Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 19
MORGL(NBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1991 C 8119 Morgunblaðið/Sverrir Bernard Batzen f V * ■' .. > , ,, wÆmmm FRÖNSK eftir Árna Matthíasson FRANSKUR tónlistarheimur hefur löngum verið ís- lendingum lokuð bók, enda fátt annað komist að en engilsaxnesk popp- og rokktónlist allt fá því á sjötta áratugnum. Franskar sveitir hafa þó náð eyrum fólks öðru hvoru í gegnum tíðina og áhuginn er fyrir hendi eins og sannaðist á eftirminnilegum tónleikum Lista- hátíðar á síðasta ári þegar franska sveitin Les Negr- esses Vertes lék fyrir troðfullu Hótel íslandi og fransk/malíski tónlistarmaðurinn Salif Keita fékk nánast fullt hús á sína tónleika. Ikjölfar velgengni Sykurmol- anna um heim allan, þar á meðal í Frakklandi, vakn- aði áhugi fyrir því þar og hér á landi að auka tengsl landanna með því að skiptast á poppsveitum og fyrirhugaðir eru tónleikar með Aminu hinni tún- ísku/frönsku, kamerúnska/franska tónlistarmanninum Manu Dibango og frönsku sveitunum Les Satellites og Babylon Fighters, en íslenskar sveitir hada síðan utan snemma á næsta ári og leika í París. Af því tilefni var staddur hér á landi fyrir stuttu Bernard Batzen, sem er umboðsmaður fjölmargra franskra sveita og hefur að auki starfað með sveitum frá flestum löndum Evrópu. Það kemur snemma fram í spjalli við Batzen að hann telur franska tónlist hafa ýmis sérkenni og nefn- ir sem dæmi sveitirnar Gipsý Kings, Les Negresses Vertes, Mano Negra og Les Satellites. Batzen segir og að það sem sé áhugaverðast í frönskum tónlistarheimi í dag sé skörunin í rokki/poppi og þjóðlegri tónlist. „Sú blanda er frumleg og sérfrönsk; hljómsveitir eru að blanda saman frönskum þjóðlögum, arabískri tónlist og afrískri, vest- rænu rokki og fleiru og syngja á arabísku, spænsku, ensku, kreóla- mállýsku og frönsku. Hljómsveitir eru ekki hræddar við að gera til- raunir, eins og t.a.m. Babylon Fighters, sem blanda saman dub-, fönk-, raptónlist og arabískri. Allt hefur þetta getið af sér sérfranska tónlistarþróun og það er meðal ann- ars vegna þess sem svo margar franskar sveitir eru að vekja at- hygli víða um heim; þær hafa eitt- hvað sérstakt fram að færa. Meðfram þessari þróun í rokki/poppi er einnig mjog lifandi þróun í þjóðlegri popptónlist frá ýmsum löndum og listamenn eins og Cheb Khaled, Manu Dibango, Mory Kante, Salif Keita starfa í Frakklandi og hafa náð þar góðum árangri.“ Parísk blanda Hljómsveitir eins og Mano Negra og Les Negresses Vertes hafa náð langt með tónlistargraut sem í er rap, Hawaiitónlist, popp, afrískur söngur og arabískur. Hvað er það sem gerir þessar sveitir franskar? „Þessi blanda er kannski ekki beint frönsk, en hún er parísk. í París rekst þú á fólk af öllum kyn- þáttum. Þetta sést kannski best í frönsku rappi. í Bandaríkjunum hefur þú rappsveitir sem eru ýmist skipaðar hvítum mönnum eða svört- um; ekki hvoru tveggja. í París er svokölluð ragamuffin-rapp hreyfing og í sömu sveit eru kannski negr- ar, arabar, hvítir Frakkar og jafn- vel fleiri kynþættir. Þessi ungmenni eiga sér samskonar uppruna; flest stórborgarbörn, sem glíma við sömu vandamál og það er því fleira sem sameinar þau en aðskilur. Samt er mikið kynþáttahatur í Frakklandi eins og sést t.a.m. af því hve LePen og hans líkar fá mörg atkvæði í kosningum. Mér finnst þeir sem standa að Eurovisionþáttöku Frakka hugrakkir að hafa haft svarta söngkonu í fyrra og svo tún- iska söngkonu á þessu ári.“ Opnir áheyrendur Ef borin er saman þróun þjóð- legrar tónlistar og popptónlistar í Bretlandi virðist skiptingin milli þessara tónlistarstefna eindregnari þar en í Frakklandi, þar sem öllu ægir saman, jafnvel hjá einni og sömu sveitinni. Hvað veldur? „Það er ekki gott að segja hvers vegna tónlistin hefur þróast öðru- vísi í Bretlandi og Frakklandi, en ég held að afstaða plötufyrirtækja í Bretlandi skipti miklu máli. Bresk plötufyrirtæki hafa eindregna skiptingu í sinni útgáfu, á meðan það ægir öllu saman hjá frönskum fyrirtækjum. Annað sem skiptir máli er að franskir áheyrendur hafa verið opnari fyrir afrískri og arab- ískri menningu, en þetta er að breytast og það starfa í Bretlandi og um heim allan fjölmörg samtök og fyrirtæki sem kynna fólki tónlist úr öllum heimshornum. Þjóðleg popptónlist er fersk og fólk er að leita að einliveiju fersku. Ég er sannfærður um það að margar af þeim afrísku og arabísku tónlistar- mönnum sem eru að heíja sinn feril í dag eigi eftir ná mjög langt. Ég held að það sama eigi eftir að gerast í Bretlandi og Bandaríkj- unum og hefur þegar gerst í Frakk- landi; að rokk/popp og þjóðleg tón- list eigi eftir að skarast frekar. Dæmi um það eru plötur manna eins og Pauls Simons og Davids Byrnes.“ Rokkið er líka menning Frönsk stjórnvöld hafa lagt metnað sin í að hlúa að franskri dægurtónlist með fjárframlögum, sem meðal annars gera samskipti sem þau sem í vændum eru hér á landi möguleg. Hvaða máli skiptir slíkur stuðningur fyrir dægurtónlist í Frakklandi? „Síðan 1981 hefur rokktónlist talist til franskrar menningar og hlotið opinberan styrk líkt og aðrar greinar menningar. Það hefur vit- anlega verið mikil lyftistöng og gert franskan tónlistarheim at- vinnumannslegri sem hefur hjálpað í markaðssetningu erlendis. Það má ekki gleyma þvi að tónlistariðn- aðurinn er sem hver annar iðnaður og allar ríkisstjómir leggja iðnaði landsins lið til að vinna nýja mark- aði erlendis og spjara sig á þeim mörkuðum þar sem fótfesta hefur náðst. Um það leyti sem hið opinbera fór að styrkja dægurtónlist var til í Frakklandi sterk tónlistarbylgja, þannig' að ríkisstyrkurinn hefur ekki í raun skapað neitt nýtt og slíkur styrkur getur ekki skapað neitt nýtt, en hann getur styrkt í sessi það sem fyrir er og hjáipað sveitum sem hafa barist fyrir og öðlast viðurkenningu einar síns liðs.“ Allt getur gerst Eiga íslenskar hljómsveitir ein- hveija möguleika á frama í Frakk- landi? „Ég held að allt sé mögulegt í rokkinu. Ég vinn með hljómsveitum víða að í Evrópu, frá Þýskalandi, Finnlandi, Noregi og Hollandi og mér finnst þessar sveitir vera fersk- ari. og meira spennandi en þær bresku og bandarísku sveitir sem hæst ber. Sykurmolarnir náðu svo langt sem raun ber vitni, því þeir voru öðmvísi og ég held að hvaða frumleg sveit sem er sem hefur gert sterka breiðskífu og er góð á tónleikum eigi alla möguleika á að ná langt. Aður þurftu sveitir að fara í gegnum Bretlandi eða Banda- ríkin til að koma sér á framfæri á meginlandinu, en nú má segja að hægt sé að komast áfram í hvaða landi sem er, ef þú hefur eitthvað sérstakt fram að færa. Það skiptir miklu máli fýrir hljómsveitir að hafa stuðning að heiman. Ég vinn við að koma hljóm- sveitum á framfæri út um heim og það er mjög mikilvægt fyrir lítið land eins og ísland að íslenskum hljómsveitum sé hjálpað að stíga fyrstu skrefin á Evrópumarkaði, sem kostar mikið fé og tíma. Evr- ópumarkaðurinn á eftir að auka á hreyfanleika hljómsveita um Evr- ópu og ég held að það verði alvana- legt að heyra tónlist á fjórum eða fimm tungumálum í hvaða landi Evrópu sem er.“ Telur þú að tungumálamúrinn eigi eftir að hrynja í rokkinu? „Það skiptir ekki öllu máli að syngja á máli landsins þar sem ver- ið er að koma sér á framfæri. Vandamálið er að geta gert sig skiljanlegan utan sviðs; að tala eitt- hvað mál sem skilst þegar verið er að kynna hljómsveit eða tónlist í fjölmiðlum. Það má gera með því að tala ensku eða, það sem best er, að tala mál landsins sem leikið er í. Ef hljómsveitin er góð kemur hún tilfinningum og stemmningu til skila sama hvort sungið er á kínversku, frönsku, ensku eða ís- lensku."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.