Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 5
M,QHGUym4»U): SUNNUDAGL-R-SKliTEMBKK M C 5 í Árneshreppi kynda flestir upp með rekavið. Jón Jens Guðmunds- son í Munaðarnesi er vanur að bjarga sér og sínum, enda bærinn einangraður á vetrum. Sigrún og Rakel, heimasætur í Árnesi II, fóstra hvíta æðarungá sem þær segja sjaldgæfa fugla í æðarvai-pin'u. Afj þeirra, Benedikt Valgeirs- son, segir börnin fara í burtu um fermingu í skóla og atvinnuleit. Vonandi segja þessar stúlkur ekki skilið við Árneshreppinn þegar þær eldast. K0BEN Drangabændur til Græn* lands á þúsund ára fresti Á DRÖNGUM hefur ekki verið búið allt árið um kring frá því á sjöunda áratugnum en síðustu ábúendurnir hafa í raun aldrei farið, hjarta þeirra slær á Dröngum. Kristinn Jónsson og Anna Jakobína Guðjónsdóttir eru komin fast að áttræðu en á hverju vori taka þau sig upp frá heimili sínu i Bolungarvík og setja sig niður í gamla húsinu á Dröngum og dvelja þar sumarlangt. Þau hjónin halda reyndar heim- ili á þremur stöðum; á Dröngum, í Bolungarvík og . á Seljanesi sem stendur á samnefndu nesi milli Ófeigsflarðar og Ingólfsfjarðar. Þangað flutti fjölskyldan þegar hún brá búi á Dröngum og enn eiga þau hjón þar lögheimili þótt tveir áratugir séu síðan þau höfðu þar vetursetu. Á Dröngum var tíðum fjölmennt því fjölskyldan var stór. Anna var ekkja með fimm dætur þegar þau Kristinn rugluðu saman reytum en þau eignuðust níu börn; átta drengi og eina dóttur. Það var því marga munna að metta „en Drangar hafa alltaf verið matarkista,“ segir Kristinn og er þar að vísa til hlunn- inda sem fylgja jörðinni, svo sem æðarvarp, selveiði, rekaviður og hrognkelsaveiði. Jákvæðir átthagafjötrar „Maður skiptir um ham hér á hverju vori og lifir eins og indíáni allt sumarið og fer svo í bað áður en kennsla hefst á haustin,“ segir Sveinn, sonur Kristins og Önnu, þegar við hittum hann í Seljanesi. „Það má kalla þetta jákvæða átthaga- íjötra sem draga mann hingað," segir Sveinn • en yfir vetrartímann sinnir hann kennslu á Akranesi. Óskar bróðir hans er þarna líka að stússast en þeir bræður eru að búa sig undir það að sækja foreldra sína þar sem sumar- vistinni á Dröngum er lokið í þetta sinn. Bræðurnir og fjöl- skyldur þeirra eru á Dröngum allt suma- rið enda þarf að sinna æðarvarpinu vel til þess að það dafni. Nú bíður Drangabænda og annarra æðarbænda á Ströndum mikið Anna Jakobína uppbyggingarstarf því ungastofn- inn í ár hvarf nánast með grútnum. Hve mikið drapst af fullorðnum fugli er hins vegar óljóst og ský- rist ekki fyrr en næsta sumar. Við siglum norður í Dranga í ágætu veðri og þegar komið er framhjá Drangaskörðunum blasir tignarlegt Hombjargið við í norðri og ekki er Geirólfsgnúpur síður til- komumjkill en um hann liggja sýsl- umörk ísafjarðar- og Strandasýslu. Okkar bíður heitur kaffisopinn þegar komið er í land og þeir eru víst fáir sem fara hjá garði án þess að vera drifnir í kaffi. Gesta- bókin ber gestrisni þeirra hjóna gott vitni. Þar gefur á að líta á ýmsum tungumálum þakkir fyrir góðan viðurgjörning ferðalúinna og oft blautra göngugarpa. Þeir Óskar og Sveinn fara strax í það að ganga frá fyrir veturinn og Kristinn hverfur með beijatínu og tvær stórar fötur. Ég sit sem fastast við eldhúsborðið hjá Önnu. Það snarkar í gömlu eldavélinni og Anna stingur við og við inn einum viðarkubb til þess að halda á okkur hita. „Hún er nú orðin léleg þessi og ekki lengur hægt að baka í henni brauð,“ segir Anna sem hef- ur eytt ófáum stundunum við bakstur og matarstúss við þessa gömlu Vossherd sem einu sinni var hvít og glæsileg með snúnar og fagurlega gylltar fætur. Anna er ekkert að draga dul á að lífið hafi oft verið mikið basl og fátæktin í næsta horni. Það er ekkert sæld- arlíf að sjá um heimili fyrir sextán og oft tuttugu manns fyrir daga þvottavéla og annarra tækja sem nú prýða hvert heimili. Ekki er þó hægt að sjá nein veikieikamerki á Önnu þegar hún klýfur kubbana í eidinn með því að reka litla öxi á kaf í viðinn og lemja kubbnum hraustlega í gólfið. Mörgum jafn- öldrum hennar myndi líka óa við því að fara í tveggja tíma sjóferð á trillu og sjólagið ekkert til að hrópa húrra fyrir eins og þegar við fórum frá Dröngum að Seljanesi. Það er þeldur ekki að finna mik- il ellimörk á Kristni hvorki í fasi né hugsun þrátt fyrir að hann hafi Kristinn á Dröngum. lifað þúsund ára atvinnusögu á einni mannsævi eins og hann komst að orði. Sextán ára gamall réð hann sig á útilegumannabát, eins og þeir voru kallaðir bátarnir sem lágu úti nánast alla vertíðina og beitt var um borð og saltað. Mikið strit og lítið frí. „... fékk aldrei leið á lestri.“ Gæsirnar fljúga í oddaflugi og það er farið að kula af hafi en það er sem stóísk ró hvíli yfir staðnum og íbúum hans. Það er ekki verið að býsnast mikið yfir hiutunum en þó fer ekki á milli mála að Dranga- bóndinn hefur ákveðnar skoðanir og er vel heima á flestum sviðum þjóðlífsins. Bókin hefur líka alltaf heillað hann „ég hef alltaf verið haldinn helvítis forvitni og hnýsni, sennilega vegna þess að ég fór aldrei í skóla og fékk aldrei leið á lestri. Ég hef tekið eftir því að margt skólafólk er lítið forvitið um hvers konar fróðleik.“ Fornritin eru honum kær og erfitt að setja hann á gat í íslendingasögunum. Á Dröngum er talið að Eiríkur rauði hafi fæðst og þótt Kristinn sé ekki mikið gefinn fyrir ferðalög drifu þau hjónin sig til Grænlands á þúsund ára afmæli þess. Það þótti við hæfi að Drangabændur færu til Grænlands á þúsund ára fresti. Greinilegt er að gömlu hjónunum finnst alltaf jafn erfitt að fara frá Dröngum og það er ekki laust við að kenna megi einhvern hausttrega ’ í loftinu. „Maður flosnar upp á hverju hausti," segir Kristinn og bætir því við að hann sé sennilega mest uppflosnaðasti maður á Is- landi. Leiðin liggur fyrst að Selja- nesi þar sem þau dvelja fram eftir september áður en haldið er til Bolungarvíkur. Þar er ekki verið að slappa af því Kristinn vinnur ennþá hvern vetur við flökun og beitingu og ekki eru nema tvö ár síðan Anna hætti vinnu við rækj- una en prjónarnir hafa ekki enn verið lagðir á hilluna. í raun er veturinn aðeins bið eftir sumri á Dröngum. LONDON alla miðvikudaga alla miðvikudaga 19.750 18.900 Fast verð án flugvallarskatta og forfallatryggingar Til samanburðar: Ódýrasta superpex kr. 33.750 Pú sparar kr. 14.000 Fast verð án flugvallarskatta og forfallatryggingar Til samanburðar: Ódýrasta superpex kr. 31.940 Pú sparar kr.. 13.040 FLUGFERÐIR SOLRRFLUG Vesturgata 12, Símar 620066, 22100 og 15331 NG SELJGM VIÐ SÍDaSTU SÆTIN í SIÐUSTq ÓDÝRU LEIGUFLqG SUMARSINS 11. SEPT. , 18. SEPT. OG 25. SEPT. Frjálst val um hótel og bílaleigur á 20 - 40% afsláttarverði. Fjölbreytt ferðaþjónusta í London og Kaupmannahöfn. Framhaídsferðir með dönskum og enskum ferðaskrifstofum, sumarhús og flugferðir hvert sem er um heimsbyggðina. ALLT VERÐ ER STAÐGREIÐSLOVERÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.