Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 37
 Hund vantar heimili Fallegur hundur, rúmlega ársgamall, fæst gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 676351 eða-685765. Bangsi köttur Fresskötturinn Bangsi tap- aðist í Vogahverfi. Bangsi er stórvaxinn, svartur og hvítur og gegnir nafni. Síðast þegar sást til hans var hann með rauða hálsól og gult merki- spjald með nafni og símanúm- erinu 689359. Þeir sem orðið hafa varir við köttinn Bangsa eru beðnir um að hringa í síma 689359 eftir kvöldmat. Hjól horfið Blátt fjallahjól af gerðinni DBS (Off road 2100) hvarf frá Bragagötu 21, 21. júlí síðastliðinn. Þeir sem kynnu að geta veitt upplýsingar eru beðnir um að hringja í síma 609453 eða 14587. Ingibjörg. Fundarlaun. Týnd myndavél Ung finnsk stúlka var hér á ferðalagi og var svo óhepp- in að týna myndavél. Það gerðist um hádegisbilið 29. ágúst síðastliðinn á Lauga- veginum nálægt Sjónvarps- húsinu. Myndavélin er af gerðinni RICOH, í bláu hulstri með rauðum röndum á ólinni. Framan á hulstrinu er hólf og í því a.m.k. ein átekin fílma og önnur nær fullátekin í vélinni sjálfri. Slæmt þótti henni að tapa vélinni, sem er eign föður hennar — en þó sýnu verra að tapa filmunum sem voru teknar á ferðalagi hennar um Island. — Hún er tilbúin til að borga fundarlaun til finnanda, sem er vinsamleg- ast beðinn um að hafa sam- band við og/eða póstsenda til Magneu Gunnarsdóttur, Nes- vegi 59, Reykjavík. Sími 22995. Andfélagslegir skattar Uppi eru áform um að setja á innritunargjöld á spítölum og skólagjöld í framhaldsskólum. Þá hefur hækkun lyfja komist til fram- kvæmda. Allt vegna þess að ekki megi skattleggja almenning meira en nú er gert. Þessar blekkingar eru ekki annað en skattahækkun. Þetta eru ekki samfélagslegir skatt- ar heldur andfélagslegir og bitna harðast á þeim sem síst skyldi. Nú eru samningar verkalýðs- hreyfíngarinnar að losna. Það eina sem hefur komið frá ríkisstjórn og atvinnurekendum er ósk um áfram- haldandi þjóðarsátt, ég hef heyrt til þriggja ára. Núverandi þjóðar- sátt hefur fyrst og fremst verið um að halda niðri taxtakaupi, en vextir og annað hefur farið upp. Hvernig getur ríkisstjónr sem ræðst gegn velverðarkerfinu ætlast til þess að láglaunafólk sætti sig við nýja þjóð- arsátt nema hún hafí í för með sér verulegar kauphækkanir til þeirra lægst launuðu Rannveig væri ljóst að sveitarfélög þyrftu að afla meiri tekna í formi aukinna gjalda á íbúana til þess að standa undir vaxandi kröfum sem gerðar yrðu í sorpförgun- og holræsamál- um í framtíðinni. Þá var töluvert rætt um flokkun og endurvinnslu á sorpi. Sagði Eiður að unnið væri að könnun á endurvinnslu á plasti úr því sem til félli af áburð- arpokum og rúllubaggaplasti. Hefðu verið gerðar árangursríkar tilraunir hjá Bútæknideild Bænda- skólans á Hvanneyri til að nýta þetta pokaplast til framleiðslu á girðingastaurum fyrir rafmagns- girðingar. TKÞ. Morgunblaðið/Theodór Eiður Guðnason í skoðunarferð í Skallagrímsgarði ásamt Sigrúnu Símonardóttur forseta bæjarstjórnar, Óla Jóni Gunnarssyni og full- trúum bæjarstjórnar Borgarness. Víkveqi skrifar Víkveiji dagsins átti þess kost síðla sumars að kynnast nokkuð starfsemi Reykjalundar, sem á sér langa og merkilega sögu í heilbrigðiskerfinu. Upphafið var baráttan gegn berklum, sem fyrr á tíð léku landsmenn -grátt,_ en hafa nú lotið i lægra haldið. A síðustu áratugum hefur starfsemin breytzt mikið. Reykjalundur hefur um ára- bil verið mikilsvirt endurhæfmgar- stöð fyrir margs konar sjúklinga, sem þar eru „byggðir upp“, andlega og líkamlega eftir veikindi, slys og aðgerðir, svo þeir geti betur og á ný tekizt á við líf og starf í samfé- laginu. Þúsundir einstaklinga hafa sótt þangað ómetanlega endurhæf- ingu, sem gefur lífi þeirra aukið gildi á margvíslegan hátt - og sam- félaginu starfskrafta þeirra á nýjan leik. Þar að auki hefur Reykjalund- ur á sínum snærum „verndaða“ vinnustaði fyrir fólk, sem ekki gengur svo heilt til skógar að það hafi greiðan aðgang að hinum ai- menna vinnumarkaði. XXX Samband íslenzkra berklasjúkl- inga hefur haft frumkvæði að þeirri miklu uppbyggingu, sem átt hefur séð stað að Reykjalundi. Hún er að stærstum hluta fjármögnuð með frjálsri skattheimtu , en svo kýs Víkveiji dagsins að kalla fjár- öflun eins og Happdrætti SÍBS og önnur slík (sem fóiki er fijálst að sinna eða sinna ekki) þar sem fjár- munir ganga til fyrirfram ákveðins verkefnis eða starfsemi. Þeir, sem þekkja til starfseminn- ar að Reykjalundi, velkjast ekki í vafa um, að þar hefur hin fijálsa skattheimta verið vel nýtt og til verðugra verkefna. Þar ofan í kaup- ið er hin margþætta endurhæfing, sem fram fer að Reykjalundi, vel skipulögð, starfsfólk frábært og „heimiiisbragur" allur með hlýjum og aðlaðandi blæ. xxx Meðal þeirra sjúklinga, sem sækja endurhæfingu að Reykjalundi, eru þeir, sem gengið hafa undir hjartaskurði [kransæða- aðgerðir], bæði hérlendis og erlend- is. Því miður hefur Landspítalanum ekki verið búin aðstaða til að sinna öilum sjúkdómstilfelium af þessu tagi, en fimm ára starf hjartaskurð- deildar þar hefur gefið mjög góða raun. Þess vegna þurfa allnokkrir einstaklingar enn að fara utan til aðgerða. Endurhæfingin að Reykjalundi hefur getið sér gott orð. Hún er nánast nauðsynlegt framhald „að- gerðar", tii að byggja upp æskilegt þrek viðkomenda. Og það er fagn- aðarefni að nú hefur hafið starfsemi hér í Reykjavík HL-stöð [fyrir hjarta- og lungnasjúklinga], sem m.a. sinnir framhaldshæfingu sjúkl- inga, sem verið hafa að Reykja- lundi. Fólk, sem verið hefur í endurhæf- ingu að Reykjalundi, fær í vega- nesti margs konar leiðbeiningar um framhaldið: lífsvenjur, líkamsþjálf- un, mataræði, slökun o.sv.fv. Meðal annars hljóðritanir með slökunar- leiðbeiningum [til að losna við streitu]. Myndbönd með þrekæfing- um, sem þarna eru viðhafðar, þyrftu einnig að vera á boðstólum. Þetta efni, sem og fyrirlestrar, sem fluttir eru á þessum stað, eiga og ríkulegt erindi í hljóð- og sjónvarp, að mati Víkveija. Sjálfsagt má sitt hvað enn færa tii betri vegar í starfsemi Reykja- lundar. Staðurinn er engu að síður einn hinn þarfasti í heilbrigðiskerfi okkar. Hann hefur svo sannarlega af mörgu að státa. En fyrst og fremst af starfsfólkinu. Og lítil Víkveijastaðhæfing f lok- in: Happdrætti SÍBS hefur svo sannarlega skilað góðum vinning- um til þjóðarinnar! " þc.tCO' er -fyrsti dojgurirru minn. Bg fiklt oÍ> þetta, L&eri möUmeyti starfs - fölKsint>." * Ast er ... ... að geta verið í stöð- ugu sambandi. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ® 1991 LosAngelesTimesSyndicate Nei, maðurinn minn er með engin sérkenni. En þegar ég hef náð í ’ann þá ... ég ...? HÖGNI HREKKVÍSI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.