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.