Morgunblaðið - 18.05.1999, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 18.05.1999, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters KIRO Gligorov, forseti Makedóníu, heilsar flóttamanni frá Kosovo í flóttamannabúðum við landamærin að Júgóslavíu. Gligorov sagði í gær að flytja ætti allt að 100.000 Kosovo-búa frá Makedómu. Vitni segir flóttafólki hafa verið smalað saman inn í Korisa „Nú fáið þið að kynn- ast NATO-árás“ London. The Daily Telegraph. Leiðtogar NATO kanna hugsanleg- an landhernað MEIRA en 600 Kosovo-Albönum var haldið nauðugum í bænum Korisa í Kosovo, sem NATO-flug- vélar réðust á sl. fóstudag. Kom það fram í yfírlýsingu frá þýska varnar- málaráðuneytinu á sunnudag og í viðtali við heimsfréttaþjónustu þýska útvarpsins, Deutsche Welle, við Kosovo-AIbana, sem var í Korisa er árásin var gerð. Að sögn yfirvalda í Belgrad létust þá 87 manns og 78 særðust. I viðtalinu við Deutsche Welle segir Kosovo-Albaninn, að hópi flóttamanna hafi verið haldið föngn- um í Korisa. „Okkur var sagt, að reyndum við að flýja myndi eitthvað slæmt henda okkur,“ sagði Albaninn og bætti því við, að einn serbnesku lög- reglumannanna hefði sagt við fólk- ið: „Nú fáið þið að kynnast því hvað NATO-árás er.“ Smalað saman inn í þorpin Yfirlýsing þýska vamarmála- ráðuneytisins og viðtalið við Kosovo-Albanann styðja þær full- yrðingar NATO og Breta, að serbnesku hermennirnir hafi notað fólkið sem eins konar skjöld. í yfir- lýsingum frá NATO á sunnudag sagði, að bærinn hefði verið eðli- legt skotmark. Búið hefði verið að fylgjast með honum dögum saman og sést hefði til serbneskra her- flokka koma þangað og fara. Allir íbúar bæjarins voru þá fiúnir burt en þeir segja, að serbneskir lög- reglumenn hafi smalað þeim saman aftur og neytt þá til að hafast við í bænum. Talsmaður breska varnarmála- ráðuneytisins sagði í gær, að margir flóttamenn segðu frá því, að Serbar væru famir að sækja fólkið, sem flúið hefði þorpin, og neyða það til að snúa aftur. „Því er þó ekki leyft að búa á heimilum sínum, heldur er því hald- ið nauðugu á ákveðnum stöðum þar til NATO-flugvélamar gera árás,“ sagði talsmaðurinn. Stjórnstöðvar Serba innan um óbreytta borgara Jamie Shea, talsmaður NATO, sagði, að ekkert lát yrði á árásum á serbneska herinn þrátt fyrir þetta. „Við eigum í höggi við andstæð- ing, sem telur það eðlilegt að skýla sér á bak við óbreytta borgara. Að sjálfsögðu verðum við að hafa það í huga en við ráðumst aldrei vísvit- andi á óbreytta borgara." William Walker, yfirmaður eftir- litssveita ÖSE, Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu, sagði í gær, að ljóst væri, að serbneski herinn hefði flutt stjómstöðvar sínar í þorp og inn á svæði þar sem óbreyttir borgarar og flóttafólk héldi til. Væri það augljóslega gert í því skyni, að NATO gæti ekki ráðist á þá nema eiga á hættu að deyða marga óbreytta borgara um leið. Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær, að nú væri vitað samkvæmt vitnisburði flótta- fólks um 80 tilfelli þar sem Serbar hefðu skýlt sér á bak við óbreytta borgara en lagði um leið áherslu á, að ekkert lát yrði á árásunum á serbneska herinn. Sagði hann, að fréttir væru um vaxandi uppgjafar- anda í hans röðum og hafði meðal annars eftir Hashim Thaci, einum helsta leiðtoga Frelsishers Kosovo, að serbneskum liðhlaupum fjölgaði stöðugt. RÁÐAMENN í NATO-ríkjunum hafa falið embættismönnum bandalagsins að meta hvenær hægt væri að hefja landhernað í Kosovo án þess að hann leiddi til mikils mannfalls, að sögn breska útvarpsins BBC í gær. Banda- ríska dagblaðið The Washington Post sagði þó ekkert benda til þess að NATO-ríkin hygðust safna saman nógu miklu herliði til að hægt yrði að gera innrás í Ser- bíu. Tímaritið Newsweek skýrði frá því að yfirmenn Bandaríkjahers hefðu sagt stjórninni í Was- hington að NATO gæti ekki náð fram hernaðarlegum markmiðum sínum með loftárásunum einum. Colin Powell, fyrrverandi forseti bandaríska herráðsins, hefur einnig gagnrýnt hvernig staðið hefur verið að hernaðaríhlutun- inni í Júgóslavíu. BBC hafði eftir Robin Cook, ut- anríkisráðherra Bretlands, að stjórnvöld í NATO-ríkjunum hefðu falið embættismönnum bandalagsins að meta varnarmátt Júgóslavíuhers og hvenær hægt yrði að senda hermenn til Kosovo án þess að það leiddi til mikils mannfalls. Javier Solana, framkvæmda- stjóri NATO, á að leggja mat á hvaða áhrif loftárásirnar hafa haft á vamarmátt Júgóslavíuhers og hvenær óhætt yrði að hefja hugs- anlegan landhernað. „Við ætlum ekki að hefja mikla innrás gegn skipulagðri hernaðarmótspyrnu," sagði Cook. Utanríkisráðherrann bætti við að Solana hefði verið beðinn að meta hversu lengi Jú- góslavíuher yrði fær um að veita verulega mótspyrnu. Solana hefur ennfremur falið Wesley Clark, yfirhershöfðingja NATO, að meta á ný hversu marga hermenn þyrfti að senda til Serbíu. Talið hefur verið að NATO myndi þurfa um 75.000 hermenn til að hernema Kosovo og 200.000 til að ná allri Serbíu á sitt vald. The Washington Post sagði að NATO hefði sent 27.000 hermenn til Albaníu og Makedóníu og að minnsta kosti fjórðungi þeirra væri ætlað að taka þátt í hjálpar- starfinu meðal flóttafólksins frá Kosovo. Þessi mannafli væri langt frá því að duga til að framfylgja hugsanlegu friðarsamkomulagi í Kosovo og ekkert benti til þess að NATO hygðist safna saman her- liði sem dygði til innrásar. „Engin samstaða um landhernað" Embættismenn Bandaríkja- stjórnar óttast að tilraunir til að hefja landhernað geti valdið klofningi innan NATO og grafið undan samstöðu þeirra um loft- árásirnar. Þeir hafa því jafnvel neitað að stuðla að opinberri um- ræðu um málið. „Það er engin samstaða um landhernað innan bandalagsins," sagði William Cohen, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, í um- ræðuþætti í bandaríska sjónvarp- inu CBS á sunnudag. Ákveði NATO að hefja land- hernað gæti undirbúningurinn tekið langan tíma vegna ýmissa hernaðarlegra og pólitískra vandamála, að sögn The Was- hington Post. Aibönsk stjórnvöld eru fús til að heimila innrás frá Albaníu, en mjög erfitt yrði að skipuleggja slíkar hernaðarað- gerðir vegna slæmra hafna, flug- valla og vega í landinu og torfærs fjallgarðs við landamærin að Ser- bíu. Auðveldara væri að gera inn- rásina frá Makedóníu en þar er mikil andstaða við að leyfa NATO að ráðast þaðan inn í Serbíu. Dauðaleit gerð að morð- ingja í Frakklandi Thionville, París. AP, The Daily Telegraph. Oopinberar kosningar í Hvíta-Rússlandi HUNDRUÐ franskra og þýskra lögreglumanna leituðu í gær á skóglendi í norðausturhluta Frakk- lands, nærri landamærunum að Þýskalandi, að manni sem grunað- ur er um að hafa orðið fimm manns að bana að morgni sunnudags og sært átta. Mikill ótti greip um sig á nálægum svæðum eftir að fréttist að morðinginn léki lausum hala og var allt kapp lagt á það í gær að hafa hendur í hári mannsins. Lýstu yfirvöld honum sem vopnuðum og „stórhættulegum". Þýska lögreglan nafngreindi hinn grunaða í gær sem Gunter Hermann Ewen en hann er þrjátíu og sex ára og var til heimilis í bæn- um Beckingen í Saarlandi. Ewen var staddur á þýskum skemmtistað í bænum Dillingen aðfaranótt sunnudags þegar hann hóf skothríð á um tuttugu gesti skemmtistaðar- ins með þeim afleiðingum að tveir létust og margir særðust. Komst Ewen undan á flótta en fór ekki langt heldur braust inn á heimili breskrar konu og fransks eigin- manns hennar í nágrenninu og myrti bæði þar sem þau lágu sof- andi í rúmi sínu. Jafnframt var ell- efu ára dóttir þeirra alvarlega slös- uð af völdum skotsára. Ewen, sem vopnaður var hagla- byssu, hélt þaðan yfír landamærin til Frakklands og særði tvo er hann hugðist yfirgefa skemmdan bíl sinn og stela nýjum í bænum Si- erck-les-Bains. Síðar braust morð- inginn inn í hús þar í bæ og myrti íbúa þess áður en hann hvarf spor- laust. Lögregla taldi sig að vísu hafa króað Ewen af í ónotuðum her- skála en varð seinna að viðurkenna að hann hefði komist undan. Leitin að morðingjanum hélt hins vegar áfram og á annað hundrað franskra og þýskra lögreglumanna kom að henni, auk þess sem m.a. var notast við þyrlur. Að sögn fréttaskýrenda er skógasvæðið í móselhéraðinu hins vegar vel til þess fallið að fela sig í, þar er að finna fjölda hella sem leynast má í, sem og ónotraða herskála frá seinni heimsstyrjöld. TÍU daga óopinberum forseta- kosningum stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi lauk á sunnu- dag. Stjórnarandstaðan efndi til kosninganna til að leggja áherslu á þá kröfu sína að Alexander Lúkashenko, forseti iandsins, léti af embætti. Samþykkt var í þjóð- aratkvæðagreiðslu árið 1996 að framlengja kjörtímabil Lúkashenkos til ársins 2001, veita honum víðtæk völd og leysa upp þing landsins. Stjórnarand- staðan og mörg vestræn ríki við- urkenndu ekki þjóðaratkvæðið °g segja að kjörtímabili Lúkashenkos eigi að Ijúka í júlí. Tveir menn voru í framboði í kosningum stjórnarandstöðunnar en annar þeirra dró sig í hlé tveimur dögum áður en kosning- unum lauk. Hvít-Rússi skoðar hér kjörseðil í rútu, sem var not- uð sem kjörstaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.