Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Síða 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Síða 27
27 Síðan fór eg vestr yfir Grímsá, og að ingnesi; var þar lengi, og athugaði þær leifar, sem sjást eftir af þingstaðnum; fór um kveld- ið upp að Stafholtsey og var þar um nóttina. Mid'vikudaginn, 24., og fimtudaginn, 25. sept., rannsakaði eg hér efra, sjá Árb. Fornleifafjel. 1884—1885, „ferð þeirra þ>orgils Höllu- sonar um Borgarfjörð, og víg Helga Harðbeinssonar“, alt sem við kemr Stafholtsey, Hvítá, og hinum gamla farvegi, Bakkavað, og leitaði að þeim stað, hvar J>verárþing hefði verið, og fl. Eg hafði gleymt að geta þess, að þegar Snorri goði fór suðr í Borgarfjörð um vorið í málatilbúnað eftir Styr mág sinn, með fjögur hundruð manna, þá segir Eyrbyggja s. bls. 103: „feir kóm- ust hit lengsta suðr til Hvítár at Haiigsvaði, gegnt Bœ; þar var fyrir sunnan ána Illugi inn svarti, Kleppjárn inn gamli, f orsteinn Gíslason, Gunnlaugr ormstunga, porsteinn ór Hafsfjarðarey; hann átti Vigdísi, dóttur Illuga svarta; margir vóru ok aðrir virðingamenn, ok höfðu meir enn D manna. f>eir Snorri náðu eigi at ríða suðr yfir ána, ok höfðu þar fram málin, er þeir kómu framast, svá at þeim var óhætt, ok stefndi Snorri Gesti um víg Styrs. f>essi sömu mál ónýtti þorsteinn Gíslason fyrir Snorra goða um sumarit á alþingi. f>at sama haust reið Snorri goði suðr til Borgarfjarðar, ok tók af lífi þ>orstein Gíslason ok Gunnar son hans“. fetta vað á Hvítá er nú kallað Flaugsendavað; það er skamt fyrir neðan þar sem Flókadalsá kemr í Hvítá; sunnan til við ána heitir Haugs- eyri; þetta er nær þvi gagnvart Bœ, þar sem forsteinn Gísla- son bjó. Föstudaginn, 26. sept., fór eg frá Stafholtsey og ofan að £>ing- nesi, og athugaði þingstaðinn betr; síðan fór eg ofan eftir nesinu og norðr að J*rælastraumi, og svo upp með Grímsá. Þingnessþing. Bœrinn fingnes stendr í nesinu, sem verðr milli Hvítár og Grímsár, og nær suðr við Grímsá; enn langt er úr nesoddanum eða ármótunum og upp að bœnum; í kring um hann er sléttlendi, og einkanlega alt upp frá. Nær í austr frá bœnum, fyrir ofan túnið, er töluverð þyrping af tóttum og rústum, sumar eldri, enn sumar yngri; þær eru um 12 að tölu; yfir höfuð eru þessar rústir svo aflagaðar og óglöggvar orðnar, að engu máli verðr við komið, nema 2 eða 3 tóttir, sem sýnast gamlar, og sem eru um og yfir 40 fet á lengd. það, sem gjörir þennan þingstað svo óglöggan, er, að peningshús eða annað úthýsi virðasthafa verið bygð síðar, ofan í þær gömlu tóttir, og í einum stað er stór kringlótt tótt, sem er miklu nýrri, og sem mun vera rétt eða byrgi. Miklu fleiri tóttir hafa getað verið hér, því víða eru miklar upphækkaðar móarústir; 4*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.