Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 27
MrnNúFsmmmimmmm m°h- SÁLARFRÆÐIÆfc^r ^r munurinn á jjarhópi ogfrumhópi? Samskiptifólks Allir hafa samskipti við fólk í margvíslegum samböndum. En í stórum dráttum má skipta þessum samskiptum í tvo aðalflokka. Annars vegar eru samskipti við skyldmenni, vandamenn og nána vini, þ.e. foreldra, systkini, tengdafóik, afa og ömmur, frændur, frænkur og nána vini. Þessi hópur fólks sem umlykur hvern einstakling og verður snar þáttur í einkalifi hans er nefndur frumhópur. Hann ber jafnan sérstakan svip. Viðfangsefni hópsins eða hópanna eru yfirleitt á sviði einkamál, varða t.a.m. gagnkvæma aðstoð í ýmsum efnum, fólk kemur saman eftir nokkuð hefðbundnum reglum, við giftingar, fermingar, skírn, dauðs- föll, afmæli og á hátíðisdögum svo sem um jól og nýár. Fólk hefur samband og fær fréttir hvert af öðru. Þá einkennast sambönd í þessum hópum á marga lund af sterkara tilfinningasambandi. En flestir hafa einnig annars kon- ar tengsl við samferðafólk sitt. Þar er um margt að ræða, svo sem vinnufélaga, vinuveitendur, ná- granna, samstarfsfólk í félögum og samtökum, af- greiðslufólk í versl- unum og öðrum þjónustustöðvum og sitthvað fleira sem of langt yrði upp að telja. í flest- eftir Sigurjón um tilvikum eru Björnsson samskipti við þetta fólk ópersónulegri, bundin tilteknum vifangsefnum og ná ekki út fyrir þau, enda þótt stundum geti þetta breyst. Náin vinátta myndast svo að viðkomandi færist inn í frumhópinn. Samskipti af þessu tagi varða hina þegnlegu eða opinberu hlið á tilveru einstaklingsins. Og hún er vissulega jafnnauðsynleg og sú fyrmefnda. Þessi síðarnefndi hópur er nefndur fjarhópur. Sé litið yfir æviferil mannsins í hvernig hlutirnir gætu, eða ættu að vera. Vonin stílar alltaf á fram- tíðina, því enginn ber nokkra von í brjósti um að fortíðin hverfí til betri vegar. Vonin snýst eilíflega um hið nýja. Sterk von dregur jafnan kraft sinn frá einhveiju sem nálgast. Hún er það sem gefur vilja mannsins vængi. „Von er vakandi manns draumur," segir málshátturinn, og lýsir henni vel. En draumarnir eru ekki aðeins draumar, heldur einnig næsti ver- uleiki. Von er vænting. Hún er tilgáta hugans um betri tíð. Hvaðeina fölnar við hlið hennar, eða hver myndi vilja selja vonina? Hinn von- glaði getur lyft grettistaki, en hinn vonlausi vinnur engin afrek. Við megum aldrei missa vonina hvað sem á dynur. Vonstola fólk er sigr- að fólk, en á meðan vonin lifir, og ef til vill aðeins sem vonar- neisti, þá erum við ósigruð. Von í bijósti, jafnvel leynd von, er sterkasta vopnið gegn kúgunar- valdi. Barátta á nefnilega allar n'nar rætur að rekja til vonarinnar. Von er ósk, þrá og bæn, hún er grunur. Von er bjartsýni og hughreysti, en sá sem missir hana kemst á vonarvöl. Von er bæn hjartans, þrá sálarinnar og ósk hugans sem getur ræst. Spurning- in er aðeins, hvert beinist vonin? Um hvað snýst okkar von? Hvert fer vonarkrafturinn? Hver er okk- ar von? Fær von okkar nýjan kraft og fljúgum við á vængjum hennar sem ernir? Ljær hún hlaupi okkar þindarleysi og göngu okkar þrótt? Speki: Þekkirðu innstu von þín, þekkir þú sjálfan þig. heild sinni er fróðlegt að virða fyrir sér hversu mikið rúm hvor hópur skipar og eftir æviskeiðum. Fyrstu æviárin er tilvera einstakl- ings alfarið innan frumhóps. Ein- staklingurinn mótast í upphafí þann- ig. Síðan taka að myndast fjarhópa- tengsl, t.a.m. við skólastjóra, kenn- ara, skólafélaga, nágranna og nokkra aðra. Þessi tegund tengsla fer vaxandi og þegar maður er orð- inn fullorðinn taka fjal’hópatengsl yfirleitt mikið rúm. Vellíðan manns er þá einatt mikið undir því komin hvernig honum vegnar í fjarhópum. Fjarhópatengsl minnka verulega, en frumhópatengsl taka yfirhöndina í staðinn. Áhugaefnin taka nú að snú- ast mikið um fjölskyldu og náin skyldmenni. 1 W//S4S Heim fyrir helgina með SAS frá Kaupmannahöfn Þaö er notalegt aö vita til þess að geta flogið með SAS frá Kaupmannahöfn heim til íslands á hverju föstudagskvöldi. Þú notar daginn til að Ijúka erindum þínum og ert kominn heim fyrir helgina. Við fljúgum svo einnig heim á þriðjudags- og sunnudagskvöldum. Um Kaupmannahöfn áttu fjölda möguleika á tengiflugi frá Skandinavíu og borgum á meginlandi Evrópu. Þjónusta SAS miðar að því að þú nýtir dýrmætan tíma þinn sem best, komist fljótt og örugglega á áfangastað og njótir fyrsta flokks þjónustu alla leið, jafnt í lofti sem á jörðu niðri. Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína. /m/sas Flugfélag athafnafólks Laugavegi 3 Sími 62 22 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.