Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Blaðsíða 12

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Blaðsíða 12
12 leg; hún snýr í landnorðr og útsuðr; er hún 48 fet á lengd, enn 18 fet á breidd að utanmáli; dyr eru á norðvestrhliðinni við hinn vestra gafl, og aðrar á hinni hliðinni við austrgaflinn. Naumast held eg, að tótt þessi sé hoftótt; því ekkert sést fyrir millumvegg eða afhúsi, né þeim kennimerkjum, sem þær hoftóttir hafa, er eg hefi áðr fundið; tótt þessi hefir heldr ekkert nafn, það eg veit. Kirkjugarðrinn er fyrir austan bœinn; þar hefir og kirkjan staðið, enn er nú nýflutt úr kirkjugarðinum og bygð af timbri; stendr kirkjan nú fram undan bœnum og snýr ekki í austr og vestr. í austanverðum kirkjugarðinum á kórbaki, meðan kirkjan stóð þar, er sýnt leiði Kjartans Olafssonar; það er bæði langt og hátt, og miklu stœrra enn önnur leiði; er nú nýhlaðið upp eða gert yfir það, og hefir því alt af verið þannig við haldið; leiðið snýr í norðr og suðr og er það eina leiði í kirkjugarði, sem eg hefi þannig séð snúa. Ofan á leiðinu liggja nú 8 steinabrot af fimstrendu eða margstrendu stuðlabergi, líklega Baulusteini; þessi brot eru öll saman 9 fet á lengd; fimm af þeim eru með rúnum; um innihald þeirra skal eg vera því fáorðari, sem margbúið er að lesa þær að því er verðr, og einkanlega vegna þess, að ekki verðr sannað, að þau heyri fornöldinni til, eða að hér standi nafn Kjartans. Á tveim- ur þessum brotum, sem eiga saman, eru rúnirnar einna læsilegast- ar, eða á öðru; þetta hafa verið álitnar fornrúnir og steinn Kjart- ans, sjá Eggerts Olafssonar og Bjarna Pálssonar Ferðabók bls. 255—61; þar er og mynd af steininum, sem þar er sýndr í einu lagi, enn er þó talað um, að hann sé í þremur brotum, enn er þó ekki nema í tveimur; þetta er því ekki nákvæmt, og eins mun ráðning rúnanna meira eftir ímyndun. Dr. jur. Konráð Maurer, prófessor við háskólann í Munchen, hefir fyrstr sýnt, að steinn þessi muni ekkí eldri enn frá 14.— i5.öld2. Að sömu niðrstöðu hefir komizt dr. Gustav Storm, og adjunkt Nygárd, sem skoðuðu stein- inn 18743. Sigurðr Guðmundsson málari hefir tekið myndir af þessum fimm rúnasteinabrotum, sem eru prentaðar ásamt nokkurri skýringu í ísl. þjóðsögum I. bls. 235—236. f>essi fyrrtaldi steinn, mynd nr. 1, er þar sýndr í tveimr brotum; han heldr og, að hann sé ekki sá rétti; þar á móti getr hann þess til, að þau þrjú steinabrot, mynd nr. 2, kunni að vera steinn Kjartans. f>essar myndir af steinunum sýndust mér nákvæmar, að því eg gat séð, enn einungis þyki mér það nokkuð ólíklegt, að þessi steinn sé svo gamall legsteinn, og einkanlega sé hann úr Baulu; á tfmamótum 1) Sbr. og Antikv. Ann. IV. bls. 343—4 og Antiqu. de L’orient. 2) Isl. Volkssagen, Leipz. 1860, bls. 64—66. 3) G. Storm: Minder fra en Islandsfærd, Chr. 1874, bls. 77—78.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.