Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 10
n ltf c -iaai- LÆKNISFRÆDI/£rfámenni varhugavert? FRÆNDSEMIOG EINANGRUN ÓRALANGT ÚTI1ATLANTSHAFI sunnanverðu miðja vegu milli Eldlands og Góðrarvonarhöfða rís klettaey úr djúpinu og nefnist Tristan da Cunha. Eyjan heitir í höfuðið á port- úgölskum sæfara sem fann hana, sennilega fyrstur manna, árið 1506. Hún er ekki mikil um sig, lítið eitt stærri en Þingvalla- vatn, en megin- hluti þessa þurrlendis er eldijall sem slagar upp í Öræfajökul eftir Þórarin hvað hæð Guönason snertir. Við rætur fjallsins eru mjóar undirlendisræmur en á einni þeirra er mannabyggð eyjarinnar og kallast Edinborg. Tilraunir til búsetu upp úr 1600 entust ekki lengi en frá því á 19. öld hafa oftast átt þama heima nokkrir tugir og upp á síðkastið um og yfir 300 manns. Flestir íbúanna rekja ættir sínar til sex breskra dáta úr setuliðinu á Elínarey (St. Helena) sem fluttu með eigin- konum sínum á þetta útsker skömmu eftir aldamótin 1800. Samgönguleysið hefur löngum valdið því að farsóttir koma sjaldan en bitna á þeim mun fleirum í staðinn. Þegar misl- ingaveikum sjómanni var skotið á land 1958 veiktust bátver- jarnir sem sóttu hann um borð og að skömmum tíma iiðnum voru svo til allir komnir með mislinga. Og litlu síðar báru gestir frá Suður-Afríku gulu- sótt til eyjarinnar og þá var ekki að sökum að spytja - milli 70 og 80 manns veiktust af gulu á næstu íjórum mánuðum. Kvefpest gekk regluléga tvisvar á ári þegar vor- og haustskip komu frá Höfðaborg. A Tristan da Cunha róa menn til fiskjar og rækta kartöflur og grænmeti en þetta litla sam- félag hefur orðið fyrir skakka- föllum og blóðtökum eins og gengur og gerist í henni veröld. Rétt eftir miðja síðustu öld flutti helmingur íbúanna til Suður-Afríku og eftir mann- skætt slys þijátíu árum síðar þegar obbinn af vinnufærum körlum í plássinu hurfu í hafið fluttu margar ekkjur með börn sín burt af eynni. - Árið 1961 fór eldijallið að gjósa og íbúarn- ir voru allir fluttir til Bretlands og dvöldust þar í tvö ár en þá var gosið um garð gengið og flestir kusu að fara heim aftur. Meðan á Bretlandsvistinni stóð kom sitthvað í ljós í fari, fasi og jafnvel útliti eyjaskeggj- anna að sunnan sem heima- mönnum fannst stinga nokkuð í stúf við það sem þeir töldu eðlilegast og venjum sam- kvæmt. Einkum þóttu hin breskættuðu böm frá Tristan da Cunha ólík jafnöldrum sínum um margt. Þau vöru fáfróð og treg til náms, afskiptalítil og hlédræg í framkomu, laus við að vera spurul eða forvitin en virtust aldrei kvíða neinu og áreitni við náungann eða frekju gagnvart skólasystkinum varð aldrei vart. Meðal ungra sem aldinna eyjamanna reyndist heyrnardeyfa algeng, greindist hjá tæplega 20 af hundraði; og óvenjulegt sköpulag, einkum á eyrum og gómi, var hjá mörg- um þeirra að finna. Nú víkur sögunni í bili til Galapagos-eyja í Kyrrahafi en þær liggja á miðjarðarlínu í hásuðri frá Gvatemala og fyrir vestan Ekvador. Þangað kom Charles Darwin 1835 á langri heimsreisu sinni með herskipinu Beagle og gerði nokkurn stans sem varð til þess að breyta skoðun hans og annarra á upp- runa og 'þróun tegundanna. - Hundrað árum síðar setti bandaríski erfðafræðingurinn Sewall Wright fram kenningu sem gengur út á það að þegar smáhópar búa við algera ein- angrun skila sjaldgæfir erfðavísar - öðru nafni gen - sér ekki ævinlega til afkvæma og eru þar með úr sögunni hvað hópinn áhrærir. Þessi missir gena gæti svo með tíð og tíma orðið til þess að upp kæmu ný tegundaafbrigði án þess að náttúruval Darwins ætti þar endilega hlut að máli. Kenning þessi átti víst lengi vel ekki upp á pallborðið hjá starfsbræðrum höfundarins en fyrirbrigðið er nefnt „genetic drift“ og á máli hérlendra fræðinga genaflökt (þó kynni genaflótti eða gena- hvarf að vera öllu meira rétt- nefni). Haft hefur verið á orði að ef til vill- fái hugmyndir Wrights byr undir vængi þegar menn átta sig betur á því sem gerst hefur á Tristan da Cunha. Meðal annarra orða: Konan sem hringdi til Mbl. um daginn og óskaði eftir grein um ákveðinn sjúkdóm ætti að hafa tal af þeim sem skrifar þessa pistla. UMHVERFISMÁL: // w á ad setja nibur manngerb útivistarsvæbi? __ Hugmyndaflug ífyrirrúmi ER HÆGT að breyta ömurlegu iðnaðarhverfi við uppurna kola- námu og afdankaða járnbrautarstöð í fjölsótt útivistar- og menn- ingarsvæði fyrir alla aldurshópa? Já, það er hægt sé vilji og fjármagn fyrir hendi. Það hefur verið gertt.d. í borginni Hamm í Þýskalandi með svo góðum árangri að athygli vekur. Svæðið heitir Maximilian Park og þangað leitar fólk úr öllum áttum. Við skipulagningu svæðisins, sem er 22 ha að stærð, var tekið tillit til allra þátta Sem heima eiga á slikum stað og smekkvísi, sköpunargleði og ríku hugmyndaflugi beitt. arna er að finna gífurlegt úr- val trjáplantna og blóma. Frábærum listaverkum er komið fyrir við göngustíga, þarna eru fjölbreyttari leiktæki fyrir börn en annars staðar sjást, sem efla færni þeirra og þroska. Þarna er allstór tjörn með fjölskrúðugu fugl- alífi, grasagarður, veitingahús af mismunandi stærðum og gerð- um. Tilbúinn lækur líður þar um milli steina, aðstaða er fyrir tón- leikahald, ráðstefnur og leiksýn- ingar bæði úti og inni. En það sem hæst ber á svæðinu og er reyndar tákn hans og sérkenni er þó „fíll- inn“ sem gnæfir við sjóndeildar- hringinn. „Fíllinn" er hugmynda- smíð arkitektsins Hundertwassers sem margir muna sjálfsagt eftir síðan sýning var á verkum hans, eða líkönum af þeim, í Listasafn- inu fyrir allmörgum árum. Hann fékk það verkefni að breyta aðal- byggingunni sem eftir stóð þegar kolanámuvinnslunni var hætt, eft- ir sínu höfði. Aldrei kom til um- ræðu að rífa húsið eins og sums staðar hefði þó sjálfsagt verið gert. En Hundertwasser fékk fijálsar hendur og þá varð „fíllinn“ til. Þessu stóra og háreista húsi var breytt í samræmi við nýtt hlut- verk. Við annan gafl þess var byggt glerhýsi að lögun eins og fílsrani með eyru og tennur. í ran- anum var komið fyrir lyftu upp á efstu hæð. Þar er hitabeltisgróður undir glerþaki og margar furður að skoða sem ekki verða taldar hér. Á þeim helmingi hússins sem frá upphafi var þó nokkuð lægi'i ákvað Hundertwasser að gróður- sett skyldu tré. Þau eru nú orðin stór og fönguleg og teygja greinar sínar fram yfir þakbrúnina svo eftir Huldu Voltýsdóttur • • LOGFRÆÐI7/iv/í) er klám og hvers vegna á ab hefta útbreibslu þess? ________ Tjáningarfrelsi í 1. viðbótargrein bandarísku stjónarskrárinnar er fjallað um trú- frelsi, tjáningarfrelsi og frelsi til að koma saman í hvers kyns lögleg- um tilgangi. Margsinnis hefur reynt á túlkun þessa ákvæðis fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna og er nú svo komið að í sumum lagaskólum þar í landi er fjallað um túlkun dómstóla á ákvæðinu I sérstökum náms- greinum. Það er því Ijóst að ekki er.unnt að gera skil öllum hliðum þessa máls í stuttri blaðagrein. Tjáningarfrelsi er talið meðal mikilvægustu mannréttinda samkvæmt bandarískum rétti og al- mennt er litið svo á að mikið þurfi til að koma ef það á að takmarka. Sem dæmi um slík- ar takmarkanir má nefna bann við hvatningum til of- beldisfullra að- gerða og tilraunum til að spilla friði. Þá hefur verið talið rétt að hefta út- breiðslu kláms. Eitt erfiðasta viðfangsefnið sem Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur fengist við varðandi túlkun á 1. við- bótargreininni er spurningin um það hvemig löggjöf sem takmarkar fram- leiðslu, dreifingu og sölu kláms fellur að henni. Fyrst reyndi á þetta fyrir Hæstarétti árið 1957 í málinu Roth v. US. Þar komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að klám nyti einfaldlega ekki verndar 1. viðbótargreinarinnar vegna þess að það hefði engu mikil- vægu þjóðfélagslegu hlutverki að gegna eins og t.d. málfrelsið og þess vegna gæti löggjafinn sett reglur sem takmörkuðu útbreiðslu þess. Fræðimenn gagnrýndu þennan dóm mjög og bentu á að í reynd léti hann mikilvægustu spurningunum ósvar- að. í fyrsta lagi væri engin tilraun gerð til að skilgreina hugtakið “klám“ og í öðru lagi væri ekki vik- ið að rökum fyrir því af hveiju tak- marka ætti framleiðslu og útbreiðslu þess. Þau sjónarmið sem dómurinn hvílir á áttu í samræmi við þetta ekki eftir að verða langlíf. I dómi í málinu Miller v. California frá 1973 var gerð frekari tilraun til að skýra hvað rétturinn ætti við með orðinu “klám“. Þar segir að með því sé ein- göngu átt við efni sem felur í sér sýningu eða lýsingu á kynferðislegri hegðun. Að auki verður efnið að vera sett þannig fram að ljóst sé að markmiðið með því sé fyrs't og fremst að höfða til kynhvatar neytandans og vekja með honum losta án þess að séð verði að það þjóni öðrum bók- menntalegum, listrænum, pólitískum eða vísindalegum tilgangi. Rétt er að taka það fram að dómararnir voru ekki á .einu máli um skilgrein- ingu hugtaksins og í reynd hefur rétturinn ekki sett fram neina ein- falda skiigreiningu sem hægt er að styðjast við í öllum tilfellum. Frægt er sératkvæði Stewarts dómara í einu málinu, en þar sagði hann: „Ég ætla ekki í dag að gera frekari tilraun til að skilgreina nánar hvers konar efni það er sem feilur undir hugtakið kiám og ef til vill get ég það aldrei á viðunandi hátt. En ég þekki það þegar ég sé það og kvikmyndin sem um er fjallað í þessu máli fellur ekki þar undir.“ Segja má að þessi orð dómarans séu táknræn fyrir það hversu erfitt það hefur reynst að setja fram nothæfa skilgreiningu á hugtakinu. Það er ekki aðeins að mönnum hafi reynst erfitt að skilgreina kiám, heldur hefur þeim einnig reynst erf- itt að réttlæta takmarkanir á út- breiðslu þess. Af eldri dómsúrlausn- um má ráða að menn hafa talið rétt eftir Davíð Þór Björgvinsson að takmarka útbreiðslu kiáms í því skyni að vernda almennt siðgæði. Augljóst er að þessi mælikvarði er afar óljós og nánast ónothæfur þegar verið er að fjalla um jafn mikilvæg réttindi og tjáningarfrelsið er, enda hefur þessu verið hafnað. Á síðustu áratugum hafa takmarkanir á út- breiðslu kláms aðallega verið rök- studdar með því að rétt sé að vemda þá fullorðnu borgara, sem ekki kæra sig um klám, börn og ungmenni. Þá hefur því verið haldið fram að klám, eða a.m.k. sumar tegundir þess, ali á ofbeldishneigð og kyndi undir kyn- ferðislegt óeðli. Síðari röksemdin hefur ekki verið studd neinum áreið- anlegum rannsóknum á áhrifum kláms á fólk og eru sérfræðingar á því að henni beri að hafna, nema í einstaka undantekingartilfellum. Eftir situr röksemdin um að rétt sé að veita þeim borgurum sem eru andsnúnir klámi vernd gegn því, auk þess sem rétt sé að koma á móts við vilja foreldra sem vilja ekki að klámi sé haldið að börnum þeirra. Segja má að þetta séu þau rök sem tak- markanir á úrbreiðsfu kláms í Banda- ríkjunum styðjast við. Rétt er þó að benda á að röksemd- in dugir aðeins til að setja skorður við því með hvaða hætti klámi er dreift. Þannig er talið að ekki megi senda klámfengið efni eða auglýs- ingar á klámi til þeirra sem ekki hafa óskað eftir því eða með öðrum hætti að halda því að þeim sem hafa á því óbeit. í öðru lagi hefur þetta leitt til þess að settar hafa verið skorður við aðgangi barna og ung- menna að fjölmiðlum og öðrum ritum þar sem kíám birtist. Með því hafa hins vegar ekki verið settar sérstak- ar skorður við því að slíkt efni sé framleitt og þeir sem sækjast eftir því og hafa aldur til geti orðið sér út um það og haft gaman af.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.