Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 24
t?34 n>c t -i I. Danskar Edlur SÁ orðrómur komst á kreik fyrr í sumar að Risaeðl- an hefði lagt upplaupana, og birtust m.a.s. frásagn- ir af slíku í blöðum. Þetta var mjög orðum aukið, því Risaeðlan er enn til; lék á tónleikum fyrir skemmstu og leikur á þrennum tónleikum í Dan- mörku í þessari við, þar á meðal á tónlistarráðstefn- unni CMS. Mannabreytingar hafa orðið í sveitinni, því Halldóra Geirharðsdóttir, Dóra Wonder, sagði skilið við hana í vor til að helga sig leiklistamámi. Maður kom í hennar stað og í vor hóf að æfa með sveitinni Hreinn Stefensen, sem leik- ið hefur með sveitum fyrir austan og var í Dýrið geng- ur laust um tíma. Sveitar- meðlimir 'segjast ánægðir með skiptin, en Hreinn leik- ur á gítar og harmonikku. Risaeðlan hefur æft dag- lega undanfarnar vikur, til að undirbúa sig fyrir Dan- merkuförina, og samið „búnka“ af lögum, þó göml- um lögum sé vitanlega ekki úthýst. VINCENT Furnier, sem tók sér nafnið Alice Coop- er á sjöunda áratugnum, var á sínum tíma frum- kvöðull hryllingsrokks. Hann gekk fram af tón- leikagestum með ýmsum óhugnaði löngu áður en dauðarokk og ámóta kom tU og spilaði um leið fyrir- taks þungarokk. Alice Cooper drakk úr sér allan mátt með tíman- um; varð hálfgerður raulari og stýrði innantómum sjón- varpsþætti í lok áttunda áratugarins. Hann hætti að drekka um síðir, en það var ekki fyrr en með ágætri rokkskífu, Thrash, að hann náði tiltrú rokkáhugamanna á ný fyrir tveimur árum. Fyrir stuttu kom út önnur ámóta skífa, Hey Stoopid. Á Hey Stoopid er Cooper við sama heygarðshorn og forðum, þó hann sé ef til vill ögn aðgengiiegri. Hann smalaði saman fyrirtaks sveit til að taka upp plötuna nýju, þar fremstir gítarleik- aramir Steve Vai, Joe Satr- iani og Slash, aukinheldur sem Ozzy Ozbourne syngur í einu lagi og Nikki Sixx grípur í bassann. Cooper hefur látið hafa eftir sér að hann ætli að rokka lengi énn þó hann sé kominn nokkuð á fimmtugs- aldur, enda aldrei verið í betra formi. Mannaskipti Gamlar Risaeðlur og ein ný. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir DÆGURTÓNLIST Eru Frakkamir ad koma f AR HLUTI Gítarkennslu bandmynd ÞEGAR rokk- bylgjan reið yfir Island í kjölfar breska pönks- ins skipti kunnátta ekki miklu máli; pönkið var spurning um að gera, ekki að geta. Eftir því sem mönnum óx viska vildu þeir þó læra; bæta hljóm við þá þijá sem notaðir voru Gítarkennsla Hjörleifsson Hljóðfæranám er auðsótt hér á landi; hvarvetna skólar þar sem hægt er að læra allt frá froðupoppi í framúrstefnu. Þeir sem ekki hyggjast fara í skóla geta svo sest við myndbandstæk- ið, því fyrir skemmstu kom út tveggja tíma bandmynd með gítar- kennslu sem Stefán Hjör- leifsson tók saman. Stefán segist ætla kennslu- myndina byijendum Stefán jafnt sem lengra komn- um sem vilji hressa upp á kunnáttuna. Hann segist taka fyrir hljóma, frasa og snarstefj- um, og sýna ýmis dæmi. Með bandinu fylgir bæklingur með dæmum og upplýsing- um sem íturefni, þar sem hann fer rækilega í ýmislegt tengt náminu. 1982 tók hún þátt í hæfi- leikakeppni og flutti þá rapp á arabísku og þremur árum síðar var hún farin að syngja Billie Holiday-lög með arab- ískri söngtækni. Amina hef- ur þó haldið fast í uppruna sinn, því hún syngur nánast eingöngu á arabísku og semur móðir hennar texta fyrir hana. Hún hefur starf- að með fjölmörgum merkum tónlistarmönnum, þ. á m. Afrika Bambaata, en fyrstu breiðskífuna hljóðritaði hún 1988. Sú plata, sem ber heitið Yalil, hlaut góðar við- tökur víða um heim, ekki síður en í Frakklandi, en hjólin fóru þá fyrst að snú- ast fyrir alvöra þar í iandi þegar hún tók þátt í söngva- keppni evrópskra sjónvarps- stöðva fyrir hönd Frakk- lands. Þar deildi hún efsta sætinu með Carolu hinni sænsku. Örlögin hafa svo hagað því svo að hróður Aminu jókst mjög við keppnina, sérstaklega í Frakklandi, en segir fátt af Carolu. Amina hefur einnig feng- ist við kvikmyndaleik með góðum árangri og lék síðast í mynd undir stjóm Beman- dos Bertoluccis. aðist útaf í upphafi áttunda áratugarins, en fyrir skemmstu kom út platan Electric Light Orchestra Part Two, þar sem finna má sveit- ina endumeista. Part Two eru menn á svipuð- um slóðum og forðum; popp- sveit með áfastri strengja- sveit og lögin ELO-ættar. Eina breytingin, sem mörg- um þykir eflaust mikil, er að Jeff Lynne kemur hvergi ná- lægt endurreisninni. Þrátt fyrir fjarvist Lynnes, sem var höfuðpaur sveitar- innar, láta flestir gagnrýn- endur vel af plötunni, enda á henni allir fyrri meðlimir sveitarinnar utan Lynne. Til viðbótar hefur Pete Haycock (áður í Climax Blues Band) tekið að sér söng og laga- smíðar og því ekki annað að ætla en ELO II eigi sér lífs- von. Fransk/túmskurþokki ELECTRIC Light Orc- hestra, ELO, var á áttunda áratugnum ein vinsælasta poppsveit heims. Sveitin lék popptónlist í léttari kantinum með strengjaá- bót. ELO leiddi á sínum tíma Jeff Lynne, sem stofn- aði sveitina með Roy Wood (hætti snemma) og Bev Bevan 1971. Sveitin logn- MÖRGUM eru minnisstæðar heimsóknir Les Negresses Vertes og Salifs Keita á síðustu Listahátíð. Þá sannað- ist að nægur áhugi er fyrir hendi á franskri dægurtón- list, þó framboðið sé með minnsta móti. Eitthvað ræt- ist úr á næstunni, því í næstu viku syngtir hér fransk- túníska söngkonan Amina, aukinheldur sem fleiri franskar heimsóknir eru í aðsigi. Margir af fremstu tónlist- armönnum Afríku hafa dvalist langdvölum í Frakk- landi, stundað þar tónlist sína og tekið upp til útgáfu i heimalandinu ekki síður en í Frakklanmdi og um heim allan. Franskar sveitir hafa og hrært saman áhrif- um úr ýmsum áttum sem heyrist glöggt hjá Les Negr- esses Vertes, Gípsy Kings, Les Sattelits og Mano Negra. Amina, sem syngur í Hótel íslandi næstkomandi fimmtudagskvöld, er af tún- ísku bergi brotin, fædd í hinni fornu Karþagó fyrir 29 árum. Hún er af túnískri yfirstétt og lærði til tónlistar Amina Haldið fast í upprunann. á unga aldri, en þrettán ára fluttist hún með foreldrum Snemma einsetti Amina í tónlist, en einskorðaði sig sínum til Parísar. sér að verða atvinnumaður ekki við arabíska tónlist, því Frönsk dægurtónlist er Jifandi mjög og fjöl- breytt. Þar skarast meira popp/rokk og þjóðleg tónlist frá fyrrum nýlendum en til að mynda á Bretlands- eyjum og í Banda- ríkjunum. Ekki er ehir Árno S0*'*' Motthíasson gera ser Ijóst af hvetju blönduniner tneiri, en því hefur verið haldið fram að það megi rekja að hluta til mismunandi afstöðu ný- lenduveidanna til nýlendn- anna; Frakkar litu á nýlend- ur sínar se hluta af Frakk- landi og íbúar þeirra töldust því franskir þegnar. ■ PLOTUVERTIÐ er hafin víðar en hérálandi og eru ýmsar stórstjörn- urað senda frá sér breið- skífuránæstu vikum. Breiðskífa Metallicu, sem fór beint á toppinn víða um heim, var fyrst í flóðinu, en væntanlegar eru plötur með Dire Straits í sept- ember, Michael Jacson, Guns ’n’Roses, Princeog TJ2 í október og Bruce Springsteen í nóvember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.