Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 6
T6 X MÓiU;L'.K|Í?1AÐ1I) SlMfÖfíA'GÍtÍR-1 't. lé'EfíTLtó'BERlTé91 Anna Vilhjálms hefur staðið af sér allar tísku- sveiflur í dægurtónlist- inni, allar götur síðan hún stóð kornung söngkona á sviðinu á Hótel Sögu og fram á þennan dag. Hún heldúr nú upp á þrjátíu ára söngafmæji sitt með söngskemmtun og útgáfu nýrrar hljóm- plötu. eftir Svein Guðjónsson Raddsviðið spannar frá Brendu Lee til Janis Joplin og frá Connie Francis til Tammy Wynette. Hún hefur sungið rokk, djass, blús, sveita- tónlist og diskó, allt eftir því hvernig vindar hafa blásið í dægurtón- listinni. I þrjátíu ár hefur hún staðið í sviðsljósinu — oftast brosandi og geislandi af lífskrafti, þótt lífið sjálft hafi ekki alltaf verið dans á rósum. En það er önnur saga því nú fagnar Anna Vilhjálms þrjátíu ára starfsafmæli með sérstakri hátíðarsýningu og útgáfu nýrrar hljóm- plötu. Anna Vilhjálms; fagnar nú 30 ára starfsafmæli sem söngkona. etta byijaði allt í Hafnarfjarðar- strætó haustið 1961. Anna var þá bara táning- ur í Flensborg, á leið í afmæli hjá vini sínum í Reykjavík. I vagninum hitti hún góðan kunningja sinn, Jón Egil Sig- uijónsson, sem kvaðst þá vera ný- búinn að stofna hljómsveit, með söngkonu að vísu, en hann bauð Önnu að koma og prófa: „Ég hélt að hann væri að grín- ast, en á sunnudeginum á eftir vakti mamma mig um hádegi og sagði mér að drífa mig á fætur því ég ætti að vera mætt á æfingu niður í Gúttó klukkan tvö. Ég fór og hin söngkonan var rekin, en ég ráðin. Þessi hljómsveit hét JE-kvintettinn og spilaði aðallega rokktónlist, sem þá var mest í tísku, og við vorum mikið í Gúttó og Breiðfirðingabúð. En hljómsveitin varð ekki langlíf ef ég man rétt. Eftir þetta fór ég í dægurlagasöngskóla KK og söng um svipað leyti með hljómsveit Baldurs Kristjánssonar og síðar með Gunn- ari Ormslev, en það voru alhliða danshljómsveitir, þar sem ég lærði að syngja fágaða „standarda" sem sumir hafa fylgt mér alla tíð síðan.“ Toppurinn á tilverunni Árið eftir bað KK mig og Jakop Jónsson um að koma fram á tónleik- um dægurlagasöngskólans sem gesti og þar söng ég „Up a Lazy River“ í þessari þekktu útsetningu þar sem ég byijaði hægt, en „dobblaði svo tempóið" eins og það var kallað. Og þegar ég fór í hraða káflann varð allt vitlaust í salnum, en stemningin á tónleiknum hafði verið afskaplega dauf fram að því. Svavar Gests var þá að leita sér að söngkonu og sat úti í sal. Hann hringdi svo nokkrum dögum seinna og talaði fyrst við pabba, en ég heyrði á símtalinu að það var verið að ræða um mig. Þeg- ar ég vissi erindið hugsaði ég mig ekki tvisvar um því Svavar var þá með vinsælustu hljómsveit á íslandi og það að fá að syngja á Hótel Sögu var toppurinn á tilverunni. Ég lærði mikið hjá Svavari og þetta var skemmtilegur tími. Þá söng ég inn á mína fyrstu plötu, ásamt Berta Möller. Það voru lögin „Heimilisfriður“ og „Ef þú giftist" og Berti syngur bæði þessi lög með mér í afmælissýningunni minni núna. Síðar söng ég svo inn á plötur með hljómsveit Magnúsar Ingimars- sonar og Vilhjálmi heitnum Vil- hjálmssyni, og þar var meðal annars lagið „Ég bíð við bláan sæ“, sem Einar Júlíusson syngur með mér í sýningunni núna. Ég var í nokkur ár með Magga Ingimars á Röðli og það var líka mjög lærdómsríkur og skemmtilegur tími. Ég var gift fyrsta manninum mínum þegar hér var komið sögu og tvisvar varð ég að taka mér barneignafrí, þegar stelpurnar mínar tvær komu í heim- inn. Þuríður Sigurðardóttir hljóp þá í skarðið fyrir mig og hún tók síðan við af mér á Röðli og ég ætlaði að taka mér frí á meðan stelpurnar voru litlar. “ Á fimmtíu ára samningi „Fríið varð þó styttra en upphaf- lega stóð til og ég var fljótlega kom- in aftur á svið, í þetta sinn með eig- in hljómsveit, Experiment. Við vor- um mikið á Vellinum og þá kynntist ég fyrst sveitatónlistinni, sem hafði lítið verið spiluð af hljómsveitum hér á landi fram að því. í framhaldi af því átti svo að koma mér á framfæri í Ameríku. Á þessu tímabili var ég skilin við manninn minn og hafði eignast margt vinafólk á Vellinum og meðal annars voru hjón, sem lögðu hart að mér að reyna fyrir mér í Amer- íku. Þegar maðurinn losnaði úr hern- um fluttu þau til New York og hann fór að vinna hjá tryggingafyrirtæki sem var í eigu MGM-útgáfusam- steypunnar. Þar kynntist hann um- boðsmanni skemmtikrafta sem hafði áhuga á að koma mér á framfæri. Ég var tuttugu og fimm ára þeg- ar ég fór til Ameríku og þar var ég látin skrifa undir þinglýstan samn- ing við þennan umboðsmann til fimmtíu ára, það er að segja þangað til ég verð sjötíu og fimm, og sá samningur er enn í gildi að því ég best veit. Ég hef hins vegar ekkert heyrt frá þessum ágæta manni í fimmtán ár og á vonandi ekki eftir að heyra frá honum því hann gæti sjálfsagt krafist prósenta af nýju plötunni minni. Það var sem sagt allt klárt og ég átti bara að fara heim og sækja föggur mínar og yngri dótturina, sem var hjá mér, og koma svo út. En svo fóru þeir að tala um hvað ég þyrfti að gera áður en ég yrði stjarna. Látum vera að það átti að gera mig ljóshærða, breyta á mér nefinu og laga tennurnar. En þegar þeir fóru að ýja að því að ég þyrfti kannski að vera góð við þennan og hinn til að komast á toppinn fóru að renna á mig tvær grímur. Ég lét mig því hverfa og ákvað að fara ekkert út aftur. Á meðan ég var þarna úti gerðist hins vegar dálítið spaugilegt atvik, sem tengdist útliti mínu. Mér hafði oft verið sagt að ég líktist Connie Francis, ekki bara í röddinni heldur einnig í útliti. Ég lagði nú svo sem ekkert upp úr því, en þegar ég var stödd á skrifstofunni hjá varaforseta MGM-fyrirtækisins í New York, skjálfandi á beinunum af hræðslu, spurði hann mig allt í einu hvort mér hefði aldrei verið bent á að ég líktist Connie Francis. Ég jánkaði því en sagði að sjálfri fyndist mér við ekkert líkar. Hann kallaði þá á aðstoðarmann sinn, og þegar sá kom inn datt af honum andlitið og hann heilsaði og bað mig afsökunnar á að hafa ekki heilsað fyrr því hann hefði haldið að ég væri í Las Vegas. í annað skipti hér heima kom ná- grannakona til mín eitt sinn og ósk- aði mér til hamingju með sjónvarps- þáttinn. Hún hafði séð mig í kana- sjónvarpinu kvöldið áður. Ég hafði þá aldrei komið fram í sjónvarpinu á Vellinum, en Connie Francis hafði hins vegar verið með þátt þar kvöld- ið áður.“ Heima og heiman Anna átti þó síðar eftir að flytja vestur um haf, er hún giftist Banda- ríkjamanni sem hún kynntist á Vell- inum, en þau settust að í Maine- ríki. Þar náði Anna meðal annars þeim árangri að vera kjörin besta söngkona fylkisins í einum vinsælda- kosningunum. „Ég söng reyndar ekkert fyrst eftir að ég flutti út því ég var svo rög og feimin að koma mér á fram- færi. En ég hafði kynnst hjónum hér á Vellinum, sem bjuggu ekki langt frá okkur og þau fóru að taka mig með á skemmtistaði og biðja hljómsveitirnar um að leyfa mér að syngja. Þannig var mér komið á framfæri og menn fóru að leggja við hlustirnar og það endaði með því að ég fékk vinnu með fjórtán manna hljómsveit og það er í fyrsta og eina skiptið á æfinni sem ég hef sungið með „big bandi“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.