Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 30
30 C MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR sunnudagur í£«á pi9 ArePa VEIRUBANINN LAUSNIN MURCO veirubaninn er áhrifarík og ódýr nýjung, sú fullkomnasta sem völ er á til að eyða ólykt og smitun úr andrúmsloftinu, án þess að hafa þá annmarka sem fylgja viftum og loftsíum. Helstu kostir: • Drepur bæði gerla og eyðir ólykt samtímis. • Fljótvirkur. • Engar hliðarverkanir. • Engin efnasambönd. • Ódýr í innkaupi og rekstri. • Langur llftími og litið viðhaid. Beett heilsa og betra líf I (tSlémjSíw) ^ Vélakaup hf. Kársnesbraut 100 Kópavogi Simi 641045 NOTKUNARSTAÐIR Kæliklefa, frystihús og aðrar matvælageymslur. Vörugeymslur, stórmarkaði, hótel, veitingastaði, ráðstefnusali, skrifstofur og fleira. Sláturhús og kjötiðnaðarstöðvar. Sútunarverksmiðjur og skinna- verksmiðjur. Fiskvinnslustöðvar og fisksölur. Matvælaiðnaður, brugghús, mjólkur- stöðvar og niðursuðuverksmiðjur. Gripahús, svo sem fjós, fjárhús, hesthús og svínastíur. Búningsherbergi, salerni og reykstofur. Bflaleigur, bflasölur, leigu- bifreiðastöðvar, flugfélög, langferða- bifreiðastöðvar og strætisvagnar. Skolphreinsistöðvar, sorppökkunar- stöðvar, sorpgeymslur og sorp- hirðing. Efnalaugar, fúkkahús þar sem hætta er á myglu, brunatjónsstaðir og rannsóknarstofur, Efnaverksmiðjur, málningarsölur, lyfjaverslanir eg prentstofur. Sjúkrahús, alliheimili, endurhæfingar- stöðvar eg fangaklefar, Hárskerar og hárgreiðslustefur. Fiskiskip, fiskiiestar eg ibúðir i skipum, Allstaðar þar sem ólykt og smithætta er til staðar. 8. SEPTEMBER 1991 Magnús S. Markús- son - Minning Fæddur 26. apríl 1932 Dáinn 25. júlí 1991 Fimmtudaginn 8. ágúst sl. var kvaddur frá Langholtskirkju í Reykjavík Magnús Sigurður Mark- ússon rafvirkjameistari. í Lang- holtskirkju var saman kominn mik- ill mannfjöldi að kveðja góðan mann. Athöfnin í þessu fallega guðshúsi var sérlega hugljúf, tónlist og söngur undurfagur. Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson jarðsöng en jarðsett var í Gufunesi. Magnús lést 25. júlí síðastliðinn í Landspítalanum. Við undirritaðir höfum þekkt Magnús í áratugi. Þessa sameiginleg vinar okkar ætl- um við nú að minnast með nokkrum orðum. Magnús fæddist á Borgareyrum í V-Eyjafjallahreppi 26. apríl 1932. Borgareyrar tilheyra svokölluðum Hólmabæjum sem eru vestan megin við Markarfljót og ættu landfræði- lega að tilheyra A-Landeyjum ef hreppamörk fylgdu rennsli Markar- fljóts. ' Foreldrar Magnúsar voru Mark- ús Jónsson (1905-1988) bóndi og söðlasmiður á Borgareyrum og Sigríður Magnúsdóttir (f. 1905) húsfreyja á Borgareyrum. Magnús bar nafn móðurafa síns og móður- bróður sem dó ellefu ára gamall haustið 1923. Magnús var þriðja barn foreldra sinna sem alls eignuð- ust tíu böm, þijá drengi og sjö stúlkur. Þrjú þeirra eru nú látin. Markús bóndi á Borgareyrum var sonur hjónanna í Neðradal undir Eyjafjöllum, Jóns Ingvarssonar (1872-1950) og Bóelar Erlendsdótt- ur (1878-1960). Jón var frá Neðradal en Bóel frá Hlíðarenda í Fljótshlíð. Sigríður húsfreyja á Borgareyr- um er dóttlr hjónanna (Álfhólahjá- leigu í V-Landeyjum, Magnúsar Bjamasonar (18774921) og Þóru Þorsteinsdóttur (18844966). Magnús var ættaður úr Landeyjum en Þóra úr Fljótshliðinni. Seinnl maður Þóru var Þorgeir Tómasson (1897-1971) bóndi á Arnarhóli í V-Landeyjum. Þorgeir var sonur hjónanna í austurbænum á Arnarhóli, Tómasar Jónssonar (1847-1945) og Þórhild- ar Ólafsdóttur (1857-1949). Heimili þeirra Þóru og Þorgeirs var sérstakt myndarheimili. Auk gömlu hjónanna, foreldra Þorgeirs, voru þar einnig um skemmri eða lengri tíma mörg skyldmenni Þor- geirs. Þóra og Þorgeir tóku Magnús, sem hér er minnst, mjög ungan í pössun en það fór nú svo að þau máttu ekki af honum sjá og vildu eindregið fá leyfi foreldranna til þess að taka hann í fóstur. Þegar Magnús kom fyrst á Arn- arhól var þar enn búið í skarsúðar- baðstofu sem var byggð um 1895. Nýtt íbúðarhús úr steinsteypu var ekki byggt á Arnarhóli fyrr en rétt fyrir árið 1950. Gamla skarsúðar- baðstofan er nú eitt þeirra húsa sem prýða byggðasafnið í Skógum undir Eyjafjöllum. Kunnugir vita hvar rúmið hans Magnúsar stóð. Hugur Magnúsar hneigðist ekki til búskapar. Snemma kom í ljós að hann var hagur með afbrigðum og viðgerðir á biluðum bílum og öðrum tækjum léku í höndunum á honum. Magnús fór seytján ára gamall alfarinn frá Arnarhóli til þess að vinna fyrir sér og læra raf- virkjun. Sigurður Þorvaldsson raf- virkjameistari frá Skúmsstöðum í V-Landeyjum var meistari hans. Magnús tók mjög gott próf í bók- legu greinunum frá iðnskólanum á Selfossi. Magnús vann við iðn sína bæði á Selfossi, Ólafsvík, Keflavíkurflug- velli og í Reykjavík. Fyrst í hefð- bundnum raflögnum í nýbygging- um en síðar mest í viðgerðum á störturum og rafölum úr bílum. Magnús vann um tíma í viðgerð- um hjá íslenskum aðalverktökum sf. á Keflavíkurflugvelli þegar Guð- mundur Einarsson, fyrrverandi for- maður Sálarrannsóknafélags Is- lands, var þar yfirverkfræðingur. Ævilöng vinátta tókst með þeim féiögum enda mörg áhugamál beggja þau sömu, Magnús var ekki slður iaginn og eftirsóttur til að fínstilla vélar i bíium. Mörgum þótti hann ná betri árangri með eitt skrúfjárn og sfna mlkiu tilfinnlngu fyrir véium en aðrír með ótal mælitæki. Það var engu líkara að sjá en að hann greindi hvað að væri um leið og hann gekk að bílnum. Snemma á sjöunda áratugnum stofnaði Magnús sitt eigið fyrir- tæki, Bílarafvirkjann. Fyrst var það fyrirtæki til húsa í Þverholti 15A DANSSKOLI Innritun í símum: alla daga kl. 12 - 21 ÞAÐ ER LÍF OG FJÖR í DANSSKÓLANUM! BARNADANSAR - SAMKVÆMISDANSAR Kennsla hefst 11. sept. Skírteini afhent í Bolholti 6 Eldri nemendur mán. 9. sept kl. 12-21 Nýir nemendur þri. 10. sept kl. 12-21 Kennum börnum 4-6 ára skemmtilega barnadansa meb söng og leik ásamt fyrstu sporunum í samkvæmisdönsum. Hjá eldri krökkum bætast viö fleiri dansar og spennandi spor f samkvæmisdönsunum (su&ur-amerískir og standard). Hópar fyrir byrjendur og framhald. DANS ER HOLL OG GÓÐ HREYFING! Rabgreibslur DANSSKÓLI JÓNS PÉTURS OQ KÖRU Bolholti 6, Reykjavík s. 36645 m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.