Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 18
Arnold Schwarzenegger leikur blíðlegra vélmenni ÍT2, metsölumynd sumarsins vestra gerði stórstjömu úr Arnold Sch- warzenegger. Sumir líta á T2 sem enn eitt dæmið um eyðsluæðið í kvikmyndaborginni en aðrir láta sér fátt um finnast enda borgar fólk sama 450 kallinn inná T2 og kostn- aðarlaust ungverskt traktorsdrama, kæmist það einhvern tíma í bíó hér. „Þeir geta skrifað um T2 til eilífðar“, segir Schwarzenegger um kjaftasögumar sem kostnaðurinn hefur vakið vestra. „Það eykur að- eins á spennuna. ...Allar þessar kostnaðartölur em rangar. Eg las það meira að segja í vikuritinu Time að ég hefði fengið þotu. Ég fékk aldrei þotu. það er tilbúningur. En hljómar vel.“ Hann sagði nákvæmlega 65 orð í fyrri myndinni, 17 stuttar setning- ar, og framtíð hans var gulltryggð. Schwarzenegger er öliu málglaðari í T2. Hann segir a.m.k. 700 orð. Það þýðir að hann fær rúmar 1,3 milljónir á orðið. Engir slíkir pen- ingar voru í boði árið 1984 þegar Ekki síðri tortímandi; Linda Hamilton hin vígalegasta. fyrri myndin var gerð fyrir 390 milljónir. í henni lék Schwarzen- egger manndrápsvélmenni sem sent var úr framtíðinni til dagsins í dag að myrða móður væntanlegs upp- reisnarforingja og koma þar með í veg fyrir að foringinn nokkurntím- ann fæddist. Vélmennið var ekki einasta sérlega afkastamikil dráps- vél, sem geystist um á mótorhjóli í svörtum leðurgalla eins og dóms- dagspönkari, heldur hafði líka talsverðan húmor, sem verið hefur vörumerki Schwarzeneg- gers í hasarmyndum upp frá því. Síðan hefur nýr áratugur tekið við og krafan um eðli ofurmenn- isins greinilega breyst í Holly- wood. I nýju myndinni, sem ger- ist tíu árum seinna en sú fyrri, er tortímandinn settur í endurhæf- ingu af uppreisnarliðinu með nýju tölvuforriti og er blíðlegra, góðlegra vélmenni sem í þetta sinn er sent til verndar móðurinni og tíu ára gömlum syni hennar. Það verður nk. föðurímynd drengsins og lofar honum því að drepa ekki nokkurn mann. Það dregur reyndar ekki úr ofbeldinu, aðeins drápunum. Hinn raunverulegi tortímandi myndarinnar er nýrra og háþróaðra vélmenni eða T1000 (Schwarzen- egger er bara T800). Það er sent af tölvunetinu, sem stjórnar hinu rústaða framtíðarríki er orðið hefur til eftir kjarnorkueyðingu, aftur í tímann til að myrða mæðginin. Það að gera hana að dýrustu bíómynd sem framleidd hefur verið í heimin- um síðústu árin (Kleopatra með Elizabeth Taylor á metið: tæpir tólf milljarðar framreiknað). Stjarna myndarinnar fékk tæpan milljarð í laun, að mestum hluta í formi „Gulfstream G-III“ einkaþotu, sam- kvæmt fregnum í heimspressunni. Um 630 milljónir fóru í það eitt að fá að gera myndina því kaupa þurfti kvikmyndaréttinn sérstaklega. En engar áhyggjur (hver hefur áhyggjur?): Carolco-kvik- myndafýrirtækið, sem fram- leiðir myndina, var búið að ná inn öllum kostnaði löngu áður en myndin var frum- sýnd. Enginn getur tapað á Tortímandanum 2: Dómsdeg- i(„Terminator 2: The Judge- ment Day“), sem gengur ein- faldlega undir heitinu T2. Myndin verður frumsýnd þann 17. september í Stjörnubíói en hún er metsölumynd sumarsins í Bandaríkjunum. Hún gæti verið eina sumarmyndin sem nær 200 milljón dollara markinu, sem þýðir tekjur uppá rúma 12 millj- arða. T2 kostaði 15 sinnum meira en fyrri myndin, Tor- tímandinn, sló eft- irminni- lega í gegn og Kvikmyndir Amaldur Indriöason Tölurnar hrannast upp. Fimm og hálfur milljarður kom í kassann fyrstu tvær vikurnar og greiddi kostn- aðinn af myndinni, sem lá á milli fimm og sex milljarða. Sumir sögðu hana kosta jafnvel um sjö eða átta milljarða. Lægri tölurnar nægja til Eðli tortíman- dans breytist; Arnold Sch- warzenegger í T2. Leikstjórinn, James Cameron, leikstýrir Schwarzenegger. hefur þá hæfileika að geta breytt sér í hvað sem er bæði í fljótandi og föstu formi og er nýjasta nýtt hjá bíóbrellufyrirtæki George Luc- as, Industrial Light and Magic. Við gerð þess var beytt svipaðri tölvu- tækni og finnst í lokakafla Hyldýp- isins eftir sama leikstjóra, James Cameron. Galdrakarlarnir hjá ILM þróuðu margar senurnar með vél- menninu í hágæða tölvugrafíkkerfi og fluttu þær á filmu. En það er einn tortímandinn enn í myndinni, nefnilega Linda Hamilton sem leikur móður fram- tíðarforingjans, Söru Connor, og ver son sinn með kjafti og klóm og kraftmiklum vopnum. „Kaldhæðnin er sú að í myndinni er Arnold mun betri móðir en ég og ég er mun betri tortímandi en hann,“ segir leikkonan sem lagðist í þriggja mánaða stranga líkamsþjálfun áður en tökur hófust. Og hún lærði meira en venjulegur leiklistarskóli kennir. ísraelskur hermaður kenndi henni júdó og rétta meðferð skotvopna. „Ég lærði að hlaða, skipta um magasín, kanna aðstæður á bardag- asvæði og ganga úr skugga um hvort andstæðingurinn sé raunver- ulega dauður. Ansi ljótt allt saman og hreint helvíti að ganga í gegn- um,“ segir leikkonan. „Mér fannst Sara mun athyglisverðari persóna í þetta skiptið," segir Cameron um breytingar persónanna á milli mynda. „Reyndar var mesta vanda- málið það að tortímandi Schwarzen- eggers höfðaði alls ekki til mín. Ég varð að breyta honum frá j)ví sem hann var í fyrri myndinni. Ég leysti það með því að gera hann færan um að meðtaka mannlegar tilfinn- ingar og verða góðan á sinn hátt. Þetta er ofbeldisfull mynd um frið, viðurkennir leikstjórinn. „Hún kem- ur á framfæri boðskap með grimmi- legum aðferðum ... Aðalpersónurn- ar lenda í kringumstæðum sem næstum ómögulegt er að sigrast á en þær fara aldrei yfir strikið og drepa. Með því að gera það að aðal- atriði held ég að þessi mynd sýni mun meiri ábyrgð en flestar hasar- myndir, sem nota aukaleikara í vélbyssufóður." Og Cameron heldur áfram: „Erf- iðast af öllu var að fínna nákvæm- lega rétt jafnvægi á milli hasarsins og brellnanna annars vegar og mannlega þáttarins hins vegar. Ef þú hefur enga tilfinningu fyrir per- sónunum og skilur ekki þeirra vand- amál og tekur ekki á einhvern hátt þátt í æfintýrunum með þeim, er allt annað merkingarlausir tækni- galdrar." Strax eftir fyrri myndina var farið að tala um framhald en þeir Schwarzenegger og Cameron, sem hétu því að gera T2 saman, vildu ekki vinna með breska fyrir- tækinu Ilemdale er átti kvikmynda- réttinn á sögunni. „Mér fannst allt- af að við ættum að halda áfram sögunni um tortímandann," segir Schwarzenegger, „og ég sagði Jim það strax og við lukum við fyrri myndina." Þegar Hemdale lenti í ijárhagskröggum hvatti Schawarz- enegger framleiðandann Mario Kassar hjá Carolco til að kaupa réttinn. Það gerði hann og Cameron skrifaði handrit ásamt æskuvini sín- um William Wisher á sex vikum. James Cameron er fremsti vísinda- skáldskaparleikstjórinn í Hollywood eftir myndir eins og Tortímand- ann,„Aliens“ og Hyldýpið, sem reyndar fékk blendnar umsagnir og varð ekki sú metsölumynd sem stefnt var að. T2 hefur sett hann aftur á rétta sporið. Einkenni mynda hans er gengnumgangandi hasar frá upphafi til enda með við- eigandi þungavopnum og brellum. Myndir hans eru vel smurðar, kraft- miklar og myrkar framtíðarvísinda- sögur. Hann er sérlega tæknisinn- aður leikstjóri og hannar t.d. sjálfur öll vopn í myndirnar sínar. Mest áberandi í myndum hans eru þó sterkar kvenpersónur í aðalhlut- verkum; Sigourney Weaver barðist við ódrepandi geimskrýmsli í „Ali- ens“, Mary Elizabeth Mastran- tonio fékkst við hættur í hvetju skrefi á hafsbotni í Hyldýpinu og nú hefur Cameron stækkað kven- hlutverkið í Tortímandanum og gert sannkallað hryðjuverkakvendi úr Lindu Hamilton. að skyggir þó ekkert á uber- stjörnuna Arnold Schwarzen- egger, sem er hetja T2. Enginn þarf að fara í grafgötur með það. Honum er tamt orðið að leika bjarg- vætta mannkynsins. Þótt slíkir hafi ekki mikið að segja hafa þeir óneit- anlega margt til málanna að leggja. Eins og í Fullkomnum hug í fyrra, annarri framtíðarfantasíu, gegnir Schwarzenegger hlutverki frelsar- ans góða í T2. Hann hefur hin síð- ustu ár viljað mýkja ímynd sína á hvíta tjaldinu og leikið vinaleg tröll í gamanmyndum og hið nýja vél- menni í T2 er hluti af þeirri þróun. En hann veit hvaðan mestu vin- sældirnar koma og hefur ekki mik- ið álit á þeim sem segja að tími hasarmyndanna, sem gerðu hann að stjörnu, sé að líða undir lok. „Ef þú lítur til baka síðustu 50 árin sérðu að ef mynd var vel gerð, sama hvaða tegund af mynd það var, þá sló hún allt annað út,“ segir hann. „Á síðasta ári spáði pressan því að þetta ár markaði endalok hasar- myndarinnar. Hún sagði að það væri eins gott fyrir kvikmyndagerð- armenn að koma með mýkri mynd- ir í ár. Nú, hvar eru þessar mjúku myndir? Ónýtar. Svo kemur hasar- mynd eins og Hrói höttur og — bang! — fer langt yfir hundrað millj- ón dollara í miðasölu. Svo kemur gamanmynd, Beint á ská 2'/2 — bang! — bytjar mjög vel. Það er talað um 40 eða 50 milljóna dollara miðasölu á T2 fyrstu sýningarvik- una. Eru það endalok hasarmynd- anna? Það er brandari. Þetta eru fífl.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.