Morgunblaðið - 18.05.1999, Síða 1

Morgunblaðið - 18.05.1999, Síða 1
109. TBL. 87. ÁRG. Reuters SONIA Gandhi heilsar stuðn- ingsfólki við heimili sitt í gær. Sonia Gandhi seg- ir af sér Nýju Delhí. Reuters. SONIA Gandhi sagði af sér sem for- maður indverska Kongress-flokksins í gær, eftir að þrír forystumenn í flokknum fullyrtu að erlendur upp- runi hennar og reynsluleysi gerði hana vanhæfa um að taka við stjóm landsins. Kongress-flokkurinn er nú í stjómarandstöðu en þingkosningar fara fram á Indlandi í haust. Þetta var tOkynnt eftir fund æðstaráðs flokksins í Nýju-Delhí í gær, þar sem rædd var krafa áhrifa- mannanna þriggja um að Sonia Gandhi yrði ekki forsætisráðherra- efni flokksins í komandi kosningum. „Mig tekur sárt að verða vör við þennan skort á trausti til hæfni minnar til að þjóna flokknum og landinu," sagði Pranab Mukharjee, sem sæti á í æðstu stjóm flokksins, Soniu Gandhi hafa skrifað í afsagn- arbréfí sínu, en hún er ítölsk að upp- mna og ekkja Rajivs Gandhi, fyrr- verandi forsætisráðherra. í bréfinu segir hún Indland vera valfóðurland sitt, „ég er indversk og mun verða það til hinztu stundar." Hvött til að sitja áfram Þrátt fyrir afsögnina hvatti æðsta- ráðið hana til að gegna formanns- embættinu áfram og lýsti fullu trausti til hæfni hennar til að fara fyrir stjóm landsins. Sonia Gandhi hafði forystu um að fella ríkisstjóm Atal Biharis Vajpayees í síðasta mánuði og í formannstíð hennar hef- ur Kongress-flokknum vegnað vel í fylkisstjórnakosningum. Stuðnings- fólk hennar safnaðist saman við heimili hennar í gær og skoraði á hana að sitja áfram. ÞRIÐJUDAGUR 18. MAI1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Netanyahu hyggur á afsögn eftir hrakfarir í útgönguspám í Israel Stórsig’ur Ehuds Baraks í forsætisráðherrakjöri Þingsætin 120 deilast á fjórtán stjórnmálaflokka Reuters STUÐNINGSMENN Ehuds Baraks söfnuðust saman til sigurhátiðar á Rabin-torgi í Tel Aviv í gærkvöldi. Þar var pólitískur lærifaðir Baraks, Yitzhak Rabin, fyrrverandi forsætisráðherra, veginn af ísraelskum öfgamanni á útifundi ( þágu friðar síðla árs 1995. Ekkja hans, Leah, sagði sigur Baraks binda enda á mikla „óheillatíð". Tel Aviv. Morgunblaðið. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra Israels, lýsti því yfír strax eftir að útgönguspár voru birtar við lokun kjörstaða í ísrael í gærkvöldi að hann hygðist segja af sér sem for- maður Likud-flokksins. Samkvæmt útgönguspá ísraelska ríkissjónvarps- ins hlaut Ehud Barak, leiðtogi Verkamannaflokksins, 58,5% at- kvæða til embættis forsætisráðherra í kosningunum en Netanyahu 41,5%. I útgönguspá annarrar sjónvarps- stöðvar fékk Barak 57% fylgi og Netanyahu 43%. Netanyahu óskaði Barak strax til hamingju með sigurinn sem hann sagði ákvörðun þjóðarinnar. Hann kvaðst stoltur af þeim árangri sem náðst hefði í þriggja ára valdatíð sinni og nefndi þar sérstaklega að tekist hefði að stöðva hiyðjuverk. Barak lagði í sigurræðu sinni áherzlu á einingu þjóðarinnar, sem væri nauðsynlegt að hlúa að eftir harkalega kosningabaráttu. „Upp frá þessari stundu emm við öll í sama báti, ein þjóð.“ Arafat og umheimurinn árnar heilla Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, var mjög ánægður á svip er hann óskaði Barak til hamingju með sigurinn í gærkvöldi. Aðspurður tjáði hann fréttamönnum að hann vonaðist til að forsætisráðherraskiptin hjálp- uðu friðarferlinu aftur í gang. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sendi Bar- ak „innilegustu árnaðaróskir" og hét því að vinna með honum af krafti að „réttlátum og varanlegum friði, sem styrkti öryggi ísraels". Ráðamenn margra annarra ríkja sendu Barak hamingjuóskir í gærkvöldi. I þingkosningunum hlaut Verka- mannaflokkurinn 33 af 120 þingsæt- um, samkvæmt sömu spá, en höfuð- andstæðingur hans, Likud-flokkur- inn, 18 þingsæti. Þá hlaut Shas, Benjamin Ehud Netanyahu Barak flokkur heittrúaðra gyðinga af aust- rænum uppruna, 15 þingsæti, vinstriflokkurinn Meretz 10 þing- sæti, ísrael Ba’alya, stærsti flokkur rússneskra innflytjenda, og Shinui, flokkur sem berst gegn áhrifum heit- trúaðra, sex þingsæti hvor. Miðju- flokkur Yitzhaks Mordechais og NRP, flokkur trúaðra, hlutu fimm þingsæti hvor. Þá hlutu tveir hægri- og tveir vinstriflokkar, auk smáflokka araba, rússneskra innflytjenda og fyrirsæt- unnar Pninu Rosenblum, sem sett hefur baráttuna gegn heimilisofbeldi á oddinn, tvö til fjögur þingsæti hver. Stjórnarmyndun talin verða erfið Samkvæmt þessu er Shas, undir forystu Ariye Deri sem nýlega var dæmdur til fjögurra ára fangelsis- vistar fyrir spillingu, ótvíræður sig- urvegari þingkosninganna enda ljóst að Likud-flokkurinn, sem ekki hefur hlotið minna fylgi frá árinu 1959, hefur tapað gríðarmiklu fylgi til Shas. Þá er ljóst að erfitt verður fyr- ir Barak að mynda sterka stjóm, eins og hann hefur talað um, án þátt- töku Shas eða Likud. Hins vegar má færa rök að því að afsögn Netanya- hus greiði fyrir hugsanlegri sam- vinnu Verkamannaflokksins og Likud-flokksins. Niðurstöðurnar koma ekki á óvart enda virtist allt stefna í sigur Baraks er kjörstaðir voru opnaðir í gær- morgun. Þá sýndu niðurstöður kann- ana að Barak hefði allt að 12% for- skot á Netanyahu eftir að þrír af fimm frambjóðendum til forsætis- ráðherraembættisins drógu sig í hlé og ljóst varð að úrslit myndu liggja fyrir strax að lokinni fyrstu umferð kosninganna. Azmi Bishara, sem varð fyrstur ísraelskra araba til að sækjast eftir kjöri til forsætisráðherraembættis- ins, varð fyrstur til að tilkynna að hann hefði dregið framboð sitt til baka á laugardag. Yitzhak Mor- dechai, leiðtogi Miðjuflokksins, dró síðan framboð sitt til baka á sunnu- dagsmorgun og síðar um daginn fylgdi harðlínumaðurinn Benny Beg- in í kjölfarið. ■ Kosningaáróður/28 Loftárásir NATO halda áfram á Júgóslavíu en allt kapp lagt á leitina að samningslausn Landher heitið „helvíti á jörð“ Belgrad. Reuters. LOFTARÁSIR Atlantshafsbandalagsins á Júgóslavíu jukust á ný í gærkvöldi eftir að slæm veðurskilyrði höfðu hamlað þeim nokkuð í tvo sólarhringa. Einn æðstu hershöfðingja Serba kom þeim skilaboðum til NATO að reyni ein- hver að senda innrásarher inn á yfirráðasvæði Serbíu ætti sá von á „sönnu helvíti á jörð“. Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, vakti í gær aftur upp umræðu um möguleikann á að senda landher inn í Kosovo. Sagði hann tU greina koma að senda þangað takmarkaðan fjölda hermanna eftir að „skipulögð mótstaða“ Serba hefði verið brotin á bak aftur með loft- árásunum. Umleitanir leiðtoga NATO-ríkjanna, Rúss- lands og fleiri aðUa tU að finna lausn á þeim mikla hnút sem Kosovo-deUan er komin í, á 56. degi loftárása NATO, héldu jafnframt áfram í gær af miklum móð. Massimo D’Alema, forsætisráðherra Itah'u, og Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, unnu fram á kvöld að því að smíða nýjar tillög- ur um lausn deUunnar sem breið samstaða gæti tekizt um. Stefnt var að því að leiðtogam- ir tveir gæfu út sameiginlega yfirlýsingu er fundi þeirra lyki í dag, þriðjudag. Serbneskir fjölmiðlar greindu frá því í gær- kvöldi að sprengjur hefðu fallið á nokkrar elds- neytisbirgðastöðvar í Serbíu. Einn óbreyttur borgari hefði týnt lífi og nokkrir særzt. Loft- vamaflautur vom þeyttar í höfuðborginni Belgrad og loftvarnabyssur geltu. í Brassel áttu Igor Ivanov, utanríkisráð- herra Rússlands, Ibrahim Rugova, áður leið- togi hófsamra Kosovo-Albana, og MUo Djuka- novic, forseti Svartfjallalands, fundi með utan- ríkisráðherram Evrópusambandsins (ESB). Ivanov tjáði fréttamönnum eftir fundahöldin í Brassel að Rússar væru enn þeirrar skoðunar að forsenda þess að finna friðsamlega lausn væri að loftárásunum yrði hætt; um þetta væri enn ágreiningur mUli Rússlands og G7-hóps- ins, sjö helztu iðnríkja heims. Hann hét því þó að Rússar myndu áfram leitast við að leika uppbyggUegt hlutverk við að miðla málum í deilunni. Áður höfðu Rússar og G7 náð sam- komulagi um að krefjast þess að Serbar drægju herlið sitt út úr Kosovo og samþykktu að þangað kæmi alþjóðlegt gæzlulið; Rússar hafa þó ekki viljað faUast á að NATO leiki for- ystuhlutverk í því gæzluliði. Ottazt um flóttamenn Lest, sem komin var að landamæram Kosovo og Makedóníu í gær með allt að 2000 kosovo-albanska flóttamenn innanborðs, var snúið aftur inn í Kosovo að skdpan serbneskra hermanna. Uggur ríkti um afdrif flóttamann- anna. Kiro Gligorev, forseti Mekedóníu, sagði að flytja ætti burt úr landinu 100.000 flótta- menn en þar dvelja nú á að gizka 230.000 Kosovo-Albanar. ■ Sjá umfjöllun bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.