Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1991 C 39 Forsíða Morgunblaðsins, fimmtudaginn 14. jan- úar 1960, með myndinni sem sýnir Uranus á siglingu heim. Fagnaðarbyigja fór um Reykjavík, er gieðitfðindin bárust Skipverjar fengu blíðar viðtökur með kossum, faðmlögum og blómvöndum. Móftakutœki Úranusar virk en senditœkin ónathœt Samfal við íslenxku j * lcitarmennina j Úranus leggst við festar í Reykjavíkurhöfn eftir viðburðaríka veiðiferð á Nýfundnalandsmiðum. SÍMTALID... ER VIÐ EINAR S. JÓNSSON, GREINAHÖFUND AÐGÁT SKAL HÖFÐ íNÆRVERU SÁLAR 67 75 85 „Landsbyggð." -Góðan dag. Ég heiti Guð- mundur Löve, blaðamaður á Morgunblaðinu. Ég rakst á aug- lýsingu frá þér í blaðinu þess efnis að þú tækir að þér að semja minningargreinar fyrir fólk... „Já.“ -Hvað gengur þessi þjónusta út á? „Við skrifum minningargrein- ar og komum þeim á framfæri. Við erum líka með með afmælis- og fækifærisgreinar, þakkar- greinar og annað í þeint dúr.“ -Hvernig verður svona grein til? „Eólk kemur til okkar með punkta yfir hvað það vill að konti fram í greininni. Síðan er greinin skrifuð, fólki sýnt þetta, svo er það hreinskrifað og lagað til, og eftir prófarkalestur er fólki sýnt það aftur.“ -Hefur þessi þjónusta verið starfrækt lengi? „Ég byijaði á þessu fyrir þremur árum, en er að reyna að fá svolítinn kraft í þetta núna. Reynslan hefur sýnt að það er þörf fyrir svona þjónustu." -Hverjir eru það helst sem notfæra sér hana? „Það er ólíkleg- asta fólk úr öllum stéttum. Oft er það fólk sem er svo niður- brotið að það er ekki fært um að tjá sig eins og það vildi nema með aðstoð.“ -Er ekki erfítt að skrifa um bláókunn- ugt fólk? „Það er það. Auð- vitað verður að fara óskaplega gætilega í nærveru sálar eins og segir á einum stað. Þetta var dálítið er- fitt fyrst en það er eins og hvað annað, að maður æfíst í þessu. Nú er þetta orðið þannig að maður veit alveg hvernig maður á að renna í gegnum þetta.“ -En hvað kostar svona þjón- usta? „Það er svona frá sjö til tíu þúsund krónur fyrir utan virðis- aukaskatt. Ég held að það sé mjög temmilegt." -Eru þetta þá voðalegar lang- lokur...? „Nei. Við reynum að hafa greinarnar sem stystar án þess að þær missi gildi sitt. Langlok- urnar verða oft hálfgerð vella.“ -Hafið þið skrifað margar af þeim greinum sem við sjáum á hverjum degi? „Ég hef nú ekki stungið það út. En þetta fer vaxandi. Ég kynntist þessu á sínum tima í Bandaríkjunum. Þar þekkist það jafnvel að menn um sjötugt koma og láta semja dánargrein um sjálfa sig sem á að birtast í bæjarblaðinu þegar viðkomandi aðili kveður þennan heim. Þar semja þeir meira að segja líkræðurnar handa prestunum, sem síðan bæta við því sem kirkjunni við kemur.“ -Þú hefur ekki far- ið út í neitt svona? „Nei, það er voða- lega erfitt að vinna íslendinga inn á svona hluti. Þeir eru svo vanafastir.“ -Það er einmitt það. Ég þakka fyrir spjallið. „Blessaður.“ FRÉTTALJÓS FORTIÐ Enginn „Romance“ Sígild frétt frá 1924 NÚ ER „Romance“, þ.e.a.s. svonefnd konjaksstofa á Lækjargötu 2. Á þriðja áratugnum var þar starfrækt mötuneytið „Mensa Academica" í þeim tilgangi að gefa stúdentum kost á fæði og veitingum — hollu og ódýru. — Ekki veitti af; hagur námsmanna var bágur samkvæmt frásögn Morgunblaðsins af fundi sem Stúd- entaráð efndi til 27. apríl 1924. 65% AF ALMENN MENNTUN ERLÍFÆÐ ER NÁM EORRÉTIINDI RÍKRA í murJviuiviAK^ FmamA », IiIÍÍbJ ■rui ..m m |5 I#w/1 B '*' • *' 1, » 1,$* h mw1 t. i.f#s [ i flti • f;,. Í$ -T',. fl ... P&Íf f ~ .fjé i/’; Námsmenn mótmæla. Myndin er tekin árið 1991. Morgunblaðið/KGA Fundurinn var fjölsóttur, þar voru m.a. flestir prófessorar háskólans, atvinnumálaráherra, nokkrir þingmenn og fjöldi stúd- enta. Lúðvíg Guðmundsson stud. theol. og síðar skólastjóri Hand- íða- og Myndlistarskólans var í forsvari fyrir stúdenta., Af frétt Morgunblaðsins 29. apríl má ráða að Lúðvíg hafi mælst vel, þótt innihald ræðunnar væri alvarlegt: „Rakti hann íjármála- sögu stúdenta á undanförnum árum og sýndi fram á, að hag þeirra hnignaði nú með hveiju ári ... Flestir stúdenta væru fátækir pg , yrðu ,af. eigin, . upmnlejk. ,að brjótast í gegnum skóla. Dýrtíð væri mikil og færi vaxandi, jafn- framt því yrði erfiðara að fá arð- berandi aukavinnu sökum doða framkvæmdalífsins ... Styrkur ríkissjóðs færi stöðugt minnkandi (Lánasjóður íslenskra náms- manna, LÍN, kom ekki til sögunn- ar fyrr en 1952, innskot. blm.) í byijun stríðs (1914, innsk. blm.) nam hann kr. 200 á stúdent en nú eigi nema kr. 210, en lífsnauðs- ynjar hafa á sama tíma þrefaldast í verði ... Aukast skuldir stúdenta stöðugt og er nú alg. að þeir skuldi 5-6 þúsund krónur og sumir meira. — Samkv. till. fjáiv.n. Al- þingis va?n „styrkurinp enn .fa^rður niður stórkostlega, svo að eigi kæmi í hlut hvers stúdents nema 130 kr. Alþ. hafi viðurkent kröfu stúdenta um eigi lægri styrk en á gildandi fjárlögum. Ætlist það til, að viðbótin verð greidd af sátt- málasjóði. Háskólaráðið hefir hins vegar lýst yfir því, að það sjái sjer ekki fært að veita ísl. náms- mönnum meiri styrk úr sáttmála- sjóði en það gerir nú; greiði það af þeim sjóði ýmislegan kostnað sem heyri til reksturskostnaði háskólans og áður hafi verið greiddur af ríkissjóði." Ræðumað- ur fór einnig nokkrum orðum um hag íslenskra námsmanna erlend- ,i.s,, en þeir mátfu, einnig vænta sambærilegrar skerðingar á sín- um styrkjum. Á fundinum töluðu einnig há- skólakennarar, prófessorarnir Páll E. Ólafsson, Guðmundur Hannesson, Ágúst H. Bjarnason, Haraldur Níelsson og Guðmundur Thoroddsen dósent. „Fylgdu allir háskólakennarnir stúdentum að málum og færðu mörg rök fyrir íjettmæti styrkkröfu þeirra. Ann- ars komu þeir víða við og hjuggu á báðar hendur og hlífðu fáum en deildu þó harðast á þingið fyr- ir árásir þess á háskólann.“ Magnús Guðmundsson atvinn- umálaráðherra skýrði viðhorf þings og stjórnvalda: „Hefði sjer verið fullkomlega ljóst að fjárhag- ur stúdenta væri þröngur og kjör þeirra erfið. En fjárhagur ríkis- sjóðs væri hinn ískyggilegasti og hefði því nefndin orðið að fella niður öll þau útgjöld sem hún á nokkur hátt hefði sjeð sjer fært.“ Eftir fjörugar og heitar umræð- j ur var eftirfarandi fundarályktun samþykkt einu hljóði: „Fundur háskólakennara og stúdenta mót- mælir lækkun á styrkveitingum til stúdenta og skorar eindregið á Alþingi að færa allar styrkveiting- ar til íslenskra stúdenta í sama horf, sem er á fjárlögum fyrir yfírstandandi ár.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.