Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Side 45

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 02.01.1886, Side 45
Viðaukar og leiðréttingar við rannsóknina i Borgarfirði 1884, fyrri kaflann, sjá Árb. Fornleifafél. 1884-1885. Síðan í fyrra hefi eg bæði fundið sjálfr og fengið hjá öðrum ýmsar upplýsingar, sem styrkja það, sem eg hefi áðr sagt, og skýra sum þau atriði enn betr. Skal eg hértaka fram það helzta. Eg talaði um skógana í Skorradalnum í Árb. i fyrra bls. 88> og gat þess, að skógar hefði fyrrum verið lengra upp eftir daln- um enn nú; enn síðan hefi eg þó fengið nákvæmari upplýsingar um þetta efni. Nú er enginn skógr í suðrhlíðinni fyrir ofan Bakka- kot; enn Davíð bóndi Snœbjarnarson á Vörðufelli í Borgarfirði, hefir sagt mér, að þegar hann ólzt upp í Bakkakoti um 1830—50, hafi verið langt fyrir framan Bakkakot, nær fram á móts við Sarp, svo mikill skógr, að eigi hafi annar verið meiri í Skorradal, og sagði hann, að úr þeim skógi hefðu verið smíðaðir margir klyfbera- bogar og rokkar; þar að auki sagði hann, að í fjárhúsi í Bakkakoti hefði allr viðr, bæði árefti og sperrur, einungis verið úr þessum skógi, sem nú sé ekki urmull eftir af, eftir rúm 30 ár; þess skal getið, að hús þetta var ekki garðahús, heldr einlægjuhús, sem kallað er. Davíð kvaðst og hafa tekið eftir kolagröfum uppi á Botnsheiðarbrúnum, enn þó hafi ekki verið þar skógr í þann tíma. Að skógr hafi fyrrum verið i Efstabœ og Sarpi — enn þeir bœir eru, eins og eg sagði í fyrra, að norðanverðu við Fitjaá — má sjá af ferðabók þeirra Árna Magnússonar, og Páls Vídalíns (1706). f>ar segir svo um Efstabœ: „Rifhrís og skógarleifar til elldevidar brúkast, enn þver mjög“. Og um Sarp: „Skógur til elldevidar bjarg- ligur“. 5>að er eitt, sem nauðsynlegt er að taka fram: allar þær sagnir, sem maðr veit, að sannar eru, um skógana; því það hefir jafnvel verið rengt, að þeir hafi verið svo miklir, sem sögurnar benda á. Eg veit miklu fleiri sagnir um þetta efni, enn sem ekki eiga hér við að sinni Viðvíkjandi „Reið þórðar kakala“ skal eg bœta við þessum athugasemdum, bls. m, og í sambandi við þar á undan:

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.