Morgunblaðið - 07.04.1994, Síða 24

Morgunblaðið - 07.04.1994, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994 Útvegsmenn Norðurlandíl Útvegsmannafélag Norðurlands boðar til fundar á Hótel KEA föstudaginn 8. apríl nk. kl. 13.30. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Ráðstefna Barnaheilla á Norðulandi eystra Safnaðarheimili Akureyrarkirkju 16. aprfl 1994 Viðmót gagnvart bömum og unglingum 09.30 Skráning og gögn afhent. Morgunkaffi. 10.00 Ráðstefnan sett: Kristín AAalsteinsdóttir, formaður Bamaheilla á Norðuriandi eystra. 10.15 Einar Gyifi Jónsson, sálfræðingur. Samskipti unglinga og fullorö- inna - harkan 6 eða „vorum við nokkuð skárri sjálf?“ 11.00 Margrét Pála Ólafsdóttir, leikskólastjóri: Samskiptaþjálfun og hegðunarkennsla í stað valdaátaka, sektarkenndar og vantrúar. „Það sem þér viljið að aðrir..." 12.00 Umræður. 12.15 Hádegisverður á Hótel KEA. 13.30 Karólina Stefánsdóttir, félagsráðgjafi: Hið fyrsta viðmót. 13.45 Helga Magnúsdóttir, fóstra: Aðgát skal höfð í nærveru sálar. 14.00 Guðmundur Sigvaldason, varaformaður Heimilis og skóla: Viðhorf foreldra gagnvart bömum sínum. 14.15 Umræður. 14.30 Hörður Flóki Óiafsson og Vilhelm Jónsson, nemar. Unglingar í samfélagi Mammons. 14.45 Sigríður Traustadóttir, kennari: Orð/athöfn - gleði/hryggð. 15.00 Páll Tryggvason, barnageðlæknir: Slys: - Viðhorf til bama og forgangsröðun. 15.15 Umræður. 15.30 Kaffihlé. 16.00 Diljá Óladóttir, nemi: Það hefur lika áhrif. 16.15 Guðný Bergvinsdóttir, hjúkrunarfr.: Gagnkvæm virðing - traust. 16.30 Geir Friðgeirsson, bamalæknir: Veikum bömum mætt. 16.45 Umræður. 17.00 Svanhildur Hermannsdóttir, skólastjóri: Njóta muntu ef þú nemur. 17.15 Þórhallur Höskuldssor,, sóknarprestun „Nema þér snúið við...“ 17.30 Umræður. 17.45 Samantekt: Helga Ágústsdóttir, kennari. 18.00 Ráðstefnuslit. Móttaka í boði Bæjarstjómar Akureyrar í Listasafni Akureyrar. Ráðstefnustjórar Ingibjörg Auöunsdóttir og Benedikt Sigurðsson. Ráðstefnugjald er kr. 1.500. Innifalinn er hádegisverður og kaffi. \f/ RÁÐSTEFNAN ER OPIN ÖLLUM I Rtirn'ilioill Nauðsynlegt er að skrá þátttöku ■ UtU IlciIieiiI fyrir 14. april í síma (96)-2 46 55. Einsetinn skóli og/eða „heilsdagsvistunf< í grunnskólum Opinn fræðsiu- og umræðufundur laugardaginn 9. apríl 1994 Fundurinn verður í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju og hefst ki. 13.30. Fundarstjóri verður Jón Björnsson, félagsmálastjóri. DAGSKRÁ: 13.30: Setning og kynning. Sigríður Stefánsdóttir, formaður skólanefndar. Tilraunastarf með einsetningu f Fossvogsskóla og úttekt á „heilsdagsvistun" í grunnskólunum f Reykjavík. Kári Arnórsson, fv. skóiastjóri Fossvogsskóla. Viðhorf og reynsla Kennarasambands íslands af tilraunum með aukin þjónustutilboð og áætlanir um einsetningu í grunnskólum. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Kennarasambandi íslands. Upplýsingar um önnur svæði á SV-landi, sem bjóða upp á einsetinn skóla og/eða „heilsdags- vistunartilboð". Ingólfur Ármannsson, skólafulltrúi. Skóla- og vistunarmál f Noregi. Erla Hrönn Jónsdóttir, félagsráðgjafi, starfar við rann- sóknastofnun Háskólans á Akureyri. Kaffihlé. Einsetinn skóli - allra hagur. Guðmundur Sigvaldason, formaður Foreldra- og kenn- arafélags Síðuskóla. Heilsdagsskóli - vistun. Tómas Lárus Vilbergsson, kennari við Glerárskóla. Vistunartilboð fyrir grunnskólanema á Akureyri. Hugrún Sigmundsdóttir, íorstöðumaður skóladag- heimilisins í Brekkukoti, Akureyri. Námskeiðatilboð til grunnskólanema á Akureyri. Hermann Sigtryggsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi. Umræður og fyrirspurnir. 17.00-18.00 Fundarlok. Fundurinn er öllum opinn, meðan húsrúm leyfir. Undirbúningnefnd á vegum skólanefndar. Stjórnir þrennra samtaka sjómanna á Norðurlandi Mótmæla frumvarpi um stjórn fiskveiða STJÓRNIR þrennra samtaka, Skipsljóra- og stýrimannafélags Norðlendinga, Sjómannafélags Eyjafjarðar og Vélsljórafélags Islands mótmæla harðlega fram- komnu frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða sem feli í sér stóraukna hlutdeild krókaleyfis- báta í heildarafia flotans. Þetta kemur fram í ályktun sem stórn- ir félaganna hafa sent sjávarút- vegsnefnd Alþingis. „Það er með öllu óviðunandi að útgerðaraðilum og sjómönnum sé mismunað eins gróflega og frum- varpið gerir ráð fyrir,“ segir í álykt- uninni og á það er bent að á fysta ári kvótakerfisins 1984 hafi hlutur smábáta verið um 5,6% af heildar- þorskaflanum, en á fískveiðiárinu 1992-1993 hafí hlutur smábáta aukist í 16,8%. Sem hlutfall af heild- arþorskveiðinni frá árinu 1984 hafí hlutur smábáta aukist um 300%. Smábátum hafí á sama tíma fjölgað um 42%. Allir jafnir fyrir lögum „í fylgiriti með frumvarpinu seg- ir að því sé ætlað að festa kvóta- kerfíð í sessi. Því er það eðlilegt að koma öllum sem stunda veiðar í atvinnuskyni undir sama hatt þannig að allir séu jafnir fyrir lög- um,“ segir í ályktun félaganna og einnig að verði frumvarpið að lögum sé verið að ganga freklega á hlut þeirra sem stunda sjó á skipum sem físka samkvæmt úthlutuðu afla- marki og rýra hlut þeirra um a.m.k. 10%. Þá segir að þau rpistök hafí verið gerð í lögum um stjórn fisk- veiða frá 1990 að smábátum var gert kleift að afla utan kerfísins en með því hafí þeir átt að ná sér í aflareynslu til úthlutunar á kvóta. Lögin hafí leitt af sér mikla fjölgun smábáta og algjör sprenging orðið í aflahlutdeild þeirra. Stjórnir félag- anna þriggja mótmæla einnig því ákvæði harðlega að heimilt verði að skrá veiðirétt á fískvinnslustöð, með því aukist enn það misrétti sem fylgt hefur sölu á veiðirétti. „Það getur ekki verið ásættan- legt fyrir útgerðaraðila og sjómenn sem verið hafa á aflamarki að hluti smábátaflotans verði utan kvóta- kerfísins. Krafan hlýtur að vera sú að allir sem stunda sjó taki þátt með sama hætti í þeim samdrætti sem orðið hefur í fískveiðum íslend- inga.“ Lepja dauðann úr skel Stjórnir félaganna þriggja hafa einnig sent stjóm Útvegsmannafé- lags Norðurlands bréf þar sem fram kemur að stjórnir félaganna leggi ríka áherslu á að það sé með öllu óviðunandi fyrir sjómenn að út- gerðaraðilar krefjist aukinna afla- heimilda fyrir skip sín en láti síðan önnur skip og báta veiða upp í kvóta eigin skips fyrir smánarverð. „Á sama tíma er því skipi sem afla- heimildirnar hefur ætlað að liggja í skrapi og lepja dauðann úr skel,“ segir í bréfi formanna félaganna þriggja til Útvegsmannafélags Norðurlands. Morgunblaðið/Rúnar Þúr í sólbaði BLÍÐVIÐRÍ var á Akureyri í gær og notuðu vinkonumar Stína, Ragn- heiður og Heiða tækifærið eftir páskahretið og sleiktu sólina á Ráðhús- torgi. einbýlishúsið EKRA í landi Ytri-Varðgjár. Stærð ásamt bílskúr 220,5 fm. 7.000 fm lóð. Dýrðlegt útsýni. Húsið er ekki alveg fullgert. Nánari upplýsingar gefur Fasteigna- og skipasala Norðurlands Sími 96-11500 - Fax 96-27533 Listi Framsóknar á Dalvík Kristján Olafsson efstur DaJvík. LISTI Framsóknarflokksins vegna bæjarstjórnarkosning- anna á Dalvík hefur verið ákveð- inn. Kristján Ólafsson deildarstjóri er í 1. sæti, Katrín Siguijónsdóttir, ritari, í 2. sæti, Stefán Gunnarsson, bakari, í 3. sæti, Helga Björg Ei- ríksdóttir, bankastarfsmaður, í 4. sæti, Sigurlaug Stefánsdóttir, skrif- stofumaður, í 5. sæti, Brynjar Aðal- steinsson, bifvélavirki, í 6. sæti, Ragnheiður Valdimarsdóttir, af- greiðslumaður, í 7. sæti, Daníel Hilmarsson, framkvæmdastjóri, í 8. sæti, Valgerður Guðmundsdóttir, skrifstofumaður, í 9. sæti og í 10. sæti er Einar Arngrímsson, málara- meistari. HG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.