Morgunblaðið - 18.05.1999, Side 35

Morgunblaðið - 18.05.1999, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 35 LISTIR Margl býr í hrukkunum MYIVPLIST Listasafn íslands TEIKNINGAR JÓHANNES S. KJARVAL Til 24. maí. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 11-17. Aðgangur kr. 300. Ókeypis miðvikudaga. ÞAÐ er engu líkara en Kjarval hafi verið að prófa fjölbreytileik tækni sinnar þegar hann teiknaði borgfirsku andlitin 53 fyrir sjötíu og þrem árum. Tveim árum síðar - 1928 - keypti menntamálaráð myndröðina fyrir 5000 krónur og kostaði með því Parísarferð lista- mannsins og nokkra mánaða uppi- hald hans þar. Þannig má segja að sveitungar Kjai’vals hafi átt sinn þátt í að koma honum til Signu- bakka þar sem hann endurnýjaði kynni sín af eftirlætislist sinni og safnaði kröftum fyrir átök sín við íslenska náttúru. Það er eins og Kjarval hafi verið að votta þessu fólki virðingu sína með uppátækinu, en um leið hljóta sýningargestir að velta því fyrir sér hvort fyrirsætumar hafi allar verið jafnánægðar með framtak listamannsins. An þess að fullyrða nokkuð þá er ekki annað að sjá en listamaðurinn hafi þurft að beita mannskapinn fortölum áður en hann skrásetti hann. Svipur sumra lýsir allt öðru en ánægju, enda hljóta menn að hafa spurt sig um tilgang listamannsins, og efast ef til vill um ágæti hans. Fyrir vikið er myndröðin einstök og ólík öllu því sem eftir kom í ís- lenskri listasögu nema ef vera kynni mannamyndum Gunnlaugs Scheving, en svo sérkennilega vill til að báðir - Kjarval og Scheving - voru aldir upp undir sama fjalla- hringnum. Þvi hljótum við að spyrja hvaða undur það sé eigin- lega austan Selfljóts sem kveiki með listamönnum þörf fyrir að lýsa landslaginu í andlitum samferða- manna sinna með þeim hætti sem þeir gerðu félagarnir. Þótt nú sé tiltölulega greiðfært um Hjaltastaðaþinghá og Vatns- skarð var það ekki svo þegar Kjar- val óx úr grasi í Njarðvík og Schev- ing í Unaósi. Væri eitthvað á hjara veraldar voru það þessar af- skekktu byggðir. Það gefur auga leið að börn sem ólust upp við slík- ar aðstæður hljóta að hafa talið manneskjurnar kringum sig til of- urmenna frekar en venjulegs fólks. Hvernig áttu menn að komast af við slíkar aðstæður ef þeir voru ekki að hluta til af kyni trölla eða huldufólks? Þetta er trúlega kjarninn í mannamyndunum sem mennta- málaráð keypti fyrir Listasafn ís- lands árið 1928. Listamaðurinn var að skrásetja ofurmennin; þetta undarlega úfna kyn sem hélt sig EIRIKUR Sigfússon, kaupmað- ur, Bakkagerði. BALDVIN Jóhannesson umhverfis Álfaborgina við rætur Dyrfjalla. Þetta fólk er álíka meitl- að og mikilúðlegt og Stórurðin í Urðardal Héraðsmegin við Dyrn- ar. Með svínshárapenslinum hálf- þurrum tókst listamanninum að hamra til andlit þess eins og væri það einstæðir klettadrangar. Hvergi er merkjanlegur bak- grunnur; einungis þunnt vask. Oft- ast er þó pappírinn auður. Andlitin vaxa fram eins og dökkir svipir, horfandi beint fram, eða á hlið í fullkomnum prófíl. Fæstir eru þar í milli þótt það sé oftast vaninn þeg- AÐALBJÖRG Björnsdóttir ar andlit eru teiknuð. Svo skorinort andlitsstaða eykur mjög á þann af- gerandi svip sem hvílir yfir myndröðinni. Fyrirsæturnar eru fullkomlega í sínum heimi án þess að virða listamanninn viðlits. Jafn- vel þótt ungviðið stari beint í augu okkar er það eins fjarri og heima- hagarnir. Þannig tókst Kjarval að skrásetja byggðina austan Uthér- aðs líkt og væri hún honum minn- ing þá þegar. Þar skilur einmitt milli teikning- ar og ljósmyndar, og má þá skilja hvers vegna Henri Cartier- Bresson - hinn þekkti franski ljós- myndari - tók upp teiknigræjurnar til að hvíla sig á myndavélinni. Það sem auga myndavélarinnar nær ekki er sagan sem listamaðurinn þekkti svo vel. Kjarval hafði minni sem myndavélin hefur ekki og þar með gat hann ekki gert andlitunum að austan sömu skil og ljósmynda- tæknin. Hann gat ekki útilokað úr teikningunum það sem hann vissi um þetta fólk. Kynni hans af því hlutu að stýra penslinum, að minnsta kosti að hálfu leyti. Það eru þessi einkenni sem gera myndröðina frá 1926 svo einstæða sem raun ber vitni. Halldór Björn Runólfsson Martröð foreldris KVIKMYNPIR Stjörnubfó THE DEEP END OF THE OCEAN irk Leikstjórn: Ulu Grosbard. Handrit: Jacquelyn Mitchard og Stephen Schiff. Aðalhlutverk: Michelle Pfeif- fer, Treat Williams, Whoopy Gold- berg, Jonathan Jackson, Ryan Merriman, Tony Musant og Michael McElroy. MICHELLE Pfeiffer leikur Beth, þriggja barna móður sem ætlar að taka börnin sín með sér á útskrift- arafmæli. Eina stund lítur hún af þeim og þá er Ben litla rænt. Hefst nú viðamikil leit að drengnum, og verða endurfundirnir óvæntir. Máltækið margnýtta „aðgát skal höfð í nærveru sálar“, lýsir vel boð- skap þessarar myndar. Það er lítið verra hægt að leggja á foreldri en að týna baminu sínu, og þýðir vitanlega miklar sálarkvalir fyrir viðkomandi, en þær verða að taka enda. Beth get- ur hins vegar ekki hætt að vorkenna sér, gleymir að sinna hinum börnun- um sínum og að rækta hjónabandið. Og refsar þannig í rauninni fjöl- skyldunni sinni fyrir þennan hörm- ungaratburð. Hún hefði ekki átt að vera svona eigingjörn að geta ekki litið í kringum sig og skilið að það eru fleiri en hún sem þjást. Myndin lýsir vel viðbrögðum fólks í svona aðstöðu, og líkist eiginlega leikinni fræðslumynd í stað kvik- myndar. Hún er býsna fyrirsjáanleg og sviftingalítil. En hún er vönduð á allan hátt og leikurinn góður. Hildur Loftsdóttir foO |-ie=*s.1-öPI fyrlr I.8c2c3.000 kr. 3d Civic 1.6 VTi - VTEC 160hestöfl, 16ventla,ABS,tveirloftpúðar, 15“ álfelgur, rafdrifin sóllúga, vindskeið með bremsuljósi, leðurstýri, sportinnrétting, fjarstýrðar samlæsingar. rafdrifnar rúður og speglar, hiti I speglum. (1.829.00010!) + - - f 4d cívic 1.6 vn - vrec 160 hestöfl, 16 ventla, ABS, tveir loftpúðar, 15’ álfelgur, rafdrlfin sóllúga, leðurstýri, sportinnrétting, fjarstýrðar samlæsingar, rafdrifnar rúður og speglar, hiti i speglum. 11.82g.OQolöf) - betri bíll Honda á Islandi ■ Vetnagöröum 24 ■ Simi 520 1100 Opiö virka daga kl. 3-18 og kl. 12-16 6 laugardögum. www.honda.is Umbodsmenn Honda á Islandi: Sundahdfn iMJ X,: •illkea Sa-braut ® Akranes: Bilver sf., Akursbraut 11c, slmi 431 1985. Akureyri: Höldur hf„ Tryggvabraut 12, sími 461 3000. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf„ Miöási 19, sími 4712011. Kettavik: BG Bllakringlan ehf., Grófinni 7-8, stmi 421 1200. Vestmannaeyjar. Bíla-verkstæðiö Bragginn, Flötum 20, simi 481 1535.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.