Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 26
 2^s cd DJASS / SKortir djassgagnrýnendur vtdsýni? Ársuppgjör djassgagn rýnenda í ÁGÚST- og septemberheftum bandaríska djasstímaritsins Down Beat má lesa niðurstöður 39. alþjóðlegu djassgagnrýnendakosningar blaðsins. Þar skipa gagnrýnendur djassleikurum heimsins til sætis, vega og meta. í desember ár hvert, fá lesendur svo að velja. Yfir- iéitt eru sömu mennirnir í sömu sætunum ár eftir ár og orgelleikar- inn Jimmy Smith hefur verið orgelleikari ársins frá því að kosning- ar hófust. Hér skal talið upp hverjir hlutu fyrsta sæti gagnrýnenda í ár og lesendakosningar síðasta árs innan sviga ef skoðanamunur hefur orðið milli vitringanna og almennings. Tompet: Wynton Marshalis; bás- úna: Ray Anderson (Steve Turre); flauta: James Newton, klari- nett: John Carter (Eddie Daniels); sópransaxafónn: Steve Lacy; altó- saxafónn: Frarik Morgan (Phil Wo- ods); tenórsaxa- fónn: Sonny Roil- ins; barýtónsaxa- fónn: Hamiet Blui- ett (Gerry Mullig- eflir Vemharð an); píanó: Cecil Linnet Taylor (Tommy Flanagan); orgel: Jimmy Smith; hljóðgervill: Sun Ra (Joe Zavinui); gítar: Jim Hall; rafgítar: John Scofi- eld (Pat Metheney)- bassi: Charlie Haden; rafbassi: Steve Swallow; trommur: Max Roach (Jack DeJo- hnette); ásláttur: Nana Vasconcelos (Airto Moreira); víbrafónn: Milt Jack- son; fiðla: Stephane Grappelli; önnur hljóðfæri: Toots Thilemans, munn- harpa; söngvari: Joe Williams; söng- kona: Betty Carter; söngveit: Take 6; stórsveit: Count Basie; smásveit: Phil Wood (Red Rodney); rafsveit: John Scofield (Chick Corea); útsetj- ari: Carla Bley (Benny Carter); tón- skáld: Hemy Threadgill (Benny Carter). Það má segja að gagnrýnendur séu heldur framsæknari er hinn ai- menni hlustandi, en ekki munar þó miklu. Gæludýr stórfyrirtækjanna tróna oftast efst. Djassieikari ársins er sem löngum Wynton Marshalis og undrar það mann þegar meistarar á borð við Muhal Richard Abrams hafa verið atkvæðamiklir á tímabil- inu. Það var þó gleðilegt að þriðja skífa Frelsisveitar Charlie Hadens, Dream keeper, skyldi vera útnefnd skífa ársins, Extensions Dave Holl- ands var önnur og þriðja hin magn- aða svíta Muhal Richard Abrams, The heritage suite. í íjórða sæti voru Portraits-skífur píanistans og tón- skáldsins Randy Westons. Þær hafa fengist hérlendis og eru hver ann- arri betri. Ein með tónverkum hans sjálfs, önnur með tónverkum Thelon- iusar Monks og hin þriðja með verk- um Duke Ellingtons. Evrópubáur njóta lítillar hylli NAMSKEIÐ Á HAUSTÖNN 1991 TUNGUMÁL ENSKA - DANSKA NORSKA - SÆNSKA FRANSKA - ÍTALSKA SPÆNSKA - ÞÝSKA 10 vikna námskeið 20 kennslustundir ÍSLENSKA Stafsetning I Stafs. og málfræði II 10 vikna námskeið 20 kennslustundir ÍSLENSKA fyrir útlendinga 10 vikna námskeið 20 kennslustundir BÓKBAND 10 vikna námskeið 40 kennslustundir BRIDS 8 vikna námskeið 32 kennslustundir GLUGGA- ÚTSTILLINGAR 4 vikna námskeið 24 kennslustundir LEIRMÓTUN 6 vikna námskeið 25 kennslustundir LETURGERÐ OG SKRAUTRITUN 7 vikna námskeið 21 kennslustund UÓSMYNDUN I 3 vikna námskeið 9 kennslustundir UÓSMYNDUN II 8 vikna námskeið 24 kennslustundir VIDEOTAKA Á EIGIN VÉLAR Grunnnámskeið 1 viku námskeið 14 kennslustundir MYNDLIST 10 vikna námskeið 38 kennslustundir BARNAFATA- SAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir TRÉSMÍÐI 8 vikna námskeið 32 kennslustundir FATASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir BÚTASAUMUR I 5 vikna námskeið 20 kennslustundir BÚTASAUMUR II 8 vikna námskeið 16 kennslustundir INNANHÚSS- SKIPULAGNING 8 vikna námskeið 24 kennslustundir SKAPANDI LISTÞJÁLFUN fyrir fullorðna 6 vikna námskeið 18 kennslustundir SKAPANDI LISTÞJÁLFUN fyrir börn 6 vikna námskeið 9 kennslustundir GÓMSÆTIR BAUNA, PASTA OG GRÆNMETISRÉTTIR 4 vikna námskeið 16 kennslustundir ALMENN SKRIFSTOFUSTÖRF 8 vikna námskeið 25 kennslustundir BÓKFÆRSLA 10 vikna námskeið 25 kennslustundir VÉLRITUN 10 vikna námskeið 20 kennslustundir TÖLVUNÁMSKEIÐ PC-grunnnámskeið 3 vikna námskeið 20 kennslustundir RITVINNSLA - WORD PERFECT 2 vikna námskeið 16 kennslustundir Kennsla hefst 23. september Innritun og nánari upplýsingar um námskeiðin 9.-19. september kl. 17-21 í símum 641507 og 44391 og á skrifstofu skólans í Snælandsskóla Djasstrúboðinn Bill Cosby. gagngrýnenda, nema að sjálfsögðu Grappeiii og Thilemans, sem hafa trónað í efstu sætum um áraraðir. Þó eru evrópskar framúrstefnu- hljómsveitir í efstu stórsveitarsætum sem meiri athygli eiga skilið: Peter Apfelbaum, William Brauker og Ge- orge Gruntz. Því miður hefur Frum- skógarsveit Pirre Dorges horfið af þeim lista og Niels Henning og Jan Garbarek eru hvergi finnanlegir. Einu Norðurlandabúamir sem kom- ast á blað eru fiðiarinn Svend Ass- musen og ásláttarsnillingurinn Mar- lyn Mazur. Þetta segir dálítið um kosningarnar. Þegar menn á borð við Niels Henning hætta að leika með Oscar Peterson og fara að vinna að sínu í Evrópu detta þeir af listun- um. Kosningar sem þessar eru að sjálf- sögðu enginn stóridómur í djassin- um, en menn hafa gaman af að rýna í úrslit og ungir menn sem komast á blað eiga auðveldara með að fá vinnu. Bætt er í heiðursfylkingu djassins í liverjum kosningum og að þessu sinni var það klarinettuleikarinn John Carter sem fékk inngöngu. Hann lést í mars á þessu ári, 61 árs gamall. Lengst af ævinnar stundaði' hann kennslu, en síðasta áratug fékkst hann eingöngu við tónsköpun. Framsækinn snillingur sem gaf djassklarinettuleiknum nýtt líf. Að lokum skal getið djasstrúboða ársins. Þess manns er gagnrýnendur telja að unnið hafi djassinum ómet- anlegt gagn gegnum tíðina. Sá er fyrirmyndarfaðirinn Bill Cosby. Hann hefur lengi verið viðloðandi djassinn. Lék á trommur í gamla daga. Söng m.a. með Charles Mingus og hefur nýlega gefíð út disk með altistanum Bobby Watson, sem hing- að kom með Art Blakey. Hann má fá hérlendis. Djassmenn hafa gjarn- an komið fram í þáttum hans og hvar sem hann kemur er djassinn honum ofarlega í huga. Af slíkum mönnum þyrftum við fleiri. SIÐFHÆÐI/Breytir von vetri í vorf Von, vilji og vængir „En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kær- leikurinn mestur,“ sagði Páll postuli í 1. Kor. 13.13. Hvað er von? Að missa vonina er að deyja. Hver myndi berjast fyrir bættu sið- ferði ef vonin um bata væri ekki fyrir hendi? Það myndi enginn berjast fyrir friði og réttlæti, ef vonarstjarnan slokknaði. Hver myndi leggja lífið í sölurnar fyrir föðurlandið ef hann eygði ekki von um betri tíð? Vonin hefur undramátt. Hún er frumkraftur, driffjöður, en lætur samt lítið á sér bera. Hún er ósýnileg og máttur hennar er flestum hulinn. En líf án vonar er dapurlegt líf. Hver myndi trúa á Guð ef hann ætti ekki von, og hver myndi elska ef vonin hefði ekki tekið sér bólfestu í hjartanu? Augu eflir Gunnar ástarinnar eru He,svein vonaraugu. Það er vonin sem kveikir ástina og glæðir hana lífi. „Von, er sést, er ekki von, því að hver vonar það, sem hann sér? En ef vér vonum það, sem vér sjáum ekki, þá bíðum vér þess með þolinmæði:“ (8. Róm, 24-25). Við beijumst vegna þess að við vonum að það verði ekki enn orð- ið. Og við gefumst ekki upp fyrr en við höfum leitað af okkur von- ina. Öli von er byggð á kletti eða sandi. Von getur verið byggð á öðrum mönnum. Sú von er tvísýn. Það þarf nefnilega að treysta á annað fólk, og fólk getur brugðist til beggja vona. Það er jafnvel skynsamlegt að gera ráð fyrir von- brigðum þegar vonin er reist á öðrum. Það eru ekki allir trausts- ins verðir, það eru ekki allir tillitss- amir og það eru ekki allir sem standa við orð sín eða loforð. Það borgar sig ekki að gera ráð fyrir því að allir séu siðprúðir. Það leið- ir til eilífra vonbrigða. Von manna ætti því aldrei að vera reist á öðr- um nema að litlu leyti og aðeins í fáum málum. Von millí manna er milli vonar og ótta. Von byggð á okkur sjálfum er betri kostur. Þá erum við ábyrg og ekki við aðra að sakast. Vonin á sér þá stoð í hæfileikum, dugn- aði, staðfestu, vilja og áhuga. Vonbrigði eru vissuiega ekki úti- lokuð, því oft teljum við okkur sjálfum trú um að við séum betri og iðjusamari en við erum í raun og veru. Þekking okkar er ekki eins traust og við teljum og ráð- kænskan brigðul. En það er þó betra að mæna vonaraugum í spegilinn en til annarra. Eina gallalausa vonin, sem er traust og örugg, og verður aldrei vonbrigðakennd, er vonin á Guð. Það er ekki hægt að treysta á vammleysi annarra manna eða eigin lastaleysi, því menn bregðast bæði sjálfum sér og öðrum. Mönn- um er ekki treystandi nema að hálfu leyti. Eða hveijum er hægt að treysta fulikomlega í fallvöltum og hverfulum heimi? Hver er hygg- inn ráðgjafi? Og hvar er hinn ör- uggi staður, þegar hvert andaitak er viðsjárvert í skuggadölum dauð- ans. Vonin er byggð á grun um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.