Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 29
MORGIÍWÉÍiÁSÍÉ) MiNisiiNGlAMHdMM 'JlM þóttist vera grafalvarlegur. Ég man þegar við vorum einu sinni sem oftar tveir að vinna við bústaðinn, þá þurfti ég að skreppa í bæinn og ná í efni. Eg tafðist, og þegar ég kom til baka kom Valur á móti mér og sagði: „Ertu vitlaus, að skilja mig svona eftir einan hjá músun- um!“ Seinna keyptu Valur og Jónsa sumarbústað í Kjós með vinum sínum, þeim Guðmundi og Bryndísi. Við Valur störfuðum saman á Hótel Sögu til ársins 1984. Það er þá sem Valur og Jónsa kaupa veit- inga- og gististað í Víðigerði í Vestur-Húnavatnssýslu ásamt bróður sínum Dagbjarti og konu hans Jórunni. Gerðu þau staðin ein- staklega smekklegan, og ráku hann í nokkur ár þar til Valur veiktist. Hann fór í hjartauppskurð og end- urhæfíngu. Þegar allt virtist vera á batavegi varð hann fyrir öðru áfalli. Hann fékk þann sjúkdóm sem nú hefur lagt hann að velli. Þá kom enn eitt áfallið. Dagbjartur bróðir hans lést í sjóslysi á Húnaflóa á síðasta ári. Um Val er endalaust hægt að tala. Það gerðist svo margt skemmtilegt. En allt tekur enda. í dag, 8. september, hefði Valur orð- ið 60 ára. Nú lifir aðeins góð minn- ing_ um góðan félaga og vin. Ég vil að lokum færa eiginkonu Vals, móður, bömum, bamabörn- um, systkinum og öðrum vanda- mönnum samúðarkveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Daníel Stefánsson hringja og athuga hvernig allt gegni hjá konu og bömum, því hann sagð- ist nú einu sinni bera ábyrgð á þessu hjónabandi. Þannig var hann alltaf hlýr og traustur á sinn hóg- væra hátt. Við hjónin og börn okkar viljum þakka samvemstundirnar og vott- um Sigríði, sonum hennar og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga. Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. (P.J. Árdal.) Laufey og Ólafur Leiðrétting MISRITUN varð í minningargrein um Hjálmfríði Kristínu Sigurðar- dóttur í blaðinu á fimmtudag. Ætt og uppruni hennar er rakin í upp- hafi minningarorðanna. Þar stendur að móðir hennar, Kristín, hafi verið Arnórsdóttir Ebenezerssonar hús- móður á Horni. Hér átti að standa húsmanns á Horni. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. t Minningarathöfn um frænku okkar, HELGU SIGURÐARDÓTTUR fyrrverandi póstvarðstjóra, Múlavegi 20, Seyðisfirði, fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn kl. 15.00. 10. september Útförin fer frarh frá Seyðisfjarðarkirkju fimmtudaginn 12. septem- ber kl. 14.00. Frændfólk. t Þökkum samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR KRISTJÖNU ELÍASDÓTTUR, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík. Ruth Jóhannsdóttir, Lárus Ingólfsson, Sveinn Frimann Jóhannsson, Jóhanna Pétursdóttir, Kristján Pálmar Jóhannsson, Valgerður Sigurðardóttir, Guðrún Lárusdóttir, Kristín Lárusdóttir, Heiðar Sveinsson, Elsa Guðrún Sveinsdóttir, Jóhann Kristjánsson, Birna Kristjánsdóttir og barnabarnabörn. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát ástkærs eiginmanns mfns, föður, tengdaföður og afa, INGÓLFS JÓNSSONAR María Guðbjartsdóttir, Þráinn Ingólfsson, Guðríður Hermannsdóttir, Ólafur Jón Ingólfsson, Margrét Á. Hallsdóttir, Evert Ingólfsson, Elín Njálsdóttir, og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför PÉTURS TEITSSONAR fyrrverandi bónda á Bergsstöðum. Vilborg Arnadóttir, Ólöf H. Pétursdóttir. Daniel B. Pétursson, Vilborg Pétursdóttir, Páll V. Daníelsson, Guðni Daníelsson, IngibjörgDanfelsdóttir, Pétur B. Ólason Sigríður Eðvaldsdóttir, Guðni Steingrimsson, Guðrún Jónsdóttir, Svava Guðjónsdóttir, Pálmi Jónsson, og fjölskyldur. -----—-----model 79------------ Ný námskeið að hefjast Haldin verða námskeið í módelstörfum Leiðbeint verður í: # Göngu # Förðun # Hárgreiðslu # Sviðsframkomu Aldurshópar: 13-16, 16 og eldri. Leiðbeinendur verða toppfólk hvert í sinni grein, enda viljum við aðeins það besta fyrir nemendur okkar. Námskeiðin hefjast 10. sept. Uppl. og innritun hefst í dag hjá Módel 79 í síma 678855 milli kl. 14 og 18 og alla virka daga kl. 13-17. Ath.: Óskum eftir fólki á aukaskrá á aldrinum 30 ára og eldri. Vinsamlegast sendið mynd og uppl. til Módel 79, Engjateigi 5. J STEINAR WAAGE SKOVERSLUN Nýkomin sending Fætur okkar eru grunnur að vellíðan okkar, araf Fítness heilsuskórnir stuðla að því. Ekta korkblanda (einangrar). FJOLBREYTT URVAL TEGUNDA Stamur innsóli. Microcellu sóli, sem dregur úr þreytu, virkar dempandi. VerndiS fæturna andiÖ skóvalið LoftbólstraSur sóli fró hæl að tóbergi. Laut fyrir hæl sem veitir stuðning. Tógrip sem örvar blóðrósina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.