Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 14
14' C ^ . MDÍtó'MfetKbÍÐ'; sú Texti og myndir: Anno Bjarnadóttir lÁ ÉG nú sjá - ég Iþarf þá að athuga með björgunar- vesti, en báturinn tekur fjóra,“ sagði dr. Haukur Kristinsson, efna- fræðingur hjá Ciba-Geigy í Basel, þegar ég sagði hon- um að ég ætlaði að láta verða af því að fljúga með honum frá Sviss til Islands á litlu vélinni „hans“ í júlí. Mér fannst það furðuleg viðbrögð en var fegin að hann hugsaði fyrir öllu. Mér brá hins vegar í brún þegar ég las litla frétt frá Ástralíu sama dag um farþega sem þurfti að lenda sex sæta vél eftir að 55 ára gamall flug- maður (maður á aldri við Hauk) veiktist og hafði rétt þrek tff að segja honum fyr- ir verkum áður en hann lést. Ég var samt staðföst í að taka „sjensinn". Og ég bjóst við hinu versta þegar Hauk- ur benti mér á að vera með peysu í handfarangrinum. „Það getur orðið kalt ef við þurfum að lenda á hafínu," sagði hann. Við lentum ekki í neinum slíkum ævintýrum. Haukur er varkár maður og ég vissi að hann myndi ekki fara af stað út í neina óvissu. Hann hafði flogið með fjögurra sæta vélum með einum hreyfli tvisvar áður frá Sviss til íslands - sonur hans, sem er atvinnuflugmaður, flaug í fyrra skiptið en hann flaug einn í seinna skiptið. Hann vildi reyna að komast til Reykjavíkur frá Basel á einum degi í þetta sinn en á fyrri ferðum gisti hann í Bretlandi. Við lögðum því af stað árla morg- uns. Ég var ekki taugaspenntari en svo að ég svaf yfir mig. Haukur átt- aði sig á því og vakti mig svo það kom ekki verulega að sök. Hann hafði fyllt vélina af eldsneyti daginn áður og komið björgunarbátnum, björgunarvestunum og súrefnis- geymi fyrir. Og tveimur litlum plast- flöskum með bláum lokum sem voru salemi vélarinnar! Mér stóð ekki al- veg á sama þegar hann sagði mér hvernig ég ætti að handleika bát- inn,„þú verður að binda hann við eitthvað svo að hann fjúki ekki í burtu áður en þú hendir honum út og togar í krókinn sem hleypir lofti með Hauki Haukur, björgunarvesti, björgunarbótur og súrefnisgeymir vió HB-PMW, Piper Arrow IV vélina, sem við flugum á frá Basel til Reykjavíkur. Fréttaritari Morgunblaösins f laug i f jögurra sæta Piper Arrow IV á elleff u tímum og tuttugu og sjö mínútum f rá Sviss til íslands meö vini sinum i sumar í hann“, og kenndi mér á súrefnið. En auðvitað þurfti ég að kunna þetta. Hann útskýrði einnig takka og mæla fyrir mér. Ég náði nú ekki alveg öllu sem hann sagði en mér skilst að loft- þrýstingur sé leyndardómurinn á bak við hæðarmæla. „Hotel-Bravo-Papa-Mike- Whisky, Papa-Mike-Whisky“ Flugleiðin lá fyrir og við náðum í veðurkortið í tuminn á Basel-Mulho- use flugvelli áður en við lögðum af stað. Haukur hafði talað við veður- stofumar í Zrich, Kirkwall og Reykjavík daginn áður og fæst ekki ofan af að „okkar veðurfræðingar (hinir íslensku) séu lang bestir“. Flugklúbbar hans, hann er í tveim- ur, hafa aðstöðu við Basel-Mulhouse flugvöllinn. Völlurinn er tiltölulega rólegur og við komumst á loft tafar- laust rétt fyrir sjö að staðartíma eða fyrir fimm að íslenskum tíma. Það var léttskýjað yfir Frakklandi og Lúxemborg en fór að þykkna upp yfir Belgíu. Annars höfðum við varla tíma til að horfa út. Mér var falið að reikna út flugtímaáætlunina og fylgjast með flugtímanum að vissum Tadar-punktum á siglingakortinu. Það gekk bærilega en ég verð að viðurkenna að samlagning mínútna og klukkustunda er ekki mín sterk- asta hlið. Ég átti líka að stilla tíðni inn á tæki sem sýna nákvæma stöðu og hraða vélarinnar. Það gekk upp og niður. Haukur sagði einhvern tíma á leiðinni að ég hlyti að verða orðin klár í því þegar við lentum í Reykja- vík. Hann gleymdi sem betur fer að ganga úr skugga um það. - Annars var ég orðin svo örugg að stilla tölur inn á radartæki (transponder) sem er í sambandi við radarskjá flugum- ferðarstjóra að ég gerði það jafn óðum og okkur voru gefnar nýjar tölur. Nema hvað það kom sér illa sunnan við Færeyjar. Þá var ég of fljót á mér og við hefðum horfið út af öllum skjám ef Haukur hefði ekki haft gömlu tíðnina krotaða niður á blað hjá sér. Við sátum þröngt en þægilega með heyrnartól á okkur alla leiðina. Stundum heyrðist kallað „Hotel- Bravo-Papa-Mike-Whisky“ og Hauk- ur var þá fljótur að taka við sér, einkennisstafir Piper Arrow IV vélar- innar „okkar“ eru HB-PMW. Annar flugklúbbur Hauks á vélina. Hann fékk hana að láni í þtjár vikur til að fljúga heim til íslands. Hann þarf að fljúga henni í 11 tíma á viku sam- kvæmt reglum klúbbsins og sagði að það yrði lítið mál. Við vorum tæpa 12 tíma á flugi, hann reiknaði með öðru eins til baka „og hinir tímarnir verða fljótir að koma þegar ég skrepp suður frá Húsavík“. Hauk- ur er ættaður þaðan og móðir hans býr þar. Eldsneyti og lendingargjöld eru innifalin í leigupni fyrir vélina en hún kostar sitt. „Ég gæti næstum flogið tíu sinnum til Islands með áætlunarflugi fyrir sama verð,“ sagði Haukur. Hann setur það ekki fyrir sig, hann hefur efni á að rækja áhugamál sitt. Hristingur, höfuðverkur og flökurleiki Við fengum að stytta okkur leið austan við Brussel, flugum yfir Norðursjó og stefndum beint á Newcastle. Það var ókyrrð í lofti við ströndina og skýjað. Mér var ekki sama þegar Haukur spurði hvort ég sæi flugvöllinn nokkurs staðar. Hann kom sem betur fer í ljós um svipað leyti og flugumferðar- stjórinn sagði okkur „að halda hraðanum" af því að 737-þota væri að koma. Við vorum ekki nógu fljót og þurftum að fara auka hring út yfir ströndina. Það var ágætt að lenda eftir tæpiega 5 tíma flug. Ég var komin með dúndr- andi höfuðverk og ekki sú hressasta. Tollarinn og eldsneytiskarlinn voru hinir vinalegustu, veð- urhorfur voru góðar og við héldum ferðinni áfram yfir Skotland til Orkneyja eftir að borga lendingar- gjöld. Mér varð flökurt af einbeitingunni við flugmínútnaútreikninginn í hrist- ingnum á leiðinni upp svo ég lygndi aftur augunum og sofnaði í klukku- stund. Við sáum Edinborg mjög vel og bjart var yfir Orkneyjum. Það kom mér á óvart hversu grænar og gróskumiklar þær eru. En þar sáust engir skógar frekar en á íslandi. Þær minntu helst á Suðurlandsundirlend- ið. Konan í turninum beindi okkur í hring yfir eyjunum og aftur spurði Haukur hvort ég sæi flugvöllinn. Óþægileg tilfinning þegar maður sér ekki hvert maður á að fljúga, en aðflugi er auðvitað lýst mjög ná- kvæmlega í leiðbeiningabókum sem flugmenn hafa, auk þess sem flug- umferðarstjórinn segir flugmanni skref fyrir skref hvert hann á að stefna. Önnur lítil vél var að taka á loft þegar við nálguðumst flugbraut- ina og konan í turninum bað okkur að hafa gætur á henni þegar við lent- um. Við gerðum það sannarlega og lendingin tókst slysalaust. Orkneyjar minntu mig helst á Suðurlandsundirlendið. Færeyjar sáust í gegnum skýin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.