Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 4
4 C MORGUÍíBLÁÖÍÖ sMflStóÁfetöft5 8? SÉí'ÍMSÍfe' 'ÍM LANGAR EKKI SUÐUR AFTUR ALLT FRÁ því að síldin hvarf af íslandsmiðum hefur Djúpavík verið minnisvarði um fallvalt lán þeirra er hafinu treysta. Lengi vel voru gapandi tóftir verksmiðjunnar vitnisburður um horfið líf og glötuð verðmæti. Það var því mörgum ánægjulegt undrunarefni þegar ung hjón úr Reykjavík tóku sig til og dubbuðu upp Kvenna- braggann, svokallaðan, í fallegt og þægilegt hótel. Hótel . Djúpavík hefur verið starfrækt síðan árið 1985 allt árið um kring og þar hafa þau hjón, Eva Sigur- bjömsdóttir og Ásbjöm Þorgilsson, komið sér fyrir til frambúðar. „Mig langar ekki suður aftur, það get ég svarið," segir Eva hótelstýra „þar var maður alltaf með andlitið í klukkunni og ég vil ógjarnan taka það líf upp aftur. Það er ágætt að vera hérna á vetuma, það eina sem er erfitt er að við þurfum sjálf að koma bömunum í skólann og það getur verið strembið ef um um- hleypingasama vetur er að ræða. Yfir vetrarmánuðina lokast allir vegir og þá förum við á bát út á Gjögur. Það getur oft verið ansi krappur dans við bryggjuna þar og manni líður ekki vel að flytja böm við þannig aðstæður." Fjölskyldan býr á hótelinu og yfir veturinn getur hún dreift sér um herbergin, sem em átta, en um sumartímann skreppur húsnæðið saman í eitt herbergi. Eva segir ■‘ð bömin séu dálítið þreytt á pláss- leysinu og í bígerð sé að koma upp handa þeim herbergjum við hótelið þar sem þau geta haft íverustað yfir sumarið. Fólk byrjar að reytast á hótelið í maí þegar vegir opnast en júlí er mesti annamánuðurinn. Ekkert er þó því til fyrirstöðu að fólk komi í Djúpuvík yfir vetrartímann þar sem flugsamgöngur em við Gjögur og þangað er hægt að sækja gest- ina á bát. Eva segirþó að íslending- ar séu yfirleitt svo tímabundnir að þeir vilji vera vissir um að þeir komist til baka á ákveðnum degi en slíku sé aldrei hægt að lofa þegar veður skipast skjótt í lofti. Ekki em þó allir jafn stressaðir og nefnir Eva að hollensk hjón hafi dvalið hjá þeim í sex vikur einn veturinn. Það er auðvitað erfitt að reka hótei þegar vertíðin er stutt en Eva gerir sér vonir um að hún lengist með tímanum. Nú um miðj- an mánuðinn verður haldið sjó- stangaveiðimót á Djúpuvík og er það kærkominn sumarauki fyrir hótelið. íslendingar eru í meirihluta þeirra er hótelið gista. Margir þeirra em að koma í fyrsta skiptið á Strandimar og em mikið hissa á því að byggð skuli yfirhöfuð vera þarna norðurfrá. Svo má ekki gleyma þeim sem koma til þess að rifja upp gamla daga. Skömmu áður en mig bar að garði gistu á hótelinu hjón sem höfðu kynnst í Djúpuvík fyrir 49 árum og er ekki að efa að þau hafa átt góðar stund- ir til þess að rifja upp. I borðsal Kvennabraggans var dansað og Eva segir marga hafa komið og horft „ástföngnum“ augum á gólfið og tautað „hérna var maður nú oft búinn að dansa ...“ Gamlir menn hafa líka játað á sig ýmsar syndir þegar þeir vom að reyna að ná fundum stúlknanna í Kvenna- bragganum. Meðal muna á hótelinu sem minna á liðna daga em hlífðarföt frá síldarámnum sem hanga upp á vegg og þau hjónin fundu í verk- smiðjunni. í borðsalnum er til prýð- is gömul svört eldavél sem Ásbjöm gerði upp og síðan hafa þeim verið boðnar háar fjárhæðir í hana. Elda- vélin var í Kvennabragganum og á henni elduðu konumar ofan í sig matinn þegar þær komu örþreyttar heim af planinu. Karlamir gátu hins vegar sest beint að borðum í sínum bragga því þeir fengu þjón- ustu beint á borðin. Svona var nú jafnréttið í þá daga. Hótelfjölskyldan Eva, Ásbjörn, Arnar, Kristjana og Héðinn. Þær duga lengi gömlu dráttarvélarnar og þótt sætið sé ekki með hefðbundnum hætti fer ágætlega um Óskar. Skemman sem stendur á fjörukambinum er meira en aldargömul og ætla þeir bræður, Óskar og Sveinn, að gera hana upp í náinni framtíð. Stoltur Strandamaður „EFTIR ÞVÍ sem landslagið er hrikalegraþví hrikalegri verða mennimir. Menn verða sérstakir á því að búa svona afskekkt, því er ekki að neita, það gefur manni hins vegar töluvert að hafa betur í baráttunni við óblíð veðuröfl,“ segir Guðmundur G. Jónsson hrepp- stjóri í Árneshreppi. Guðmundur býr í Munaðarnesi sem er nyrsti bær í byggð á Ströndum „við erum því nokkurs konar útverðir byggðar hér í Strandasýslu", segir hann en í Munaðarnesi hafa ættmenni hans búið í að minnsta kosti sex ættliði. Foreldrar Guð- mundar, Jón Jens Guðmundsson og Pálína Guðjónsdóttir, eru einn- ig búsett í Munaðamesi en bróðir hans, sem búið hefur þama undan- farin ár, er nú að flytjast á brott. Eg neita því ekki að það hvarfl- aði að manni. hvort maður ætti að flytja líka því það er erfítt að vera einn með trill- una til dæmis. Ég kann hins vegar ekkert annað og það er erfitt að slíta sig frá svona stað. Bændurnir hér eru allir háðir hver öðrum, ef einn fer þá er hætta á að fleiri flosni upp. Það er ákveð- inn kjarni hérna, harðsnúinn og þrjóskur og þetta helst í byggð meðan hann tórir. Hinu er ekki að leyna að víða er eldra fólk á bæjum og hér eru engir framtíðarmögu- leikar. Það bæri bara dauðann í sér að ætla sér að hefja hér búskap. Kvótinn setur líka mikið strik í reikninginn, það má segja að um skipulegt undanhald sé að ræða. Það er ömurlegt að vera á svona stað og geta ekki bjargað sér eins og maður vill, til dæmis núna þeg- ar vel árar.“ Það er þungt hljóðið í Guðmundi og hann eins og fleiri Ámesingar er lítið hrifinn af yfír- valdinu fyrir sunnan. Þetta er fólk sem hefur þurft að bjarga sér við óblíðar aðstæður, stundum tapað en stundum unnið og það á ekki við Strandamenn að láta segja sér fyrir verkum. Munaðarnes einangrast á vet- urna og vegir lokast í nokkra mán- Guðmundur í Munaðarnesi. uði en þá er gripið í vélsleðana sem Guðmundur segir hafa verið mikla samgöngubót. Hann og kona hans, Sólveig S. Jónsdóttir, eiga sex börn og það var ekki alltaf auðvelt að flytja ófríska konu um hávetur alla leið til Hólmavíkur. Guðmundur segir að eitt af því allra erfiðasta við það að búa svona afskekkt sé að koma börnunum í skólann. Það er ekki þægilegt fyrir litla krakka að þvælast um í ófærð og myrkri tvisvar í viku. Eftir fjórtán ára ald- ur eru þau svo farin að heiman í skóla lengra í burtu. Guðmundur hristir höfuðið, þegar ég spyr hann hvort ekki sé nein von til þess að eitthvert barnanna setjist að á Munaðarnesi, og svarar stutt og laggott: „Það er ekki hægt að ætl- ast til þess að nokkurt barnanna taki hér við.“ Dapurlegt svar sem segir meira en mörg orð um fram- tíð Árneshrepps og fleiri af- skekktra byggða á landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.