Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 33
tvímenningskeppni. Fljótlega hefst svo haustbarometer félagsins. Allt spila- áhugafólk velkomið. Spilað er í Drang- ey, Síðumúla 35, 2. hæð og hefst spila- mennska kl. 19.30. Keppnisstjóri er Olafur Lárusson. Stórmót Bridsfélags Akureyrar og Flugleiða Stórmót Flugleiða og Bridsfélags Akureyrar verður haldið dagana 27. og 28. september næstkomandi og verður spilað í Hamri, félagsheimili íþróttafélagsins Þórs. Spilaður verður Barómeter, u.þ.b. 120 spil í þremur lotum. Mótið hefst kl. 20.00 föstudag- inn 27.9. og mótslok eru áætluð kl. 19.00 laugardaginn 28.9. Glæsileg peningaverðlaun eru í boði fyrir þijú efstu sætin, en einnig verð- ur keppt um tvenn aukaverðlaun í annarri og þriðju lotu. Verðlaun: 1. sæti kr. 100.000 2. sæti kr. 75.000 3. sæti kr. 50.000 Aukaverðlaun verða veitt fyrir besta árangur í síðustu 20 spilum í annarri lotu. (Flugfar fyrir tvo á inn- anlandsflugleiðum Flugleiða.) Besta árangur í síðustu 20 spilum í þriðju lotu. (Flugfar fyrir tvo á innan- landsflugleiðum Flugleiða. Spilað verður um silfurstig. Gjald kr. 2.000/spilara. I tengslum við mótið býður Ferða- skrifstofa Akureyrar þátttakendum flugfar frá Reykjavík til Akureyrar (og til baka, skattur innifalinn), og gist- ingu á Hótel Norðurlandi (án morgun- verðar) á kr. 12.600. Þátttöku skal tilkynna á Ferðaskrif- stofu Akureyrar, sími 96-25000, í síðasta lagi þriðjudaginn 24. septem- ber. Bridsfélag Kvenna Vetrarstarf félagsins hefst mánu- dag 9. september kl. 7.30 með aðal- fundi og léttri spilamennsku á eftir, 16. september verður byijað á fullu með tvímenningskeppni, allar konur eru velkomnar og er skráð í keppnina í síma 32968 (Ólína). Spilað er í húsi Bridssambandsins í Sigtúni 9. MALUN - MYNDLIST Dag- og kvöldtímar fyrir byrjendur og lengra komna. Kennd undirstöðuatriði í meðferð vatns- og olíulita. Myndbygging. Upplýsingar og innritun sími: 61 1 525 Kennari: Rúna Gísladóttir, listmólari. Royal súkkulaðibúðingur - eftirlæti barnanna TILBOÐ ÓSKAST í Chevrolet Blazer S-10 Tahoe 4x4, árgerð ’89 (ekinn 12 þús. mílur), Chevrolet Camaro Z-28, árgerð ’85, Ford Bronco II Eddie Bauer4x4, árgerð '86 og aðrar bifreiðar er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 10. september kl. 12-15. Ennfremur óskast tilboð í Harv. Wayne Intern. strætisvagn m/dieselvél, árgerð '81. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARIMARLIÐSEIGNA LÁTTU ÞÉR UDA BtTUR! Máttur býður þér að koma í ,,Opið hús“ í dag kl. 13-17 að Faxafeni 14. Þar munum við kynna þá fjölþættu starfsemi sem er á dagskrá hjá Mætti í vetur. Kennarar okkar og fagfólk verða á staðnum til að gefa þér holl ráð er snerta gott og heilbrigt líferni. Kynntu þér af eigin raun alla kostina sem þér bjóðast á sviði líkamsræktar og uppbyggilegra námskeiða. Máttur er forvarna- og endurhæfingastöð, þar sem fólk á öllum aldri á þess kost að rækta líkama og sál. Valda rangir lífshættir þér umhugsun? Streita, reykingar, hreyfingarleysi, rangt mataræði. Það er hægt að gera eitthvað í málinu. Verið velkomin í opið hús í Mætti. FAXAFENI 14, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 689915 ..-O % 1-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.