Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 22
22r, c MORG.UNRLAÐIÐ FJOLMIÐLAR sunnudagur $, SEPTEMBER 1991 Andrés Indriðason Bjarni Vestmann Sjónvarpið 25 ára: •• VONDUÐ AFMÆLIS- DAGSKRÁ í BEINNI ÚTSENDINGU SJÓNVARPIÐ verður 25 ára 30. september nk. og mun í því tilefni halda upp á daginn með samfelldri tveggja og hálfrar klukkustunda afmælisdagskrá, sem hefjast mun að loknum kvöldfréttum Sjónvarps klukkan 20.30. Umsjónarmenn dagskrárinnar verða þeir Andrés Indrið- ason, sem verið hefur starfsmaður Sjónvarps nánast frá upphafi, og Bjarni Vestmann fréttamaður. Brugðið verður upp svipmyndum úr starfi Sjónvarpsins í gegnum árin. Auk þess koma í heimsókn í sjón- varpssal gestir, sem tengjast því efni sem sýnt verður. Sérstök afmælis- nefnd hefur verið starfandi að undanförnu á vegum Sjónvarpsins, sem í hafa átt sæti þrír menn, sem allir hafa verið viðriðnir Sjónvarpið frá upphafi. Þeir eru Andrés Indriðason, Magnús Bjarnfreðsson og Örn Sveinsson. Auk þeirra hafáþeir Pétur Guðfinnsson framkvæmdastjóri Sjónvarps og Rúnar Gunnarsson aðsltoðarframkvæmdastjóri verið nefndinni til halds og trausts. Að undanfömu hefur Sjónvarpið unnið að ýmsum þáttum, sem ráðgert er að sýna í haust og í vet- ur. Meðal þeirra má nefna þrjú leik- in íslensk verk, eitt eftir Matthías Johannessen, þá leikverk eftir smá- sögu Einars H. Kvaran, Marías, og síðast en ekki síst leikverkið „Alit gott“ eftir Davíð Oddsson forsætis- ráðherra sem að öllum lfkindum verð- ur jólaleikrit Sjónvarpsins. Myndin er fyrir alla fjölskylduna, gerist í sjávarplássi og fjallar um tvo unga stráka sem sagðir eru í beinu sam- bandi við almættið. Hrafn Gunn- laugsson er leikstjóri myndarinnar. Aðalsöguhetjufnar era Jóhannes og Daníel, en þá leika þeir Ragnar Niku- lásson og Guðlaugur H. Olafsson. Unnið hefur verið að þáttaröð sem gengur undir nafninu „Gull í greipar Ægis“ sem er að mestu leyti tekin neðansjávar við strendur Islands. Bjöm Emilsson hefur unnið að gerð þessara þriggja þátta,"sem verða á dagskránni í haust. Sjávargróður og dýralíf í sjónum svo og skipsflök ber fyrir augu áhorfenda, en þess má geta að slíkir þættir hafa ekki áður verið unnir fyrir Sjónvarp hér á landi. Þá má nefna tvo þætti um Árna Magnússon og handritin sem verða á dagskrá í haust. Umsjónarmaður þeirra er Jón Egill Bergþórsson og handritasmiður er Sigurgeir Stein- grímsson á Árnastofnun. Hvað skemmtiefni viðvíkur verður Hermann nokkur Gunnarsson í aðal- hlutverkinu annaðhvort miðviku- dagskvöld með þátt sinn „Á tali hjá Hemma Gunn“ og verður þetta fimmti veturinn sem Hermann stýrir þessum þáttum sem óhætt er að segja að njóti töluverðra vinsælda meðal þjóðarinnar. Egill Eðvarðsson verður áfram útsendingarstjóri og Magnús Kjartansson hljómsveitar- stjóri. Þá er í bígerð þáttaröð sem nefn- ist „Manstu gamla daga“ og þar verður rifjuð upp dægurlagasaga ís- lands í einum átta þáttum. Tage Ammendrap stjórnar þáttum þess- um, en kynnir verður Helgi Péturs- son og Jónatan Garðarsson hefur verið til ráðgjafar um lagaval. Þarna koma fram okkar elstu dægurlaga- stjörnur til okkar yngstu dægurlaga- stjarna. Þættir þessir verða á dag- skrá hálfsmánaðarlega á miðviku- dagskvöldum á móti þáttum Hemma Gunn. Að lokum má geta þess að Sjón- varpið hefur nýlega tekið upp kabar- ett með lögum Gunnars Þórðarsonar sem heitir „Þitt fyrsta bros“. Að lík- indum verður sá þáttur sendur út um jólahátíðina. Hversu dýrt er RÚV? ÞAÐ kostar nærri 2 milljarða á ári að reka Ríkisútvarpið, útvarps- rásirnar 2 og Sjónvarpið. Það er álíka upphæð og hið opinbera lét hinu gjaldþrota fyrirtæki Álafoss hf. í té á síðustu misserum. Það er að sjálfsögðu álitamál hvort þessi upphæð er há eða lág. Miðað við okkar litla samfélag er hér þó um veruleg verðmæti að ræða en þrátt fyrir það er Ríkisútvarpið eitt al-ódýrasta ríkis- útvarp í Evrópu. Afnotagjöldin gáfu um 1.300 milljónir í tekjur á síðasta ári og nemur það um 60% af heild- artekjum Ríkisútvarpsins. Aug- lýsingatekjur námu um 540 milljónum en þær samsvara rúm- lega 28% af öllum tekjum stofnun- arinnar. Rekstrargjöld Ríkisútvarpsins vora samkvæmt fjárlögum í fyrra 2.074 milljónir. Tæplega 800 mill- jónir runnu til útvarpsrásanna eða ríflega 38%. Sjónvarpið tók því til sín tæplega 1.300 milljónir eða um 61% af öllu féi stofnunarinnar. Til eru fleiri en ein leið til að meta hvort þetta sé dýrt útvarp og sjónvarp eða ekki. Til samanburðar má nefna að ef Sjónvarpið sendi út Sky News allan sólarhringinn allt árið um kring þá kostaði það ekki meira en 15—18 milljónir. Þessi ijárhæð nemur um 1,3% af rekstrargjöld- um Sjónvarpsins. Þetta þýðir að það kostar okkur jafn mikið að hafa Sjónvarpið og það gæti kost- að okkur að hafa um 70 sjón- varpsstöðvar á borð við SkyNews. Þessi samanburður sgir okkur að það er dýrt að halda úti eigin sjónvarpsstöð. En það má skoða tölur af þessu tagi á fleiri vegu. Ef kannaður er meðaltalskostn- aður útvarpsrásanna tveggja við að senda út í eina klukkustund þá kemur í ljós að hann nam 1989 um 37.300 krónum. Með sams- konar reikningskúnstum má kom- ast að því að ein útvarpsstund í Danmörku er meira en níu sinnum dýrari og hjá BBC, útvarpsstöð- inni í Bretlandi, er hún nærri því tuttugu sinnum dýrari. Hjá danska ríkistúvarpinu kost- aði útsend klukkustund árið 1989 að jafnaði 347.400 ísl. kr., hjá því sænska 365.400 ísl. kr., hjá því norska 306.900 ísl. kr. og hjá BBC hvorki meira né minna en 625.500 ísl. kr. Þegar athug- aður er kostn- aðurinn við hveija útsenda klukkustund hjá samanburði við kostnaðinn við eina klst. hjá Sjón- varpinu þá duga árslaun hans ekki til að borga slíka klukku- stund hjá BBC. Það kostaði Sjónvarpið 1989 að meðaltali 354.400 ísl. kr. að halda úti sjónvarpi í eina klukku- stund. Sjónvarpsstund hjá danska sjónvarpinu kostaði 2.970.000 ísl. Hver útsend klukkustund hjá Ríkisútvarpinu er að meðaltali 8 til 10 sinnum ódýrari en út- sendar stundir hjá ríkisútvarps- stöðvum á Norð- urlöndum ísl. kr. 5000000 4000000 3000000 2000000 1000000 ísl. kr. 700000 600000 500000 400000 Kostnaður við hverja útsenda klukkustund í sjónvarpi árið 1989 ■ RUV Eg! DR m SR d NRK m BBC Kostnaður við hverja útsenda klukkustund í í útvarpi árið 1989 100000 kr., hjá því sænska 3.006.000 ísl. kr., því norska 2.133.000 ísl. kr. og hjá BBC 5.463.000. Sérstöðu Sjónvarpsins í þessum alþjóðlega samanburði má skýra að hluta til á ■ RUV M DR B SR 11 NRK m BBC BAKSVID Asgeir Fridgeirsson Sjónvarpinu í áðurnefndar stöðvar kemur sami mikli munur aftur í ljós. Á meðan mánaðarlaun forstjóra á íslandi duga til greiða þann veg að inn- lend framleiðsla er að tiltölu minni hér en á öðrum Norðurl- öndum og afger- andi minni en hjá BBC. En þó svo framlög til innlendrar framleiðslu yrðu aukin að því marki að inn- lend framleiðsla yrði í klst. álíka og hjá t.d. Dönum, þá væri hver útsend klst. hjá Sjónvarpinu fimm sinnum ódýrari en hjá því danska. Þessi samanburður er því Ríkis- útvarpinu mjög hagstæður. Hann sýnir að stofnunni hefur tekist að aðlaga sig fámenninu hér á landi. í raun gæti það verið forvitnilegt fyrir granna okkar að kynna sér með hvaða hætti Islendingum tekst að halda þessum kostnaði niðri án þess að það bitni augljós- lega á gæðum. Að sjáifsögðu má deila endalaust um gæði, en a.m.k. má halda fram með ein- hveijum sanni að íslenskt ríkisút- varp er enginn eftirbátur annarra útvarpsstöðva á Norðurlöndum. lýóðviljinn - In memoríam? jóðviljinn liggur fyrir dauðanum þessa dag- ana rétt eins og sov- étskipulagið sjálft og fékk greiðslustöðvun í þann mund : er harðlínumennimir urðu að láta í minni pokann fyrir Jelts- ín. Félagarnir á Þjóðviljanum hafa á liðnum áratugum löng- um varið ómældri orku, papp- ír og prentsvertu til þess að vetja sovétið og sósíalismann. Þess vegna má með ofurlítilli kaldhæðni segja, að blaðið hefði ekki getað valið sér betra augnablik til þess að týna tölunni. Meðvitund Margar skýringar heyrast á því hvernig komið er fyrir Þjóðviljanum. Ein er sú, runn- in undan rifjum Þjóðvilja- manna sjálfra, að óvinsældir ríkisstjómar Steingríms og Ólafs Ragnars hafi bitnað á blaðinu, þar sem áskrifendur þess séu virkari og meðvitaðri - en áskrifendur annarra blaða gg hafi með uppsögn sinni viljað tjá skoðanir sínar á rík- isstjóminni. Skýringin er hins vegar mun einfaldari eins og síðar verður vikið að. Tímaskekkja Ekki verður betur séð en sumir þeirra sem hæst láta um það á síðum Þjóðviljans þessa dagana að blaðið megi ekki missa sín, séu alveg hissa á því hvernig svona „gott blað“ geti legið fyrir dauðan- um. Sannleikurinn er hins vegar sá að Þjóðviljinn getur ekki annað en dáið. Blaðið er tímaskekkja, eins og hug- myndafræðin sem það byggir grundvöll sinn á. íslenskt þjóðfélag hefur tekið miklum breytingum á síðustu áram. Kröfur lesenda til dagblaða hafa breyst og vel að merkja kröfur auglý- senda líka. Sá tími er liðinn að eigendur fyrirtækja telji sig þurfa að auglýsa í ollum dagblöðunum og kaupa sér með því velvild pólitískra for- ingja. Nú auglýsa menn í blöðum sem fólk les og lesend- ur vilja víðsýn blöð, opin fyrir öllum skoðunum og sjónarm- iðum, blöð sem fylgjast með tímanum bæði í efnisvali og útliti. Tími flokksblaðanna er liðinn. Tími dagblaða í pólit- ískum einstefnuakstri er lið- inn. Einföld skýring Þjóðviljinn hefur synt á móti straumnum og glatað bæði auglýsinga- og áskrift- artekjum. Ástæðan fyrir því að Þjóðviljinn ér kominn að fótum fram er ekki flókin. Hún er einfaldlega sú að fólki sem vill lesa hann er ekki nógu margt. Þjóðviljinn höfð- ar ekki til neytenda. Ótal sinn- um hafa markaðslögmálin verið úthrópuð á síðum Þjóð- viljans og verða ef að líkum lætur uns yfir lýkur. Það dug- ar honum skammt. Dagblað sem ekki tekur tillit til lesenda á sér ekki tilverugrunn nema í ríkjum þar sem flokksmál- gögn era rekin ofan í fólk með handafli. Því er vonlaust fyrir Þjóðviljann að beija hausnum við steininn. Leiðindi í útliti hefur Þjóðviljinn orðið afturhaldssamari og lit- lausari með hverri „umbótatil- raun“. Efnislega er blaðið þurrku- og þunglyndislegt, eins konar íslensk Pravda, leiðinlegt og fráhrindandi. Svo gæti virst sem það væri einkum skrifað fyrir fólk sem sér dauðann og djöfulinn í hveiju horni. Sú hugsun fékk raunar byr undir báða vængi við lestur greinar eftir Sigurð A. Magnússon sem birtist á besta stað í Þjóðviljanum þriðjudaginn 3. september 1991. Greinin er skrifuð með það fyrir augum að hvetja menn til að standa vörð um blaðið. Þar telur höfundur það „ófyrirgefanlegt glapræði og skammsýni að láta þvílíka rödd þagna á þessum viðsjár- verðu tímum þjóðvilltrar og tillitslausrar auðhyggju og mannfyrirlitningar", svo vitn- að sé beint í niðurlag greinar- innar. Tilvistarkreppa Þjóðviljinn hefur átt við ógnarlega tilvistarkreppu að stríða að undanförnu, eins og raunar sósíalisminn sjálfur eins og hann leggur sig. Og ef til vill er ekki að undra að menn verðu þurrku- og þung- lyndislegir þegar hvert sæl- uríki samneyslunnar af öðru grotnar niður innanfrá, Sjálf- stæðisflokkurinn orðinn stærsti flokkur launamanna á íslandi og Morgunblaðið helsti vettvangur skoðanaskipta vinstri manna í landinu. Þjóðviljinn lætur sig enn hafa það eftir allt sem á und- an er gengið að vera málgagn „sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis", þrátt fyrir þá staðreynd að hvar- vetna eru slík mottó fyrirlitin í ljósi sögunnar, enda blóði drifin. Svo er reynt með flókn- um sovétfræðum að toga og teygja það sem verið hefur að gerast í austantjaldsríkjun- um á undanförnum misseram með svofelldri niðurstöðu: „Það er nú ekki allt gull sem glóir fyrir vestan." Því til sönnunar er allt tínt til sem illa fer á Vesturlöndum, eink- um í Bandaríkjunum. Síðan er þeim sem vilja túlka at- burðina að undanförnu á ann- an veg en hentar sagnfræði sovétanna svarað ýmist á þann veg að þeir viti ekki um hvað þeir séu að tala, eða að þeir séu heimskir, sbr. Þjóð- viljann bls. 3 þriðjudaginn 3. september 1991. Þjóðviljinn hefur ekki þekkt sinn vitjunartíma fremur en svo margir í fylkingunni sem að honum hefur staðið og þráast við að horfast í augu við fortíðina og játa hrein- skilnislega að þeir hafí haft rangt fyrir sér. þjóðviljinn skilur ekki að nýir tímar eru gengnir í garð í gölmiðiun og fólk hugsar öðruvísi en áður. Þess vegna er tómahljóð í Þjóðviljanum, sem neytendur kæra sig ekki um að borga peninga fyrir. Og þess vegna er kassinn tómur. VILHELM G. KRISTINSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.