Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 12
i MQRQUNgLApiB SbWTOAOyR: g. ,SEETBMBEM9£1 42 r)C „Það getur verið sársaukafullt að bera fram hugsun sína" Tveggja tal/ Vilborg Dagbjartsdóttir eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur VILBORG er í hópi þekktari Ijóðskálda okkar. Þó hef ur hún verið sparsöm á að gefa útf fjórar Ijóðabækur á þrjá- tlu árum. Af Ijóðunum hennar að dæma er hún bæði rómantísk og til- finninganæm og Ijóð hennar eru mörg afar myndræn. „Hún er alger kommakelling,u sagði einhver þegar ég minntist á að ég hefðí farið að tala við hana fyrir Morgunblaðið. Kommi er vandmeð- farið til skilgreiningar nú um stundir. Enda er mér nokk sama. Vilborg býr í gömlu hlýlegu húsi í grennd við Þingholtin. Barnabörnin höfðu verið í heimsókn helgina áður og hún Ijómar þegar hún talar um þau. Hún er áreiðanlega meiri barna- kerling en kommakerling, hefur nú kennt I áratugi við Austurbæjarskól- ann, skrifað barnabækur og þýtt, hún teiknar og málar. Hún var áberandi í Rauðsokkahreyf ingunni þegar hún var og hét. Hefur aldrei legið á skoð- unum sínum og stundum fengið bágt fyrir. Hún hefur smitandi hlátur og hlær oft. Hún ber mér bragðmikið og sterkt kaffi sem annar sona hennar hafði sent henni erlendis frá. Fyrir ofan sófann I stofunni vekur litríkt úlfaldateppi athygli mína. etta er bedúína- teppi sefh ég keypti í Jerúsal- em. Ég var þar á kvenrithöfundaþingi fyrir nokkrum árum. Við vorum sextíu og sex konur frá 26 löndum og þetta var fyrsta alþjóðlega kvenrithöfunda- þingið. Eg kom til ísraels 30. mars á Degi landsins en þá minnast Arabar þess að land var tekið frá þeim. Það var allsheijarverkfall Araba og allt lokað. Á gönguferð um Jerúsalem með tveimur belg- ískum konum hittum við Armena sem rak veitingastað og eldaði handa okkur mat þrátt fyrir að hann hefði ann- ars lokað. Hann sagði að lengi hefði fólk búið í friði í þessari borg sem ætti auðvit- að fyrir löngu að hafa verið lýst alþjóðleg friðarborg. Og við fundUm að kraumaði und- ir og Síðan skullu á vondir tímar. Tæpu ári síðar hófst hin blóðuga uppreisn. Jú, ég hef sótt aðra kvenrithöfund- aráðstefnu, norræna. Hún varð upphaf baráttu kvenrit- höfunda, einkum þeirra sænsku, fyrir því að ná jafn- stöðu við karla. En ég er ekki höll undir að hafa sér- stakar kvennagrúppur og sérstök kvennaþing. En ég hafði hafði kennt biblíusögur árum saman og gat ekki neit- að mér um að fara til ísraels. Ég var til dæmis í Rauð- sokkahreyfingunni á sínum tíma vegna þess að þar áttu kynin að vinna saman. Ég kann ekki við þennan kynja- aðskilnað. Ég kann betur við mig í blönduðum félagsskap og vil stíla upp á það í kjara- baráttunni. Sumar segja að konur fái aðra meðhöndlun en karlamir. Það getur verið eitthvað til í því. En konur eiga ekki að hugsa í kvótum. Þó skáld taki sig saman og efni til hátíða eða þinga má ekki verða aðalatriði að það verði að hafa jafnmargar konur og karla. Það getur orðið hálf hallærislegt. Þú hlýtur að vilja jafnrétti. „Já, já, en við verðum að gæta okkar. Mér þykir við- kvæmnin stundum keyra úr hófi. íslenskar konur hafa látið til sín taka á ýmsum sviðum. Þær eru áberandi í listalífinu og víðar. Ég segi ekki að ástandið geti ekki verið betra en ég held þetta sé að mjakast í áttina. Er ekki framkvæmdastjóri út- varpsins kona? Framkvæmd- astjóri Listasafns íslands kona og einnig fyrirrennari hennar, kona er leikhússtjóri á Akureyri, kona er borgar- bókavörður, meirihluti kenn- ara eru konur. Konum á að vera í lófa lagið að breyta uppeldi í grundvallaratriðum ef þær vildu. Stundum grunar mig að það sé ekki nægur vilji fyrir hendi.“ Vilborg lauk kenn- araprófi 1952 og síðan hélt hún ut- an, var ár í Skot- landi og annað í Danmörku. „Ég fór að mennta mig í tungumálunum. Á þessum árum voru ekki möguleikar á framhaldsmenntun kennara. Ég vann við hússtörf, barna- gæslu og á veitingahúsi. Svo sótti ég námskeið og lærði margt og hef búið að því alla tíð. Eftir að ég kom heim fór ég að Austurbæjarskóianum og er þar sextug enn í fullu starfi. Mér finnst meira gam- an að kenna bömum eftir því sem ég verð eldri, einkum litlu börnunum. Stundum hef ég fylgt bekk frá 7 ára og uppúr. Seinna lærði ég dálítið í bókasafnsfræði við háskól- ann og hef unnið að hluta í bókasafni skólans. Það er svo gaman að kenna og vera með litlum bömum, skrifa og þýða og lesa og teikna, með þeim og fyrir þau. Ég hef sérhæft mig dálítið í þvi.“ Vilborg sendi frá sér fyrstu barnabókina, Alli Nalli og tunglið, árið 1959. Bamabækur hennar fmms- amdar em orðnar átta og hún hefur þýtt um 30 barnabæk- ur. Hún segir að margir geri sér ekki grein fyrir hve ung böm em þegar þau fara að hafa þörf fyrir bækur.,, Eftir sex mánaða aldur njóta börn einfalds texta og mynda. Þau era himinlifandi þegar setið er undir þeim og skoðaðar bækur með þeim. Þau hafa gaman af að fullorðna fólkið teikni fyrir þau og útskýri hvað er á teikningunni og þau em ósköp ung þegar þau vilja spreyta sig sjálf. Það er þýð- ingarmikill þáttur í uppeldi bams að lesa fyrir það. Þegar slík börn koma í skóla skilar þessi ræktun sér f því hvað þau eru áfjáð í að vera á bókasöfnunum. Söfnin í skól- unum gegna menningarhlut- verki.“ Hún hallar sér fram, verður ákafari. „Það á ekki að bjóða börnum annað en góðar bækur. Mér finnst hafa verið vandað til barnabó- kaútgáfu seinni ár og var ekki vanþörf á. Áður vora bækur stundum bara valdar af handahófi og kastað hönd- um til þýðinga.Árið 1972 var efnt til norrænnar bamabók- aráðstefnu og hún var mikil- væg. Næstu ár á eftir var mikið unnið á þessum akri. Sigurborg Hilmarsdóttir skrifaði um þetta leyti próf- ritgerð sína við Háskólann um bamabækur Stefáns Jónssonar og það var í fyrsta skipti sem eitthvað um barna- bókmenntir komst inn í há- skólann. Bamaárið 1979 var Bandalag íslenska lista- manna með þing helgað bamamenningu og það var álitið eitt besta listamanna- þing sem við höfum haldið. Ekki má gleyma að nú er kennsla um bamabækur á hinum ýmsu skólastigum. Þetta er allt til bóta.“ Samt staðhæfa barna- bókahöfundar að þeir beri skarðan hlut frá borði. Af hveiju. „Jú, það er óánægja í ýms- um barnabókahöfundum inn- an Rithöfundasambandsins. Þeim fínnst að sumt hafi ver- ið látið dánka. Barnabækur em svolítið sérstök grein inn- an bókmenntanna. Það er ijallað um þær öðruvísi en fullorðinsbækur. Ég held að allir viðurkenni það. Höfund- arlaun eru lægri því barnabækur em ódýrari og samið upp á prósentur. Þeim finnst þeir sitji frekar á hak- anum í sambandi við úthlut- anir úr launasjóðum. Sumir benda á að það sé óhugsandi að höfundur sem hafi ein- vörðungu skrifað fyrir böm komi til greina við úthlutun Bókmenntaverðlauna Nóbels og Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Þeir hafa nokkuð til síns máls. En ég veit ekki hvort á að vera að rexa í heiðri eða verðlaunum. Það skiptir máli hvort er áhugi á að gefa út góðar bækur og höfundar hafi góð vinnuskilyrði. Mér finnst þau vera fyrir hefldi. Það getur ekki verið keppikefli að sækj- ast eftir verðlaunum og ytri viðurkenningum. Menn verða ekkert betri höfundar á því. Vissulega em fáir sem geta lifað á að skrifa fyrir böm. En það gildir um flesta ís- lenska höfunda." Hún hefur talað sér til hita. Hallar sér aftur í stólnum. Segir: „Heyrðu annars. Heldurðu ég hljómi ekki eins og íhaldskerling." Jú, það er vísast. Hvað ertu? Hún hugsar sig um. „Ég er ekki íhaldskerling. Hins- vegar em dálítið vondir tímar fyrir aðra.“ Vinstra fólk? „Ég hef nú ekki verið í flokki lengi. En það er þvílíkt umrót í veröldinni. Eins og allt sé að steypast um mönd- ul sinn og menn geta ekki áttað sig á hvað er upp og hvað niður.“ í hvaða flokki varstu? „Ég gekk í Sósíalistaflokk- inn 1951. Ég var félagi núm- er 917. Ég var í flokknum uns hann var lagður niður þegar Alþýðubandalagið var gert að flokki. Nei, ég gekk ekki í það. Ég sneri mér ann- að. Ég vann með Rauðsokk- unum og fylgdist með því sem var að gerast í Fylkingunni og víðar. Ég hef reynt að fylgjast með. Les mér til um heimsmálin. Hlusta mikið á útvarp og les erlend blöð. 0, jú, jú, ég hef verið kölluð kommakerling. Talað um okkur, þetta kominapakk. Ég lét mér það í léttu rúmi liggja." Misstirðu fótfestinu þegar Sósíalistaflokkurinn var lagð- ur niður? „Mér fannst ég missa fót- festuna nokkuð 1968 þegar SANKU-DO-KAI KARATE Námskeiðin eru að hefjast í Árseli, Árbæ, og í félagsmiðstöð- inni Fellahelli, efra Breiðholti, mónud. 16. sept. Skipt er í flokka eftir aldri frá 6-60 ára fyrir bæði kynin. Ath.: Karate er sjálfsvarnaríþrótt. Eykur sjálfstraust. Góð líkamsrækt og keppnisíþrótt. Kennt verður í Árseli mánud. og miðvikud. kl. 19.00-22.00, laugard. 13.00-16.00. í Fellahelli mánud. og miðvikud. kl. 18.00- 21.00, föstud.kl. 20.00-23.00. Þjálfarar eru: Sensei Arzola 3 dan og V. Carrasco 2 dan. Innritun á staðnum. Uppl. í síma 673593 eftír kl. 19.00 daglega. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar! k « j Heildsala og smásata: W VATNSVIRKINN HF. ~ ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966 Landsbyggð hf„ Ármúla 5. Viðskiptaleg fyrirgreiðsla og róðgjöf fyrir fólk og fyrirtæki ó landsbyggð- inni og í Reykjavík. Sími 91-677585. Fax: 91-677586. Pósthólf: 8285, 128 Reykjavík. NAMSKEH) IKORFUGERD hefjast næstu daga. Morgun- og kvöldtímar fyrir byrjendur og framhaldsshópa. Innritun og nónari uppl. hjó Margréti Guðnadóttur, sími 25703. v_________________________________/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.