Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 25
ÍBÍÓ Sex teiknimyndir vorti* sýndar í kvikmyndahúsum borgarinnar um síðustu helgi. Sú besta er tvímæla- laust Litla hafmeyjan í Bíó- höllinni sem gerð er eftir æfmtýri H.C. Andersens. Hún er unnin í sterkri hefð gömlu Disneymyndanna og svíkur engan um indælis skemmtun á hvaða aldri sem hann er reyndar. Per- sónusköpun, tónlist og teiknun leikur í höndum Disneymeistaranna. Hundar fara til himna og Leitin að týnda lampan- um eru síðri en engu að síður ágætís skemmtun yngri áhorfendunum. í Regnboganum eru þekktar teiknisöguhetjur á boðstól- um, Ástríkur gallvaski og Lukku Láki og þar er einn- ig boðið upp á teiknimynda- safn. Þess má geta að Regnboginn vinnur nú við að setja íslenskt tal á danska teiknimynd, Fugl- astríðið í Lumbruskógi, sem sýnd verður í bíóinu um næstu mánaðamót. Annars virðist þrjúsýn- ingum hafa farið fækkandi að undanförnu og buðu aðeins þrjú kvikmyndahús uppá þijúbíó um síðustu helgi, Bíóborgin, Bíóhöllin og Regnboginn. 35.000 á Hróa Alls hafa nú tæplega 35.000 manns séð æfin- týramyndina Hrói höttur: Prins þjófanna í Regn- boganum að sögn Andra Þórs Guðmundssonar rekstrarsljóra bíósins. ÞÞá höfðu 49.350 manns séð Dansar við úlfa um síðustu helgi og er því von á fimmtíu þúsundasta gest- inum hvað úr hverju og sagði Andri Þór að sá fengi óvænt- an glaðning. Af öðrum myndum er það að frétta að aðsókn á Cyrano De Bergerac með Gérard Depardieu er komin í 8.000 manns og gangstermyndin Glæpakonungurinn með Christopher Walken er kom- Sean Connery í gestahlut- verki sínu í Hróa hetti. in í 4.500 manns í aðsókn. Kvikmyndahátíð Lista- hátíðar verður haldin í Regn- boganum eftir mánuð en næstu myndir bíósins eru gamanmyndin „High Spi- rits“, hrollvekjan „Gravey- ard Shift“ eftir sögu Step- hens Kings og hasarmyndin „Toy Soldiers". Skuldbindingar Parkers Nýjasta mynd breska leikstjórans Alans Parkers heit- ir „The Commitments" eða Skuldbindingar og segir frá fátæku ungu fólki í N-Dyflin sem setur saman hljóm- sveit er leikur bandaríska soul-tónlist. Þetta er tíunda mynd leik- stjórans sem frægur er fyrir myndir eins og Miðnæt- urhraðlestina, Vegginn og „Mississippi Burning" svo einhvetjar séu nefndar. Hann kallar „The Commitments“ einfalda litla mynd „og það má vera að mörgum eigi eft- ir að líka hún vel. Þess vegna hef ég mikið dálæti á henni ... Og hún hefur þjóðfélags- legt vægi. Ég meina, ég hef aður, utan lega. Þen ekki gert Tortímandann 2.“ Myndin byggir á sögu írska kennarans Roddys Do- yles frá 1988. AHs voru 1.500 ungir íbúar Dyflinar reynd- ir í hlutverkið og hafa aðal- leikaranir 12 sem mynda hljómsveitina aldrei tveir smávægi- em ekki kvik- myndastjörnur. Kvikmynda- stjörnur eru til vandræða," segir Parker. Gielgud í óskahlutverkinu Sextán mínútur af nýjustu mynd breska leikstjórans Peter Greenaways voru sýndar á síðustu kvikmynda- hátíð í Cannes og vöktu þær mikla athygli. Vincent Canby hjá „The New York Times“ sagði þær „stórkost- legar“ og annar gagnrýnandi var svo hrifinn að hann á að hafa lagt til að Greenaway hefði myndina ekki lengri ef afgangurinn skyldi valda vonbrigðum. Myndin heitir Bækur Prosperós og er með John Gielgud í aðalhlutverki en það er reyndar honum að þakka að myndin var gerð. Hann hafði lengi lang- að til að leika í bíóútgáfu af Fárviðrinu, síðasta leik- riti Shakespeares, og ræddi það við leikstjóra eins og Ingmar Bergman og Alain Resnais. En það var ekki fyrr en hann snæddi hádeg- isverð með Greenaway fyrir nokkru að skriður komst á málið og 6 vikum seinna var leikstjórinn tilbúinn með handrit. Það gerði ráð fyrir að Gielgud léki ekki aðeins Prosperó heldur önnur hlut- verk að auki. Greenaway, sem þekkt- astur er fyrir hina ágætu en jafnframt lítt geðslegu Aríel á þremur skeiðum lífs síus í mynd Peters Gre- enaways, Bækur Prosperós. mynd Kokkurinn, þjófurinn, draga af því ályktanir sem kona hans og elskhugi henn- ar, skrifar í kynningu með myndinni: „Prosperó er síð- asta stóra hlutverkið sem Shakespeare skrifaði í síð- asta leikritinu sem hann gerði og þess vegna má n.k. kveðju hans til leikhúss- ins og túlkun hlutverka og blekkingarleiks með orð- um.“ Þess vegna á hlutverk- ið svo vel við Gielgud, segir Greenaway, en hann hefur í 7 tugi ára starfað í leikhúsi. MQRGUNBLAÐID MENNINGARSTRAUMAR rVa-UcCE1 sLi-n.uui.K I9ði KVIKMYNDIR Hvab mebþýska kvikmyndagerb? Arfiakar nýbylgjunnar Þýskar bíómyndir hafa ekki margar komið hingað í bíóin og reyndar hefur lítið frést af þýskri kvik- myndagerð síðasta áratuginn. Helst að nafn Wim Wenders hafi verið áberandi. Nú gefst kvikmyn- daunnendum hins vegar tækifæri til að kynnast því nýjasta sem er að gerast í Þýskalandi á kvikmynda- sviðinu á níu daga þýskri kvikmyndahátíð er hefst í Regnboganum um næstu helgi. Hátíðin verður haldin í Regnboganum dag- ana 14.-22. sept. og verða sýndar á henni alls 26 myndir þar af átta í fullri mmmmmm—mm lengd, sé miðað við um 80 mínútur og meira, en af- gangurinn efbr stutt- Arnald myndir frá Indriðason fimm mín. upp í um 60 mín. Þeir sem halda hátíðina eru Kvik- myndaklúbbur íslands, Goethe Instiput, German- ia, þýskur kvikmyndasjóð- ur - Kuratorium junga de- utscher Film - og Rúnfilm Production, sem kvik- myndagerðarmaðurinn Margrét Rún stendur að. Þegar talað er um þýska kvikmyndagerð ber hæst ófremdarástand það sem þýska nýbylgjan er komin í en hún verður víðsfjarri á hátíðinni. Þar verða kynnt- ir nýir straumar, ný kyn- slóð þýskra kvikmynda- gerðarmanna. „Þýska ný- bylgjan er afskaplega slöpp og lasin og eiginlega dauð,“ sagði Margrét Rún í spjalli en hún hefur stund- að nám í kvikmyndagerð í Þýskalandi undanfarin ár. „1 hennar stað viljum við kynna það nýjasta sem er að gerast í þýskri kvik- myndagerð, nýju kynslóð- ina, fyrirbæri er kallast „Der junge deutsche Film“. Það besta og athyglisverð- asta úr henni ætlum við að sýna á hátíðinni. Þetta eru mjög fjölbreyt- ilegar myndir,“ hélt Margr- ét Rúnáfram.„Allt frá góð- um, vönduðum gaman- myndum, upp 1 fallegar, ljóðrænar myndir og yfir í mjög ögrandi rnyndir." Nefndi hún sérstaklega í því sambandi leikstjórann Christoph Schlingensief sem hún segir ýmist út- hrópaðan sem vandræða- gemling í þýskri kvik- myndagerð eða 'kallaður snillingur. Hann ásamt tveimur öðrum, Christan Wagner og Andreas Voigt, verða gestir á hátíðinni. Að sögn Margrétar Rún verða þeir viðstaddir allar sýningar mynda sinna og svara spumingum. Myndir Wagners heita Síðasta göngufor Wallers og er frá 1988 en hún segir frá gömlum manni sem rifjar upp atburði úr lífi sínu og Úr óskarsverðlaunateiknimyndinni, Jafnvægi. Úr mynd Christoph Schlingensief, Þýsku keðjusagarfjöldamorðin. stuttmyndin Fastákveðinn í að verða fijáls er segir frá Franz sem flýr úr fang- elsi. Myndir Voigt era heimildarmyndir um lífið í Leipzig fyrir sameiningu Þýskalands og heita Síð- asta árið um borð í Titanic og Leipzig að hausti. Myndir vandræðabarnsins Schlingensiefe eru 60 og 63 mínútna langar, Adolf Hitler í 100 ár og Þýská keðjusagarfjöldamorðið - fyrstu stundir sameinaðs Þýskalands. Af öðrum forvitnilegum myndum má nefna Jafn- vægið, óskarsverðlauna- teiknimynd eftir tvíbura- breeðuma Wolfang og Christop Lauenstein og myndir minimalistans Micháei Kliers, Á mörkum austurs og vesturs og Það er allstaðar betra að vera, en þar sem við erum. Winona Ryder; vampýru- veiðar. MÞAÐ verðurekki Ant- hony Hopkins sem leikur Drakúla í nýjustu mynd Francis Coppola, eins og áður hefur komið fram, heldur koma a.m.k. fimm leikarar til greina í hiut- verkið: Gary Oldman, Gabriel Byrne, Viggo Mortensen, Antonio Banderas úr Bittu mig, elskaðu mig og Jason Patric. Oldman þykir lík- legastur í hlutverk blóð- þyrsta greifans en Winona Ryder leikur aðalkven- hlutverkið. Það var hún sem fyrst vakti athygli Coppola á handritinu. Hopkins mun leika vamp- ýruveiðarann Van Helsing í myndinni. ■ BANDARÍSKI leikar- inn John Cusack mun leika flugmann af eskimóa- ættum í seinni heimsstyij- öldinni í nýrri mynd ástr- alska leikstjórans Vincent Wards („The Navigat- or“), sem heitir „Map of the Human Heart“. Með önnur hlutverk í myndinni fara Patrick Bergin og Anne Parillaud, sem lék Nikítu í samnefndri mynd í Háskólabíói. Ward bjó með eskimóum og kynnti sér nokkuð menningu þeirra áður en hann fór af stað með myndina. ■ SÁ ágæti leikstjóri Rob Reiner, sem síðast gerði hryllingsmyndina Eymd, gerir næst réttardrama með einkar kræsilegu stór- stjörnuliði. Myndin heitir „A Few Good Men“ og það eru ekki minni kallar en Tom Cruise og Jack Nicholson sem fara með aðalhlutverkin en að auki munu Demi Moore, Kie- fer Sutherland og Kevin Bacon jafnvel leika í myndinni. ■ FREDDI er dauður. Lokamartröðin er heiti á sjöttu og að því að sagt er síðustu hryllingsmyndinni um Freddie fmgralanga, martröðina á Álmstræti. Leikstjórinn heitir Rachel Talalay. ■ BANDARÍSKUleik- konurnar Kathy Bates, Jessica Tandy og Mary Stuart Masterson leika saman í nýrri kreppumynd sem heitirþví undarlega nafni „Fried Green Tom- atoes at the Wistle Stop Cafe“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.