Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 13
' MÖIíetíNfcöíÖtÍ) SlMWöÁ’ÖWR'ÍS. 'SteWSMBÖít' íílMb dálítið sem mér þykir mikið vænt um.“ Hún fer og nær í kort frá móður nemanda. „Þú kenndir bömunum að treysta guði.“ Hún sest aftur á móti mér. „Um tíma vildu margir kennarar að kristinfræði yrði tekin út úr skólunum, hér væri trúfrelsi og ekki hægt að skikka kennara til að kenna þessi fræði. Þó ég væri góður kommi — því það var ég og lagði mig fram um að vera það — hef ég samt aldrei getað neitað mér um þann munað að kenna biblíu- sögur. Ég var rnjög trúuð fram yfir tvítugt. Svo hafnaði ég guði. En ég hef alltaf les- ið í biblíunni. Mér finnst svo gaman að því og þar er kom- ið inn á margt. Þó ég væri þessi fíni kommi gat ég ekki afsalað mér þessu. Það hefur verið skopast að mér fyrir þetta. En ég gerði nú lítið með það. Annars voru margir kommar trúaðir. Það er mik- ill misskilningur að það sé samasemmerki milli komma og trúleysis." Af hverju datt þér í hug að þú hljómaðir eins og íhald- skerling? „Ég veit það ekki, kannski vegna þess að ég á ekki sam- ’leið með Kvennalistakonum og því öllu. Ýmsum finnst að ég ætti að taka meiri þátt í kvennabaráttunni. Kannski er ég bara gömul og iöt. Ég vil bara lifa í gleði ... ég er ánægð að horfa á öspina í garðinum og hugsa mitt, njóta þess að vera til. Ég hef enga þörf fyrir að taka þátt í einhverri pólitík. Mér fínnst svo margt ánægjulegt og fal- legt. Jafnvel það sem mér ætti kannski ekki að þykja fallegt. Mér þykir mjög vænt um Skólavörðustíginn og hef gengið hann í áratugi og mér þykir jafnvel orðið vænt um Hallgrímskirkju. Hugsaðu þér það! Hún er eins og fjallst- indur þama á holtinu. Og svo varð ég hrifín af Perlunni — ég hafði óskaplega gaman af að koma í þetta fallega hús. Öll þessi ávölu form, allt þetta mikla rými. Það sem hrífur mig hvað mest er að mér finnst Perlan minna mig á nýja öld ... á geiminn. Það er eitthvað hnattrænt við hana. Maður á að þakka fyr- ir það sem vel er gert. Karl- skömmin hann Davíð er búinn að ergja okkur nóg. En þetta hefur hann vel gert. Og hugs- aðu þér, útsýnispallurinn er eini staðurinn í Reykjavík þar sem Hallgrímskirkja er ekki skökk. Ef maður er andófs- maður á manni ekki að finnast svona ..." Hún skelli- hlær. “sOg þó ég sé nú orðin mikið íhald styð ég aldrei þessa ríkisstjóm. Ég er án- ægð með að tilheyra áfram mínu vinstra pakki.“ Rússar réðust inn í Tékkósló- vakíu. En fyrsta sjokkið fékk ég 1953 þegar ég kynntist pólskum trotskýistum í Edin- borg. Þeir sögðu mér af af- tökum kommúnista austan- tjalds og ég gat ekki annað en trúað. Síðan var vakandi í mér athygli á þessum hlut- um. Ég kom til Varsjár árið 1955 og fannst ég sjá ýms teikn. Ég fékk ekki raunveru- legt áfall 1956 þegar innrásin var í Ungverjaland þó hrika- legt væri. En að Rússar færu inn í Prag og skytu á Karlshá- skólann! Því hefði ég aldrei trúað. Hafi nokkur þjóð Aust- ur-Evrópu litið á Rússa sem bræður þá voru það Tékkar. Ég þekkti vel til í landinu. Ég hafði fylgst með end- urnýjun sósíalismans þar. Þegar ég var þar 1967 fann ég að það var að koma upp vakning á öllum sviðum, í menningu og listum. Hefði sá sósíalismi fengið að blómstra væri margt betra nú. Sú þróun sem var drepin í Tékkóslóvakíu var rothöggið á sósíalismann í Evrópu. Ef þetta hefði breiðst út hefðu Tékkar orðið forystuþjóð í hinum sósíalíska heimi. En Tékkar eru sérstakir. Þeir stóðu saman. Öll þjóðin stóð að baki Dubceks en mátti sín lítils þegar ráðist var að henni með morðtólum. Eftir að þeir Vilborg Dagbjartsdóttir: En ég veit ekki hvort á að vera að rexa í heiðri eða verðlaunum. Það skiptir máli hvort er áhugi á að gefa út góðar bækur. hurfu undir hælinn viður- kenndu þeir að þeir hefðu orðið að láta óverðuga menn taka við því að hæfu mennirn- ir hefðu verið reknir og væru að sópa götumar. En sam- staðan var einstök og trú þeirra óbilandi. Kommúnist- amir í Austur-Evrópu héldu að stríðslokin væm um garð gengin. En við emm að lifa þau núna, við lifðum þau þeg- ar Berlínarmúrinn féll.“ Hún horfir fram fyrir sig. Strýkur kettinum eins og annars hugar. „Það væri gaman að fara til Prag núna.“ Er þá sósíalisminn dauður? „Nei, en það eru erfiðir tímar. Og kommúnisminn var í úlfakreppu. Það hlaut að gerast eitthvað. Ég er enn sósíalisti. Ég trúi á einhvers konar sameignarskipulag og að menn finni úrræði til að búa saman í heiminum. En ekki eins og nú þegar þriðji heimurinn _er arðrændur og kúgaður. Ég veit ekki hvað verður með Sovétríkin. Mér fannst svakalegt að sjá og heyra Gorbatsjov á fundinum í London; að þakka auðmjúk- lega fyrir að vera kominn að háborðinu og fá að setjast hjá hinum valdamiklu." Og? „Það er augljóst að Austur- Evrópumenn hafa misst svo mikið úr. Þeir ýttu öllu í ein- hvern afgreiddan en óútkljáð- an farveg. Þeir gátu ekki fylgst með. Þeir höfðu ekki eðlilegt flæði, allt fór í gegn- um síu. Sjáðu til dæmis þegar Þýskaland sameinast, þá koma Austur-Þjóðverjamir eins og aftan úr forneskju inn í samfélagið." Hún bætir við. „Ég er ótta- legur barnakennari. Hef bara verið að hugsa um böm og upptekin af öllu sem varðar börn og hef ekkert vit á þess- um hlutum. Ég hef sökkt mér niður í annað. Ég les mikið, dett alltaf ofan í fornsögum- ar. Kannski hændust að Sturlungu en nýbúin að lesa Eyrbyggju, fannst það góður lestur.“ Hafðirðu lengi fengist við ljóðagerð áður en þú sendir frá þér bók? „Ég var að búa til vísur stelpa. Alltaf haft gaman af þörf að segja öðrum frá. Bera fram hugsun sína. Það getur verið sársaukafullt að þurfa að deila þessu með öðrum. En einhvers konar tilfinning að manni beri skylda til þess. og megi ekki undan henni víkjast. En það má ekki þvinga neitt fram. Ef maður sinnir ekki þessari þörf visnar sköpunargáfan. Hún er eins og blóm að því leyti.“ Fyrsta ljóðabók Vil- borgar, Laufið á tijánum, kom út 1960, síðan 1968, 1971 og 1981. Þú hefur verið sparsöm á ljóðabækur. „Já, það er kannski að verða tímabært með þá næstu. Það stóð eiginlega til. Ég var að vinna í því. En fresta því líklega fram á næsta ár. Af því ég sé mjög kröfuhörð? Já og nei. Ég hef í svo mörgu að vasast býst ég við.“ Ertu mikil tilfinningavera? „Bæði og. Þegar á reynir gríp ég til skynseminnar. Mér finnst mikils virði að gera skyldu mína. Að sjá fýrir mér sjálf, vinna samviskusam- lega. Ég hef alltaf haft gam- an af að vinna. Ég hef gaman af að sauma, teikna, lesa. Fara í bíó.“ Hún skellir upp úr. „ Mér finnst svo margt skemmtilegt. Ég kemst ekki yfir að gera allt sem ég vildi. Ég hef gaman af að teikna og mála, gríp í það stundum enn. í skóla á Norðfirði var ég í teiknun hjá ágætum manni, Jóhanni Jónssyni, og seinna hjá Lúðvík Jósepssyni. Hann var afleysingakennari þá. En ég var heppin að læra hjá Lúlla. Og ég hafði brenn- andi löngun til að fara í Myndlistarskólann eftir að ég lauk kennaraprófi. En ég hafði ekki tök á því. Þess í stað hef ég alltaf skoðað myndverk, sæki söfn og myndlistarsýningar og teikna fyrir krakkana. Stundum kem ég klukkustund á undan í skólann á morgnana og teikna eitthvað stórmikið listaverk á töfluna áður en krakkamir koma. Svo þvær skúringakonan það af ...! Svo. þetta verða ekki nein varan- leg verk. Það er einlægnin sem gildir í öllum samskipt- um, ekki síst við böm. Ef maður úthellir sér og hlustar á þau tjá sig. Það er mikils virði að eiga kost á nánum samskiptum við böm. Það er ekki hægt að vera kennari nema hlakka til með þeim, til að fara niður í fjöru, í húsdýragarðinn, hlakka til jólanna." Ég hjó eftir því að þú minntist á að hafa kennt bibl- íusögur. „Já, og ég skal sýna þér Morgunblaðið/KGA og lesið ljóð. Svo fór ég að setja saman órímuð ljóð í anda atómskáldanna." Ertu lengi að vinna ljóð? „Það er misjafnt. Stundum gerist allt hægt, stundum skyndilega. Stundum er ég ámm saman að hugsa um sama hlutinn og kem ekki orðum að honum fyrr en allt í einu og svo er þetta kannski bara pínulítið ljóð. En stund- um gerist allt hraðar. Jú, það getur gert það.“ Eitthvað sérstakt sem ýtir á þig. Eitthvað sem þú hugs- ar eða upplifir. og langar að verða ljóð. „Það er erfitt að útskýra. Eitthvað gerist við skynjun eða í hugsun. Ljóðið knýr á. Eitthvað kemur ósjálfrátt upp úr sálardjúpinu." Er þá gaman? Hún horfir á mig bjar- teygð. „Já, þá er gaman. Það er sérstök og eftirsóknarverð tilfinning sem fylgir því. Sköpunargleðin er mikil burt- séð frá hvort hluturinn er heppnaður eða ekki. Þessi sköpunargleði og einhvers konar fmmkvæði sem knýr mann til að koma því á fram- færi. Það geta verið hvers- dagslegir smámunir sem maður veit ekkert hvort eiga erindi en verða að fá að vera í ljóði. Þetta gerir að verkum að menn gefa út bækur, þessi WC, HANDLAU_, BAÐ og STURTUBOTN á einstöku verði. Baðsett á góöu veröi Vegna hagstæðra samninga og magninnkaupa á baðsettum getum við boðið í einum pakka: Aðeins kr. 39350!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.