Morgunblaðið - 25.03.2000, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 25.03.2000, Qupperneq 20
20 D LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Jim Smart Morgunblaðið/Jim Smart , Bleiki liturinn er vinsæll hjá stúlkum en jakkaföt drengjanna eru í dekkri tónum. Látlaus fermlngarkjóll og sandalar í stíl. Morgunblaðið/Jim Smart Jakkaföt fást í ýmsum gráum tónum. Sjaldan meira úrvai af fatn- aði fyrir ferm- ingarbörn SJALDAN eða aldrei hefur úrvalið af fermingarfatnaði fyrir stráka og stúlkur verið eins mikið og í ár enda bjóða margar verslanir upp á sérstaka fermingarfatalínu. I sam- tölum við starfsfólk þeirra verslana Reykjavíkur sem bjóða upp á ferm- ingarföt eru stuttar buxur með pilsi eða kjól yfír afar vinsælt um þessar mundir meðal stúlkna en einnig hnésíðir einfaldir hlýrakjól- ar. Þá eru alltaf einhverjar sem vilja stutta kjóla með pífum. Vinsælustu litirnir eru rauðir, bleikir, bláir, beis og hvítir og efnin eru gjarnan glansandi póliester eða annað gerviefni. Að mati sumra verslunarmanna eru stúlknaskórnir yfirleitt lágbotna bandaskór en sumar hverjar hafa þó tekið þann kostinn að velja bandaskó með lágum hælum. Kjólar koma þó ekki einir til greina meðal fermingarstúlka heldur velja margar þeirrar stuttar þröngar buxur með skrauti neðst á skálmunum og bol við ásamt suttri peysu. Þær geta verið mjög vínar ef þær velja fína skó við eins og sést á meðfylgjandi mynd af stúlk- unni í fatnaði frá versluninni Top Shop. Rauðar, vínrauðar og bláar skyrtur Misjafnt er að sögn starfsmanna verslananna hvort stúlkurnar séu með fyrirfram ákveðnar hugmynd- ir um fermingarfötin eða ekki. Margar hverjar vita alveg hvað þær vilja en aðrar eru meita leit- andi og koma jafnvel með mömmu og ömmu til að hjálpa sér að velja. Hjá strákunum eru hefðbundin jakkaföt alltaf vinsæl; beinar fell- ingarlausar buxur með engu upp- ábroti og einhnepptur jakki með þremur tölum. Jakkafötin eru gjarnan svört eða gráleit, til dæmis ljósgrá eða dökkgrá en litaúrvalið er meira í skyrtunum, því þær fást m.a. í bláum, rauðum og vínrauðum lit. Þá þykir silkibindið ómissandi við þennan fatnað. Sumir strákar velja þó ekki jakkann við heldur stakar buxur, sléttar að framan og skyrtu við. Skórnir eru eins og í fyrra með grófum botnum, ýmist lágir eða ökklaháir, yfirleitt svartir og með glansandi áferð. Rétt er að minna á að íslenski hátíðarbúningurinn hef- ur lengi verið vinsæll meðal ferm- ingardrengja en hann er bæði hægt að kaupa eða leigja á fata- leigum. Eins og meðal stúlknanna er það misjafnt hvort strákarnir séu með ákveðnar hugmyndir um ferming- arföt í huga eða ekki. Ljóst er þó að ekki er úr eins vöndu að ráða þar sem svört, ljósgrá, grá og dökkgrá jakkaföt eru hvað vinsæl- ust. Sniðin virðast einföld eins og áður kom fram þannig að vandinn virðist kannski helst fólgin í því að finna réttan lit á skyrtu fyrir jakkafötin. Margir velja íslenska hátíðarbúninginn eins og áður hef- ur komið fram en einnig er um að drengir fari óhefðbundnari leiðir og velji sér til dæmis fjólublá jakkaföt, eins og fram kemur á öðrum stað hér í blaðinu, en sá drengur keypti fermingarfötin sín hjá versluninni Kormáki og skildi. Morgunblaöið/Ásdís mofo Stuttar buxur með skrauti á skálmunum, bolur og stutt peysa er eitt af því sem fermingarstúlkur geta klæðst á fermingardaginn. Þá eru bandaskór vinsælir, ýmist lágbotna eða með háum hælum. Fötin fást í Top Shop.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.