Morgunblaðið - 18.05.1999, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 18.05.1999, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 67 __________BRÉF TIL BLAÐSINS D-vítamín Frá Gísla Ragnarssyni: D-VÍTAMÍN er nauðsynlegt fyrir heilbrigði beinanna. Hér áður fyrr var algengt að bein væru kalksnauð vegna D-vítamínskorts og ýmislegt bendir til þess að svo sé enn. Nokkr- ar nýlegar rannsóknir benda til þess að vægur D-vítamínskortur sé al- gengur meðal eldra fólks og að það stuðli að beineyðingu og beinbrot- um. D-vítamín tekur þátt í umsýslu kalsíums og fosfats í líkamanum en hefur auk þess ýmis önnur hlutverk. Til dæmis hægir D-vítamín á frumu- fjölgun og mildar ónæmissvar. Þetta skýrir hin jákvæðu áhrif D-vítamíns (lýsis) á psoriasisútbrot. Viðtakar D- vítamíns eru í mörgum vefjum svo sem beinum, húð, brisi, maga, kyn- kirtlum, heila og brjóstum. Virkasta afleiða D-vítamíns er 1,25- díhýdroxýkólekalsíferól. D-vítamín myndast í húðinni fyr- ir áhrif sólarljóssins. Það er óvíða í matvælum og því er nauðsynlegt að bæta því í fæðuna í löndum þar sem sólarljósið er naumt skammtað. D- vítamínstaða fólks er venjulega metin út frá magni 1,25- díhýdroxýkólekalsíferól í sermi (blóðvatni) og er magn undir 20 nmól/L talið gefa til kynna D- vítamínskort. Þetta gildi er þó lík- lega of lágt því að rannsóknir benda til að gildi undir 37,5 nmól/L geti stuðlað að beingisnun.5 Bandarísk rannsókn, sem birt var í New England Journal of Medicin á síðasta ári, staðfestir að D- vítamínskortur er algengur meðal eldra fólks. I rannsókninni reyndust 57% þeirra sem rannsakaðir voru hafa 1,25-díhýdroxýkólekalsíferól- gildi undir 37,5 nmól/L og 22% voru undir 20 nmól/L. Meðal þeirra sem mældust undir mörkum voru ein- staklingar sem tóku D-vítamín sam- kvæmt þeim ráðleggingum sem gefnar hafa verið hingað til. Bandaríska rannsóknin gefur vís- bendingar um að ráðlagðir dag- skammtar af D-vítamíni séu ófull- nægjandi. í Bandaríkjunum eru ráð- lagðir dagskammtar D-vítamíns 400 AE* (10 mg) fyrir þá sem eru 51-70 ára og 600 AE (15 mg) fyrir 71 árs og eldri. í Bretlandi eru 400 AE (10 mg) ráðlagðar fyrir 65 ára og eldri og hér á Islandi hefur Manneldisráð gefið út dagskammta sem eru um 300 AE (7 mg) fyrir eldra fólk. * AE = alþjóðlegar einingar. Samanburðarrannsóknir hafa sýnt að inntaka D-vítamíns, umfram ráðlagða skammta, dregm- úr bein- eyðingu og tíðni beinbrota. I banda- rískri rannsókn var 176 körlum og 213 konum, 65 ára og eldri, fylgt eft- ir í þrjú ár. Fólkið bjó í eigin hús- næði og var sjálfbjarga. Þeim var skipt í tvo hópa og fékk annar hóp- urinn 500 mg af kalsíum auk 700 AE (17,5 mg) af D3-vítamíni (kólekalsí- feról) á dag, en hinn hópur fékk lyf- leysu (placebo). Kalkmagn beina var mælt með röntgenmyndum (dual- energy x-ray absorptiometry), blóð og þvag var rannsakað á 6 mánaða fresti og tíðni beinbrota var skráð. Rannsóknin sýndi að beineyðing varð minni og beinbrot færri í þeim hópi sem fékk smávegis kalsíum og stóran skammt af D-vítamíni, borið saman við hópinn sem fékk lyfleys- una. Athyglisvert er að í hollenskri rannsókn, á yfir 2500 eldri borgur- um (yfir 70 ára) var enginn munur á tíðni beinbrota hvort sem gefin var lyfleysa eða stór skammtur af kalsí- um ásamt litlum skammti af D- vítamíni (10 mg). Þetta gæti bent til þess að nægilegt sé að stækka D- vítamínskammtinn en ekki þurfi að auka kalkið. Ekki er þó hægt að full- yrða um slíkt enn sem komið er. Líklegt má telja að vægur D- vítamínskortur sé algengur meðal eldra fólks og að slíkur skortur veiki beinin. Mikilvægt er að finna besta dagskammt þessa mikilvæga vítamíns. Þangað til að það hefur' verið gert er sjálfsagt að ráðleggja Islendingum, ekki síst eldra fólki, að taka D-vítamín daglega. Samkvæmt þeim vísindalegu niðurstöðum sem fyrir liggja, er eldra fólki ráðlagt að taka 800 AE (20 mg) af D-vítamíni á dag. Sá skammtur er öruggur, án aukaverkana og bætir mjög líklega heilbrigði beinanna. Hér á íslandi höfum við frábæran D-vítamíngjafa, sem er lýsi. Sam- kvæmt upplýsingum frá Lýsi hf. eru að lágmarki 11,5 mg af D-vítamíni í 5 mL (barnaskeið) af þorskalýsi og 23 mg í 5 mL af ufsalýsi. Hámarks- gildi D-vítamíns í þorskalýsi getur verið um 15 mg í 5 mL en magn D- vítamíns í ufsalýsi sveiflast mun minna. Lýsið, þessi gamli íslenski heilsudrykkur, hefur enn einu sinni sannað gildi sitt. GÍSLI RAGNARSSON, Aflagranda 27, Reykjavík. Brettarekkar - Smávöruhiilur - Innkeyrslurekkar o.fl. Lagerkerfi sem uppfylla staðla (INSTA, German Standard o.fl.) Hagstætt verð - Hagstæð lausn fOfnasmiðjan Verslun Háteigsvegi 7 - sími 511 1100 Verksmiöja Flatahrauni 13 - slmi 555 6100 Aðsendar greinar á Netinu v§> mbl.is -ALLTXKf= eiTTH\SA£> /MÝTT Hef fiutt tannlœhnastofu ntína að Bœfarhrauní 2, 2. hœð, Hafnarfirðí. Kjartan Símí SSS 2046 Guðjónsson, tannlæknir. Cindy Crawford velur Constellation OMEGA - Swiss made since 1848 18 karatagull og stál. OMEGA Garðar Ólafsson úrsmiður The sign of excellence Lækjartorgi, s. 551 0081 Þekkingarótti eða ótti við hvað? Frá Jóni Hafsteini Jónssyni: FYRIR einum mánuði birtist í Morgunblaðinu bréf frá undirrituð- um með yfírskriftinni Þekking- arótti. Nú (12. maí) eru í sama blaði viðbrögð við grein þessari frá Skúla Sigurðssyni, vísindasagn- fræðingi, sem eiga að vera and- mæli gegn fyrrnefndu bréfi mínu. Ekki get ég vefengt orð vísinda- sagnfræðingsins, að Jesúítar hafi á 17. öld stutt rannsóknir á raf- magnsfyrirbærum, en hvað gaf til- efni til svo sértækrar fróð- leiksmiðlunar? Sé hann að reyna að sýna fram á að kaþólska kirkjan hafi viljað og náð að skapa með okkur réttari heimssýn og skilning, þarf hann að tína til fleiri og stærri mál, og þá slyppi hann varla við að koma inn á ýmislegan óhugnað, nýrri en „brýnuna" við Galileo, sem hann kýs að nefna svo. Hvað varðar andúð á ástundun erfðavísinda, sem ég kom inn á, þá ber Skúli hana hvergi beint af sér né samtökunum, en segir svo spak- lega. „Erfðafræði má nota til góðs og ills“. Hvaða þekking (eða blekk- ing) skyldi það nú vera sem slíkt gildir ekki um? Skúli kvartar yfir því að erfitt sé að skilja boðskap bréfs míns og staðhæfir að það sem ég segi eigi ekki við um samtökin, „Mann- vemd“. Aldrei nefndi ég „Mann- vernd“ þó að ég hafi vissulega haft í huga umfjöllun fjöðmiðla um stofn- un Mannverndar, og mér er spurn. Er það misskilningur minn að mál- pípur Mannverndar hafi mælst til þess að fólk kæmi í veg fyrir að upplýsingar um það yrðu skráðar í gagnagrunninn? Sé svo, get ég við- urkennt að orðaval mitt hefði mátt hafa ögn mildari blæ, en ekkert var nokkrum skýringu, get ég nefnt, að mér finnast sefjunartilburðir ógeð- felldir, og það fékk mig til að skrifa lesendabréfið, sem Skúla fannst að þarfnaðist andmæla. Eg tel að skoðanaskipti af þessum toga séu vel til þess fallin að slá á sefjandi ótta og fordóma og er Skúla því þakklátur fyrir andmælin. JÓN HAFSTEINN JÓNSSON, fyrrv. menntaskólakennari, Stangar- holti 7, Reykjavík. þó ofsagt. Kjarninn og „boðskapur- inn“ í bréfi mínu var ekki torskil- inn; þó að Skúla finnist það. Eg rökstyð það með tveim bein- um ívitnunum og læt hverjum og einum eftir að dæma: 1. „Hvaða veilur skyldu það vera í erfðamengi einstaklings, sem æskilegt væri að fela fyrir vísinda- mönnum, heilbrigðisstofnunum og honum sjálfum?" 2. „Hinar háværu áskoranir um þátttöku í hópaðgerð til að hefta þekkingaröflun eru ósæmilegar.“ Andmælin gegn gagnagrunnin- um hafa alla tíð haft svipmót af sefjun og á þeim nótum hafa þau náð nokkrum árangri. Ekki er þá fjarn lagi að leiða hugann að trúar- brögðum, sem jafnan líta á handan- heiminn sem öllu mikilvægari en það, sem við höfum og köllum veru- leika. Litlu breytir þó Jesúítar hafi á 17. öld stutt rannsóknir á raf- magnsfyrirbærum, og Svíar telji sig þurfa að greiða skaðabætur vegna ógeðfelldra mannræktartil- burða fyrr á þessari öld. E.t.v. hefðu þeir farið að með meiri gát, hefðu þeir kunnað meira fyrir sér í erfðavísindum. An þess að ég telji mig skulda Heldur þú að B-vítamín sé nóg ? NATEN -ernóg! ♦ - C
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.