Morgunblaðið - 18.05.1999, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 18.05.1999, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrirtækið Yestfjarðaleið Jóhannes Ellertsson ehf. færir út kviarnar FYRIRTÆKIÐ Vestfjarðaleið Jó- hannes Ellertsson ehf. raun í sumar auka umsvif sín í móttöku erlendra ferðamanna sem fyrirtækið hefur sinnt undanfarin ár. Auk þess sinnir fyrirtækið hópferðaakstri eins og verið hefur og í haust verða boðnar leiguflugsferðir til St. John’s á Nýfundnalandi. Fyrirtækið hefur nýlega komið sér endanlega fyrir á nýjum stað, við Skógarhlíð í Reykja- vík. Jóhannes Ellertsson, aðaleigandi Vestfjarðaleiðar, segir að áherslur hafi breyst nokkuð hjá fyrh’tækinu á síðasta vetri, m.a. þegar annar aðili tók við akstri fyi-ir álverið í Straums- vík. Hafi þá verið ákveðið að auka framboð hópferða um landið. „Við setjum upp margs konar pakkaferð- ir, sex daga eða 10-12 daga hring- ferðir um landið með gistingu á hót- elum eða tjaldferðir sem eru þó á undanhaldi og við höfum aðallega selt þær í Austurríki og Þýskalandi en ætlum nú einnig að hefja mark- aðssetningu í Bandaríkjunum og Kanada. Þá er í ráði að bjóða í haust upp á verslunarferðir til St. John’s á Nýfundnalandi og segir Jóhannes það hreinlega ráðast af þvi hvort hann fær eitthvert íslensku flugfélaganna til að sinna því en könnun á því stendur nú yfir. Full nýting yfir sumarið Jóhannes segir að góð nýting sé á 23 bíla flota iyrirtækisins yf- ir sumarið, flotinn sé þá fullnýttur. Sumar vikur eru í gangi ferð- ir með um eitt þúsund erlenda ferðamenn samtímis, auk aksturs fyrir félög og einstak- linga, m.a. Ferðafélag íslands, sem Vest- fjarðaleið hefur ekið fyrir í áraraðir. Nauð- synlegt sé eins og hjá öðrum fyrirtækjum í ferðaþjónustu að lengja annatímann, byrja fyrr á vorin og halda lengur út á haustin. „Maí hefur verið mjög góður og okkur hefur tekist að fá sífellt fleiri hópa til að koma hingað í maí. Þá eru mörg skólaferðalög í maí og leikskólar fara gjarnan af stað og sýna börnunum sveitina og við eigum alltaf ákveðna viðskiptamenn í alls konar minni og stærri hópferðum árið um kring,“ segir Jóhannes. Ekki fór hjá því að talsverð breyt- ing hafi orðið í rekstrinum þegar hætta varð akstrinum í Straumsvík, að aka starfsmönnum til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu á þrískiptum vöktum alla daga ársins. Þá hætti fyrirtækið sérleyfisakstri milli Reykjavíkur og Vestfjarða fyrir fá- um árum og segir Jóhannes algengt að bílaflotanum hafi á þessum árum verið ekið um eina milljón kílómetra. í dag vanti talsvert mikið þar á. „En það koma önnur verkefni og áður en við hættum hjá Álverinu vorum við Nauðsynlegt að lengja annatímann Vestfjarðaleið er að þróast úr sérleyfís- og hópferðafyrirtæki í alhliða ferðaskrifstofu. Annast það nú móttöku erlendra ferða- manna og skipuleggur hópferðir um landið. Jóhannes Tómasson heimsótti nýjar aðal- stöðvar fyrirtækisins í Reykjavík. milljónir eða hvort verðið lækkar um 20% ef við værum í þessu kerfi.“ Jóhannes er heldur ekki beint sátt- ur við þær vinnutímatilskipanir sem Islendingum er gert að fara eftir, segir þær henta illa í hópferðaakstri hérlendis. „Reglurnar eru miðaðar við allt aðrar aðstæður á þjóðvegum Evrópu en ríkja hérlendis og með þeim er bara verið að vantreysta bíl- stjórunum. Vökulögin og lágmarks 10 tíma hvíld á sólarhring eru nóg fyrir okkur. Hringferðimar um landið eru til dæmis þannig að dagsáfangar eru aldrei lengri en 5 til 7 tíma akstur. Stundum eru dagleiðimar eknar í tveim eða þrem áfóngum þannig að þótt vakttíminn sé 10 til 12 tímar er engin hætta á að bílstjórar ofreyni sig á þeim enda geta þeir oft hvílt sig í tvo-þrjá tíma á milli. Þessar takmark- anir á vinnutíma gera það að verkum að kaupið lækkar hjá bílstjórunum með minni yfirvinnu og því verður að mæta með fjölgun bílstjóra." Reglurnar segja líka að bílstjóri verði að fá 36 tíma samfellda hvíld í hverri viku sem má þó fresta í nokkra daga. Jóhannes segir þessar reglur líka kveða á um að bílstjóri sem ekur með hóp í 12 daga ferð um landið frá Reykjavík fái ekki þessa tilskildu 36 tíma hvfld fyrr en komið er aftur í bæinn. Með öðrum orðum að jafn- vel þótt ferðin sé skipulögð þannig að bfllinn væri ekki hreyfður í miðri ferð- inni í 36 tíma er ekki litið á það sem hvfld fyrir bílstjórann. „Hann verður sem sagt að hvílast heima hjá sér og það er kannski bara veríð að taka af bflstjórunum þennan sjarma að skríða uppí hjá ein- hveijum farþegan- um!“ Allt annað fyrir tveimur áratugum Morgunblaðið/Þorkell HÉR eru hjónin Signrbjörg Bjarnadóttir og Jóhannes Ellertsson framan við nýja aðsetrið í Skógar- hlíðinni með nokkra bíla fyrirtækisins í baksýn. byrjuð að byggja upp móttöku á er- lendum ferðamönnum. Astæðan fyr- ir því að við fórum út í það var meðal annars sú að þannig er hægt að skipuleggja starílð mun meira. Nú setjum við upp ákveðnar ferðir og dreifum þeim yfir vor, sumar og haust og höfum nóg að gera. Aður urðum við að bíða eftir að aðrar ferðaskrifstofur leituðu til okkar um akstur og það er vitanlega miklu verðmætara fyrir okkur að sjá um allan pakkann." Vestfjarðaleið flutti í haust frá Sætúni að Skógarhlíð og keypti að- setur Sérleyfisbíla Helga Pétursson- ar. Þarna komast sex hópferðabílar að til viðgerða og viðhalds og í sér- stöku hólfi þrír til fjórir í viðbót í þvott og málningu. Fyrirtækið sér sjálft um allt viðhald og jafnvel bfla- smíði og eru 10 menn í akstri og við- gerðum árið um kring og 3-4 á skrif- stofu. Á sumrin eru starfsmenn milli 35 og 40 þegar fleiri bflstjórum er bætt við og leiðsögumönnum. En Jó- hannes hefur áhyggjur af því að rútubflafloti landsmanna sé að eldast um of: Vill í virðisaukaskattskerfið „Það er nánast engin endurnýjun í flotanum, bflarnir eru iðulega 16-17 ára gamlir, jafnvel allt uppí 25 ára, þótt þeir séu orðnir margfalt betri og þægilegri en fyrir 30-40 árum. Þetta stafar meðal annars af því að þessi rekstur er ekki í virðisauka- skattskerfinu sem er að mínu viti fráleitt. Við eigum að sitja við sama borð og annar rekstur í ferðaþjón- ustu, þá nytum við sömu möguleika til endurnýjunar og er varðandi flug- vélar og skemmtibáta. Menn sjá að það munar um hvort við erum að kaupa nýja rútu frá útlöndum á 22 Jóhannes segir að vegna hinna miklu breytinga síðustu ára, betri bfla og betri vega sé akstur í dag allt annað en var fyrir aðeins tveimur áratugum og þá sé verið að setja reglur sem takmarki vinnu manna, þegar allar aðstæður hafi snarbatnað. Hann fullyrðir að í hópferðaakstri sé engin þörf á þeim vinnutímatilskipunum sem bflstjór- um er nú gert að fara eftir. í lokin er Jóhannes spurður um framtíðarhorfur í ferðaþjónustunni hér: „Þær eru góðar því það hefur orðið gjörbylting á flestum sviðum varðandi þjónustu við ferðamenn og því munu þeir áfram vilja sækja okk- ur heim. Það er helst að það vanti betri hótel út um land og við verðum að notast við allt sem til er í dag, góð hótel, gistiheimili og ferðaþjónustu sem allt eru fullboðlegir staðir. En stundum væri gott að geta gefið ferðamönnum kost á að velja hvort þeir vilja lúxus eða venjulegan að- búnað.“ Flugráð um kennsluflug á Reykjavíkurflugvelli Flugbraut til æfinga verði byggð í nágrenni Reykjavíkur FLUGRÁÐ leggur til að byggð verði flugbraut í nágrenni höfuð- borgarsvæðisins sem notuð verði til snertilendinga og æfingaflugs en jafnramt að kennslu- og einka- flug hafi áfram aðsetur á Reykja- víkuifiugvelli, þar sem snertilend- ingar og æfingaflug verði bönnuð. Að sögn Hilmars B. Baldui’ssonar, formanns Flugi’áðs, er tillaga þessi lögð fram í kjölfar þeirrar umræðu sem orðið hefur um kennslu- og æfingaflug á Reykjavíkurflugvelli að undanförnu en Borgarráð Reykjavíkur kveðst m.a. í bókun frá apríl sl. munu ganga fast eftir því að staðið verði við fyrirheit um að flytja allt æfinga- og kennslu- flug frá flugvellinum til að draga úr ónæði, sem það veldur íbúunum í nágrenninu. Hilmar segir að Flugráð líti það mjög alvarlegum augum verði sú ákvörðun tekin að flytja allt æf- inga- og kennsluflug frá flugvellin- um. I samþykkt Flugráðs segir að slíkt myndi m.a. valda miklu tjóni fyrir þá flugskóla sem þar hefðu aðsetur en auk þess hefði það mik- inn kostnaðarauka í fór með sér fyrir flugnemana þar sem þeir búi flestir á höfuðborgarsvæðinu. I tillögu Flugráðs er hins vegar gert ráð fyrir því, að sögn Hilmars, að æfingaflugið hefjist í Reykjavík og að þaðan yrði flogið að flug- brautinni í nágrenni höfuðborgar- innar. Þar yrðu flugtök og lending- ar æfð en að því búnu yrði aftur flogið til Reykjavíkur þar sem flug- skólarnir hefðu aðstöðu. Níutíu prósent af því æfingaflugi sem nú fer fram við Reykjavíkurflugvöll myndi þai- með færast í burtu, seg- ir Hilmar. Veltur á fjármagni Aðspurður um hugsanlega stað- setningu umræddrar flugbrautar segir Hilmai- að hentugasti staður- inn væri einhvers staðar á Reykja- nesi, suðvestur af álverinu í Straumsvík. Ákveðnir staðir kæmu til greina, en málið væri ekki það langt á veg komið að hægt væri að taka ákvarðanir í þeim efnum. Hilmar bendir á að Flugráð sé samgönguráðherra og flugmála- stjóra til ráðuneytis og að bygging æfingaflugbrautar fari eftir því hvort fjármagn fáist til þess á flug- málaáætlun. Það sé því Alþingis að taka ákvörðun um það hvort fjár- magni skuli varið í byggingu slíkr- ar flugbrautar. Svemn Björnsson, formaður fastanefndar Islands hjá Evrópuráðinu í Strassborg Formennska Islands kallar á mikið starf HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra kynnir áherslur Islands á meðan landið gegnir formennsku í Evrópuráðinu á fundi með fasta- fulltrúum Evrópuráðsins 19. maí nk. Sveinn Björnsson, formaður sendinefndar Islands við Evrópuráðið, segir það mikið starf að gegna formennsku í ráðinu og reyna talsvert á utan- ríkisþjónustuna. Evrópuráðið hefur verið að eflast á undan- fömum árum. Aðildarríkjunum hefur fjölgað eftir að breytingar urðu á stjómarfari í Á-Evr- ópu. Nú eru aðildarríkin 41 eftir að Georgía gekk í Evrópuráðið. ísland hefur á liðnum árum látið formennsku í Evrópuráðinu framhjá sér fara vegna þess að það hefur verið mat stjórnvalda að íslenska ut- anríkisþjónustan hefði ekki bolmagn til að taka að sér þetta verkefni. Ríkisstjóm íslands ákvað hins vegar að nýta sér rétt sinn til að gegna formennskunni að þessu sinni. Það hitt- ist svo á að Norðurlönd fara nú með forystu í helstu stofnunum í Evrópu. Island fer fyrir Evrópuráðinu, Finnland var að taka að sér for- mennskuna í Evrópusambandinu og Noregur er í forystu hjá ÖSE. Sveinn sagði að undir forsæti Islands yrði haldið áfram að sinna þeim verk- efnum sem Evrópuráðið hefur unnið að. Meðal nýrra verkefna mætti nefna úrvinnslu skýrslu hinna svokölluðu „vitru manna“, en þeir mynda starfshóp sem unn- ið hefur að gerð skýrslu síðan 1997 um áherslubreytingar á starfsemi Evrópuráðsins með til- liti til verkefna sem ÖSE og ESB sinna. Markmiðið er að efla starf á sviði mannréttindamála og að- stoðar við ríkin í A-Evrópu. í skýrslu hópsins, sem er undir for- sæti Mário Soares, fyrrverandi forsætisráðherra Portúgals, eru einnig lagðar fram tillögur um skipulagsbreytingar á Evrópuráð- inu. Sveinn sagði að annað mikil- vægt verkefni væri efling Evrópu- dómstólsins sem tók til starfa í SVEINN Björnsson formaður fasta- nefndar Islands hjá Evrópuráðinu í Strassborg. nóvember í fyrra. Dómstóllinn dæmir í mannréttindamálum og hefur strax á fyrstu mánuðum fengið mörg mál til umfjöllunar. Sveinn sagði að einnig yrði á næstu sex mánuðum unnið að því að efla samstarf Evi’ópuráðsins við ESB og ÖSE. Sveinn sagði að ísland hefði bú- ið sig vel undir að taka við for- mennsku í Evrópuráðinu. Búið væri að styrkja fastanefnd Is- lands, en einnig myndi reyna mik- ið á alþjóðaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins. Hann sagði að for- mennskunni fylgdi að utanríkis- ráðherra yi'ði að sitja reglulega fundi með fastafulltrúunum auk þess að eiga samskipti við ESB og ÓSE. Þegar utanríkisráðherra fer ekki fyrir fastanefndinni verður Sveinn í forsæti Evrópuráðsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.