Morgunblaðið - 18.05.1999, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 18.05.1999, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 55 Áskrifendaleikir í allt sumar, glæsilegir vinningar: Sólarlandaferðir og vönduð reiðhjól samþykkt er vert að hafa í huga, í ljósi þess sem síðar gerðist á fund- inum. Þegar fjallað var um „úthlutun arðs“ kom fram sú skoðun að rétt- lætanlegt væri að úthluta sem arði 15-20% hagnaðar ársins. Lang- flestir fundarmenn voru þessu fylgjandi og virtist góð sátt um málið. Að afstöðnum umræðum var afgreiðslu frestað fram yfir fundar- hlé, sem stjórn félagsins notaði til að móta afstöðu sína, og bjuggust sjálfsagt flestir fundarmenn við já- kvæðum tillögum frá stjórninni. Svo varð þó ekki, flestum til stórrar undrunar. í ljós kom að stjórnin hafði sam- þykkt að halda fast við upphaflega tillögu og það sem mörgum mun þykja furðulegt; fundarstjóri úr- skurðaði að óheimilt væri að bera upp tillögu um hærri arðgreiðslu en stjómin legði til. Urskurður fund- arstjóra byggðist á lagagrein í hlutafélagalögum, sem er eftirfar- andi: 101. gr. Hluthafafundur tekur ákvörðun um úthlutun arðs eftir að félagsstjóm hefur lagt fram tillög- ur um það efni. Ekki má ákveða að Lýðræði í íslenskum hlutafélögum úthluta meiri arði en félagsstjórn leggur til eða samþykkir... Þessa lagagrein ber að skoða í ljósi hinnar almennu reglu um að æðsta vald sé hjá hluthöfum og birt- ist sú regla í eftirfarandi lagagrein: 80. gr. Hluthafafundur fer með æðsta vald í málefnum hlutafélags samkvæmt því sem lög og sam- þykktir þess ákveða... Eg get ekki betur séð en þessar tvær lagagreinar stangist á og að Alþingi hafi orðið á slæm mistök. Það getur ekki verið eðlilegt að eig- endur félags séu bundnir af tak- markandi ákvæðum af þessu tagi. Lýðræðislegt verklag hefur margar hliðar og hér blasir við lagaákvæði, sem engin sátt er um. Hér hefur verið stiklað á nokkrum atriðum sem snerta al- menningshlutafélög, meðal annars verið fjallað um lýðræði innan þeirra. Niðurstaðan hlýtur að vera sú að íslendingar þurfi að taka sig á, hvað varðar löggjöf og lýðræðis- legt aðhald. Aimennir hluthafar verða að hafa forustu um að nauð- synlegum breytingum verði komið í framkvæmd hið fyrsta. Höfundur er verkfræðingur. Hvað segja stjórnar- formennirnir? Haft er eftir Herði Sigurgests- syni „að hér gæti ríkt allt það lýð- ræði sem menn vilji hafa“. Kristján Loftsson sagði „að hann teldi að eins og málum væri háttað í íslenskum hlutafélögum þjónaði það vel hlut- höfunum". Eftir Benedikt Sveins- syni er haft „að í stórum dráttum sé þetta upplýsingaflæði og tengsl hlutafélaganna við hluthafana í góðu lagi“. Hins vegar sagði Frosti Bergsson „að upplýsingagjöf til al- mennra hluthafa í almenningshluta- félögum gæti batnað frá því sem nú er, til dæmis með því að birta þriggja mánaða uppgjör félaganna". Ollum er að sjálfsögðu heimilt að hafa sína skoðun á ástandi mála, en það er áhyggjuefni ef forustumenn stærstu félaganna fylgjast ekki með umræðunni, eins og framan- greind svör benda til. Ljóst má vera af framangreindum tilvitnun- um að skilningur er takmarkaður (með undantekningu) hjá viðmæl- endum blaðsins á nauðsyn aukins lýðræðis í hlutafélögum almennt. Hér er verk að vinna hjá almennum fjárfestum. Hvað er hluthafalýðræði? Smærri hluthafar í íslenskum hlutafélögum telja að þeir eigi ákveðinn rétt til áhrifa á töku ákvarðana í félögum sínum. Enn- fremur eiga þeir rétt til upplýsinga um hag fyrii-tækjanna, í jöfnum mæli við stærri hluthafa. Þessi rétt- indi eru staðfest í lögum um hluta- félög og reglum Verðbréfaþings Is- lands. Hvað snertir „rétt til áhrifa“ þá er hann bundinn við umræður á að- alfundum og öðrum félagsfundum. Virk skoðanaskipti á félagsfundum geta á margan hátt verið fyrirtækj- um til framdráttar og ekki ástæða til að stimpla slíka umræðu sem kvöð á stjórnendum. Astandið hér- lendis er þannig, að fyrir utan lög- bundna aðalfilndi þekkjast félags- fundir ekki. Að mínu mati er þetta óþolandi ástand. Hvað varðar „rétt til upplýsinga“ þá byggist hann nær eingöngu á reglum Verðbréfaþings Islands. F élögum með aðalskráningu er gert skylt að birta afkomutölur tvisvar á ári og tilkynna allar breyt- ingar á rekstri, þær sem haft geta MORGUNBLAÐIÐ birti 13. mars ummæli stjórnarformanna í nokkrum stærstu félög- um landsins um lýð- ræði í íslenskum hluta- félögum. Alits þeirra var leitað eftir að frétt- ir höfðu birst um gagn- rýni Víglundar Þor- steinssonar á aðalfundi Eimskipafélagsins. Þessir herrar voru flestir sammála um að ástandið hérlendis væri harla gott og mátti skilja mál sumra þeirra svo að umvöndun Víg- lundar stafaði af van- kunnáttu á stjórnarháttum hlutafé- laga. Reyndar verða viðbrögð sumra þessara stjómarformanna að teljast furðuleg og sýna mikið skilnings- leysi á ríkjandi viðhorfum almenn- ings. Það skal fullyrt að lýðræði þekkist almennt ekki við stjóm ís- lenskra hlutafélaga. Stjómarkosn- ingar í hlutafélögum snúast einfald- lega um það að stærstu hluthafarnir velja félögunum stjómir. Meiri- hlutastjórn hlutafélaga er eðlilegt fyrirkomulag, en hefur ekkert með lýðræði að gera. Þrátt fyrir það snýst málið um lýðræði, vegna þess að atvinnulífið byggir tilvem sína á almennum fjárfestum. veruleg áhrif á verðmat hlutabéfa í félaginu. Sú krafa er uppi meðal al- mennra fjárfesta að uppgjör verði gert fjór- um sinnum á ári, á sama hátt og er regla í þjóðfélögum með þró- aða hlutabréfamarkaði. Saga af aðalfiindi Að lokum skal vikið nokkrum orðum að ný- lega höldnum aðalfundi almenningshlutafélags, sem undirritaður sat. Loftur Altice Fram kom að hagnaður Þorsteinsson á árinu 1998 hafði orðið ágætur og engar fjár- festingaáætlanir kynntar á fundin- um sem gátu réttlætt að arði yrði ekki skilað til hluthafa. Samt lagði Almennír hluthafar verða að hafa forystu, segír Loftur A. Þor- steinsson, um að nauð- synlegum breytingum verði komið í fram- kvæmd hið fyrsta. stjórn félagsins til að einungis um 10% hagnaðar ársins yrði greiddur út sem arður. Aður en kom að dag- skrárliðnum „úthlutun arðs“ hafði stjórnin fengið samþykkta tillögu um rífleg og aukin stjómarlaun frá því sem verið hafði árið áður. Þá Hlutafélagalýðræði *
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.