Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 36
3&..A MORgUNBLAÐIÐ VELVAKAMDI srNNUDAGrR 8; SEFTEMBFJt 1991, Á FÖRNUM VEGI Borgarnes: 120 milljónir kostar að koma frárennslismálum í gott horf Borgarnesi. NÝVERIÐ kom Eiður Guðnason umhverfisráðherra í heimsókn til Borgarness í boði bæjarstjórnarinnar. Fór ráðherra í skoðunarferð um bæinn ásamt Sigrúnu Símonardóttur forseta bæjarstjórnar, Óla Jóni Gunnarssyni bæjarstjóra, ásamt bæjarráði og fulltrúum um- hverfismálaráðs bæjarins. Eftir að ráðherrann hafði verið boðinn velkominn í kjördæm- ið sitt var farið með rútu í skoðun- arferð um bæinn. í máli bæjar- stjórnarmanna kom fram að staða umhverfismála væri að mörgu leyti góð í Borgarnesi ef frá væru skilin óunnin verkefni við frá- rennslismál og förgun sorps. Sorp- haugarnir væru í eigu Borgarnes- bæjar og þar væri einnig fargað sorpi frá 14 nágrannahreppum. Núverandi förgunarstaður hafi verið tekinn í notkun árið 1973. Þar er sorpbrennsluþró og hefði á sínum tíma þótt til fyrirmyndar. Kröfurnar hefðu hins vegar aukist á síðustu árum og í dag teldust haugarnir alls ekki fullnægjandi. Unnið væri að framtíðarlausn í sorpeyðingu á kjördæmisvísu, í samvinnu við sveitarfélögin á Vesturlandi. Árið 1984 hafí verið gerð úttekt á stöðu holræsismálum í Borgarnesi og síðan unnin upp rammaáætlun um framkvæmdir í framtíðinni. Unnið hafí verið eftir þessari áætlun fram til þessa. En hins vegar væri það ljóst að fjár- hagslega yrði það mjög erfítt fyrir Borgarnes að framfylgja reglu- gerð umhverfisráðuneytisins um holræsismál. Ástæðan væri sú að allar framkvæmdir væru mjög dýrar vegna þess hve mjög gætti flóðs og fjöru á þessum slóðum og útfíri væri mikið. Á þessu ári væri búið að vinna fyrir um 12 milljónir en ljóst væri að til að koma þessum málum í viðunandi horf þyrfti að kosta til um 120 milljónum á næstu áram. Að lokinni skoðunarferð um bæinn og næsta nágrenni, fundaði Eiður með bæjarráði og fulltrúum bæjarstjórnar. í máli ráðherra kom fram að hann teldi að holræsismál í Borgarnesi væru einna erfiðust úrlausnar á landjnu. Á landsvísu væri könnun á holræsismálum miklu styttra á veg komin heldur en athugun á sorpeyðingarmálum. Ljóst væri að sum sveitarfélög réðu ekki ein við lausn þessara mála og því þyrfti að koma til ein- hvers konar fyrirgreiðsla frá hinu opinbera. Frá bæjarstjóra kom fram sú hugmynd að fyrirgreiðsla Frá bæjarstjóra kom fram sú hugmynd að fyrirgreiðsla ríkisins varðandi framkvæmdir við holræsismál Borg- nesinga fælist í endur- greiðslu á virðisauka- skatti sem kæmi til vegna framkvæmd- anna. rikisins varðandi framkvæmdir við holræsismál Borgnesinga fælist í endurgreiðslu á virðisaukaskatti sem kæmi til vegna framkvæmd- anna. Sagði ráðherra að nú færu fram viðræður milli viðkomandi ráðuneyta annars vegar og sam- taka sveitarstjórna hins vegar um að leita lausnar á þessum málum. Fallið hafi verið frá svokölluðum nefskatti vegna þeirrar staðreynd- ar að stærstu sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu væru nú þegar búin að leysa sín mál varðandi sorpförgun og holræsamál. Sagði Eiður að ræddur hafi verið sá möguleiki að leita leiða til að stofna styrktar- og lánasjóð til aðstoðar í þessum málum. Einnig ÆVINTÝRIN BÍÐA ÞÍN CB BRETL : :...T' H ÍÍjMjÍI (flug og gisting á St. Gile Verð frá 31.70.0 kr. á manninn í 3 nætur. Verð frá 42.560 kr. á manninn í 7 nætur. Barnaafsláttur 11.500 kr. Glasgotv (flug og gisting á Hospitality Inn) Verð frá 26.930 kr. á manninn í 3 nætur. Verð frá 38.130 kr. á manninn í 7 nætur. Barnaafsláttur 9.200 kr. Hafðu samband við þína ferðaskrifstofu, umboðsmenn x^ngsv, eða söluskrifstofur okkar og í síma 91-690300 agstæð fargjöld í september Íliiíly öl >EX-f telgi, hámarksdvöl 30 dagar) 26.690 kr. á manninn. Börn 13.350 kr. ATH! Skemmtigarðurinn Tívolí lokar 15. september. (svarað alla 7 daga vikunnar). /// ^ V^tTA ISl^ FLUGLEIDIR Allt verð miðað við gengi 28.8.91 og er án flugvallarskatts og forfallagjalds.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.